Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Síða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR28. OKTOBER1982. Menning Menning Menning Menning Sjö áhugasamir Hstamem AÖ Kjarvalsstöðum stondur nú yfir mynd- listarsýning á verkum eftir sjö listamenn frá Akureyri, — þeir eru Guömundur Ármann, örn Ingi, Óli G. Jóhannsson, Einar Helgason, Aöal- steinn Vestmann, Heigi Vilberg og Krístinn G. Jóhannsson. Sýningunni lýkur 2. nóvember. Norðlensk list Þá eru nokkrir „akureyrskir lista- menn komnir í bæinn”. Þaö hefur veriö tekiö vel á móti þeim, — sjón- varpspistill og f jölmiölar hafa f jallaö um þá líkt og um væri aö ræöa eitt- hvert sérstakt menningarfyrirbrigöi frá Norðurlandi. Þá hefur einnig Myndlist Gunnar B.Kvafan 1 mátt lesa úr umræöunni hve erfitt þykir aö vera skapandi listamaöur úti á landsbyggöinni, líkt og Akur- eyri væri einhver afskekktari menningarkjálki heldur en Reykja- vík. Nei, við skulum ekki gleyma aö miðpunktur listarinnar er enn í New Vork, París, Amsterdam og Róm, en ekki í Reykjavík. Listin kemur í pósti til landsins og því hafa Akureyringar fullkomlega sömu möguleika og aðrir listamenn til að fylgjast meö hinni alþjóölegu listumræðu. Þá viröist oft jaöra viö h jákátlegan misskilning, þegar rætt er um „norö- lenska listamenn” líkt og um sé aö ræöa „norölenska list”. Því þaö er augljóst þegar litiö er yfir sýninguna að Kjarvalsstööum aö hér er ekki á ferðinni eitthvert sérnorölenskt list- fyrirbrigði heldur listamenn, sem vinna samkvæmt alþjóölegum stíl- brotum. Tækni/egír möguleikar... Þessir sjö iistamenn sem sýna aö Kjarvalsstöðum eru allir mjög óh'kir innbyrðis og sýnir þaö raunar vel þá fjölbreytni í tjáningarformum og myndmálun sem hér er rikjandi í dag. Allir listamennirnir viröast þokka- lega skólaöir þ.e. ráöa yfir tækni- legum möguleikum til aö koma ákveönum hugmyndum á léreftiö. En þaö sem skortir tilfinnanlega er frumleiki. Þetta kemur hvaö gleggst fram í myndum Einars Helgasonar sem nánast endurritar málverk eftir hinnkunna listamannERRO. örn Ingi sýnir hér tvær tegundir af listaverkum. Annars vegar eru þaö ljúfar landslagsteikningar og hins vegar einhverjar conceptpælingar. Þaö búa því greinilega tveir lista- menn í Erni Inga, og því kannski erfitt aö finna sannfæringu lista- mannsins. En víst er maður setur nú spumingarmerki viö þessar tákn- rænu sviösetningar listamannsins. öm Ingi hefur komiö sér upp ein- hverjum persónulegum symbólisma, sem þýðir í rauninni allt og ekkert. Listamaðurinn gefur hvaða hlut sem Óli G. Jóhannsson: Skó/abrmöur. er það inntak sem honum dettur í hug. Þetta er í senn arfur og mis- skilningur á liststefnum eins og dadaistunum og Duchamp, sem leiddu inn í listina hiö algera frelsi og sögöu aö list væri „hvaö sem er”, þaö væri aðeins listamannsins aö ákveða þaö. En aftur á móti er ekki hægt að endurtaka þetta „hvað sem er” aftur og aftur í mismunandi hlut- fölium. Nei, hér er þaö hugmyndin sem gildir, hugmyndin um „hvar sem er” sem ákvaröar og skilgreinir listaverkiö. Því er það sem maður upplif ir sviösetningu Arnar Inga sem löngu liðna lummu, brandara eöa drasl, sem hefur aðeins yfirborös- legan, listrænan ásetning. Unnið eftir náttúrunni Þeir listamenn hér sem láta sér nægja að vinna beint eftir náttúrunni eöa sínu næsta umhverfi eins og Oli G. Jóhannsson koma mun betur út úr sýningunni. Oli sniðgengur allarhug- myndalegar pælingar eöa átök til aö umbreyta gefinni listsýn sem lista- maðurinn hefur tileinkað sér. Hann vinnur aðeins formrænt og hefur helgað sér ákveðna litatóna, brúna milda tóna, sem hann dregur yfir myndefnið þannig aö verk hans öðlast heildarsvip og persónulegan brodd. Hvað aöra listamenn snertir er lítt um eftirtektarveröa drætti. Myndir þeirra Helga Vilberg og Kristins G. Jóhannssonar vitna fyrst og fremst um þokkalega tækni og handmennt, en virka aö öðru leyti átakslausnar og hugmyndavana. Áhugamenn Þegar litið er yfir heildina er greinilegt aö verkin hér á sýningunni bera öll einkenni „amatörsins”. Listamennimir hafa allir eins og fyrr segir þokkalega handmennt en þaö skortir greinilega frumlega umfjöllun eöa þá þekkingu og dirfsku til aö umbreyta eöa vinna nýja list úr gefinni listsýn. Oröiö „amatör”, (áhugamaöur) má ekki túlka i niörandi merkingu, heldur er hér um aö ræða listamenn sem styöja sig viö ákveðna skólasýn, módel eða aöra Iistamenn sem fyrir- myndir, en hafa ekki þroskað enn sinn eigin listpersónuleika. -GBK. Éinar Helgason: Sem fuglinn frjé/s. ömi Ingi: Vetrarmynd. Ljósm. GBK. