Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Side 13
DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982.
13
Flokksþing Framsóknar.
innflutningi. Hvaða íslenskur stjórn-
málaflokkur vill það ekki miðað við
rikjandi aðstæður?
I stjómmálaályktun flokksþings-
inssegirumþettamál: „Meðanhalli
er á viðskiptajöfnuði verði leitað
allra leiöa sem færar eru með hlið-
sjón af samningum við önnur ríki til
þess að draga úr innflutningi”. Með
samningum við önnur ríki er hér
vitaskuld fyrst og fremst átt við frí-
verslunarsamning ísland við Efna-
hagsbandalagiö og aöiid Islands aö
Fríverslunarsamtökum Evrópu,
EFTA. I ályktun flokksþingsins um
verslunar- og viðskiptamál er síðan
hnykkt á gildi fríverslunar fyrir ís-
lensk utanríkisviðskipti. Þar segir:
„Telja verður að meö þátttöku sinni í
Friverslunarsamtökum Evrópu og
samningi við Efnahagsbandalagið
hafi Islendingar náð miklum ávinn-
ingi fyrir útflutningsatvinnuvegina.
Frjáls alþjóðaviöskipti munu stuðla
að bættri afkomu íslensku þjóðarinn-
ar.”
DV skuldar afsökun
Innan þess ramma er hér hefur
verið lýst vill flokksþingið draga úr
innflutningi. Sú stefna sem felst í
ályktun flokksþingsins er órafjarlæg
ailri haftastefnu. Sé Haukur Helga-
son annarrar skoöunar er hann hald-
inn fordómum sem tæplega getur
verið heppilegur eiginleiki á ritstjóm
hins dyggðum prýdda DV.
Það er vissulega alvarlegt mál
þegar DV skrökvar jafn rækilega til
um stefnu stjórnmálaflokks eins og
gert var í leiðara Hauks Helgasonar.
Hvað skyldi DV hafa sagt ef stjóm-
málamaður eða embættismaður
hefði borið út ósannindi af svipuöum
toga og finna má í nefndum leiðara
og fengiö þau lesin upp í Ríkisútvarp-
inu?
DV og Haukur Helgason skulda
lesendum sínum afsökun vegna
þessa leiöara.
.Björn Lindal
deildarstjóri.
„Sú stefna sem felst í ályktun flokks-
þingsins er órafjarlæg allri haftastefnu.”
„ Tilþess að það só tryggt þurfum við að gæta þess að vanda ráðstöfun fjármuna okkar. —
Hitaveitu-framkvæmdir.
Raunverulegar
ástæður efna-
hagsvandans
Þessi þróun er óneitanlega ógn-
vekjandi, en því miður lítið hægt að
kenna heimskreppu um. Hækkað
olíuverð á heimsmarkaöi hefur þó
haft sínu slæmu áhrif, en vegur
skammt á móti öðrum atriðum, sem
algerlega eru heimatilbúin, enda
stendur oliuveröiö í stað núna eöa fer
lækkandi. Hvað hefur þá raunveru-
lega gerst?
Undanfarin ár hafa engin virk
heildarmörk verið á erlendum
lántökum, en þess í staö hefur öllum
óleystum f járþörfum og óskum verið
vísað til erlendrar lántöku án mats á
gildi þeirra, eða að krafa hafi verið
gerð um innlent framlag.
Lánsfjáráætlun hefur reynst
gersamlega haldlaust plagg og
næsta auðvelt að fá viöbætur án þess
að Alþingi, sem þó á um málið að
f jalla, fái nokkuö um það sagt.
Erlend lán eru í auknum mæli
einfaldlega framlengd með nýjum
lánum þannig að eðlilegt aöhald í
rekstri vegna greiðslu afborgana
hefur ekki komiö til.
Byggðasjóður er i síauknum mæli
fjármagnaður með erlendum lánum
og lítið fengist um endurgreiðsluhæfi
lánveitinga hans.
Fiskiskipaflotinn er stöðugt
stækkaður með baktryggingu í opin-
berum lánastofnunum, sem i reynd
taka á sig skuldbindingar útgerðar-
aðilanna. Eðlilega biðja þeir sem
alltaf um fleiri og stærri skip án þess
að hafa gert rekstrardæmið upp.
Kjallarinn
Guðlaugur T. Karlsson
Útíhöttað vinka
heimskreppunni
Þegar svo er komið að tveir
fimmtu hlutar þjóöarframleiðsl-
unnar í ár eru skuldaðir og allt að
helmingur hennar í lok þess næsta og
fimmta hver gjaldeyriskróna fer í
vexti og afborganir af þessari skuld
og fjórða hver er áætluð til þess á
næsta ári, þá getur vissulega stefnt í
kreppu á Islandi.
En með tilliti til áöurnefndra stað-
reynda úr íslenskum þjóöarbúskap
er það hreinlega út í hött að vinka
einhverri heimskreppu í þessu sam-
bandi. Þaö gera einungis þeir, sem
gleymdu ræðunni heima, eins og
kallinn forðum, eöa vilja drepa
raunverulegri ástæöu á dreif.
Framtiðin björt ef
rétt er að staðið
Island er gott land og fólkið dug-
legt. Ef eitthvað bjátar á hjá okkur
eigum við að horfast í augu við stað-
reyndir málsins, ekki fara í einhvern
skollaleik út fyrir landsteinana. Rétt
sjúkdómsgreining er forsenda
lækningar. Burt séð frá allri heims-
kreppu þá höfum við það gott og get-
um haft þaö áfram. Til þess að það sé
tryggt þurfum við að gæta þess að
vanda ráðstöfun fjármuna okkar.
Tryggja það að störf þjóðarinnar og
afrakstur þjóðarbúsins skili sér
virkilega í bættum lífskjörum, með
markvissri beitingu þess fjármagns,
sem kynslóöimar hafa fært okkur
núlifandi Islendingum upp í hendur.
Guðlaugur Tryggvi Karlssou
hagfræðingur.