Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. Sigurður Guðmundsson lést 29. september. Hann var fæddur 18. apríl 1901 í Nýjubúð í Eyrarsveit. Eftirlif- andi eiginkona hans er Guðrún Egg- ertsdóttir. Þau eignuðust 6 syni, einn misstu þau í æsku. Lengst af vann Sig- urður hjá Sighvati Einarssyni pípu- lagningameistara og síöan við Land- spítalann í Reykjavik. Utför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Eiríkur Þ. Valberg lést 26. september. Hann var fæddur í Reykjavík 20. júlí 1950. Foreldrar hans eru hjónin Samú- el Valberg og Guðný Kristmundsdótt- ir. Eiríkur lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum vorið 1972. Næstu tvö árin starfaði hann sem kennari við gagnfræðaskólann á Sauðárkróki, einnig starfaði hann um árabil viö Tryggingastofnunina. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðríður Sigurbjömsdóttir lést á Elli- heimilinu Grund fimmtudaginn 23. september. Otförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorsteinn Kristbjöm Þorsteinsson frá Hellissandi, Langholtsvegi 56 Reykja- vík, andaðist aö Reykjalundi 4. októ- ber. Haflina Björasdóttir andaöist laugar- daginn 2. október. Soffia Runólfsdóttir, Austurgötu 23 Keflavík, andaðist í Landakotsspítala mánudaginn 4. október. Júniana Stefánsdóttir, Hringbraut 45, lést 5. október. Zóphonías Sigurðsson verður jarð- sunginn fimmtudaginn 7. október frá Fossvogskirkjukl. 13.30. Ingólfur Jónsson, hæstaréttarlög- maður, sem lést 27. september.verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 7. október kl. 10.30. Stefán Blugason Hjaltalín veröur jarð- sunginn frá Dómkirkjunni mánudag- inn 11. októberkl. 13.30. Sigurður Magnússon, skipstjóri og út- gerðarmaður frá Eskifirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 8. október kl. 13.30. Tilkynningar Patricia McFate heiðursgestur á Haustfagnði Ísiensk-Ameríska félagsins, þann 9. október. Hinn árlegi haustfagnaður Islensk- Ameriska félagsins er orðinn fastur liður í samkvæmislífi höfuðborgarinnar fyrir all- mörgum árum. Á þessum skemmtunum koma félagar og gestir þeirra saman og skemmta sér. Þá hafa á undanfömum árum ýmsir kunnir bandariskir frammámenn þegið boð félagsins og komið á haustfagnað sem heiðursgestir. I ár, á degi Leifs Eiríkssonar, verður Patricia McFate sérstakur gestur félagsins á haustfagnaði. Ms. McFate er nýkjörinn fram- kvæmdastjóri The American Scandinavian Foundation i New York. ASF stofnunin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í menningarsam- skiptum Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Sem framkvæmdastjóri ASF hefur Ms. McFate hönd í bagga með hinum fjölmörgu námsferðum, námsstyrkjum og námskeiðum sem náms- og menntamenn njóta góðs af í sérskólum og háskólum Bandaríkjanna. Haustfagnaður Islensk-Ameríska félagsins verður að þessu sinni haldinn á Hótel Loftleið- um laugardaginn 9. október nk. Sérstakur amerískur matseðill með glóðarsteiktum nautasneiðum, salatbar með Com on the Cob og bökuðum jarðeplum verður á boðstólnum. Fiðlarinn 'vinsæli Graham Smith verður meðal skemmtiatriða, en klarinettuleikarinn Finnur Eydal, Helena og Alli koma að norðan til að leika fyrir dansi. Ambassador og frú Marshall Brement bjóða fagnaðargestum veitingar í Menningar- stofnun Bandarikjanna áður en skemmtunin hefstað Hótel Loftleiðum. Aðgöngumiöasala