Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Page 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 13 „Málið verður ekki rætt af neinu viti þar ^ sem ákvarðanir um slíkar ráðstafanir eru teknar nema konur hafi þar bæði tillögurétt og raunveruleg áhrif...” kosningarnar síðustu. Það varð, ajn.k. víðast, og nú eiga til dæmis 3 konur sæti í borgarstjórn fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík. I 24 manna borgarstjómarflokki sjálf- stæðismanna eru 8 konur. En það kom ekki á óvart, að sumum þætti það ekki nóg að konum fjölgaði í hin- um efri sætum á listum stjómmála- flokkanna. Kvennaframboðið endur- speglaði þetta, en mál skipuðust þannig, að það varð vinstraframboð og listinn sótti aðallega atkvæði í fylkingu fólks á þeim væng i viöhorfum til stjómmála. Nú skiptir miklu máli fyrir sjálf- / prófkjörum ættí áhuginn að koma fram. Frá prófkjöri sjálf- stæðismanna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. stæðismenn að sýna í prófkjörinu í Reykjavík, að þeir skilji það viðhorf, aö konur þurfi að eiga sæti á lista flokksins og þar á listanum, að dugi til kjörs. Þetta er í fyrsta lagi nauö- synlegt til aö auka sigurlikur lista Sjálfstæðisflokksins í aiþingis- kosningunum, sem fram undan era. Og þetta er í öðm lagi nauðsynlegt til að tryggja að viðhorf, sem vafalaust em almenn innan Sjálfstæðis- flokksins, eigi sér talsmenn í þing- flokknum, þegar hann kemur til starfa að kosningunum loknum. Þeir sem sjá vilja, gera sér ljóst, að í raun hefur orðið mikil breyting á tiltölulega fáum árum á störfum kvenna í hinu íslenska þjóðfélagi. Menn geta rætt endalaust um, hvort þar hafi stefnt í rétta átt og hvort gera megi opinberar ráðstafanir á næstu árum til að stýra þróuninni. Það mál verður ekki tekið til athugunar í þessari smágrein. Hitt er víst, að mínu áliti, að málið verður ekki rætt af neinu viti þar sem ákvarðanir um slíkar ráðstafanir em teknar nema konur hafi þar bæði tiliögurétt og raunveruleg áhrif, þegar umræðum er lokið og atkvæði greidd. Þess vegna verðurkonumað fjölga í þingflokki sjálfstæðismanna. Ragnhildur Helgadóttir. breytingu á hinu opinbera verðmyndunarkerfi. Þetta er mjög mikilvægt ákvæði, því þá kæmu f ram upplýsingar um vörur sem felldar hafa verið undan verðlagsákvæðum. Því yrði síðan fylgt eftir í verð- kynningarritinu hvernig slík breyting gefst, auk þess sem neyt- endur sjálfir geta þá betur glöggvað sig á hver þróunin verður á vöruverði, þegar vörur eru felldar undan verðlagsákvæðum. Dreifing og fjármögnun Verðlagsstofnun hefur haft mjög takmarkað fjármagn til kannana á vöruverði og útbreiðslustarfi. Því hefur verðkynningu, könnunum á þróun verðlags og útbreiðsla á verð- kynningu til neytenda verið settar mjög þröngar skorður. Þessu verður aö breyta, til að hægt sé að koma á skipulegri reglu- bundinni verðkynningu, sem nái vel til neytenda og von sé um að beri vemleganárangur. Því er gert ráð fyrir í þessu frumvarpi að á fjárlögum ár hvert skuli Verölagsstofnun tryggt nauðsynlegt fjármagn til að standa undir þeim útgáfukostnaði sem af verðkynningarritinu leiðir. Dreifingin þyrfti líka aö vera vel skipulögö og ná til alra neytenda. Á því er hægt að hugsa sér margvíslegt f orm, s .s. með því að verðkynningar- ritinu yrði dreift á hvert heimili í landinu. Einnig mætti hugsa sér að dreifing gæti átt sér stað í verslunum og hjá ýmsum þjónustu- aöilum. Samvinna milli verölags- stofnunár og samtaka launafólks um dreifingu á vinnustöðum væri líka velhugsanleg. Árangurinn Það er mín skoðun, að kostnaður sem lagður yrði í þessa útgáfustarf- semi gæti skilaö sér aftur, ef ár- angurinn af útgáfunni leiddi til virks aðhalds og eftirlits, — örvaði verðskyn neytenda, auk þess sem það gæti leitt til aukinnar sam- keppni milli sölu- og þjónustuaðila um sem lægst verð á vöru og þjónustu. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður. ák „Frumvarpið felur í sér að verðlags- w stofnun skuli mánaðarlega gefa út verðkynningarrit...” Sú verðkynning sem Verölags- stofnun gengst nú fyrir er mjög viröingarverð. Ljóst er að hún er hvergi nægjanleg, og eins hitt að um mjög tímabundna verðkynningu er að ræöa, sem aðeins á að standa fram að jólum. Þegar litið er til þess hvað bæði myntbreytingin og óöaverðbólgan hafa ruglað verðskyn neytenda er nauðsynlegt að leitað sé nýrra leiða til að halda uppi virkara aðhaldi og eftirliti með allri verðlagsþróun vöru og þjónustu, sem jafn- framt gæti eflt verðskyn neyt- enda og þekkingu á vöruverði og þróun þess. Þær öru verðlags- breytingar sem sífellt eiga sér stað, gera það að verkum, að neytendur almennt festa sér ekki einu sinni í minni á hvaða tug verðlag á brýn- ustu nauðsynjum stendur, þó um sé að ræða vömr sem notaöar em frá degitildags. Flestir em um það sammála, að nauðsynlegur þáttur í aðhaldi og eftirliti með allri verðlagsþróun sé virkt og öflugt neytendaeftirlit. Leita verður því nýrra leiða, til að gera neytendum kleift að halda uppi slíku eftirliti, því við núverandi aðstæður er það gjörsamlega útilokaö. Nýjar leiðir I byrjun þings í október lagði ég fram, ásamt nokkrum öðrum þing* mönnum, fmmvarp um breytingu á verðlagslöggjöfinni. Framvarpið felur í sér að Verðlagsstofnun skuli mánaðarlega gefa út verðkynningarrit, þar sem' fram komi verð og verðlagsbreyting- ar á öllum helstu þáttum bæði vöru. og allri algengri þjónustu. I fmmvarpinu er einnig tekið fram að ef um er að ræða verðlags- breytingar á vöm og þjónustu um- fram almenna verðlagsþróun skuli gefa á því sérstakar skýringar, því slíkt hefur mjög mikið upplýsinga- gildi fyrir neytendur. Nefna má einnig upplýsingar um leyft hámarksverð þar sem um það er að ræða, heimildir til hlutfallslegr- ar verðhækkunar, ákvæöi um álagningu ýmissa vöruflokka auk upplýsinga um gjaldskrár og verðtaxta sem settar eru af einstökum stéttum og þjónustuaöilum. Auk þess skal i þessu verðkynningarriti fjalla um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.