Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ÍSRAELAR FARA UM LEIÐ OG SÝRLENDINGAR málaráöherra legöu alla áherslu á nauðsyn þess að PLO-skæruliðar yrðu þegar í stað flæmdir burt úr Líbanon. Vera þeirra áfram i Libanon mundi ekki aðeins hamla brottflutningi her- liðs heldur auka um leið á spennuna. Otvarpiö í Israel sagði í gærkvöldi að Bandaríkjastjóm væri ekki sammála Israelum um kröfuna varðandi tafar- lausan brottrekstur PLO úr Libanon. — Þótt skæruliöamir hafi yfirgefið Beirút i ágúst, þá ætla Israelar aö um 7000 skæruliðar séu enn í Trípóh' og í austurhluta Líbanon. Israel segist reiðubúið að kalla herlið sitt burt frá Líbanon um leið og sýr- lenska herliðið verði þaðan á brott, en krefst þess að allir skæruliðar Palestínuaraba verði þegar í stað reknir úr landi. Á fundi þeirra Begins forsætisráð- herra og Morris Draper, erindreka Bandaríkjaforseta, í gærkvöldi munu menn hafa orðið saminála um að ísra- elska og sýrlenska herliðið yrðu sam- tímis á brott úr Líbanon. Talsmaður Israelsstjórnar sagði eft- ir fundinn aö Begin og Sharon vamar- RÓSTUSÖM KOSN- INGABARÁTTA í BRASILÍU Stærsti stjómarandstöðuflokkur Brasilíu hefur sakað einn af lögreglu- stjórum landsins um að hafa skotið og sært sjö manns á kosningafundi í Pemambuxo, sem er í norðausturhluta Brasihu. Talsmenn lýðræðisfylkingarinnar (DMDB) segja að þetta hafi skeð í þorpinu Vertentes. Lögreglustjóri staðarins leysti upp fundinn með því að skjóta að ræðupúltinu. Hæföi hann meðal annarra frambjóðanda flokks- ins til bæjarráðs. Annar frambjóðandi flokksins var FrúBegin ásjúkrahús Aliza, eiginkona Menachems Begins, forsætisráðherra Israels, var lögð inn á sjúkrahús í Jerú- salem í gær með blóðtappa og öndunarörðugleika. Veikindi hennar em sögð alvarleg, en líðanin sæmileg. — Bóndi hennar, sem var á fundi meö Morris Draper, erindreka Bandaríkja- stjómar, í gærkvöldi um brott- kvaðningu erlendra herja frá Líbanon, stytti viðræðurnar til þess að hraða sér að sjúkrabeöi konunnar. skotinn til bana fyrir skemmstu og sá þriðji fékk skotsár á brjóst þar sem hann flutti ræöu. I öðra tilviki í Pernambuxo í gær beindi maður byssu að Marcos Freire, sem er frambjóðandi DMDB í fylkis- stjóraembættið. Fundarmenn náðu að yfirbuga byssumanninn áöur en hann hleypti af. — I síöustu viku gerði flokkurinn sólahrings hlé á kosninga- baráttu sinni, eftir að skotiö var á lang- feröabíl þeirra, en ein byssukúlan stöðvaðist í sæti Freire. Kosningarnar eiga að fara fram 15. nóvember og þykja þær mikilvægustu í tuttugu ár. Kosið er til sambandsþings- ins, til fylkisþinganna og til sveitar- stjóma. Um leið verður kosið í embætti 23 fylkisstjóra. Stjórnarandstæðingar kvarta undan því að alg jör lögleysa ríki í landinu, og að menn tengdir sósíaldemókrötum (stjómarflokknum) beiti ofbeldi til þess að hleypa upp fundum og varna stjómarandstæðingum kosningabar- áttunnar. Kosningabaráttan hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur og hefur verið hin ákafasta. Heitust er hún að vanda í norðaustur hluta landsins. Dómari í fylkinu Paraiba segir að skotbardagar séu þar daglegur viðburður og hefur hann óskað eftir því, að hermenn verði sendir til staðarins aö halda uppi lögum og reglu. Sovéski kafbáturlnn við Karlskrona: Fólk flykktist til bæjarins til að berja hann augum. Svíar taka til segulsprengjur handa„gestinum” —gefist kafbátsforínginn ekkiuppogkomiúrkafí — Talinn hafa 3 daga köfunarþol til viðbótar Sænskir flotasérfræðingar era nú orðnir þeirrar skoðunar, að kafbát- urinn, sem þeir hafa króað af í skerja- garðinum, 30 km frá miöbænum í Stokkhólmi, sé kannski gamall