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði j Veita kratar Vilmundi brautargengi? Vilmundur Gylfason talaöi af hálfu Alþýöuflokksins í útvarpsumræð- nnnm á dögunum. Þar fór sá Vil- mundur sem okkur þykir bestur, ákveöinn í máli og barlómslaus. En ekki er víst aö allir séu á sama máli um Vilmund, og lengi hefur t.d. Framsókn þóst þurfa aö launa honum lambið gráa. Um sinn hefur þessi vígahnöttur í íslenskri pólitík farið sér hægt — nánast veriö í einskonar pólitiskum eftirleitum og hokrað að smáum málum sem vel geta verið prlnsip-mál, en breyta engu um þær stóru pólitísku Iínur, sem nú er mest talað um í landinu. Hins vegar sýndi útvarpsræða Vilmundar að hann er tiltækur. Og mjög hressti hann og Eiður Guðna- son upp á andlit Alþýðuflokksins að þessu sinni. Nú er miðstjómarfundur á döfinni hjá Alþýðuflokknum og prófkjör i Reykjavfk. Á báðum þessum stöðum munu ráðast pólitísk örlög Vilmundar, en hann á alltaf á bratt- ann að sækja í flokknum, þótt hann geri um þessar mundir allt sem hann getur til að sýna samstöðu með flokksbræðrum sínum. Ljóst er að Vilmundur sækist eftir því að verða varaformaður flokksins. En á það er að líta að hinir hægfara kratar munu telja hann vafasaman varaformann, vegna þess að hann hefur átt það til að tala tæpitungulaust yfir flokks- systkinum sínum á stundum. Vilmundi lætur nefnilega illa að tala tungum tveim, sem hér er talin æðsta list stjóramálastarfsemi. Upp á síðkastið hefur hann lagt sig i framkróka við að sannfæra krata um að hann sé ekki nálægt því eins hættulegur í munninum og þeir halda, og hefur jafnvel lýst yfir að hann sjái eftir að hafa notað orð- bragð eins og „skitapakk”. Enginn þarf að efa að hann meinar þessa hugarfarsbreytingu. En andstæð- ingar hans í flokknum vilja engu gleyma, og þess vegna getur orðið nokkuð bratt hans Merkigil í sæti varaformanns. Ræða Vilmundar í útvarpinu sýnlr svo aftur á móti að kratar eiga ekki glæsilegri eða ákveðnari ræðumann um þessar mundir. Ljóst liggur fyrir að í kosningunum 1978 vann Vilmundur persónulega stærsta sigurinn fyrir Alþýðuflokkinn. Nú er spuraingin hvort hann fær þann byr innan flokksins sem honum er nauö- synlegur til að vinna nýjan sigur fyrir flokkinn. Varaformanns- embættið er litið framlag i þá vera, en árangurinn gæti orðið stórbrotinn. Eins er þessu varið með prófkjörið i Reykjavík. Komi Vilmundur illa út úr prófkjörinu má alveg eins búast við því að allur vindur verði úr honum i komandi kosningabaráttu. Vilmundur er nefnilega gæðingur, sem þarf nokkrarhyllingarhjá flokki sínum til að blómstra. Skapsmun- irair eru þannig, að þurfi hann fyrst og fremst að slást við flokksbræður, verður lítið bardagaþrek eftir handa andstæðingum. Að því leyti er Vil- mundi eins farið og mörgum þekktum Ktjnmmálnmnnniim bæði hér og annars staðar. Hann er ekki sá góði drengur sem er reiðubúinn að bíða i tuttugu ár eftir að allir sem telja sig á undan honum annað tveggja deyi eða verði seníl. Vil- mundur er ungur maður, sem liggur mikið á, og flokkurinn á að hafa vit til að notfæra sér tækifærið. Vonandi ber Alþýðuflokkurinn gæfu til að skapa sama tækifæri nú fyrir kosningasigur og hann bar í kosningunum 1978. Það er kominn tfmi til að flokkurinn hafi áhrif, enda munu þau ekki valda þeim öfgum og ósköpum, sem fylgja Alþýðubanda- laginu. Framsóknarmönnum væri jafnframt hollt að minnast stefn- unnar frá 1934 nú, þegar syrtir í álinn. Það hefur út af fyrir sig ekki staðið á Alþýðuflokknum að taka að nýju upp samstarf við Framsókn, en það hefur ekki tekist vegna þess að forusta Framsóknar hefur fremur koslð að vera í hafvillum á rauðum sjó Alþýðubandalagsins en taka í útrétta hönd þeirra vinstri manna sem falla að íslenskum aðstæðum og skilja þær. Þann dag sem Framsókn skilur að Vilmundur er ekki óvinur, heldur bandamaður, mun Eyjólfur hressast. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.