Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 9
DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Kennedy ætlar
ekki i framboð
Edward Kennedy öldungadeildar-
þingmaöur mun kunngera í dag aö
hann gefi ekki kost á sér til framboös
fyrir forsetakosningamar 1984, sam-
kvæmt því sem blaöiö „Boston Globe”
segir.
Blaðiö segist hafa áreiöanlegar
heimildir fyrir þessu meöal nánustu
aöstoöarmanna þingmannsins, en
hann muni sjálfur lýsa þessu yfir á
blaðamannafundi í Washington.
Kennedy reyndi 1980 að ná útnefn-
ingu Demókrataflokksins til forseta-
framboðs en tapaði fyrir þá sök aðal-
lega aö menn vom ekki búnir aö
gleyma Chappaquiddickslysinu, þar
sem ung stúlka í bíl meö honum fórst.
Hann var sýknaður af allri ábyrgð á
slysinu en var einn til frásagnar og
hafa menn aldrei verið fyllilega ásáttir
viö skýringar hans á slysinu.
Samt var af öilum talið víst aö hann
mundi stefna aö forsetaframboði aftur
1984, þótt fjölskylda hans hefði lagt að
honum aö gera það ekki. Bræður hans
tveir, John F. Kennedy forseti og
Robert Kennedy öldungadeildaþing-
maður, féllu báðir fyrir morðingja-
hendi.
Ted Kennedy er sagður ætla að láta
eftir fjölskyldu sinni og stefna ekki að
forsetaframboði.
Undirritun haf réttar
sáttmálans á dagskrá
Austur-Þýskaland hefur ákveöið að samskipti.
undirrita hafréttarsáttmála Samein-
uðu þjóðanna og hvetur önnur ríki til
þess sama svo að bæta megi' alþjóða
Á meðan hafa hægri flokkar Vestur-
Þýskalands lagst gegn hafréttarsátt-
málanum, sem þeim þykir aö muni i
Biðu f I júgandi diska
reyndinni útiloka landið frá náma-
vinnslu á hafsbotninum.
Bonn-stjórnin mun ákveða í dag af-
stöðu sína til undirritunar sáttmálans
en forystumenn þingflokka kristilegra
demókrata og kristilega sósíalbanda-
lagsins segja að sáttmálinn sé of óhag-
kvæmur fyrir V-Þýskaland.
48 ára gömul bandarísk kona
og 38 ára gamall vinur hennar
trúðu svo staöfastlega á f ljúgandi
diska og heimsóknir vera utan úr
geimnum að það kostaði konuna
lífið.
Hjúin settust að í bíl sínum á
afskekktum stað á snjóþungu
svæði í Minnesota og biðu þar
eftir lendingu fljúgandi diska. Er
vinir þeirra höfðu saknað þeirra í
mánuð geröi lögreglan leit að
biinum. Var þá konan frosin í hel
en vinur hennar lá meðvitundar-
laus viö hliö hennar.
Ekki nægði þetta þó til að
draga úr trú mannsins því þegar
hann raknaði við á sjúkrahúsi
var fyrsta hugsun hans sú að
komast aftur á sama staö til að
bíða eftir f ljúgandi diskum.
Hafréttarráöstefnan kemur samaná
Jamaíka 6. desember til þess að undir-
rita sáttmálann, sem samþykktur var
af 130 ríkjum í apríi síðasta vor. Þurfa
að minnsta kosti sextíu ríki að undir-
rita hann til þess að hann taki gildi.
Nokkur ríki (þar á meðal Banda-
rikin) hafa látið á sér skilja að þau
muni ekki undirrita sáttmálann en
menn ala á vonum um að þau muni
undirrita hann síöar.
FÆR GERVI-
HJARTA ÚR ÁU
Bandarískir skurðlæknar ráögera aö
græða gervihjarta gert úr „polyu-
rethane” og áli í sextíu og eins árs
gamlan mann frá Seattle.
Hann var lagður iila á sig kominn inn
á háskólaspítala í Utah á mánudags-
kvöld og var samþykkt af læknaráði
spítalans aö ráðast í aögerðina. Hann
er þjakaður af „cardiomyopathy”,
sem er eins konar visnun eða hrörnun
hjartans og verður ekki læknaö með
aðgerð eða meðalagjöf.
Þetta er þriðja tilvikið þar sem
gervihjarta verður sett í mann. Síðast í
júh' 1981 var sett plasthjarta í 36 ára
gamlan sjúkhng í Texas enhann lifði
aðeins viku með gervihjartað. Fyrsta
skiptið var 1969 en sjúklingurinn lifði
þá ekki nema hálfan annan sólarhring
með nýjahjartað.
Síðustu námskeið fyrírjó/
Æf INÖA8TÖÐIN)
i • ENGIHJALLA 8 • 1^46900 J
býður upp á:
NÁMSKEIÐ 1:
NÁMSKEIÐ
2:
NÁMSKEIÐ 3:
SKÍÐANÁMSKEIÐ
1. Upphitun
2. Þrek
3. Þol
4. Teygjur
Æfingar alla daga kl. 12—13 e.h.
eða kl. 20.30—21.30 e.h.
Færir þjálfarar, Kristleifur og
Arsæll, fara eftir viðurkenndu kerfi.
Nuddpottar, saunaböð og góðar
sturtur. Ljós og nudd ef þess er
óskað.
Innritun er haf in í síma 4
rw i i
ALDRAÐIR - LEIKFIMI,
HRESSING, FÉLAGS-
SKAPUR
LEIKFIMINÁMSKEIÐ
1. Liðkandi æfingar
2. Styrkjandi æfingar
3. Skemmtilegar æfingar
4. Hressandi æfingar
Tillitssamir og reyndir kennarar
taka á móti ykkur við komuna.
Æfingar alla daga kl. 14—14.45.
Nuddpottar, sauna, sól og nudd kl.
14.45—16.00.
Kaffisopi í skemmtilegum félags-
skap.
INNRITUN ER HAFIN í SÍMA
JANEFONDA
LEIKFIMI - LOKSINS -
1. Styrkjandi
2. Qdisháðar æfingar (þolæfingar)
3. Grennandi æfingar (puð)
4. Skemmtileg músikleikfimi
Kennarar: íris Gústafsdóttir, Jónína
Benediktsdóttir.
Æfingar alla daga kl. 10—11 f.h. eða
kl. 20.30—21.30 e.h.
Nuddpottar, saunaboð, ljós, nudd,
góðar sturtur.
INNRITUN ER HAFIN í SÍMA
46900.