Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Page 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. 15 Menning Menning Menning Litli sótarínn — frumsýning önnur únnur frumsýning Litla sótarans hjá íslensku óperunni, 3. október. Þýöing, hljómsvoitarstjórn, leikstjórn, leik- mynd, búningar, lýsing og hljómsveit í höndum sömu manna og í fyrri sýningu. Hlutverkaskipan: Bagga: Elísabet Waage, Rúna: Signý Sœmundsdóttir, Surtur: Ámi Sig- hvatsson, Klunni: Siguröur Pótur Bragason, Silja: Marta Guörún Halldórsdóttir, Bjartur: Gunnar Freyr Árnason, Glói: Þorbjöm Rúnars- son, Soffía: Guöbjörg Ingólfsdóttir, Tinna: Steinunn Þórhallsdóttir, Hildur: Ragnheiður Þórhallsdóttir, Anna: Steinunn Þorsteinsdóttir, Nonni: Arnar Helgi Kristjánsson. Því var lítt haldið á lofti í kynningu að Islenska óperan réði yfir tvöföldu gengi til að flytja Litla sótarann. I genginu, sem söng á fyrri frumsýn- ingu voru nokkrir af þekktustu og jafnframt einsöngsvönustu kröftum hússins. Seinna gengið var hins vegar að mestu skipað meölimum kórs Islensku óperunnar, en flestir þeirra hafa að vísu verið bendlaðir við einsöng þótt ekki hafi það verið í óperunni. Ástæðu/aus ótti Það sýnir ótvíræðan styrk hins unga fyrirtækis að geta leitað á heimamið eftir nýjum einsöngvur- um. — Því eins og fyrr hefur verið sagt: Það má alltaf fá söngvara, en góður kjami verður ekki keyptur að. Ég verð nú samt að viðurkenna að ótti viö að þurfa að gera óþægilegan samanburð átti sinn þátt í því að ekki var tíunduð frammistaða einstakra söngvara í umfjöllun um fýrri sýninguna. Sá ótti reyndist hins vegarástæðuiaus. Tónlist Eyjólfur Melsted Það er fyrst og fremst hljóm- sveitarstjóra og leikstjóra fýrir að þakka að allur samanburður á sýningunum innbyrðis verður gjör- samlega óþarfur,já, raunar út í hött. I sýningunum báðum er gætt fyllsta jafnvægis og jafnræöis með flytj- endum. Þannig skyggir skólaður söngvari aldrei á bam. Enginn fær að hælast um á kostnaö annars, en þó er þess gætt að uppfylla ströngustu listrænar kröfur. Siöari sýningin er því fyllilega jafnoki hinnar fyrri og engin ástæða fyrir væntanlega óperagesti að gera sér rellu út af því hvort gengið syngi á þeirri sýningu, sem þeir sækja, nema að þeir stundi persónudýrkun af hæstu gráöu. Seinna gengið skartar lika lítilli stjörnu í hlutverki Bjarts litla sótaradrengs, Gunnari Frey Áma- syni. Að rækja sínar sky/dur Um leið og Islenska óperan sýnir ótvíræðan styrk sinn með uppfærsl- unni á Litla sótaranum lýsir hún yfir ákveðinni stefnu. Hún er íslensk ópera. Hún er ekki afmarkað menningarfyrirbæri, ætlað hópi fárra útvaldra, heldur telur hún sig eiga erindi við Islendinga alla. Hún ætlar greinilega ekki að skorast undan skyldum við óperagesti framtíðarinnar. Nú er aðeins að bíða og sjá hvort Islendingar kunna að meta slíka skyldurækni. -EM. Landið og Landnáma — Nýtt rít eftir dr. Harald Matthíasson „Upphaf bókarinnar má rekja allt til þess er ég var í háskóla, en þá skrifaði ég ritgerð um staðfræði Landnámu milli Þjórsá og Hvítár,” sagði dr. Haraldur Matthíasson á Laugarvatni í tilefni af útkomu verksins Landið og Landnáma. Verkið er tvö bindi, rúm- lega 600 blaösiöur, með 