Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Side 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 46 og 48. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Æsu- felli 2, tal. eign Gústafs Adolf Skúlasonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtudag 25. nóvember, 1982 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 25., 30. og 35. tbl. Lögbirtingablaðs 1982, á hluta i Austurbergi 28, þingl. eign Hannesar Leifssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 25. nóvem- ber 1982, kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Nönnufelli 3, þingl. eign Hannesar Stein- grimssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veð- deildar Landsbankans, á eigninni sjálfri fimmtudag 25. nóvember 1982, kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 6. og 10. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Þóru- felli 8, þingl. eign Ólafíu Tryggvadóttur, fer fram eftir kröfu Kristins Björnssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans, á eigninni sjálfri fimmtudag 25. nóvember 1982, kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Torfufelli 5, þingl. eign Valdimars Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Skarphéðins Þórissonar hrl., Landsbanka Islands og Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 25. nóvemberl982, ki. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Möðrufelli 3, þingl. eign Bjama S. Bjamasonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Iðnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri f immtudag 25. nóvember 1982, ki. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kötlufelli 11, þingl. eign Ragnars G. Guðjóns- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Landsbanka Is- lands, Ævars Guðmundssonar hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 25. nóvem-, ber 1982, kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hiuta í Kötlufelli 7, þingl. eign Guðlaugar Ágústu Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 25. nóvember 1982 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 15., 17. og 19. tbi. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Orrahólum 7, þingl. eign Gísla Ásgeirssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingast. ríkisins, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Sigurðar Sigur- jónssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtu- dag 25. nóvember 1982, kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 82, þingl. eign Jóns Guðvarðs- sonar, fer fram eftir kröfu Þorsteins Eggertssonar hdl., Landsbanka Islands, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hilmars Ingimundarsonar hrl. og Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 25. nóvember 1982, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á B.V. Dagstjaman KE- 3, þingl. eign Stjöraunnar hf. í Njarðvík, fer fram við skipið sjálft í Njarðvíkurhöfn, fimmtudaginn 25. nóvember 1982 kl. 13.30, að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nýjar bækur Nýjar bækur FRUMSKÓGARDRENGUfUNN Frumskógar- drengurinn Njagwe eftir Karen Herold Olsen Skjaldborg á Akureyri hefur sent frá sér bókina Frumskógardrengurinn Njagwe eftir Karen Herold Olsen. Jóhanna Guðmundsdóttir frá Lóma- tjöm þýddi bókina úr dönsku. Þessi bók hlaut miklar vinsældir í Danmörku þegar hún kom þar út. Hún seldist strax upp og var endurprentuö. Þetta er saga um afríska frumskógar- drenginn Njagwe, sem braust til mennta og tók sér nafnið Pétur. I formála sínum segir höfundurinn, Karen Herold Olsen, m.a. svo: „Njagwe er ekki skáldsagna- persóna, heldur býr í Afríku enn þann dag í dag. Eg þekkti hann náið í nokkurn tíma og umgekkst hann er hann ákvað að yfirgefa æskustöðv- araar í þeim tilgangi að brjótast til mennta. Saga þessi er skrifuð á forsendum þeirra atvika, sem þá gerðust.” Þessi bók á erindi til allra, því hún lýsir lífinu eins og það var og er enn víðaí Afríku. Benedikt Gröndal Ritll Ut er komin hjá Skuggsjá annaö bindi rita Benedikts Gröndals sem for- lagið hóf útgáfu á sL ár. Gils Guð- mundsson annast þessa Gröndals-út- gáfu fyrir forlagið. I þessu öðru bindi er Gröndalsminning, gullfalleg ritgerð um skáldið eftir Huldu skáldkonu, auk ritgerða og bréfa Gröndals og skýr- inga og athugasemda Gils Guðmunds- sonar. Ritgerðir Gröndals og blaöagreinar eru valdar á þann