Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 4
4 Náttúruverndamefnd Sigluf jarðar vill láta taka marká sér: „Skólplagnir í Hvanneyrará eru til stórskammar” „Sorphaugar í Innri höfn hafa aldrei verið í jafn slæmu ástandi og í sumar. Þarf greinilega að standa betur að því að urða sorpið, þannig að það fljóti ekki um allan sjó og fjúki um allt,” segir m.a. í nýlegri fundargerö náttúruvemdamefndar Siglufjaröar, sem gerð var eftir að nefndin hafði fariö í skoðunarferð um bæjarlandiö. Það var ýmislegt fleira sem stakk augu náttúruvemdarmanna í skoðunarferöinni. Um jarðrask og um- merki eftir efnistöku fyrir borstæöi Hitaveitunnar á Skútudal segir: „Náttúruvemdamefnd beinir þeim til- mælum til bæjarstjórnar, að efnistaka þama verði einungis notuð innan dalsins og það sé lágmarkskrafa til þeirra starfsmanna, sem að slíku jarö- raski vinna, að þeir snyrti eftir sig jafnóðum og verki miðar áfram”. Næst staönæmdust náttúruvemdar- menn á Saurbæjarás, þar sem sorp- haugar bæjarins voru í eina tíð. „Þar þarf aö hreinsa járnrusl, sem er til mikilla lýta,” segir í fundargerðinni. Þá beinir nefndin því til bæjar- stjómar, að gerö verði framtíðar- áætlun um malarnám á Siglufirði. Við gerð þeirrar áætlunar verði tekið tillit tU malarþarfar næstu 15—20 árin og hvar efnistaka fari fram. Verði efnis- taka úr sjó þá sérstaklega höfð í huga. Verði hins vegar um áframhaldandi efnistöku að ræða í bæjarlandinu, þá veröi það gert á skipulegan hátt, jafn- framt því sem frágangur og snyrting landsins fari fram jafnóöum. I þessu sambandi leggur nefndin til, að malarnámi á Fjaröarársvæðinu verði hætt sem fyrst. Síðan verði fenginn landslagsarkitekt til að gera tiUögur um frágang og betrumbætur á svæðinu, með það í huga, að vestan Hóls verði útbúið vatn eöa lón. Telja náttúrvemdarmenn, að uppistöðulón á þessu svæði, sé eina ráöið til aö fela þau spjöll sem þar hafa verið unnin á landinu. En þegar kom að Hvanneyrará þótti náttúruverndar- nefnd Siglufjarðar fyrst taka steininn úr. Um ástandið þar var bókað: „Skólplagnir í ána eru til stór- skammar öUum þeim sem að stjóm bæjarins hafa staöið. Algerlega er óþolandi að skólp renni í ána og verður tafarlaust að koma því í lokað ræsi. ” Einhverjar áhyggjur virðast nefndarmenn hafa haft um sinnu bæjaryfirvalda til þessara mála, því í niðurlagi fundargerðarinnar segir orð- rétt: „Núverandi náttúruverndar- nefnd æskir þess að mark sé tekið á tUlögum hennar og að þær séu fram- kvæmdar”. -GS/Akureyri Á Siglufirði má enn sjá minjar síldar- áranna. DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. Akstur skólabama í snjóþungum héruöum — Við Stórut jarnaskóla gilda sérstakar reglur um álagsgreiðslur Akstur skólabama hefur löngum verið mikiö vandamál í sveitum landsins, einkum þeim snjóþyngri. Kostnaöur viö hann er greiddur af sveitarfélögunum sjálf um í fyrstu og þau bera ábyrgð á samningum við þá aðila sem hafa yfir að ráða bílum sem henta tU akstursins. Síðan endurgreiðir ríkið samkvæmt viömiðunartaxta sem það gefur út, 85% af kostnaðinum. Sérstök ákvæði era um að á snjóþungum svæðum megi bæta 10% ofan á taxtann á ákveðnum tímum, enda hafi Vega- gerðin staðfest aö færð hafi verið erfiö. Sú staðfesting á að koma í veg fyrir að um misnotkun sé að ræða á þessum ákvasðum. I samtali sem DV átti við fræðslu- stjórann í Vestfjaröaumdæmi, Sigurð K. G. Sigurðsson kom fram gagnrýni hans á þessar reglur. Hann nefndi sem dæmi að tU þess að fá 10% álagið greitt fyrir skólaakstur á Birkimel á Barðaströnd, þyrfti vottorð frá fuUtrúa Vegagerðarinnar sem staðsettur væri á Patreksfirði og hefði enga aðstöðu tU aö dæma um færð á Barðaströnd. Miklu eðUlegra væri aö tU dæmis hreppstjórar gæfu útþessivottorð. m I Stórutjarnaskóla í Þingeyjar- sýslu stóðu fyrir nokkru deUur vegna greiðslna fyrir akstur skóla- barna. BUstjórar skólabUanna vUdu ekki sætta sig við viðmiðunartaxtann frá ríkinu og kröfðust hærri greiðslna vegna sérlega erfiðra aöstæöna sem krefðust öflugri bifreíða. Þær sérreglur hafa gilt í um 3 ár vlð Stórutjarnaskóla að 10% álagið fyrir snjóþunga í einstök skipti er ekki greitt, heldur 4% álag fyrir hvem mánuð. Þetta aukaálag greiddi ríkið út tvisvar á ári. DV er ekki kunnugt um að þessar reglur gildiviðannanskólaen þennan. Vegna þessara deUna tafðist skóla- hald viö Stóratjarnaskóla nokkra daga en hófst af fullum krafti fyrir rúmri viku eftir aö bílstjórar féUust á að greiðslu á áðurnefndu 4% álagi yrði breytt. Nú skal það greitt mánaðarlega. