Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. Spurningin Hvernig líst þér á úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins? Karl Haröarson, starfsmaður Arnar og örlygs: Ég er persónulega nokkuð ánægöur meö þau. Þaö var kominn tími fyrir ný nöfn, auk þess koma þarna gömul nöfn f ram á ný. Helga Garðarsdóttir hjá Emi og Örlygi: Ég hef nú lítið fylgstmeöþessu en þa u komu mér á óvart. Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur: Mér líst vel á þau. Ég er ánægöur meö fylgi Alberts, Friðriks og Ellerts. Þó heföi ég viljað aö þrír menn væru ofar: Guðmundur H. Garöarsson, Halldór Einarsson og Þórarinn Sveinsson. Pálmar Þorgeirsson, vörubílstjóri Flúöum: Mér finnst þau ágæt. Eg vil ekki nefna nein nöfn en mér Iíst vel á efsta mann. Óskar Pétursson, starfsmaöur Bila- leigu Akureyrar: Eg hef lítiö pælt í því en mér líst þokkalega á þau það sem ég hefheyrt. Erla Jónsdóttir húsmóðir: Mér líst vel á þau, ég hef þó ekki kynnt mér þau sérstaklega. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Enginn numur á fóstureyðingu og útburði —þjóðarskömm sem taka á fyrir, segir menntaskóianemi Garðar Vilhjálmsson skrifar: Ef maöur les íslendingasögur sér maður að Islendingar hafa verið villi- menn. Dæmi um það er Haugsnes- staðabardagi, en þar voru drepnir 100 manns á einu bretti, árið 1246. En þeir voru þó ekki meiri villimenn en svo aö þeir bönnuðu þó útburð barna á þrett- ándu öld; hefur sennilega hryllt viö þeirri andstyggðar villimennsku sem útburöurinn fól í sér. Nú á dögum er slík villimennska sjálfsögð, að vísu undir nútíma aðgerðum og sakleysis- lega snyrtilegu orði: „fóstureyðing”. Á síðustu 10 árum hefur fóstureyðing- um fjölgaö úr 200 í 500 á ári eöa 500 eyðingar síðastliöin 4 ár. Á síðasta ári voru drepin 550 fóstur. Eg sé engan mun á fóstureyöingu og útburði. Hugsunargangurinn er ná- kvæmlega sá sami: Barnið er óvel- komið: Drepa það. Svo eru þessir „stóru kallar” sem landinu stjórna, svo og aðrir vel menntaðir og hátt- settir menn, aö eyða öllum sínum vinnutímum og frístundum í að rífast og röfla um það hvort leyfa eigi frjálst útvarp eður ei, á meðan eytt er 1—2 fóstrum á dag við hliðina á þeim. Ekki nóg meö það heldur er verið að drepa þessi börn fyrir framan fólk (hjón) sem ekki getur átt börn og þráir ekkert heitara en að eignast þau. Því miður þarf ég að gerast fjölorður um andstyggð af þessu tagi, sem bæði er þjóöarskömm og allsherjarviðbjóöur í senn, en hjá því verður ekki komist. Hvað er gert við menn sem ekki eru ábyrgir gjörða sinna og ekki eru borgunarmenn fyrir því sem þeir gera? Jú, þeir eru lokaöir inni á hælum og alls konar þéttrimluðum húsum. En menn sem drepa afkvæmi sín og ann- arra, þeir eru ábyrgir gjörða sinna, ekki satt? Og ganga lausir í þokkabót. Ég er enginn dýrafræðingur en ég veit ekki um nein spendýr sem myrða afkvæmi sín önnur en mannskepnuna. Fósturmorö á aldrei að eiga rétt á sér en þó lít ég ekki eins svörtum aug- um á fósturdráp í eftirfarandi tilvikum og finnst mér að konan (stelpan) megi aðeins þá gera það upp við sig hvort hún vilji eyða eða ekki. En þau eru: 1. Ef öruggt er taliö að barniö verði vangefiö eöa bæklað. 2. Ef hætta er á því aö konan eöa barnið deyi við fæöingu. Önnur atriði koma alls ekki til greina að mínu áliti. Hvað hugsar /æknirínn? Ef foreldrar hvetja dóttur sína, sem varð „óvart” þunguö, til þess að fá fóstureyðingu finnst mér aö loka ætti slíka foreldra inni í mjög þéttriml- uöum húsum frekar en hina ólánssömu menn sém þar eru fyrir. Það finnst mér mesti glæpur sem nokkurt foreldri getur gert afkvæmi, utan að eyöa því. Eg þekki dæmi um þaö aö stelpa lét undan þrýstingi foreldra sinna um að fá fóstureyðingu. