Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVUCUDAGUR 6. OKTOBER1982. DAGBLAÐIÐ-VÍSiR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og ótgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. ‘Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 1». Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Næg tækifæri síðar Nú dregur senn aö þingsetningu. Ef að líkum lætur mun þingið fara af stað með hefðbundnum hætti en trúlega munu fljótt skipast veður í lofti. Þar veldur mestu sú óvanalega staða sem upp er komin vegna bráðabirgða- laganna, sem ríkisstjómin gaf út fyrr í haust. Tveir af fyrrverandi stuðningsmönnum stjómarinnar hafa lýst yfir að þeir hafi látið af stuðningi við ríkisstjómina, og í framhaldi þar af hefur stjómarandstaðan tilkynnt að hún muni greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Ef staðið verður við þessar hótanir munu bráðabirgðalögin falla á jöfnum atkvæðum í neðri deild alþingis. Talsmenn stjómarinnar hafa látið í ljós vanþóknun sína á því að minnihluti þingmanna skuli notfæra sér deildaskiptingu alþingis til að fella stjórnarfrumvarp, og vísa þá til þess að á þingi sitji 31 þingmaður, sem styðji ríkisstjómina, þrátt fyrir fráhvarf þeirra Alberts og Eggerts Haukdal. Þetta eru brosleg viðbrögð. Það er ekkert nýtt að afli atkvæða sé beitt í deildum alþingis, enda hefur deilda- skiptingin verið við lýði frá því að alþingi kom saman að nýju á síðustu öld og verið hluti af okkar stjómskipan. Enginn flokkur hefur skirrst við né haft við það að athuga að atkvæðavaldi hafi verið beitt, hvenær sem færi gefst. Þess er og skemmst að minnast að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa samanlagt meirihluta á alþingi nú, en vegna skiptingar þingmanna í deildir hafa þeir ekki meirihluta í báðum deildum. Þess vegna gátu þessir tveir flokkar ekki myndað ríkisstjóm eftir síðustu kosn- ingar og þess vegna þurfti Gunnar Thoroddsen að „bjarga heiðri alþingis” með stjómarmyndun sinni. Þá heyrðist aldrei krafa um það að Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag viðurkenndu meirihluta alþýðuflokks- og sjálfstæðismanna til að þjóna lýðræðinu og bjarga al- þingi. Þessi mótrök eru haldlaus og staðlaus. Stjórnarand- staðan hlýtur að greiöa atkyjeði hverju sinni eins og hún sjálf metur skynsamlegast og það er ekki viö hana að sak- ast, þótt stjómin sé mynduö á svo veikum grunni, að frá- hvarf tveggja þingmanna leiði til þess að meirihluti henn- ar í neðri deild bresti. Hitt er meira umhugsunarefni, hvort það sé rétt að fella bráðabirgðalögin af efnislegum ástæðum. Innihald þeirra er fólgið í þrennu: lækkun gengis, hækkun skatta, skerð- ingu verðbóta á laun. Gengislækkunin er þegar komin til framkvæmda, vörugjaldshækkunin sömuleiðis, auk þess sem stjómarandstaðan hefur allar skattalagabreytingar í hendi sér, þar sem þær þurfa að fara í gegnum báðar deildir. Eftir stendur þá lækkun launaverðbóta 1. desem- ber næstkomandi. Sú aðgerð er þyngst á metunum, að því er varðar viðnám gegn verðbólgu. Þá launalækkun hafa launþegasamtökin þolað með þögninni. Það væri ábyrgðarlaust og ástæðulaust fyrir stjómar- andstöðuna að bregða fæti fyrir þá aðgerð. Og þótt ótrú- legt megi virðast, mundi það mælast illa fyrir. Fólk vill að þessi stjóm fari frá, en það vill ekki að það sé gert með því að fella það litla af viti sem hún kemur í verk. Skerð- ing verðbóta 1. des. er nauðsynleg og óhjákvæmileg. Stjómarandstaðan hefur næg tækifæri til að aftra heimskupörum ráðherranna síðar í vetur, þótt ekki sé rokið til í ákafa og felldar þær viðnámsráðstafanir, sem jafnvel verkalýðshreyfingin sjálf hefur látið yfir sig ganga. Slíkt offors væri mikil skammsýni. ebs Sælir eru einfaldir Þegar sonur minn, sá litli, meiddi sig um daginn og ég bauðst til aö kyssa á sáriö, harðneitaði