Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. ^—*-■■■ —.i— Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Leikur Hackman i French Connectíon I og II er ógleymanlegur. Hór sóst hann i hlutverki Popeye Doyle I French Connectíon. Hackman í nýrri mynd eftir Roeg — ein mikilvægasta mynd, sem ég hef leikið í, segir Hackman Þaö hefur satt aö segja ekki borið mikið á leikaranum Gene Hackman undanfarin misseri. Þaö er helst aö frétta af honum aö hann lauk nýlega viö leik í mynd leikstjórans Nicolas Roeg, sem heitir Eureka. Gene Hackman segir aö þetta sé ein mikilvægasta mynd á ferli sínum en hann á margar góðar aö baki, t.d. Bonnie og Clyde, The French Connection, I never sang for my Father og Conversation, svo fátt eitt sétaliö. Roeg hefur gert margar frábærar myndir, svo sem Don’ t look now, Performance, Bad Timing og The man who fell to Earth. Handrits- höfundur nýju myndarinnar, Paul Maversberg, skrifaöi einmitt hand- ritiö aö síöasttöldu myndinni. Hackman leikur gullleitarmann, Jack McCann, sem starfar í norö- vesturhluta Kanada á þriöja ára- tugnum. Gullleitin verður slík Hackman hefur lika leikið i slæmum mynciurn. Hór sóst hann bjarga Shelley Winters iPóseidonslysinu. ástríöa aö ekkert annað kemst aö. Hann finnur ótrúlegt magn gulls, þaö er eins og hann hafi veriö leiddur að fundarstaðnum af einhverju afli, og hann auðgast svo að hann þarf ekki framar að vinna. Tuttugu árum síöar er þráðurinn tekinn upp aö nýju. Jack McCann býr í vellystingum á eyju í Karíba-hafinu og veit ekki aura sinna tal. Honum ieiöist og hann er eirðarlaus og haldinn of- sóknarbrjálæði. Konan drekkur. Hann fyrirlitur tengdason sinn. Aö lokum gerir Jack McCann loka- tilraun til aö ná því sem hann þráir: friö. Um Nicolas Roeg leikstjóra segir Hackman í nýlegu viötali: „Roeg er leikstjóri sem getur náö því besta út úr hverjum leikara. Hann er einn af þeim sem eru á sömu bylg julengd og ég.” Og síöar í viðtalinu segir hann aö hann líti ekki á sjálfan sig sem stjörnu, þaö séu einhverjir aðrir leikarar stjörnur en ekki hann. „Eg er leikari,” segir Hackman. Hann segir aö hann langi til aö fást viö leikstjóm. ,,Ég vil gjarnan gera kvikmyndir eftir einhverju sígildu amerísku verki, t.d. leikritunum The Iceman cometh og Húmar hægt að kveldi eftir Eugene O’Neil (það síöarnefnda veröur sýnt í Þjóðleik- húsinu í vetur), eöa jafnvel Streetcar eftir Tennessee Williams.” Gene Hackman i Eureke. Vöðvafjallið Schwartzeneggar. Arnold Schwartzenegger: Ekki bara vöðvafjall Arnold Schwartzenegger, ástralsk/ameríska vöövafjalliö, á met sem enginn hefur slegiö: Hann hefur fimm sinnum verið valinn hr. alheimur og sjö sinnum hr. ólympía. En hann er ekki „bara” feguröar- kóngur og vöðvafjall. Amold ereftir- sóttur kvikmyndaleikari. Fimmta kvikmyndin sem Amold hefur leikið í er Barbarinn Conan. Þetta er dulítið sérstök mynd og hún gerist á for- sögulegumtíma. Ámóti Schwartzenegger leika Max von Sydow (hann leikur Osrik kóng) og hin fagra Sandahl Bergman. Amold viöurkennir sjálfur aö hann sé ákaflega veikur fyrir Svíum og þaö kom á daginn við töku myndar- innar. Nei, þaö var ekki Svíinn Max von Sydow sem átti ástir Schwartzenegger allar heldur hin sænskættaða leikkona Sandahl Bergman. Þótti Arnold leggja sig mjög fram í rómantískum ástar- atriðum og segja kunnugir aö áhug- inn hafi verið slíkur aö æfingar hafi verið haldnar innan vinnutíma. Arnold hefur einnig átt vingott viö aðra ljóshærða norðurálfukvinnu, . . . Mkarinn Schwartzen- egger. . . leikkonuna Ann Margret, við Utlar vinsældir eiginmanns hennar. Og gleymum ekki úlfaþytnum sem varö er vöövafjallið sást óhóflega nálægt Mary Shiver og Caroline Kennedy.... . . . og kvennagullið Schwartzenegger ásamt hinni unaðsfögru Sandahl Bergman. David Crosby slapp vel f rá dómaranum Söngvarinn David Crosby, sem akstur en hinum ákærunum sleppt. lifað hefur á fornri frægð Crosby, Dómurinn þótti meö afbrigðum Stills, Nash and Young um langt vægur enda haföi söngvarinn góöan skeiö, var nýlega leiddur fyrir rétt í lögfræðing. Aö auki var hann Kalifomíu. _ skyldaöur til að taka þátt í Hann var ákærður fyrir of hraöan ' prógrammi fyrir eiturlyfjasjúklinga akstur, töluverða eiturlyfjaeign og ogaögreiöa750dollarasekt. að keyra undir áhrifum eiturlyfja, Þykir söngvarinn hafa sloppiö auk þess aö hafa ólöglega skamm- ótrúlega vel því aö öllu eölilegu heföi byssu undir höndum. David Crosby hann fengið mun haröari dóm fyrir var dæmdur í þriggja ára skilorðs- það eitt að hafa kókaín undir bundiö fangelsi fyrir ógætilegan höndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.