Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. KVÍSLAVEITIJVEGUR BÆTIR LEIDINA UM SPRENGISAND væntanleg línulögn mun opna nýja leið úr Eyjafirði Greiöfær vegur yfir hálendiö milli Noröur- og Suðurlands, jafnvel hraö- braut sem opin yrði stóran hluta úr ári, hefur veriö draumur margra. Ekki eru horfur á því að dreymendur sjái draum sinn rætast en nú standa yfir framkvæmdir sem væntanlega koma til meö aö bæta mjög Sprengi- sandsleiö. Landsvirkjun er nú að byggja svo- kallaöan Kvíslaveituveg vegna áveituframkvæmda á hálendinu milli Vatnajökuls og Hofsjökuls. Veröur þetta uppbyggður og traustur vegur enda ætlað aö taka viö mikilli umferö vegna fram- kvæmdanna. Frá brúnni á Köldukvísl vestan Þórisóss mun Kvíslaveituvegur þræöa landið alla leið upp í Háumýrar sem eru í austurátt frá Arnarfelli. Mun vegurinn liggja nokkru vestar en sú leið sem nú er oftastfarin yfir Sprengisand. „Eg tel Kvíslaveituveginn skynsamlegan,” sagði Steingrimur Ingvarsson, umdæmisverkfræöingur Vegageröar ríkisins á Selfossi. „Kvíslaveituvegurinn er mikiö skemmtilegri leið en sú sem nú er farin, mun gróöursælli og fallegri,” sagöi Steingrímur. Taldi hann að Vegagerðin myndi óska eftir aö fá aö nota veginn. Steingrímur sagöi aö slóöi sem liggur frá Háumýri yfir í Nýjadal (Jökuldal) myndi tengja Kvísla- veituveginn við Sprengisandsleiöina. Væntanleg linulögn Lands- virkjunar yfir Sprengisand hefur komið inn í umræöur um vegi og slóöa milli Noröur- og Suðurlands. Ákvöröun hefur ekki verið tekin um þá línulögn né línunni valin leiö. Hins vegar eru rannsóknir komnar vel á veg. Aö sögn Agnars Olsen, verk-. fræðings hjá Landsvirkjun, er lík- legast aö línan muni liggja frá Hrauneyjafossvirkjun upp meö Köldukvísl, fara yfir Köldukvísl nokkru fýrir neöan brúna vestan Þórisóss. Þaöan mundi línan liggja sem næst Kvíslaveituveginum upp í, Háumýrar. Síðan fylgja gömlu Sprengisandsleiöinni, liggja töluvert fyrir vestanFjóröungsvatn. ogsíöan í stefnu á Bleiksmýrardal. Niöur Bleiksmýrardalinn, yfir Gönguskarö og yfir í Garösdal í Eyjafiröi. Vegaslóði sá, sem gerður veröur vegna línunnar, mun koma til með aö nýtast feröalöngum. Opnast þar ■meö ný leiö frá Norðurlandi og upp á Sprengisand, leiöin um Garösdal, Gönguskarö og Bleiksmýrardal. Er hún um 30 kílómetrum styttri en leiðin um Bárðardal, sé ekiö frá Akureyri. Aö sögn Agnars Olsen mun Lands- virkjun kom til með aö nýta Kvísla- veituveginn sem kostur er vegna línulagnarinnar. Áætlaö er aö lagningu Kvíslaveitu- vegar veröi lokið næsta haust. Áætlanir um línulögnina gera ráð fyrir aö framkvæmdir hefjist árið 1984 en ljúki áriö 1987. Sem fyrr sagði, hefur endanleg ákvöröun ekki veriö tekin um línulögnina. Meðal annars er eftir aö ræða viö landeig- endur og Náttúruvemdarráö. I stórum dráttum má segja, ef fer sem horfir, að framkvæmdir Lands- virkjunar á hálendinu, milli Hofsjök- uls og Vatnajökuls, muni koma feröalöngum að gagni á tvennan hátt. I fyrsta lagi meö 50 til 60 kíló- metra greiöfærum vegi frá Þóris- vatni upp á Sprengisand og í ööru lagi meö sæmilegum vegarslóöa úr Eyjafiröi yfir í Bleiksmýrardal og þaðan upp á Sprengisand. -KMU. MÚSAVINIR VIUA TOMMA OG JENNA — Músa vinaf élagið f ordæmir kröf u Kattavinafélagsins , JMúsavinafélagiö” hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem for- dæmd er harölega „furöuleg krafa” Kattavinafélagsins umaöhætt veröi sýningum á sjónvarpsþáttunum um Tomma og Jenna. Fyrir hönd Músa- vinafélagsins rita undir frétta- tilkynninguna Haukur Már Haralds- son formaður, Lárus Sólberg Guðjónsson, formaður húsamúsa- deildar og Guðlaug Haildórsdóttir, formaöur hagamúsadeildar. Hér fer á eftir fréttatiikynning Músavinafélagsins: Skyndifundur í fulltrúaráöi Músa- vinafélagsins fordæmir harðlega furöulega kröfu svokallaös „Katta- vinafélags” um aö hætt veröi sýningum á sjónvarpsþáttunum um Tomma og Jenna. Einkum lýsir fundurinn vanþóknun sinni og furöu á því aö „kattavinir” skuli beita fyrir sig uppgerðarumhyggju fyrir börnum í þessu sambandi, ekki síst meö tilliti til þess mikla hlutverks sem músin hefur gegnt í uppeldi barna hér á landi frá ómunatíð. Nægir þar aö benda á hinn hugljúfa og uppbyggilega þátt Lilla klifur- félagsins