Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Strákana dauðlangar" strax sterka löngun til þess aö semja sjálf dansa. Þegar ég sat og horföi hugfangin á Svanavatniö eöa Giselle, þá dreymdi mig um aö semja minn ballett og mína sögu. Þaö var í raun- inni aldrei ætlun mín aö fara aö kenna, en það atvikaðist nú bara þannig þegar ég kom aö ég fór aö kenna nokkrum krökkum til þess aö dansa meö mér. En svo tók þaö alltaf lengri og lengri tíma aö kenna hinum og þannig þróaöist þetta. Þaö urðu fleiri og fleiri nemendur í kringum mig, mér fannst ég aldrei búin aö kenna þeim nóg — og ég er ennþá aö. Og síðan eru liðin 17 ár.” — Núerstundumsagtaðjassball- ett henti best mjög skapríkum dönsurum? ,,Mér finnst ég vera ákaflega ljúf”, segir Bára. „Bára er eflaust mjög skaprík”, segir Anna Norödahl, nemandi Báru um langa hríö og kennir nú á hennar vegum. „Hún kemur kannski mörg- um fyrir sjónir sem ákaflega skap- stór og ástríðufull kona, en þaö er aö miklu leyti til komið vegna þess að hún er svo áberandi persónuleiki í okkar þjóðfélagi. En hún er mjög ákaflynd, mætti segja, og þegar hún hefur fengið hugmyndir er hún ekki í rónni fyrr en hún hefur troöiö þeim í okkur. Jassballettinn er henni hug- sjón, áhuginn er svo mikill aö hún þarf eiginlega ekki annað en bara vera á staönum — hún er svo geisl- andi af áhuga aöhún hrífur ósjálfrátt hinameö sér.” „Nemendurnir segja aö ég sé mjög strangur kennari”, segir Bára, ,,en þaö er vegna þess að ég tek dansinn mjög alvarlega. Eg kæri mig ekki um aö þessi skóli veröi bara eitthvað fótaspark út í loftið. Það þýöir ekkert að koma í salinn og tuldra: Jæja krakkar mínir — nú skulum við fara aö dansa. Hvaö heldurðu aö komi út úr því? Maður verður aö mæta meö kraft og segja: Þaö er svona sem við ætlum að gera í dag! Það þýðir ekki aö gera hlutina meö einhverri logn- mollu”. kappkostuöu aö göfga einstaklinginn líkamlega jafnt sem andlega og þeir skildu aö þetta tvennt verður ávallt aö haldast í hendur.” Brjóstin — prýði konunnar — En er nauðsynlegt aö hafa tón- list með leikfiminni? .Jíannski ekki nauðsynlegt, en mikilsvert þó. Eg hef reynt að iöka leikfimi án tónlistar og mér fannst það þyrrkingslegt og afar lítiö spenn- andi. Viö megum ekki gleyma að tón- listin eöa hrynjandin er manninum ásköpuö, konum sem körlum, og þess vegna kemur hreyfing eftir tónlist svo eðlilega. Þar að auki þjálfast þindin upp í leikfiminni, en hún er samnefnari fyrir flestar þær list- greinar, sem eru stundaðar á sviöi, svo sem sönglist, dans eða leiklist. Líkaminn er uppspretta allra lista, og ef hann er ekki í fullkomnu lagi getur enginn vænst þess aö ná sínu besta. En ég held ekki aö það sé konum eölilegt aö stunda vöðvarækt eins og nú er fariö aö reka áróður fyrir. Þær verða eins og unglings- strákar í vextinum. Kona sem þjálfar upp digra vöðva hér og hvar um líkamann dregur til þeirra safa úr brjóstunum svo að þau verða væskilsleg og lítiö fyrir augað, en þaö er nú einmitt prýöi konunnar að hafa sæmilega góð brjóst.” Hugsun, tal og hreyfingar — Hefur líkamsræktin komið þér Fólk sem iðkar líkamsrækt verður frjálsmannlegra i talsmáta, skoöunum og hugsunum. að haldið við listsköpun? „Já, alveg tvímælalaust. Eg stundaöi fjögurra ára nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum, síöan tók ég leiklistarskólann og því næst eitt ár í söngskólanum; ég stundaði þetta listnám í átta ár og fyrir mig persónulega er þaö mjög mikilvægt aö sameina alla þættina í hreyf- ingum. Eg held aö þaö sé alveg undirstaöan. Fræðimennirnir segja okkur að tal og hreyfingar séu nátengd fyrirbæri. Við sjáum aö hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum meö að tala óhindraö, og á sama hátt verður hverjum manni greiölegra aö tjá sig frjálslega ef hreyfingar hans eru óþvingaðar. Fræöimenn halda því líka fram aö tal og hugsun séu nátengd, og það kemur alveg heim og saman viö þá staðreynd, aö fólk sem iðkar likamsrækt verður ekki aðeins frjálsmannlegra í talsmáta, heldur einnig skoöunum og hugsun. Ég hef tekið eftir því aö þjóöin er aö veröa frjálslegri en áður Tar, skól- amir eiga eflaust einhvem þátt í því en þaö skiptir sköpum hve margir eru famir aö uppgötva gildi líkams- ræktarinnar. Tæknin var búin að' villa svo lengi um fyrir mönnum, þeir afræktu iikamann og þóttl engum ámælisvert þó að fólk um S Þessi stelling tilheyrir ekki jass- ballettæfíngum, heldur voru stúlkurnar bara að /eika sór og búa tH skemmtilega mynd fyrir Ijósm yndarann. <c „Allar á stöng i þétta röð " Jassballett Texti: Baldur i Hermannsson Myndir: GunnarV. Andrésson þrítugt væri komiö meö ístru og farið að slappast hér og þar. En nú er þetta að gjörbreytast. Mennirnir eru aftur famir að leita einfaldara lífs, þeir vilja brjótast úr þessum stirön- uðu formum, og þá koma listir og líkamsrækt aö góöum notum.” Vertu sjálfum þér trúr „Eg iít á það sem stærstu skyldu einstaklingsins að vera sjálfum sér trúr, þroska sjálfan sig og standa viö sinar skoðanir og sín viöhorf, hvort sem öörum líkar betur eða verr. Hann kann aö mæta óvild og sæta aökasti frá hinum sem hafa svikiö sjálfa sig og berast eins og dauöyfli með straumnum, en hann má vita aö þaö er hundrað sinnum betra hlut- skipti aö vera sjáifum sér trúr og fara sínar eigin götur þótt hann veröi fyrir gagnrýni, heldur en að svikja sjálfan sig til þess aö þóknast öörum. Eg er bjartsýn á þróunina, mér finnst íslenska þjóöfélagiö sigla hraðbyri í frjálsræöisátt, fordómar og þröngsýni eru að hörfa meö sem- ingi fyrir frelsi og heilbrigöri ein- staklingshyggju. Menn eru famir aö þora aö vera eins og þeir kjósa, klæða sig eins og þeim hentar, hugsa eins og þeim er eiginlegt. Þjóöfélögin þrífast á kerfi, það veröur aö vera visst vald, skipulag og reglur, en innan þeirra marka á einstakling- urinn aö leita sér frelsis og þroska. Þaö er stærsta skylda hans aö vera sjálfum sér trúr, og listir og líkams- rækt eru mönnunum leiöarstjömur í þeim efnum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.