Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Síða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd LEITA ENN AÐ BLASYRUMORÐINGJANUM Lögreglan í Chicagó hefur handtekiö bílvirkja, sem talinn er geta veitt ein- hverjar upplýsingar í rannsókninni á sjö dauösföllum vegna blásýru- eitrunar. Blásýrunni haföi veriö blandaö í belgi höfuðverkjarlyfsins Tylenols. Maðurinn gaf sig sjálfur fram, en hans hafði veriö leitað síöan uppgötvaöist aö hann haföi lent upp á kant viö eina lyfjaverslunina í Chicagó, þar sem blásýrublönduðu lyf- in fundust i birgöum. Við yfirheyrslur á manninum ætlar lögreglan aö nota lygamæli til þess aö ganga úr skugga um hvort hann viti eitthvað um málið. Heima hjá honum höföu fundist tóm hylki af sama tagi og notuð voru undir Tylenol. Hann haföi sagt vinum sínum aö „margir skildu fá aö þjást” vegna deilu hans viö lyfjaverslunina, sem hann haföi höfðaö mál gegn. Honum haföi þótt þjófapassari í versluninni leika konu sína illa einhvern tímann þegar grunur féll á hana fyrir búöar- hnupl. Kona hans hefur sagt lögreglunni aö hún trúi honum til þess aö hafa blandaö blásýrunni í hylkin. LAGECINN Buxur Gallabuxur Peysur Vesti Blússur Úlpur Skór frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. Þroskaleikföng frá kr. 65.- til 110.- Jólaskraut og gjafavörur o.ffl. o.fl. o.fl. á óvenjulega lágu verði. SMIÐJUVEGI54 SÍMI79900 SENDUM í PÓSTKRÖFU OPIÐ FRÁ10-19 FÖT JÓLAVÖRUR LEIKFÖNG SKOR iKRON* L _ RE YK JANE SBRAl/T ------■> /----------- í sFÍlw Vorum að taka heim mikið úrval af þessum heimsfrægu þroskaleikföngum. Þau þjálfa huga og hreyfiskyn barnsins. Heildsölubirgðir. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg Sími 37710. Walesa vill einungis friðsamar aðgerðir Lech Walesa, leiötogi hinnar bönn- uðu verkalýðshreyfingar Pólverja, hefur látö á sér skilja aö hann ætli sér aftur fram í fylkingarbrjóstiö til baráttu fyrir mannréttindum. Leggur hann þó áherslu á aö hann Hcstair Kiddicraft ÞROSKALEIKFÖNG muni einvörðungu styöja friösam- legar aðgeröir í því skyni. Við guösþjónustu í Jasna Gora- klaustrinu í bænum Czestochowa (S- Póllandi) gaf Walesa yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa leitað guð- legrar forsjónar og leiðsagnar um hvemig verja mætti mannréttindi. Beindi hann ávarpi sínu til „svörtu maddonnunnar” og sagöist hafa komiö til klaustursins kalinn á hjarta. „Eg biö þig aö lækna þaö, aö minnast fangelsaöra bræðra minna og leiðsegja mér til þess að verja mannréttindi og frelsi okkar allra,” sagöiWalesa. Tii klaustursins fór hann eins konar pílagrímsför til þess aö færa hinni heilögu mey þakkir fyrir lausn sína úrvarðhaldinu. Þetta er í fyrsta sinn, síðan Walesa losnaöi úr varöhaldinu, að hann lætur opinberlega uppi aö hann sé ekki hættur afskiptum af mannrétt- indabaráttunni. Yfirvöld hafa ítrekað lýst því yfir að Walesa hafi engu hlutverki að gegna í lands- málum þegar herlögum verður af- Danuta og Lech Walesa beina bænum sínum til „svörtu madonnunnar”, veradardýrlings Pólverja. létt, sem búist er viö um miðjan þennan mánuð. Ef Walesa er að ein- hverju getiö í opinberu máli þá er hann jafnan kallaður „almennur borgari”. Var drápið á bama- morðingjan- um skipulagt? Málaferlin yfir Marianne Bach- meier í Lúbeck hafa nú tekiö á sig nýja mynd eftir framburö meðfanga hennar í fangelsinu, Ursulu Ha- becker. Er fólk nú ekki á einu máli lengur um hvort Maríanne á þá samúö skilda sem hún hefur notiö eftir að hún skaut morðingja 7 ára gamailar dóttur sinnar. Ursula Habecker: Segir aö Marianna hafi skotið barnamoröingjann í auðgunarskyni. Segir Ursula aö Marianne hafi skotiö morðingjann af ráðnum hug og hafi eiginmaður hennar fyrrver- andi lagt á ráöin meö henni. Var til- gangurinn að krækja í alla þá peninga sem slik sorgarsaga hlýtur aö gefa í aðra hönd hjá fréttaþyrst- um fjölmiölum. — Eg hef fengiö 200.000 krónur fyrir sögu mína hjá einu vikublaö- anna og nú stendur yfir söfnun í Þýskalandi mér til hjáipar, sem þegar hefur gefið af sér 280.000 krónur. Eg er enginn bjáni. Þetta var allt saman þaulskipulagt. Ég æf ði mig meira aö segja í skotfimi. Samkvæmt framburöi Ursulu á Marianne að hafa haft þessi orö um morðið í fangelsinu. Jafnframt á hún að hafa sagt að hún hafi trúlofast núverandi sambýlismanni sínum, sem er kennarí, til aö gera stööu sína virðulegri að borgaralegu mati. Sá hængur er þó á að Ursula haföi sjálf þegið um 7000 krónur af viku- blaðinu Quick fyrir þessa sögu sína áður en hún bar hana fram fyrir rétti. Draga því margir sannleiks- gildi hennar í efa. en eru sammála um aö hún komi til meö aö hafa mikil áhrif á endanlegan dóm yfir Mari- anne, sem á yfir höföi sér lífstíðar- fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.