á að mýs hafa lifað hér á landi mun lengur en kettir og þreyö þorrann og góuna ásamt tvífættum ibúum þessa lands í hungri, kulda, veröbóigu og öörum þrengingum, svo lengi sem sögur herma, á meöan kettir eru innflutt gæludýr, uppaldir í stofuhita á sérstöku innfluttu fæði, sem eytt er í dýr- mætum gjaldeyri, og eru því mjög verðbólguhvetjandi. Þótt ekki væri nema vegna þess- arar sögulegu heföar er því réttur músarinnar ótvíræður. Fulltrúaráö Músavinafélagsins hvetur því til aukinna sýninga á þáttunum um Tomma og Jenna svo bömum þessa lands megi verða enn ljósari þeir hugljúfu eölisþættir sem músina prýöa. Ekki fara söguraf afrekum katta í þróun vísinda og tækni. Þar hefur músin aftur á móti gegnt forystuhlut- verki. Otöldum litrum af lyfjum og hvers kyns vímugjöfum hefur veriö dælt í líkama þessara dýra sem æðrulaust hafa fórnaö sér fyrir framfarir, heill og hamingju mann- Hugljúfir eðlisþættlr prýöa músina, segja músavinir. A innfelldu myndinni er formaður Músavinafélagsins. músar, hjálparhellu og eftirlætis allra dýra í Hálsaskógi, en þaö verk Torbjöms Egners hefur átt stóran þátt í því hve vel hefur tekist til um uppeldi bama á Islandi síðustu ára- tugina. Þá bendir fulltrúaráö Músavina- kynsins. Einnig má benda á braut- ryðjendastarf músa í könnun himin- geimsins — i geimferöir hafa farið mýs, mannfólk og hundar, en engar sögur fara þar af köttum. Segir þaö sína sögu. -KMU. Margt hefur breyst á hafnarsvæðinu í seinni tið. Austur- bakki hafnarinnar hefur verið breikkaður að hluta til en þar hafa Hafskip nú athafnasvæði sitt og færa varninginn heim svo sem sjá má á þaki vöruskemmunnar sem eitt sinn var i eigu Eimskipa. Á myndinni má einnig sjá hluta af grunni nýja Seðlabankans sem eflaust á eftir að setja mikinn svip á svæðið. DV-mynd: GVA. ■ •'. ..'•' S: ■ •■ i: U - i nfW : y \ '* - _ lllilHI ;1;vJC . «■ * *»**-''■ m&meaEft r _■ \-i .. ■ . ■ -1—J . ■ • \ ' f ^ ■r . ■“'W ' : - .. ' \l« 1 ..' • ’ ! y ■j sL — £ m« -—<c. ‘~|mP L - P ? >:■ ■-.**■ , Mjir_ 'W <■■ • K* * Wlo iT ff. \$ P £ > W ; h**Æ*?*.- \ - \ - Starfsár Sinf óníunnar hafið: Margar nýjungar í vetur Umtalsverðar breytingar hafa oröiö á málefnum Sinfóníuhljómsveitar Islands. Sett hafa verið ný lög um hljómsveitina. Samnkvæmt þeim er hún nú sjálfstæö stofnun með sjálf- stæðan fjárhag og lýtur sérstakri stjórn. I júlí síðstliönum tók til starfa ný stjóm og skipa hana Hákon Steingrímsson form., Haukur Helga- son, Jón Þórarinsson, Guömundur Jónsson og Gunnar Egilsson. Fram- kvæmdastjóri er sem fyrr Sigurður Björnsson. Aukning hefur verið á áskrifenda- fjölda sinfóníutónleika og eru þeir núna í upphaf i starfsárs 600 en voru 513 ífyrra. Ýmsar nýjungar eru fyrirhugaðar á starfsárinu. Auk áskriftartónleikanna eru fyrirhugaðir fjölskyldutónleikar, skólatónleikar, kammertónleikar, tón- leikaferðir út á land, heimsóknir I grunnskóla, sjúkrahús og á vinnustaði. Alls eru því fyrirhugaöir rúmlega 70 tónleikar á starfsárinu auk hljóðritana fyrir útvarp og sjónvarp. Stjórninni til aðstoöar er verkefna- valsnefnd. Hana skipa nú Jón Stefáns- son form., Jean-Pierre Jacquillat, Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhannesson, Jón örn Marinósson og Páll Ásmundsson. Þegar nýja stjórnin og verkefna- valsnefndin tóku til starfa var þegar búið að skipuleggja áskriftar- tónleikana fyrir þetta starfsár. Aðalhljómsveitarstjóri í vetur verður Jean-Pierre Jacquillat en auk hans munu Páll P. Pálsson, Leif Segerstam, Klauspeter Seibel, Guömundur Emils- son og Nicolas Braithwaite stjórna hljómsveitinni. Innlendir einleikarar veröa Lárus Sveinsson, Edda Erlends- dóttir, Siguröur I. Snorrason, Rut Ingólfsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Sigríður Vilhjálmsdóttir. Erlendir einleikarar verða píanóleikararnir Peter Donohoe, Eugen List, Philip Jenkins, og Gabriel Tacchino, Konstantín Kulka fiöluleikari, sellóleikararnir Gisela Depkat og Nina Flyer, trompetleikararinn vestur- íslenski Rolf Smedvig og einsöngv- arinn David Rendall. Ennfremur mun Söngsveitin Fílharmónia syngja á einum tónleikum og taka þátt í konsertflutningi óperunnar Tosca. -«b. óperunni Tosca í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.