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Stigið ofan á tæmar á Thalfu Þjóðleikhúsiö hefur verið kaUað musteri. Það var á þeim árum þegar Guðlaugur Rósinkranz stjórnaði leikhúsinu, skipaður þjóðleikhús- stjóri af Eysteini Jónssyni, sem skamman tíma gegndi embætti menntamálaráðherra. Eysteinn hefur lengi verið mikUl skiðagarpur, og svo vUdi tU að Guðlaugur stundaði skiðaiþróttina um tíma. Gárung- arair sögðu þvi að hann hefði farið á skíðum inn i Þjóðleikhúsið. En það varaði ekki lengi. Seinna kom á daginn að Guðlaugur var ágætur þjóðleikhússtjóri þrátt fyrir stunur og emjan andstæðinga. Núverandi þjóðleikhússtjóri situr hins vegar í embætti í miklum náðum. Aldrei er deUt um leikritaval og aldrei er talað um mikinn kostnað, eins og þegar My Fair Lady var sviðsett, en þá var sagt að Guðlaugur ætlaði að setja Þjóðleikhúsið á höfuðið. Það er nefnUega ekki sama hver maðurinn er, þegar um Þjóðleik- húsið er að ræða. Ýmis borgaraleg öfl ætluðu bókstaflega að springa út af ákvörðunum Guðlaugs. Sagt var að fingur hans hefði verið boginn, þegar hann fékk pólska söngkonu senda hingað, sem hann hafði aldrei beðið um o.s.frv. Nú sitja hin blaðinu í gær, sem segir allt aðra sögu af þessu leikriti. Þar er spurt hvaða erindi þjóðleikhúsfólk og höfundur hafi átt við Ieikhúsgesti. Og síöan er spurt: Var tUgangurinn að leiða í ljós getu leikaranna tU að sýna afskræmt mannlegt atferli. Ekki fæst svar við þeirri spurningu, nema þá helst hjá Árna Bergmann, sem virðist ánægður fyrir sina hönd og síns fólks, enda má skUja að á ferð- inni sé bæði guðlast og klám. Þótt margrómað hafi verið í nýlegri Ameríkuferð, að menningin hér á landi sé í fyrsta klassa, verður ekld með sanni sagt að Thalía hafi verið látin gæta sóma síns á þessum haustdögum. íslendingar f jölmenna mjög í leikhús og láta sér fátt eitt fyrir brjósti brenna, birtist þeim eitt- hvað f nafni menningarinnar. Að ætla sér að sýna „My Fair Lady á sfnum tfma þótti hneyksU. Aðeins skammur timi er síðan. Nú gerast engin hneyksU lengur vegna þess að þreytuleg lágkúra virðist tekin við þar sem áður stirndi á leikbókmennt- ir heimsins. Og það furðulega við þessa Iágkúru er, að leikhúsgestir virðast sæmUega ánægðir og halda að þeir eigi að klappa á sýningum. Svarthöfði. borgaralegu öfl í landinu steinþegj- andi með svuntur bundnar um sig á frumsýningu vegna vatnsgangs á fremstu bekkjum og þykir fyrirtækið ógurlega menningarlegt og fyndið. Stungið er banana í klofiö á gínu. Það er æðsta framtak Ustarinnar — raunar heljartak, og enginn segir neitt, af því Guðlaugur Rósinkranz er ekki lengur þjóðleikhússtjóri. Nú stýrir leikhúsinu maður, sem er svo lærður í leikhúsfræðum, að menn efa ekki að aUt er gott sem gerir hann, og tU framgangs leikUstinni f landinu. Hann kom ekki á skíðum inn í Þjóðleikhúsið. Nú kætist Mória mjög/mörg sem á dárabörn, var kveðið i dentíð og þótti vel orðað. Spurningin er hvort heldur það er Móría sem ræður húsum f musteri þjóðarinnar um þessar mundir eða Thalía, gyðja leikUstar- innar. Sé Thalia enn innan veggja í stofnuninni hefur verið stigið ilUlega ofan á tærnar á henni með sýningu á því nýja leikriti, sem framsýnt var á dögunum og á að tákna syndafalUð eins og það verður skUið í gegnum „Litlu gulu hænuna,” ef marka má blaðaumsagnir. Annars virðast gagnrýnendur hafa mikinn vilja tU að taia vel um verkið og þau bók- menntaverk, sem það virðist byggt á, bibUuna og „Litlu gulu hænuna”. Virðist Arni Bergmann á Þjóðvilj- anum þó vera umsegjenda hrifn- astur, enda er honum máUð skyldast og leikhúsið sú stofnun, sem mest gerir fyrir jábræður hans. Hins vegar birtist grein i Morgun-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.