kunn- ingi, sem þeir kannast við úr strandinu við Karlskróna í fyrra. Telja þeir nú, að kafbáturinn geti verið þrjá til f jóra dag í viðbót í kafi, áður en hann neyðist upp á yfirborðið vegna súrefnisskorts. — Áður höfðu Svíar hlakkað yfir því, að læðupúkinn mundi þurfa að gefa sig f ram í dag. Eftir að hafa sent hljóðnema niður í djúpiö og hlustað kafbátinn nákvæm- lega, era sænsku hemaðarsérfræð- ingarnir vissir um að þarna sé kafbátur af „viskí-gerðinni” svonefndu, en þeirrar sömu tegundar var kafbáturinn sovéski, sem strandaði við Karlskróna-flotastöðina í fýrra. — Engir aðrir en Pólverjar, Austur-Þjóðverjar og svo Sovétmenn eiga kafbáta af þeirri gerö. Nema þá V-Þjóðverjar og Danir, sem í gær lýstu því yfir að þeir ættu engan kafbát á þessumslóðum. Sænski flotinn með fulltingi þyrlu- eftirlits og flugvéla hefur hundelt kafbátinn frá því á föstudag, þegar fyrst varð vart við hann, eftir að menn sáu sjónpípu hans upp úr sjónum. Nokkram sinnum hafa Svíar varpað að honum djúpsprengjum til þess aö sýna kafbátsforingjanum alvörana, en sá virðist ekki vösulbeina og rígheldur sig við botninn. I gær var varpað 20 léttum djúpsprengjum nálægt bátnum, sem hefur verið króaður af. Liggur hann inni á skerjagarðinum, en sundin tvö, sem úr álnum liggja, hafa verið lokuð með kafbátagirðingum og era vöktuð af einni flotadeild Svía. Svíar vilja reyna að neyða kafbáts- foringjann upp á yfirborðið og ná- bátnum óskemmdum. Hafa þeir lýst sig reiðubúna til þess að varpa segul- sprengjum niður til bátsins, ef for- inginn lætur sér ekki segjast. Þessi harka í sænskum yfirvöldum er nýlunda í sambandi við eilíft ráp erlendra kafbáta inn í sænska lögsögu. T.d. hefur orðið vart nokkurra kafbáta frá því í fyrra, þegar sovéski viskíbát- urinn strandaði viö Karlskróna flota- stöðina og hefur sænska stjómin ekki sýnst kippa sér mikið upp við það. Falldin, forsætisráðherra til bráða- birgða, sem áður vildi síður stofna mannslífum í hættu með hörðum aðgerðum gegn kafbátunum, segir nú að þaö veröi að taka áhættuna til þess að verja lögsöguna. Palme forsætis- ráðherra Svía tekur í sama streng. Muskö-herstöðin kjarnorkuvígi sænska hersins Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari Herstööin er undir ströngu eftirUti DV: og aðeins ákveðinn hópur æöstu Muskö-herstöðin hefur verið best manna og vel þjálfaðra hermanna fá varðveitta hernaðarleyndarmál að koma þar inn. Svía. Herstöðin er á klettaeyju í Erindi kafbátsins inn krókótta skerjagarðinum, rétt fyrir utan eyjaálana í skerjagarðinum að her- Stokkhólm. Eyjan lítur næstum út stöðinni halda menn helst að hafi eins og götóttur ostur. Hún er boruö veriðeitthvaðafþessu: út í ótal göngum og niðurgröfnum Að ganga úr skugga um hvort hann byrgjum. uppgötvaðist og reyna að kynna sér A stríðstímum á þessi stöð að vera innsiglingarálinn, jafnvel finna höfuðstöðvar sænska hersins. Á hún hugsanlega felustaði fyrir kafbáta að geta þolað hörðustu kjarnorku- að leynast í undir skjóh hlutlauss rík- árásir, sem hugsast getur. Langt is, ef til styrjaldar stórveldanna undir yfirborði jarðar eru mann- kæmi. virki þar sem herstjórar sænska hersins geta stjómaö liði sínu á Aðsækja fólk (njósnara) eðaskilja stríðstímum. eftir fólk í grennd við stöðina. Sem dæmi um mannvirkin getum Að fylgjast með heræfingum sem við nefnt að inn í kletta eyjarinnar nú standa yfir viö Muskö. era sprengdar tvær þurrkvíar, þann- Að koma fyrir njósnaduflum sem ig að unnt sé að gera þar við skip og gæfu til kynna skipaferðir út og inn kafbáta, þótt ráðist verði á landið! um álinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.