Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjdmarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjúrar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblaö 15 kr. Á fallanda fæti Lítil þátttaka í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík um helgina styður þá skoðun, að flokkurinn sé á fallanda fæti. Kjósendur í prófkjörinu voru innan við tvö þúsund. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tóku um tvö þúsund og sex hundruð þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins. Eðlilega þótti þaö lítið. I kosningunum, sem fylgdu á eftir, galt Alþýðuflokkurinn afhroð í Reykjavík. Hann fékk tæp fjögur þúsund atkvæði og aðeins einn mann kjörinn af tuttugu og einum borgarfulltrúa. Fylgi Alþýðu- flokksins minnkaði frá borgarstjórnarkosningunum 1978 um tvö þúsund og þrjú hundruð atkvæði. I prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir þing- kosningarnar 1979 voru þátttakendur um þrjú þúsund og sex hundruð, eða hátt í tvöfalt fleiri en nú. Alþýðuflokkurinn fékk þá í Reykjavík átta þúsund og sjö hundruð atkvæði. Benedikt Gröndal og Vilmundur Gylfason voru kjördæmakjörnir og Jóhanna Sigurðar- dóttir uppbótarþingmaöur. Prófkjör Alþýðuflokksins nú bendir til þess, að hann muni tapa miklu fylgi í komandi þingkosningum, verði ekki óvænt umskipti. Augljóst viröist, að eitt þingsæti er fyrir borð hjá Alþýðuflokknum í Reykjavík. I þingkosningunum 1979 var Guðmundur G. Þórarins- son, annar á lista framsóknarmanna, kjörinn 12. þing- maður Reykjavíkur og hafði á bak viö sig þrjú þúsund og sex hundruð atkvæði. Fylgi Alþýðuflokksins í síðustu borgarstjórnar- kosningum nægði naumlega til að flokkurinn fengi mann kjörinn, einn af tólf, í þingkosningum, þegar tillit er tekið til f jölgunar kjósenda. Utreikningur gæti gefið til kynna, að Alþýðuflokkurinn fengi engan mann kjörinn í Reykjavík, yrðu hlutföllin svipuð og þau voru í borgarstjórnarkosningunum milli þátttöku í prófkjöri og fylgis á kjördag. Fáir munu þó væntanlega spá því, að Alþýðuflokkurinn missi báða þingmenn sína í borginni. Hitt er ljóst af þessu prófkjöri, að lítill áhugi er á flokknum. Líkur benda til, að við Alþýðuflokknum blasi ekki minni ósigur í þingkosningum en flokkurinn beið í sveit- arstjórnarkosningunum á liðnu vori. Þá mundi verða hrun í þingliöi Alþýðuflokksins. Skoðanakönnun DV í október styður og þessa ályktun. Þótt prófkjöriö sanni það auðvitað ekki, er sú skoöun nærtæk, að Vilmundur Gylfason geti hrósað happi. Ahugaleysið á prófkjörinu sýni, að margir kjósendur Alþýðuflokksins hafi setið heima vegna samúðar með málstað Vilmundar. Fjölmiðlar hafa eðlilega rætt um, að fáir sem engir kunnir alþýðuflokksmenn hafi til þessa komið fram og lýst yfir stuðningi við Vilmund. En staðan kann að vera nokkuð önnur meðal óbreyttra kjósenda. Auk þessa hefur um langt skeið verið lítill áhugi á málflutningi Alþýðuflokksins, eins og síðustu sveitar- stjórnarkosningar sýndu gleggst. Veöur í höfuðborginni var yfirleitt skaplegt nú um helgina, þar til skömmu áður en prófkjöri Alþýðuflokksins lauk. Skuldinni verður ekki skellt á veðrið. Prófkjörið var vafalaust ámóta „spennandi” og var fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Alþýðuflokks- foringjarnir verða að una því, að prófkjörið lofar ekki góðu fyrir þá. Haukur Helgason. RANGFÆRSLUR í LEIÐARA Þriöjudaginn 23.11 skrifaði Haukur Helgason