veg að þær geíi sem gleggsta hugmynd um bókmenntir og stjórnmál, og einnig eru hér alþýðleg- ar fræðigreinar. Allar eru þær skemmtilegar, hver á sinn gröndalska hátt, og lýsa höfundi vel. Þá eru bréfin ekki síður skemmtileg, mörg hver full af f jöri og gáska. I fyrsta bindi safnsins eru kvæði, sögur og leikrit Gröndals, og ítarleg ritgerð um hann eftir Gils Guðmunds- son. I þriðja og síðasta bindi þessa safns verða sjálfsævisagan Dægradvöl og Reykjavík um aldamótin 1900. Rit II eftir Benedikt Gröndal er 366 bls. að stærð, sett og prentuð í Prent- verki Akraness hf., en bundin í Bókfelli hf. Káputeikningu gerði Lárus Blön- dal. Utgefandi er Skuggsjá. Ljóðasafn Hannesar Sig- fússonar Út er komið hjá Iðunni Ljóðasafn eft- ir Hannes Sigfússon skáld. Kjartan Guðjónsson listmálari gerði myndir í bókina. Ljóðasafn hefur að geyma allar fimm frumortar ljóðabækur Hannesar Sigfússonar sem að ofan voru taldar og auk þess nokkur ljóð sem falla utan þeirra. Auk frumortra ljóða hefur Hannes þýtt stórt safn ljóða frá Norðurlöndum og allmargar skáldsög- ur. Eina frumsamda skáldsögu hefur hann gefið út, Strandið, og í fyrra kom æskusaga hans, Flökkulíf. Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar er fjórða bókin í flokki heildarsafna af ljóðum helstu samtíðarskálda. Áður eru komin ljóð Hannesar Péturssonar, Stefáns Harðar Grímssonar og Sigfús- ar Daðasonar. Allar eru bækur þessar skreyttar myndum eftir kunna mynd- listarmenn. Ljóðasafn er 274 blaösíður. Oddi prentaði. Litir og Lögun Bókaútgáfan öm og örlygur hefur sent frá sér tvær litlar hreyfimynda- bækur. Nefnist önnur bókin Litir en hin bókin Lögun. Hefur útgáfan áöur gefið út tvær bækur í þessum sama flokki og voru þær um hljóðin og dýrin. Hreyfimyndabókum þessum er ætlað að vera í senn skemmtun ungra barna og til fróðleiks og náms. Sögu- hetjur bókanna eru Tumi trúður og Skotti þvottabjörn. 1 bókinni um litina eru þeir félagar að læra aö þekkja heiti litanna og í bókinni Lögun kynnast þeir heitum hinna ýmsu forma, svo sem feminga, þríhyminga og fleira. Eru bækur þessar einkum ætlaðar ungum jbörnum og eiga að aöstoða foreldra | eða kennara þeirra við uppfræöslu á skemmtilegan og lifandi hátt. ! Þýðandi beggja bókanna er Stefán iJökulsson. Bækurnar Litir og Lögun eru settar og filmuunnar í Prentstofu G. Bene- diktssonar en prentaðar og, bundnar í Singapore. Hmytimyndabúk LITIR law III I I bær ásínasögu Hver einn Ljárskógar í Dölum Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér bókina „Hver einn bær á sína sögu”, eftirHallgrím Jónsson frá Ljár- skógum. Hallgrímur var elstur af átta systkinum í Ljárskógum, en þekktast- ur þeirra var Jón sem söng í M.A.- kvartettinum. Höfundurinn leiðir okkur frá fyrstu sögnum til okkar daga með hrynjandi frásagnarsnilld. Lesandinn hlýtur að hrífast af frásögn hans, hvort sem hún er af órofafegurö náttúrunnar um- hverfis lítinn smaladreng, þættir úr fomum sögnum, sem snerta forfeður hans og formæður, hof eða hörga, greni lágfótu eða fyrirmyndar heimilið að Ljárskógum. Gamansemi gætir hressilega í sumum frásögnum hans, en hann lætur heldur ekki ósagðar harmsögur, þar sem djúp og innileg samúö birtist frá hendi hans. Bókin er 192 bls. prýdd fjölda af myndum. Prentverk Akraness hf. ann- aöist prentun og bókband. PÉTUft GUNNARSSON Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson Bókaútgáfan Punktar gefur útskáid- söguna Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson. Persónur og leik- endur er sjálfstætt verk í flokki sem hófst meö Punktur punktur komma strik og Ég um mig frá mér til min. Sögusviðið er Island undir lok viðreisn- ára ratugarins en Andri, sem lifir og hrærist í verkum Laxness og Heming- ways, leitast við að breyta því í Vefar- ann mikla frá Kasmír og Veislu í far- ángrinum. Til að Andri geti fetað í fót- spor Hemingways verður Reykjavík aö leika París. Ef honum á að takast að bregða sér í gerfi Steins Elliða, þarf kærastan að leika Diljá. En það er eins og Bylgja sé í allt öðru leikriti, hún skil- ar ekki rullunni. Til að viðhalda blekk- ingunni tekst Andri á hendur ferö til Parísar þar sem hann ætlar að láta skáldsögumar rætast — en rekur sig óvænt á veruleikann. Persónur og leikendur er f jórða bók Péturs Gunnarssonar, 160 bls. og fæst bæði innbundin og heft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.