Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Side 6
6 DV. MIÐVKUDAGUR 6. OKTOBER1982. Nýtt plastreiðhjól Ævilangur vinur IMeytendur Neytendur Neytendur Neytendur — án vandamála og viðhalds Leitun mannsins aö fullkomnun er driffjööur frekari þróunar á flestum sviöum. Áriö 1977 kom fram sú hug- mynd hjá starfsmönnum í sænsku Volvoverksmiðjunum aö framleiöa eilífðartæki. Átti þaö upphaflega aö vera í formi „minibifreiðar”, en í tím- ans rás og vegna breyttra aöstæöna var útkoman ITERA-plastreiöhjóliö. Fyrir rúmu ári var þetta tækniundur kynnt í Svíþjóð, en kom á almennan markaö á þessu ári. Umboösmenn Volvo hér á Islandi hófu innflutning á reiðhjólinu hingaö á þessu ári. Svíar eru ákaflega stoltir af þessari fram- leiðslu sinni og segja að þeir sem eign- ist slík hjól eignist þar meö ævilangan vin. Japanir, sem öllu eru vanir á tæknisviðinu, hafa sýnt þessumhjólum mikla athygli og kynnt þau sérstaklega í sjónvarpi. Það eru tíöindi þar í landi þegar erlend framleiðsla á í hlut. Itera-reiðhjóliö er úr koltrefjaplasti. Þaö er steypt í sérstakri pressu. Þolir margt — næstum allt Hjóliö þolir „veöur og vind”, bæöi hita og kulda. Þaö ryðgar ekk., flagnar ekki — svo viðhaldskostnaður og amstur því fylgjandi er í lágmarki. Sætiö er hækkaö og lækkað með einu handtaki. Undir sætinu er handfang til verksins sem gerir þessa athöfn mjög einfalda. Svo létt er aö stíga hjólið aö blaðamanni fannst í fyrsta reynslu- akstri aö varla yrði erfitt aö klífa brekkur og bakka á þessum reiðskjóta. En sá þáttur er óreyndur enn. Gott er samt aö vita að traustur ferðafélagi er þarna, meira aö segja til eilíföar. Svíar eru ákaflega jafnréttissinnaðir og end- urspeglast sú afstaöa m.a. í útliti hjóls- ins. Þaö er engin stöng til kynjaaö- skilnaöar á hjólinu. SKF-kúlulegur, frábær ljósaútbúnaöur, sterkur bögglaberi og sitthvaö annaö á þessu merkilega plasthjóli veldur því aö við skiljum hreykni Svía af tækniundrinu Nýir standarar En eitthvað hlýtur að vera aö, segja sumir. Jú, viö athugun glöggra manna hefur komiö í ljós aö þegar þarf að skipta um dekk á h jólinu er þaö í f yrstu nokkuö strembið, jafnvel handlagnir menn geta lent í basli viö verkiö. En sérstök spenna fylgir hjólinu til að glenna grindina frá dekkinu. Eftir fyrsta skiptiö má þó segja að mestu erfiðleikarnir viö dekkjaskiptinguna séu aö baki, reynslan hjálpar til næst. Annaö hefur komið í ljós og þaö er aö „standarar” hjólanna eru ekki nógu sterkbyggöir. Hjá umboðinu var okkur tjáö aö framleiöendur hefðu sjálfir bent á þetta og nýir „standarar” væru væntanlegir. Þeir sem þegar hafa heypt ITERA hjól geta fengiö nýja standara. Eitt atriöi enn mætti nefna um eilífð- arvélina — ITERA-reiðskjótann og það er útlitið. Hefur mér dottið í hug sagan um litla ljóta andarungann sem breyttist í f allegan svan. Viö fyrstu sýn fannst mér hjóliö ljótt. Af einhverjum ástæöum (liklega hégóma) þótti mér ekki fýsilegt aö sýna mig á farartæk- inu viö hliðina á gljáfægðum krómfar- artækjum. En margt getur breyst og reiöskjótinn eins og andarunginn í svan viö frekari kynni. -ÞG. ITERA-plasthjólið kostar ídag kr. 4.6 frá raunverói. 0,- sem er tilboðsverð, 20% efsláttur Kraftabrauð á markað — í tilefni norrænnar brauðviku Norræn brauðvika er nú haldin í fyrsta skipti á sama tima um öll Norðurlönd. Landssamband bakara- meistara hefur veriö í samvinnu við erlenda bakara í mörg ár, en ekki áður í þessu formi. Eitt Norðurlandanna sá um prentun á plakötum sem látin hafa veriö upp i bakaríum tU að minna fólk á að kynning á trefjabrauðum stendur nú yfir þessa viku. Markmið vikunnar er að fá almenning tU að neyta hoUra brauða og hefur nú framleiðslu á’krafta- brauði veríð hafin. Vikingabrauð kom á markað síðastUðið ár þegar brauð- vika var hér á landi. Náði það miklum vinsældum og er þvi enn framleitt. Upplýsiugaseöill til samanburðar á heimiliskostnaöi Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvldu af sðmu stærð og yðar. Þar aó auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- txki. Nafn áskrifanda, Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í september 1982 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. Umbúðir kraftabrauðsins eru vel merktar með efnisinnihaldi og næringarefnum brauösins. Brauðið er 20% stærra en hin algengasta brauð- stærð og kostar hvert brauö krónur 18,60. i Danir eru