Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 33
DV. MIÐVUÍUDAGUR 6. OKTOBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Olof Palme kratapáfí „Ölafur Pálmi er mtettur til leiks á ný í forystu ssenskra stjórnmáia. Þaö gustar af honum enn sem fyrr, þegar- hann leiddi Svía til velferðar og Svíþjóð varð fyrirmynd margra ríkja Vesturianda.” Svo segir Alþýðubiaðið í formála að þýddu viðtali við sænska forsætisráðherrann Olof Palme. Það vekur athygli að krataleiðtoginn er aldrel kaliaður annað en Óiafur Pálmi í viðtalinu. Hingað til hafa aðeins stór- menni eins og páfinn og konungborið fólk notið þess heiðurs að fá nafn sitt islenskað. Við tölum um Jóhannes Pál páfa, Jóbann Karl Spánarkonung, Olaf Noregskonung og Karl Bretaprins. Erlendir stjóramálamenn hafa hins vegar mátt búavið sin eigin skiraaraöfn (saman- ber Ronald Reagan, Káre Willock) þar til nú að Oiof Palme verður Ölafur Pálmi á síðum Alþýðublaðsins. Líklega eru islenskir krat- ar farnir að líta á Olof Palme sem kratapáfa eða krata- kóng. Spilað með kerfið Þegar réttarhléi lauk í Hæstarétti núna á dögunum kom meðal annars fyrir frestunarbeiðni í máli, sem er all sérstætt. Maður nokkur var kominn með mikinn iög- mannaher á eftir sér, vegna vanskila hingað og þangað. Hafði þeim orðið nokkuð á- gengt og voru búnir að gera skuldarann að þrotamanni og fá selt ofan af honum dýrindis einbýlishús á þokkalegu verði. Maðurinn er þó enn harður af sér og lét áfrýja málarekstri til Hæstaréttar. Sem þýðir, vegna seinagangs í réttarkerfinu meðal annars, að maðurinn getur nú búið svona tvö ár í viðbót í sioti sínu, en þar sem það hefur verið selt ofan af honum, þó sem leigjandi, án þess að þurfa að borga húsaleigu! Við þetta verða lánardrottnar og húskaupandi að sætta sig, þótt hart þyki. Harka mannsins þykir ekki einleikin og þótti það kóróna allt spilverkið, þegar frestunarbeiðni hans kom fyrir í Hæstarétti. Samkvæmt hefðum gátu lögmenn lánar- drottna ekki annað en sam- þykkt. Það þurftu þeir að gera hver fyrir sig og stóðu því upp 10 hæstaréttar- lögmenn í röð til þess að sam- þykkja beiðni mannsins. Mun það vera einsdæml, að ein- staklingur stjórai kór Lög- mannafélagsins við réttar- hald í Hæstarétti. Eysteinn leggur til rigninguna Bergur Pálsson fyrrum fulltrúi kom þar að um daginn þar sem Jónas Guð- j mundsson ritböfundur með j meiru var að kaupa sviðakjamma i Kjötbúðinni Borg við Laugaveg. Bergur spyr Jónas hverju það sæti að góður og gildur framsóknar- maður versli í matinn hjá kaupmanninum á horainu en ekki í kaupf élaginu. „Jú, sjáðu nú til,” svaraöi Jónas: „Kjötbúðin Borg er nú miklu frekar kjötversiun Framsóknarflokksins heldur | en kaupfélögin. Þegar fiokkurinn fer í sumarferðir þá leggur Þorbjöra í Borg nefnilega til nestið en kommarnir fararstjórann og Eysteinn rigninguna.” Forsetinn og „Good morning America" í síðasta Helgarpósti var dylgjað um það að „ábyrgir” starfsmenn utanrikis- ráðuneytisins hefðu komið i veg fyrir það að Vigdís Finnbogadóttir forseti gæti komið fram í vinsæium bandariskum sjónvarpsþætti „Good Moraing America” meðan á heimsókn hennar þar i landi stóð. Samkvæmt frásögninni átti að hafa komið boð frá stjóraendum þáttarins, en þeir síðan hætt við þegar starfsmenn ráðuneytisins fóru að setja skilyrði um hveraig mætti spyrja forsetann. Staðreyndin er hins vegar sú, að starfsfólk forsetans leitaði eftir