aðstoöarritstjóri leiöara í DV sem bar yfirskriftina „Þá dreymir um höft”. Næsta morgun var útdráttur úr leiöaranum lesinn upp í Ríkisútvarpinu. Haukur fullyrðir í þessum leiöara að þaö vaki greinilega fyrir fram- sóknarmönnum aö innleiöa innflutn- ingshöft svo draga megi úr halla á viöskiptum viö útlönd. Þetta telur Haukur hafa verið niöurstöðu nýaf- staöins flokksþings Framsóknar- manna. Hann segir hreint út að Framsóknarflokkurinn boöi „ómengaöa haftastefnu”. I stuttu máli má segja um þessar fullyröingar Hauks og leiöarann raunar í heild sinni að þar sé sumt vansagt, margt ofsagt en flest mis- sagt. Haukur hefur bersýnilega ekki kynnt sér þær ályktanir sem sam- þykktar voru á flokksþinginu. I besta falli hefur hann lesið f rásagnir Morg- unblaðsins af f lokksþinginu sem vart Kjallarinn Bjöm Líndal geta talist trúveröugar heimildir um þingiö. Innflutningur keyrir úr hófi Altalaö er manna á meöal að inn- flutningur ails kyns neysluvara hafi keyrt úr hófi á þessu ári. Sennilega má finna leiðara í DV á undanföm- um mánuðum þar sem bent er á þessa staðreynd. Hvers vegna er þá DV að agnúast út af því þótt for- maður Framsóknarflokksins fjalli um þann vanda sem þessu er sam- fara í setningarræðu sinni á flokks- þingi, sér í lagi þegar haft er í huga aö útflutningstekjur fara minnkandi á sama tíma ? Spyr sá sem ekki veit. A flokksþinginu var mikið rætt um þá erfiöleika sem þjóöarbúið á viö að glíma vegna vaxandi viðskiptahalla og hvernig erfiöleikunum skuli mætt. Aö sjálfsögöu vildu menn draga úr Heimsmálinog íslenska kreppan Island er gott land og gjöfult. Viö Islendingar eram líka dugleg þjóö og leggjum mikiö á okkur til þess aö búa sem best í landinu. Þjóðartekjur eru meö því hæsta sem þekkist á alþjóöamælikvaröa. Menntun þjóöarinnar er mikil og menning blómstrar. Húsakostur íslendinga er talinn meö því besta sem þekkist, fleiri bílar eru hér á íbúa en í flestum löndum, öll þau heimilistæki sem fyrirfinnast notum viö og viö ferðumst meira en flestar þjóöir. Erkreppa á íslandi? Samt er talaö um kreppu. Því er ekki aö ástæöulausu aö fólk spyrji hvaö sé í rauninni aö? Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því aö á íslandi ríkir alls ekki kreppuástand núna nema síður sé. Viö búum blómlegu búi. Þaö sem í fyrsta lagi gæti verið átt viö er aö svokölluð heimskreppa hafi mögu- lega áhrif á efnahagslíf okkar. Þaö gæti hún vissulega gert, einhvern tíma alla vega, en hún hefur ekki gert þaöennþá. Áhrif þess samdráttar, sem átt hefur sér staö í heiminum undan- farið, eru allsendis óljós á íslenskt efnahagslíf. Venjulega hefur svona samdráttur fyrst áhrif á verölag iön- vamings, sem viö flytjum aö megn- inu til inn. Vissulega ætti þaö aö hafa góö áhrif á viðskiptakjörin, sérstak- lega einnig meö tilliti til þess aö aðal- útflutningur okkar er í matvælum, sem hefur miklu minni veröteygni en iðnvarningurinn, þ.e.a.s. eftirspurn- in miöaö við eitthvað ákveðiö verö er stööugri en í iðnvörunum og þolir betursamdrátt. okkur Islendingum erfiöleikum í ál- inu og jámblendinu auk vaxtahækk- ana á alþjóöa lánamarkaöi. Allsend- is eru þó óljós heildaráhrifin á viðskiptakjörin, þar sem viö flytjum svo mikiö inn af iðnvarningi, sem áöur segir, og vamingi sem iönrikin bókstaflega greiöa stórlega niöur til útflutnings. Einnig erum viö stórir innflytjendur á hráefnum, en verölækkun á þeim vegna krepp- unnar