hann þessu kosta- boði og tilkynnti mér grafalvarlegur að þaö mætti ekki pissa á það. Mér fannst þetta skrítin túlkun á því sem ég sagði og mér datt í hug hvort ekki væri víðar pottur brotinn í þessu efni en hjá honum einum. Nú er nefnilega í tísku, og hefur raunar veriö um alllangt skeið, að túlka alla skapaöa hluti og er engu líkara en landinu sé stjómað með misskilning að leiöarljósi og því viöbúið aö þegar menn era að fella það að byggð verði flugstöð í Keflavík séu þeir í rauninni að hugsa um hænsna- kofa á Þórshöfn eða álver í Eyjafirði því að fjölbreytnin í túlkun er meö ólíkindum. En það er í sannleika sagt ekki þetta sem mér liggur þyngst á hjarta um þessar mundir, heldur hitt að það skuli vera komið fram í október og heimurinn skuli standa enn því að í byrjun september var ég sannfærður um að spár um heimsendi, sem menn hafa veriö að dunda við að semja frá því að veröldin varð tU, myndu rætast. Þá var útUtiö svo svart, aö mati þeirra sem vit höföu á, að það væri útUokaö aö bjarga heiminum og voru rökin þau að Norðmenn hættu skyndUega, og að því er virtist án nokkurrar skynsamlegrar ástæðu, að kaupa af okkur lambakjöt. Eins og bændur hafa margoft bent á hefur heimurinn Ufað á lambakjöti frá upphafi, ef undan er skiUnn sá stutti tími, sem Adam og Eva borðuöu epli í öU mál og fengu bágt fyrir að lokum eins og menn muna. Það ætti því öllum að vera ljóst að þaö er fyrst og fremst sauðkindinni að þakka að við snúumst enn á þessari guðsvoluðu jörð okkar í staö þess að vera í hópi mammúta og geirfugla eða dínósárusa og síðutog- ara. I ljósi þess sem að framan greinir fannst mér varla sanngjamt þegar Benedikt Axelsson ríkisstjóra lét þau boð út ganga að hver sá sem dræpi flestar kindur af hjörð sinni skyldi fá aö launum kóngsríkiö aUt og hálfa kóngsdóttur, ef ekki þessa heims, þá annars, og held ég að það sé varla ofmælt að svívirðUegri ofsóknir á hendur bjargvætti heims hafi ekki verið boðaðar síðan hringorminum var sagt stríð á hendur, sællar minningar. En þar sem ég er b jartsýnn aö eðlis- fari held ég enn í þá von að sauðkindinni verði útvegaður túlkur áður en henni verður útrýmt meö öllu. . . . „held ég að það sé varla ofmælt að . svivirðilegri ofsóknir á hendur bjargvætti heims hafi ekki verið boðaðar, síðan hring- orminum var sagt stríð á hendur, sællar minningar. Hin langþráöa áUtsgerð útvarpslaga nefndar Uggur nú loksins frammi og það er vert að Uta hana augum því að hún á eftir að hafa mikil og ófyrir- sjáanleg áhrif á líf okkar allra. 1 Mér sýnist þessi álitsgerð að mörgu leyti vel unnin, eftir því sem ég þekki tU, einkum í þeim greinum er varöa Ríkisútvarpið, en þar hefur lengi heit- ur eldur brunnið á góöum drengjum. Heldur vh-ðist þó nefndinni bregðast by rinn þegar kemur að nýmælum þeim sem mestu máU skipta og flestir hafa beðið eftir með óþreyju, en það eru ákvæðin um frjálsar útvarpsstöðvar. Langar mig tU þess aö varpa fram fá- einum athugasemdum þar að lútandi, en aðrir munu efalaust fjalla ítarlegar um þau síðarmeir. Þegar á fyrstu síðu álitsgerðarinnar er slegið fram ákvæði nokkru sem eitt sér myndi draga ærinn ógæfuslóða á eftir sér, þótt ekki kæmu önnur tU, en það er sú tUlaga að sjömanna útvarps- réttaraefnd, skipuð af þinginu, skuU faUð aö ráðskast með réttindi og leyfis- veitmgar tU útvarpsreksturs. Þama á sýnUega rétt emu sinni að þenja um- svif þingsins út fyrir þau landamerki sem eðUlegt er að löggjafarsamkund- an búi við. Engar viðhUtandi röksemd- ir fylgja þessu ákvæði, en viö þekkjum orðið af langri reynslu og vondri aö þaö er mjög tU þess lagið að auka enn frek- ar þau hrossakaup og valdníðslu sem nóg er fyrir á vegum þings og ríkis- valds. Frelsi til að fara á hausinn Ekki tekur skárra viö á síðu tvö þegar svo er kveðiö á að útvarpsréttar- nefndin þingskipaða