Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd ITALSKA MAFÍAN STARFAR í NOREGI Lögreglan í Bergen telur sig nú hafa sprengt fyrsta glæpahringinn sem tengir ítölsku mafíuna viö Noreg. Var upphaf málsins það að 25 ára gamall Itali var handtekinn í sambandi við umfangsmikla sölu á Fíkniefni þau sem lögreglan leggur hald á eru brennd í ofni við 1000 gráða hita. Hér sjáum við lögreglumenn fylgjast með brunanum. fíkniefnum í Bergen. — Margt bendir til þess að maður- inn tilheyri mafíunni, segir lögreglu- fulltrúi sem unnið hefur að málinu í Bergen. — Við höldum jafnframt að hér sé kominn forsprakki þeirrar stærstu glæpaklíku sem stundað hefur iðju sína á vesturlandi. Jafnframt sitja 8 Bergenbúar í fangelsi, grunaðir um að hafa til- heyrt glæpahringnum. Talið er að Italinn hafi komið flugleiðis frá ein- hverju hinna Norðurlandanna og álítur lögreglan þvi að máliö nái líka til þeirra. Italinn er kærður fyrir að hafa selt 1,2 kiló af amfetamíni og 75 kíló af hassi aö andvirði 20 milljónir krónur. Grunar lögregluna að hann hafi byggt upp þessa starfsemi í Bergen á sl. 5 árum. Við rannsóknina hefur lögreglunni aöeins tekist að leggja hald á lítið brot þeirra fíkniefna sem glæpa- hringurinn er talinn hafa dreift á norskanmarkaö. Andófsforingi handtek inn i Póllandi í gær Pólska öryggislögreglan hefur til- kynnt að vel hafi borið í veiði hjá henni í viðureign hennar við neðanjarðar- hreyfingu Einingar sem stjómin býr sig nú undir að banna alveg. Pólska sjónvarpið greindi frá því í gærkvöldi að Wladyslaw Frasyniuk, einn aðalskipuleggjandi neðanjaröar- hreyfingarinnar í Neðri-Sílesíu, hefði veriö handtekinn í Wroclaw. — Hann var ákæröur fyrir aö skipuleggja ólög- legar mótmælaaögerðir. Hinn 28 ára gamli Frasyniuk skipu- lagði neðanjarðarsamtökin, sem í apríl tóku upp andóf við herlagayfir- völd, á meöan flestir forvígismenn Einingar voru í haldi. Tíöindin um handtöku hans ber að um leið og fréttir af því að pólska þingið býr sig undir að samþykkja ný lög á laugardaginn, sem gera ráð fyrir að Eining og önnur verkalýðssamtök verði endanlega leyst upp. Er mikill uggur í mönnum í Póllandi vegna hinnar væntanlegu lagasetning- ar og hefur Jozef Glemp erkibiskup aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni í páfagarö, þar sem taka átti látinn pólskan prest (raunar föður hans) í dýrlingatölu. Biskupinn hefur látið í ljós kvíða fyrir að nýju lögin muni kalla f ram óeirðir. Fransyniuk, Zbigniew Bujak frá Varsjá, Bogdan Lis frá Gdansk og Wladyslaw Hardek frá Kraká stýrðu saman neðanjarðarhreyfingu Eining- Parísarlögreglan vinnur að rann- sókn á ákærum um, að leynierindrekar frá Marokkó hafi rænt konu einni úr liöi stjómarandstæðinga Hassans Marokkókonungs. Þessi Marokkókona hvarf úrFrakklandi. Vinir Khadiju Allabuah-Bourquat (37 ára) segja að hún hafi horfið af heimili sínu í París 27. sept., en síð- ast spurðist til hennar á leið til tann- læknis. Sendiherra Marokkó í París hefur borið á móti því að Marokkóstjórn viti nokkuð til hvarfs konunnar. Segir hann konuna franskan ríkisborgara og al- gerlega óviðkomandi Marokkó. Heldur hann því fram að þarna sé uppi áróður til þess að spilla fyrir áætlunum um heimsókn Mitterrands Frakklandsfor- seta til Marokkó 27. október. Khadija stóð fyrir samtökum sem reyndu að vernda hagsmuni