verður að Hótel Loftleið- um, fimmtudaginn 7/10 og föstudaginn 8/10 nk., kl. 18—19 báða dagana. Þar verður einnig tekið við borðpöntunum. Minningarsjóður um Jón Júlíus Þorsteinsson kennslugögn fyrir hljóðiestrar- tal- og söng- kennslu. Ákveðið hefur veriö að stofna minningarsjóð um Jón Júlíus Þorsteinsson, kennara frá Olafsfirði, síðast starfandi við Bamaskóla Akureyrar. Tilgangur sjóðsins verður að gefa út kennslugögn fyrir hljóðlestrar- tal- og söng- kennslu. Fyrsta verkefni verður að gefa út kennslugögn Jóns Júlíusar. Þar er um að ræða hljóðstöðumyndir og kennsluleiðbein- ingar. Það er álit margra sérfróðra manna sem hafa kynnt sér umrætt efni að það muni verða mjög gagnlegt fyrir lestrar- tal- og söng- kennslu. Þeim er hefðu áhuga á að minnast Jóns og um leið stuðla að útgáfu á þessu framlagi hans til menningarauka er vinsamlegast bent á að hægt er að gerast stofnfélagi sjóösins til 1. nóvember næstk. Listar ásamt greinar- gerð, liggja frammi á eftirtöldum stöðum. 1 Reykjavík: á Fræðsluskrifstofunni, Tjamar- götu 12, Þjónustumiðstöð kirkjunnar, Kirkjuhúsið Klapparstíg 27, Söngskólanum Hverfisgötu 45 og Heymar- og talmeinastöö, Háaleitisbraut 1. Á Akureyri: Á hótel Varðborg, Bamaskóla Akureyrar, Glerárskóla og Oddeyrarskóla, á fræðsluskrifstofunni hjá Haraldi Sigurgeirs-' syni bæjarskrifst. og hjá Guðrúnu Sigbjöms- dóttur Tryggingaumboðinu. 1 Ölafsfirði: Á bæjarskrifstofunni og í barna- skólanum. Tekið skal skýrt fram að framlög í sjóðinn eru frjáls og verða gíróseðlar sendir út fljótlega. Einnig skal bent á að hægt er að greiða beint inn á gíróreikning no. 18973—1 Póstgíróstof- unni, Ármúla 6. Tekið er við greiðslum í hvaða banka og pósthúsi sem er á landinu. Heimilisfang minningarsjóðsins verður fyrst um sinn að Hjallalandi 22. Ráðgert er að halda stofnfund minningarsjóðsins á Akur- eyri í nóvember. Útivistarferðir Helgarferðir 8.—10. okt. 1. Þórsmörk. Komiö með áður en haustlitimir hverfa. Gist í Otivistarskálanum í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Tindafjöll. Fagurt er í fjöllunum á þessum árstima. Gist í húsi. Dagsferðir sunnudaginn 10. okt. 1. Þórsmörk. Ekin Fljótshlíð. Verð 250 kr. Hálft gjald f. 7-15 ára. Brottför kl. 8.00. 2. Kl. 13. ísólfsskáli—Selatangar. Létt ganga. Sérkennilegar hraunmyndanir og hellar. Merkar fomminjar t.d. verbúðir, fiskabyrgi og refagildrur. Verð 150 kr. Frítt f. böm í fylgd fullorðinna. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Munið símsvarann. Sjáumst! Ferðafélagið Otivist. Helgarferð í Þórsmörk 9.—10. okt. kl. 08.00. Það er líka ánægjulegt að ferðast í óbyggðum á haustin. I Þórsmörk er góð gistiaðstaða í sæluhúsi F.l. og Utríkt umhverfi. Farmiða- sala og allar upplýsingar á skrifstofunni öldu- götu 3. Ferðafélag Islands. T æknibókasaf nið Skipholti 37, s. 81533. Breyting á opnunar- tíma: mánud. og fimmtud. kl. 13.00—19.00, þriðjud., miðvikud., föstud. kl. 8.15—15.30. Hyldýpið er þriðja bókin i bókaflokknum Sagan um ísfólkið eftir Margit Sandemo sem Prenthúsiö hefur útgáfurétt á hér á landi. Sunna AngeUka er aðalpersónan í þessari bók — sem gerist á Akershúsi, í Kaupmanna- höfn og á Skáni og atburðarásin nær aUt til ársins 1600. 