skuU ekki einung- is hafa í hendi sér hverjir fái leyfi tU út- varpsreksturs og hverjir ekki — hún skal einnig ákveða umfang auglýsinga í dagskrá hverrar stöðvar og hafa þá einhverja hliðsjón af hlut þehra í Rík- isútvarpinu. Þama eru höfundar áUts- gerðarinnar komnir út á hálan ís og háskasamlegan og þá er skammt að bíða þess að þeim skriki fótur því aö brátt er þess einnig getið að útvarps- réttamefndinni skuli tU viðbótar falið að ákvarða gjaldskrá auglýsinganna, og fer nú heldur að skerðast um frelsi hinna frjálsu stöðva, og óvíst að eftir verði mUciö annað en frelsi tU að fara á hausinn. 1 reyndmni myndi þetta ákvæði, ef samþykkt yrði, leggja í lófa útvarps- réttarnefndar að úrskurða hvort frjálsar útvarpsstöðvar skuU hjara lengur eða skemur. Kjallarinn Baldur Hermannsson Nú er öUum ljóst að engu breytir hvort skemmtiþáttur eða fræðslumynd er send tU neytenda á öldum ljósvakans eða eftir málmþráðum. Þetta eru tvær tUtækar tæknUegar leiðir sem stöðv- amar og viðskiptavinir þeirra hafa um að velja, og þaö er bæði óviðeigandi og óviðunandi að ríkisvaldiö sé aö káfa í þess konar tækniatriðum og gera upp á miUi þeirra með lagadyntum. Þessu ákvæði er sýnUega stefnt gegn myndbandakerfum þeim sem upp hafa sprottið viða um land og það væri áUka fráleitt að leiða það í lög eins og ef Alþingi færi að banna sumum kvik- myndahúsum borgarinnar að hagnast á poppkornssölu í hléinu en veita svo öðrum leyfi tU þess náðarsamlegast. Nú er að reka flóttann Gömlu útvarpslögin voru úrelt orðin, A „Álitsgerð útvarpslaganefndar er ... ekki sú lagabót sem þjóðin hafði vænst af henni. Hún markar samt skipulagt undanhald íhalds og þröngsýnisafla og nú verða fram- sýnir menn og frjálslyndir að taka rösklega til hendinni og reka f lóttann. ’ ’ ’ Af viðaukum áUtsgerðarinnar má ráöa aö einungis einn nefndarmanna, EUert B. Schram, hefur lagst gegn þessum hömlum og varað við afleiö- ingumþeirra. Poppkorn og lagadyntir Ekki er gott að segja um hvort þekk- ingarleysi eða klaufaskapur hefur ráðið störfum meirhluta nefndarinnar í þessum greinum. Um Njál á Berg- þórshvoU sagði Helgi sonur hans að honum treysti hann best því að hann bæði kynni vel og vUdi vel, en því miður er ekki hægt að heimfæra þessi ummæU upp á nefndarmenn þótt aldn- ir séu því nú er komiö aö því atriði sem er sýnu verst: í fimmtu grein áUts- gerðarinnar segir fuUum fetum að út- varpsstöðvum skuU harðlega mismun- að eftir því hvaða tæknibúnað þær styðjast við tíl útsendinga Sumum stöðvum skal heimdt að drýgja tekjur sínar með auglýsingum, öðrum bann- að. Stöövar sem senda dagskrá sina gegnum loftið eins og RUcisútvarpið gerir nú fá að auglýsa, en þær sem senda eftir þráöum eða í lykluðu formi fá þaö ekki; þær verða að láta sér nægja afnotagjöldin. þau era steingervingar frá hugsunar- hætti fyrri tíma, gegnsýrð af ríkisfor- sjá, þröngsýni, einokun og miðstýr- ingu. Því miður eru vissir þættir hinna nýju lagahugmynda þrúgaðar af þess- um sömu sjúkdómseinkennum, og þá helst í þeim atriðum sem mestu varðar aöséuheUheUsu. MeirUiluti nefndarmanna hefur hreinlega ekki unnið sitt verk með því hugarfari sem nauðsynlegt er þegar mönnum er faUð að varða veginn fyrir nýjar kynslóðir. Nefndin viðurkennir að vísu rétt ein- staklinga og fyrirtækja til þess að stofna útvarpsstöðvar og lét þar undan síga fyrir ofurþunga framvindunnar. Hún hefur ekki rutt neinum nýmælum braut en leitar hvarvetna lags til að setja frjálsum stöðvum þær skorður um tekjur að reynast myndi mörgum ofraun. Alitsgerð útvarpslaganefndar er því ekki sú lagabót sem þjóðin hafði vænst af henni. Hún markar samt skipulagt undanhald íhalds og þröngsýnisafla og nú verða framsýnir menn og frjáls- lyndir að taka rösklega til hendinni og reka flóttann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.