Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. 5 'Sr BÚID AÐ SALTA í 25 ungar stúlkur”: ÞUS. SÍLDARTUNNUR virðist sem nótabátum hafi ekki gengið vel á vertíðinni vegna þess hve síldin hefur haldið sig djúpt. Á Höfn í Hornafirði er búið aö salta í um 1000 tunnur. Hjá Fiskimjóls- verksmiðju Homafjarðar starfa 83 að söltuninni. Um 20 bátar róa frá Höfn. Svo virðist sem síldarsöltunin fyrir norðan ætli að vera i daufara lagi og var hljóðið í mönnum þar eftir þvi. Húsvíkingar hafa saltaö í 1600 tunnur hjá Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur hf. Fimm dekkbátar stunduðu veiðina en nú hafa 2 hætt, trillu- karlamir hafa róið talsvert líka. Við söltunina starfa 20—25 manns. Á Dalvík er síldin söltuð hjá Söltunarfélagi Dalvíkur. Jóhann Antonsson framkvæmdastjóri sagði að rólegt hefði nú veriö í viku og aðeins saltað í 800 tunnur. Á allri vertíðinni í fyrra var þar saltað í 2600 tunnur. Lítil veiði hefur verið í Eyja- firöinum nema mjög utarlega og því hafa litlu trillumar lítiö getaö athafnað sig. Jóhann sagði þó að Dalvíkingar væm ekki búnir að gefa upp alla von, hringnótabátar myndu ef til vill flytja þeim síldina aö austan. Hjá Söltunarfélaginu hafa starfað um 30 manns viö söltunina. Sú síld sem nú er veidd virðist feit og góð eftir því sem heyra mátti frá nýju síldarkóngunum. Hún er mikil búbót, einkum á þeim stöðum sem urðu harðast úti þegar loðnan kvaddi. -JBH Saltaö hefur verið í um 25 þúsund tunnur það sem af er síldarvertíðinni í ár. Helstu söltunarstaöirnir em Vopnafjörður og Neskaupstaður. Samkvæmt upplýsingum Sigurjóns Þorgeirssonar, forstjóra Tanga h/f á Vopnafirði hefur þar verið unnið á fullu í rúma viku og alls saltað í 4700 tunnur. Stutt er fyrir sildarbátana að fara þar sem aðalveiðisvæðið er nú sunnan við Langanes. Mikið líf og fjör hefur færst yfir mannfólkið og orðaði Sigurjón það svo að „kerbng- ar sem em komnar á eftirlaunaaldur em orðnar eins og ungar stúlkur”. Á Neskaupstað er búið aö salta í 3400 tunnur, að sögn Guðmundar Bjarnasonar hjá Síldarvinnslunni h/f. Nótabátar þar hafa litið fengið en reknetabátar nokkuð. Vfirleitt DV-mynd Ragnar Imsland. Á planinu hjá Fiskimjölsverksmiðju Homaf jarðar. Sama gamla stemmning in. Ný heilsugæslu- stöð, sjtíira- deildogham■ iE fyrir aldr- aða í ÓbfsRiti Horabrekka, nýja heilsugæslustöðin í Ölaf sfirði, sem verið hefur í byggingu í nær áratug. DV-mynd GS/Akureyri BREYTING Á LAUSASKULDUM ÚTGERÐARFYRIRTÆKJA —Vantar tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga til starfa „Það er veriö að flytja heilsugæslu- stööina inneftir og sjúkradeildin tekur til starfa innan skamms. Þar með er nýja heilsugæslustöðin, sem fengið hefur nafniö Hombrekka, komin í fulla notkun”, sagði Jón E. Friðriksson, bæjarstjóri í Olafsfirði, í samtali við DV. Starfseminni í Hombrekku má skipta í þrjá meginþætti. Á efri hæð- inni er dvalarheimili aldraðra og þar verður sjúkradeild með 8 rúmum, sem í megindráttum verður langlegudeild fyrir aldraða. Á neðri hæðinni veröur heilsugæslustöðin og þar er einnig þjónustuaðstaða fyrir allt húsið. Stefán Björnsson læknir er nýlega tekinn til starfa í Olafsfiröi, en hann sérmenntaöi sig í heimilislækningum í Svíþjóð. Stefán er Olafsfirðingur að uppmna og gera heimamenn séi vonir um að hann ílendist þar lengur en þeir kollegar hans sem þjónaö hafa Olafs- firði undanfarin ár. Hafa þeir flestir ráðið sig í stuttan tíma. Þess á milli hafa Olafsfirðingar verið læknislausir. Tannlæknir í Olafsfirði er Egill Kolbeinsson og hefur hann aðstööu í nýju heilsugæslustöðinni. Erfiðlega gekk aö ráða hjúkmnar- fræðinga að Hombrekku. I því sam- bandi gerði stjórn Hornbrekku eftir- farandi bókun: „Samþykkt var að neyta allra ráða til aö útvega hjúkrunarfræðinga og var í því sambandi rætt um aö hafa samband við þá hjúkrunarfræðinga, sem héðan eru ættaðir, svo og að birta auglýsingar í blaði hjúkrunarfræðinga og í skóla þeirra.” Þrátt fyrir þessar aðgerðir tókst stjóminni einungis að fá einn hjúkrunarfræðing í 40% starf til stöðvarinnar, en hins vegar hafa verið ráðnir 3 sjúkraliöar. -GS/Akureyri Vegna fyrirhugaörar breytingar á hluta af vanskilum og lausaskuldum útgeröar í lán til lengri tíma skulu fyrirtæki og einstaklingar, sem útgerð stunda og óska aðstoðar með ofangreindum hætti senda hagdeild viðskiptabanka síns eða sparisjóði sínum umsókn um skuldbreytingu studda eftirtöldum gögnum: 1. Lista yfir alla skuldunauta og lánadrottna pr. 30. sept. 1982. 2. Efnahags- og rekstrarreikningi fyrir árið 1981 ásamt sundurliðuðum lista yfir alla skuldu- nauta og lánadrottna í árslok 1981. 3. Staðfestingu á vátryggingarverði fiskiskipa. 4. Nýju veðbókarvottorði fyrir eignir í rekstri, og yfirliti um eftirstöðvar áhvílandi veðskulda. Umsóknir berist viðkomandi stofnun hið fyrsta og eigi síðar en 31. október n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til meðferðar. Reykjavík, 1. október 1982 iSz&'.'i' ''/.ASO' SEÐLABANKI ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.