1 „Hyldýpinu” er að finna spennu og dul- speki, ást og sorg. Margit Sandemo er þekkt- ur rithöfundur sem hefur skrifað rúmlega fimmtíu framhaldssögur í vikublöð. Sagan um Isfólkið er hins vegar samin sérstaklega fyrir útgáfu í vasabrotsformi. Eins og áður segir er „Hyldýpið” þriðja bókin í bókaflokknum um Isfólkið. Þessi bókaröð, sem hóf göngu sina samtímis á ÖU- um Norðurlöndum, virðist eiga sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi, ekki síður en erlendis, þar sem þegar eru hafnar endur- prentanir á fyrstu bókunum. Bókaraðir Prenthússins, sem út hafa komið síðan 1976, hafa sannaö það að bækur í vasa- brotsformi faUa í góðan jarðveg hér á landi sem og í öðrum löndum. í gærkvöldi í gærkvöldi VIÐ ERUM SVO SANNAR- LEGA KOMIN AF ÖPUM I gærkvöldi lét ég sjónvarpiö nægja. Tvennt bar hæst í fréttum. Annars vegar eru njónsakafbátar enn að sniglast í sænska Skerjagarð- inum; hafa greinilega áhuga á mikil- vægri flotastöö Svía. Hins vegar á nú endanlega að ráöa niðurlögum Sam- stööu, enda eru verkalýðssamtök, verkfallsréttur og þess háttar ekki í neinu samræmi við viðhorf í Sovét- rikjunum; paradís alþýöunnar. Eg er nú ekki hissa á því að her- veldi skuli hafa áhuga á þessari sænsku flotastöð, og raunar öðrum „vamarmannvirkjum” Svía. Flota- stöðin hlýtur aö vera sú óvenjuleg- asta í veröldinni. Sænski flotinn hef- ur greinilega allt annaö að gera en að sporna við njósakafbátum og þess háttar leiöindum. Þaö var ekki fyrr en almenningur í Svíþjóð reis upp til handa og fóta í fyrra að þeir dröttuðust af stað. Nú skjóta þessar kempur, þegar ekki verður hjá því komist — en gæta þess vandlega að hæfa ekki. Tilgangurmn er að neyða óvininn upp á yfirborðið. Ef þaö tekst munu sænskir félags- fræðingar, sálfræðingar, og senni- lega prestar líka, væntanlega sjá um afganginn; segja þeim að svona nokkuð sé ljótt og megi ekki gera, þótt þeir kunni að hafa mætt skilningsleysi í æsku. Þær em nefnilega svo „raunsæj- ar”, Vesturlandaþjóðimar. Þaö er miklu menningarlegra að fljóta sof- andi að feigðarósi, eins og hver maö- ur hlýtur að skilja. Annars hef ég gran um aö Landhelgisgæslan okkar heföi tekið svona mál allt öðrum tök- um, greinilega annar efniviöur í þeim piltum. Pólski harmleikurinn er þvílíkur að mann setur hljóðan við hverjar yfirgangs- og ofbeldisfregnirnar, þótt þær séu daglegt brauð. Undir fomstu Lech Walesa sameinaðist verkafólk í Pólandi um að krefjast gmndvallar mannréttinda. Solidarnosc, eða Samstaða, samtök þessa fólks, em tákn ótrúlegs hug- rekkis og réttlætis; tákn frelsis og sjálfsagðra mannréttinda. Sovétríkm rúma ekki þess háttar brenglaöan, andfélagslegan hugsunarhátt. Rússar sjá um það; herraþjóðin. Þeim væri nær að blaöra minna um frið og verkalýð og huga að því að geta þó fætt og klætt eigin þjóð sómasamlega, þótt annað væri ekki, áður en þeir segja öörum fyrir um „frelsun undirokaöar al- þýðu kapítalismans ”. Alveg fannst mér dásamlegt hver nöfn næstu dagskrárliða vom: Aubrey og sirkusinn (Bangsinn Paddington var nefnilega fjar- verandi af óupplýstum ástæðum); Þróunarbraut mannsins; Derrick. Feigðarflan, og síðast en ekki síst Heimskreppan 1982. Skuldamartröð. Það orkar svo sannarlega ekki tví- mælis að maðurinn er kominn af öp- um. Persónulega er ég samt þeirrar skoðunar að hann sé enn á f mmstigi. Maðurinn er mesti bölvaldur þessar- ar jarðar; hefur gert líf sinnar teg- undar og ailra annarra darraöar- dansi fáránleikans; sirkusi apanna. öll okkar framvinda er feigðarflan og stefnir