umsvifamiklir í bakara- iöninni, enda hæg heimatökin fyrir þá í þessum efnum. Islendingar lærðu brauðgerðarlist af Dönum en eru nú komnir langt fram úr þeim. Bakarar, sem voru á brauðráðstefnu þeirri sem ísíöustuviku var haldin, voru á einu máli um þaö aö aðeins Þjóöverjar væru heldur fremri Islendingum í brauðgerð. Þeir eru miklir brauðmenn og leggja mikið upp úr framleiðslu brauöa sem þeir neyta meö nærri hverri máltíö. Nú eru um 15 bakarar að fara til Þýskalands á námskeið í brauðgerð. Þeir hafa hug á að tileinka sér það besta, en samkeppnin er mikil og búa bakarar viö stóraukinn inn- flutning á kökum. Reyna þeir að spoma við innflutningi meö því að bæta vörur sínar. Það er þó erfitt aö keppa viö erlendan markað þar sem hráefni í brauð og kökur er margfalt dýrara hér en erlendis. Vítamín vantar í hvítt hveiti Vegna mikils innflutnings á kökum leggja bakarar meiri áherslu á fjöl- breytni í brauögerö, einnig sökum þess að ekki er mikið af trefjaefnum í kökum og þvi ekki vert að hvetja almenning til að neyta þeirra. En aldrei verður hægt að drepa sælkerann og veröur því alltaf eitthvaö af sætari „bakarísfæöu” á markaðnum. Kökur eru oftast bakaðar úr hvítu hveiti sem er vítamínsnautt. Mörgum grófum kornum þyrfti aö bæta í hvítt hveiti, ef vel ætti að vera og þá einkum jámi og E-vítamíni. Komin fara úr hveitinu í vinnslu, en sumt hveiti er vítamínbætt aö einhverju leyti. Manneldisfræð- ingar hafa mælt meö því að neysla á sterkju aukist, en þá neyslu þarf aö sækja í kornmat. „Eitthvað veröur að koma frá heilbrigöisráðuneytinu um hvaöa efnum er best að bæta í hvíta hveitiö,” sagði Hannes Guömundsson á biaðamannafundinum. Aö víta- minbæta hveitið er nokkuð sem kemur öllum neytendum til góða. Kraftabrauð vegur um 600 g. í þvi eru allar heistu tegundir trefjaefna. Brauðið kom á markað á öllum Norðuriöndum i tiiefni brauðvikunnar. Menn gœða sár á góðum bitum. Þeir eru taldir frá vinstri: Hannes Guðmundsson, Jón Albert Kristinsson, Valdimar Bergsson, Þorsteinn Stígsson, Jón Óttar Ragnarsson, Stefán Árnason og Vigfús Björnsson. DV-mynd GVA. „Rannsóknir eru reglulegar á næringarefnum í skepnufóðri,” sagði Valdimar Bergsson, en kom til mann- eldis hefur hingað til enga rannsókn fengið.” Hingað tií lands koma upp- lýsingar erlendis frá um næringarefni í hinum ýmsu korntegundum en ekki er vitað hve gamalt korniö er þegar það kemur til landsins. „Rannsóknar- stofnun landbúnaöarins hefúr mikinn áhuga á aö styðja þá viðleitni bakara aö bæta trefjaefnum í brauðin,” sagöi Jón Ottar Ragnarsson næringarfræð- ingur. Bakarar geta snúið sér til rann- sóknarstofnunarinnar með brauðupp- skriftir og fengið uppgefiö næringar- innihald brauöa. Hér á landi er verulegur tækja- skortur til aö mæla bökunareiginleika hveitis og aöstaöa er ekki fyrir frekari rannsóknir. Það vantar upplýsinga- þjónustu sem hægt er að leita til með tæknileg vandamál stéttarinnar. Neysla trefjaefna er mjög til bóta Brauðvika sem þessi vekur fólk til umhugsunar. Þaö kaupir heldur grófari brauð þar sem fræösla um aukna neyslu tref jaefna hefur aukist. Trefjaefni bæta meltinguna. Auk þess koma þau í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Kom það f ram á blaöamannaf undinum að ekki væru það brauðin sem helst ætti aö forðast þegar farið er í megrun. Margir megrunarkúrar eru ekki samdir af sérfræðingum og vantar þar oft mikiö á að tref jaefni séu talin þar með. Þess er skemmst að minnast að í vor var haldinn blaöamannafundur undir yfirskriftinni „Brauð og hollusta”. Meöal annarra flutti Einar Oddsson læknir þar erindi. Fjallaði þaö um trefjaefni og sjúkdóma. Kom meöal annars fram í máli hans að tref jaefni örva tyggingu og munnvatnsmyndun. Jafnframt styrkja þau tennurnar. Þau bæta líka meltingu. Einnig hafa þau áhrif á ýmsa sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, botnlanga- bólgu, sykursýki, krabbamein í ristli, gallsteina, pokamyndanir í ristli og jafnvel offitu. Aukin fjölbreytni í brauðgerð er að miklu leyti undir því komin hverjar undirtektir nýjungamar fá hjá lands- mönnum. Urval brauða hefur aukist svo um munar undanfarin ár og hingaö til hafa brauðætur kunnaö vel að meta nýjungamar. Að minnsta kosti góö kaup í brauði og eins og Valdimar Bergsson sagði á ráðstefnunni: „Þetta eru beinlausir bitar. ’ ’ -RR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.