fanga í Marokkó. Hafði hún marglagt aö ar en þeir voru allir meöal fárra for- vígismanna verkalýössamtakanna sem sluppu viö handtökur þegar her- lögin voru leidd í gildi í desember í fyrra og hafa farið huldu höfði síöan. frönsku stjóminni að láta til sín taka örlög þriggja bræðra hennar, sem handteknir vom í Rabat 1973, en aldrei hefur spurst til síðan. Sendiherrann segir aö Hassan konungur muni afhenda Mitterrand forseta skýrslur um hvarf þessara þriggja bræðra. Ambrosiano- hneykslið Fyrir helgina framdi aðstoöar- bankastjóri Ambrosiano bankans á Italíu sjálfsmorð með því að kasta sér út um glugga. Er þetta þriðja sjálfs- morðið sem tengist hinum umfangs- miklu hneykslismálum í sambandi við bankaveldi þetta. Bankastjórinn, Giuseppe della Cha, 54 ára, skildi eftir stutt kveð jubréf: — Þetta er allt mér að kenna. Ástar- kveðjur til Milenu, Susi og Gabriellu, pabbi. Ambrosiano-hneykslið hófst í júní sl. með því að sannaðist að bankinn hafði stundað dularfulla lánastarfsemi í Suður-Ameríku. Er banki páfagarðs einnig flæktur í máliö. Forseti bankastjórnarinnar, Robert Calvi, hengdi sig skömmu síðar undir brú í London. Daginn eftir framdi ritari hans einnig sjálfsmorð með því að kasta sér út um glugga á bankanum. Þýskartúrbín- urtilSovét Vestur-þýska fyrirtækið AEG- Kanis hefur nú afhent fyrstu túrbínurnar til notkunar viö hina umdeildu gasleiöslu frá Síberíu til V-Evrópu. Er hér um að ræöa 47 túrbínur. Þær eru byggðar eftir heimil- uðum fyrirmyndum frá banda- ríska fyrirtækinu General Electric og eru að verömæti 4,5 milljaröa króna. I kjölfar þessa hefur Banda- ríkjastjórn boðaö bann á allan innflutning í USA á vörum frá AEG-Kanis og eins frá þrem öðrum þýskum fyrirtækjum sem selja tækjabúnað í gasleiðsluna. Fólkismyglað til USA Fjórir menn frá E1 Salvador, sem smyglað hafði verið inn til Bandaríkj- anna, fundust látnir í læstri vörubif- reið, sem staðiö haföi yfirgefin í 18 klukkustundir í brennandi Texas-sól- inni. Tólf landar þeirra lifðu þennan hrakning af, en þeir fundust allir um 320 km suður af San Antonio. Fjóra þeirra þurfti að leggja inn á spítala. Upphaflega hafði hópurinn verið 13 menn og 13 konur og höfðu þau vaðið Rio Grande frá Mexíkó. Tíu höföu verið fluttir eitthvað burt í sendibíl áður en lögreglan kom að. Þetta fólk hafði farið frá E1 Salvador í síðustu viku og voru þá 50 saman sem öllhöföu greitt 1.500 dollara hvert fyrir að láta smygla sér inn í Bandaríkin. Misheppnaðargetnaðarvamir — Mennirnir eta getnaðarvama- pillur kvenna sinna eða setja smokk- ana á puttana, segir í nýútkominni skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum þar sem f jallað er um ástæður þess að svo illa gengur að draga úr bam- eignumfólksí Asíu. 1 skýrslum þessum segir að íbúum afskekktra þorpa í Asíu hafi verið kennt að nota smokka með því að setja þá á bambusstaf. Þegar kenn- ararnir komu til baka mörgum mánuðum síðar til að athuga árangurinn af kennslunni tók hópur öskureiöra kvenna á móti þeim. Þær voru allar vanfærar. Við athugun kom í ljós að karl- mennirnir höföu annaðhvort látið smokkana á bambusstaf eða ein- hvern fingurinn í stað þess að nota hann á þaö eina sanna líffæri sem sér um f jölgun mannkynsins. Annað Ben Barka- mál í uppsiglingu í Frakklandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.