í martröð. Franzisca Gunnarsdóttir. Afmæli 90 ára afmæli á í dag Jónina Margrét Jónsdóttir. Maður hennar var Jón Hannesson múrari, sem nú er látinn. Bergmál Nýlega kom út breiðskífan Bergmál. Á plötunni eru 15 lög, öli eftir Bergþóru Arna- dóttur nema eitt, sem er eftir Ingunni Bjama- dóttur, við ljóð valinkunnra skálda. Það er útgáfan ÞOR sem gefur hana út en Fálkinn annast dreifingu. Fríkirkjan í Reykjavík heldur fyrsta fund vetrarins aö Hallveigar- stööum fimmtudaginn 7. október kl. 20.30. Sigrún Davíösdóttir ræöir um nýjungar í sláturgerö. MS félag íslands. heldur fund fimmtudaginn 7. okt. kl. 20.00 í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Sagt verður frá námskeiði sem haldið var í Svíþjóð fyrir ungt, MS fólk. Kaffiveitingar, fjölmennið. Platan var hljóðrituð i nýju hljómveri, Stúdiói NEM A, að Glóru i Hraungerðishreppi, og er þetta fyrsta breiðskifan sem unnin er þar. Otsetningar og stjóm upptöku önnuðust þeir Gísli Helgason og Helgi E. Kristjánsson, en alls koma við sögu 18 manns, auk Bergþóru. Þau skáld sem eiga ljóð sin á Bergmáli eru: Aðalsteinn Asb. Sigurðsson, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Kári Tryggvason, Páll J. Árdal, Steinn Steinarr og Tómas Guðmundsson, en einn texti er eftir Bergþóm og annar þýddur af Jóni Bjarklind. Platan var hljóðrituð á tímabilinu apríl— júlí 1982. Digranesprestakall. Fyrsti fundur kirkjufélags Digranespresta- kalls á þessu hausti verður í safnaðarheimil- inu við Bjamhólastíg fimmtudaginn 7. okt. kl. 20.30. Sagt verður frá sumarferðum sýnd- ar myndir og fl. Kaffiveitingar. Kvenfélag Hallgrímskirkju Vetrarstarf kvenfélagsins hefst með fundi í félagsheimilikirkjunngrfimmtudaginn 7. okt.r ki. 20.30. Þar mun frú Guðrún Þórarinsdóttir flytja endurminningar frá Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Þá er einsöngur, Valgcrður Jóna Gunnarsdóttir syngur. Kaffi/hugvekja, séra Karl Sigurbjörnsson flytur. Félagskonur f jolmennið og takið með ykkur gesti. Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis Félagar og velunnarar Kópavogshælis, flóa- markaður verður að Hallveigarstöðum sunnudaginn 10. okt. nk. Þeir sem vildu gefa söluvaming hafi samband í sima 51208, 78708,45035,45819, sem aUra fyrst. Fótaaðgerð á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju fyrir eUi- og lífeyrisþega er byrjuð og verður hvern þriðjudag á mUli kl. 13 og 16 í vetur (inngangur í norðuráhnu kirkjunnar). Upplýsingar og tímapantanir í síma 39965. 60 ára er i dag, 6. okt. Vflhjáimur Ingólfsson, málarameistari, Brúna- stekk 1. — Hann tekur á móti gestum á heimili sínu milli kl. 16 og 19 í dag. 70 ára er i dag, 6. október, Hjaltl Jónsson verkstjóri hjá Islenskum aðal- verktökum. Hann tekur á móti gestum föstudaginn 8. október, frá kl. 20—24, í húsi Karlakórs Keflavíkur við Vestur- braut íKefiavík. 75 ára afmæli á í dag Stefán tslandi óperusöngvari. Hann er fæddur að Krossanesi í Seyluhreppi í Skagafirði. Stefán Guðmundsson tenór hefur um árabil sungið meö Kariakór Reykja- víkur og í ótal óperum, bæði hér á landi og erlendis. 75 ára verður á morgun, fimmtudaginn 7. okt., Sigríur Gísiadóttlr kaupkona, Nóatúni 29. Hún veröur að heiman en á laugardaginn kemur, 9. október, ætlar hún að taka á móti gestum á Hótel, Esjumillikl. 15 og 18. Fundir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.