þvi að Vigdís kæmi fram i fyrrgreindum þætti. Upphafiega mun hafa komið boð um að Vigdís kæmi fram i öðrum sjónvarpsþætti sem sendur er út í kapal- kerfum og nefnist „Freeman Report”. Það var álit manna að ekki væri vlðeigandi að forsetinn kæmi þar fram, en i stað þess var boðið upp á að hún kæmi fram i „Good Moraing America”. Stjóra- endur þáttarins þágu ekki það boö. Umsjón: Kristján Már' Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Bíóhöllin, Félagamir á Max bar: Kvikmyndir Kvikmyndir HEILLANDI PERSÓNUR Bióhöllin, Fólagamir ó Max bar CThe Guys From Max's Bar („Inside Movos"). Stjórn: Richard Donner. Handrít: byggt ó sögu Todd Walton. Kvikmyndahandrit: Valerio Curtin £r Barry Levinson. Kvikmyndun: Lazslo Kovacs A.S.C. Aöalhlutverk: John Savage, David Morse, Diana Scarwid,, Amy Wríght, Bill Henderson, Steve Kahan. Tónlist: John Barry ft Bette Midler. Fromloiðandi: Mark M. Tanz ft R. W. Goodwin. Hversu stórtæk er þörfin fyrir vin- skap í „tristum” heimi? Og ef hún er ekki fyrir hendi, hver er þá tilgang- urinn með lífinu? Eöa er maðurinn svo mikil félagsvera að hann getur ekki lifað án stuðnings annarra? Allar þessar spurningar mynda umgjörð um kvikmyndina „Félag- arnir á Max Bar”, sem nú hefur verið tekin til sýninga í Bíóhöllinni. Vissulega er þetta viðfangsefni sem áður hefur verið tekið fyrir á breiðtjaidi. En alveg að óvörum kynnumst við nýjum fleti á hugtak- inu vinátta í nefndri mynd. Fleti sem er það mannlegur og vel afmarkaður og áhorfandinn getur ekki annað en hrifist. Um fram allt er fjallað um manneskjuna, um fram allt er leitast við að lýsa viðbrögðum hennar og at- ferli, um fram allt fáum við að kynn- ast sérstæðum en jafnframt einlæg- um og elskulegum manneskjum, sem þrá þaö heitast að lifa iifinu lifandi. Þetta er hreint ágæt kvik- mynd leikstjórans Richard Donner. Honum hefur tekist að skapa alveg sérlega skemmtilega og áhorfsverða mynd og þá ekki síst sérstaklega vel agaöar persónur, sem einar sér gera þessa mynd m jög eftirminnilega. Söguhetjan Roary Tepper (Savage) hyggur á sjálfsmorð sakir lífsleiða síns. Hann tekur sig til og stekkur út um glugga af tíu hæöa háu skrifstofuhúsi — en iifir fallið (og lendinguna) af. Eftir ianga sjúkdómslegu er Roary einmana og ráðvilltur. Hann hefur bæklast viö falliö og er hann útskrifast af sjúkra- húsinu á hann ekkert að hverfa að. Hann ráfar af tilviljun inn á bar í ná- grenni við endurhæfingarstöðina er hann flytur á eftir sjúkrahúsvistina. Þar fyrir hittir hann sérstakt mann- líf fólks sem á sér það nokkurn veg- inn sameiginlegt að vera allt meira og minna fatlað, enda býr þaö flest á nefndri endurhæfingarstöð. Þannig er áhorfandinn leiddur inn í samfélag, sem við fy rstu sýn viröist heldur hjákátlegt, en eftir aö filman hefur rúllað lengur i gegn kemst sá hinn sami að því að þrátt fyrir bækl- un allra, er hér um óskaplega venju- legt fólk að ræða. Fólk sem á sínar tilfinningar, sínar þrár, sinn vilja, sorgir og gleði. öllum þessum þátt- um manneskjunnar fær áhorfandinn að kynnast eftir ýmsum leiðum í þessu þrönga mannfélagi, sem bar- inn hansMax er. Það er í rauninni óþarfi að tíunda söguþráöinn frekar. Hann er upp- fremst mannlegur og það er þessi myndöll. . Ástæða er til að fjalla nánar um persónusköpun myndarinnar, en hún er aö mati undirritaös það helsta sem heldur þessari mynd uppi. Eftir á að hyggja er eins og