ætti þá aö gagnast okkur. Auk þess eru minnkandi líkur núna á umtalaöri heimskreppu þar sem bandarískir hagfræöingar spá efna- hagsbata þar í landi áriö 1984, sem örugglega hefur sín góöu áhrif á hag- kerfi heimsins. „Þáeruþað heimsmálin" Þetta tal hér á landi um kreppu minnir reyndar á kallinn sem mætti á framboðsfund og uppgötvaði þegar hann stóö í ræöustólnum aö hann haföi gleymt ræðunni heima. Eftir aö hafa horft brostnum augum fram í salinn í nokkurn tíma, ljómaöi hann skyndilega allur og hóf upp raust sína meö þessum oröum — „þá eru þaðheimsmálin” —. Stundum getur nefnilega verið gott að hafa einhver mál úti í heimi til þess aö ræða um þegar annað þrýtur. Hvers vegna eru þá sumir að ræða um íslenska kreppu? Jú, þaö á vissu- lega sína ástæöu, en hún á lítið skylt Skuldastaða % Greiðslubyröi % viö atburði úti í heimi. Ástæöan er reyndar hér við bæjardyr okkar sjálfra og gæti leitt til kreppu ef ekki er spyrnt viö fótum. Sumir ættu þó aö ræöa við þaö fólk, sem lifði hina geig- vænlegu kreppu á fjórða áratugnum, áöur en þeir flögguöu því hugtaki meira. Orsakir íslenskrar kreppu En hvar gæti orsök kreppu á Is- landi raunverulega legið? Víkjum til ársins 1960. Þá haföi oröiö talsvert ör aukning erlendra langtímaskulda þjóðarinnar eöa sem nam 27,5% af þjóðarframleiðslu og greiöslubyrðin af þessum lánum náöi 11% af út- flutningstekjunum áriö eftir. Þetta þóttu mjög há hlutföll þá og áriö 1965 var skuldahlutfalliö komið niöur í 18% af þjóðarframleiðslunni og greiöslubyröin var aöeins 7% út- flutningsteknanna 1965. Næstu ár dundu efnahagsáföll yfir, sem óþarfi er að rekja nánar. Aðeins skal minnt á, aö síldin hvarf, verðhrun varö á freðfisksmarkaðin- um, borgarastyrjöld í Nígeríu lokaöi gersamlega skreiöarmarkaönum þar og erfiðleikar voru á sölu salt- fisks. Þá var ráöist í byggingu stór- virkjana, hafin varanleg vegagerö og mikil togarakaup áttu sér staö, þannig aö áriö 1973 var skuldastaöan oröin 23% þjóðartekna og greiðslu- byröin 8,5% af útflutningstekjunum. Síðan hefur þróunin veriö þessi: 1983 50,0 (áætl.) 25,0 (áætl.) 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 23,9 34,9 33,8 31,6 33,8 34,6 34,8 37,3 43,5 (áætl.) 11,2 14,2 13,8 13,7 13,1 12,8 14,1 16,8 23,0 (áætl.) Áhrif heimskreppunnar Bent hefur veriö á aö hækkun á olíuverði vegna svokallaðrar heims- kreppu valdi því að t.d. Nígería eigi erfiöara meö aö kaupa af okkur skreið. Slíkar afmarkaðar ástæður eru auðvitað fyrir hendi, þar sem Nígería er olíuútflutningsland, en þar sem hækkaö olíuverð upphaflega fyrir nær einum áratug er talið ein af orsökum kreppunnar, þá ætti lækkaö olíuverö á heimsmarkaði vissulega að boöa bjarta framtíð, þegar til lengri tíma er litið. Svokölluö heims- kreppa hefur einnig valdiö lækkun á veriö hráefna og hefur þaö valdiö Skuldastaöan er reiknuö sem hlut- fall vergrar þjóðarframleiöslu og er því háö gengi krónunnar. Augljóst er því aö hafi gengi krónunnar veriö haldiö of háu þá versnar skulda- staðan enn, þegar þaö er leiðrétt. Greiöslubyröin er aftur á móti óháö almennu gengi krónunnar en er aö sjálfsögöu háö gengi lántöku- gjaldmiðla og viöskiptamiðla, auk lengdar lána, og vaxtahæðinni. Æ& ??Það er hreinlega út í hött að vinka ein- hverri heimskreppu í þessu sambandi. Það gera einungis þeir, sem gleymdu ræðunni heima eins og karlinn forðum...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.