13 stórum kort- um er sýna mörk allra landnámanna og rúmlega 60 ljósmyndum frá einstök- um landnámsjörðum. Þá er í ritverki dr. Haralds Islands- kort er sýnir ferðir hans og konu hans um landiö er hann vann að undirbún- ingi þess. Ernst Bachmann hefur myndskreytt bækumar. „Árið 1953 hóf ég ferðir um landið ásamt konu minni til að rannsaka stað- hætti. Þær voru öðram þræði skemmti- ferðir en á árunum 1976—80 vora fam- ar skipulegar rannsóknarferðir og lauk ég verkinu í janúar 1981,” sagði dr. Haraldur um undirbúningsvinnu við bókina en viðfangsefni hennar er staðfræði Landnámabókar, saman- burður á texta Landnámu og landinu sjálfu. 1 henni eru í fyrsta sinn sýnd á kortum möik landnáma. Einnig eru athuganir á landnámsbæjum og ömefnum. Um niðurstöður sínar sagði dr. Haraldur: „Staðþekking er furðulega traust og skekkjur ótrúlega fáar. Ohugsanlegt er að einn maður hafi ritað þetta held- ur hafa verið að verki fjöimargir heimildarmenn, sem hafa ritað lýsing- ar og sent aðalhöf undi sem síðan hefur gengið endanlega frá verkinu. Sumum hefur dottið i hug aö Landnáma hafii veriö samin vegna tiundarlaganna og jafnvel búnir til landnámsmenn. En miðað við Landnámu sjálfa er það fræðimennsk- an sem er aöaltilgangur bókarinnar og þess engin merki að búnir hafi veriö til landnámsmenn,” sagði dr. Haraldur aölokum. -gb. Dr. Haraldur Matthiasson moð tvaggja binda ritverk sitt: Landið og DELMA QUARTZ Spádu í DELMA-quartz þau eru í sérflokki. Svissnesk gæði. Póstsendum. Jón og Úskar Laugavegi 70, sími 24910. HJÓLBARÐA- VERKSMIÐJA Óskum eftir að ráða duglega menn til starfa í hjól- barðaverksmiðju vorri, helst eldri en 20 ára. Mikil vinna framundan. Góð laun í boði. BANDAGhjólbaróasólunin hf., Dugguvogi 2. Sími 84111. Tréval hf. auglýsir: BAÐINNRÉTTiNGAR í ÚRVALI Ath.: Nýtt heimilisfang: Smiðjuvegur 32 Kópavogi Símar 40800 — 79800. TRÉVAL HF. Smiðjuvegi 32, Kópavogi. Símar 40800 - 79800. STYRKIR TIL NÁMS í SAMBANDSLÝÐVELDINU ÞÝSKALANDI Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjóm- völdum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa islending- um til náms og rannsóknastarfa í Sambandslýðveldinu Þýska- landi á námsárinu 1983—84: 1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1983. Umsækjendur skulu hafa lokið eins árs háskólanámi og hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rann- sóknarstarfa um allt að fjögurra mánaða skeið. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 1011 Reykjavík, fyrir 30. október nk. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 30. september 1982. 1 1x2-1 1x2-1 I x 2 6. leikvika — leikir 2. okt. 1982. Vinningsröð: 2XX — 1X1 — 111 — 111 1. vinningur: 12 réttir — kr. 100.950,- 5565(1/12, i;i1) 13260 2. vinningur: 11 réttir - kr. 3.328,- 1040 5585 14954+ 60348 80401 + 94447 1042 10312+ 19448 67067 9326S 94449 1150 14859 21021 + 73856+ 93481 95994 3416 14922+ 60337 74239 94355 6648212/11)+ Kærufestur er til 25 október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá um- boðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar til Getrauna um nafn og heimilisfang fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.