áhorfandinn hafi þekkt persónur myndarinnar um árabil, svo sterklega koma fram einkenni hverrar þeirra um sig. Inni- legur og vandaður ieikur hjálpar þar vitanlega mikið. John Savage fer á 'kostum í hlutverki hins bæklaöa Roary Tepper og afgangurinn af félögunum á Max bar standa honum líttaöbaki. Ég mæli hikiaust með þessari mynd. Hún er ekki hið einasta vel gerð, heldur líka fyndin og sannfær- andi lýsing á tilfinningum fólks í eigin garð og annarra. John Savage far i kostum í hlutverki sinu sem Roary Tepper i kvik- ' myndinni um fálagana á Max bar. Nýjar bækur Nýjar bækur Góður 3ja vikna megrunarkúr meö Ijúffengum og næringarríkum matseðli BÁRA WIAGNÚSDÓTTIR þýddi og staðfærði Léttirog Ijúffengir réttir Setberg hefur sent frá sér bókina Léttir og ljúffengir réttir, bók með góðum 3ja vikna megrunarkúr og ljúf- fengum og næringarríkum matseðli. Hér er hvatt til þess að borða reglu- lega, sleppa ekki úr máltíð, en í fæð- unni veröi sem minnst af kolvetni og sem mest af próteini, en prótein er aðallega í kjöti, fiski, fuglum, osti og sýrðum mjólkurafurðum. Bókin Léttir og ljúffengir réttir er dönsk að uppruna, en Bára Magnús- dóttir, sem um 15 ára skeið hefur rekið likamsrækt í Reykjavík, hefur þýtt og staðfært bókina. Bára hefur því ára- tuga reynslu í umfjöllun um heilsu- og megrunarfæði fyrir fólk á öllum aldri. Lrfiðá jorðinm eftir David Attenborough Hjá Máli og menningu er nýkomin út bókin Lífið á jörðinni, Náttúrusaga í máli og myndum eftir David Atten- borough. Þýðandi er Oskar Ingimars- son. Lifið á jörðinni er byggt á samnefnd- um náttúrusöguþáttum sem David Attenborough gerði á vegum breska sjónvarpsins, BBC. Þættir þessir hafa verið sýndir um allan heim og hafa fáir sjónvarpsþættir þótt öðrum eins tíðind- um sæta. Þar var leitað fanga í jarðlögum, gróðurfari og dýralífi um gervalla jörð og óhemju mikili fróð- leikur settur fram með frábærlega skýrum og skemmtilegum hætti. Hér er sögð saga plánetu okkar í 3.500 milljón ár, með hliðsjón af þeim dýrum og plöntum sem enn lifa. Skemmtilegar sögur úr heimi dýranna eru auövitaö með og skýr og f jörlegur stíll Attenboroughs nýtur sín til fulls. Bókinerprýddmeiraen500myndum. t Lífið á jörðinni er 224 bls. i stóru broti. Setningu og filmuvinnu annaðist Prentsmiðjan Oddi hf., en bókin er prentuðíBretlandi. Ágrip af jarðfræði íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson jarðf ræðing Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út bókina Ágrip af jarðfræði íslands eftir Ara Trausta Guðmunds- son jarðfræðing. Bókinni er ætlað að vera kennslubók í jarðfræði fram- haldsskóla, en um leið getur hún verið almenningi handhægt fræðslurit. I bók- inni eru fleiri tugir ljósmynda og skýringateikninga. 1 Ágrip af jarðfræði íslands er fjallaö um nýjustu hugmyndir og rannsóknir í íslenskri jarðfræði. Landreks- eða plötukenningin hefur opnað ótal nýja vegu í jarðfræðinni og ekki hvað síst á Islandi sem gegnir lykilhlutverki í nútímajarðvísindum. Helstu kaflar bókarinnar eru: Jarðsaga, Jarðvirkni, Eldvirkni — Jarðhiti, Landrek — plötukenningin, Landmótun: Frost og jöklar, Ágrip af jarðsögu. Ágrip af jarðfræði tslands fæst bæði innbundin og í kiljuformi. Bókin er aö öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Hólum, nema myndamót vegna kápu, þau eru unnin hjá Myndamótum hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.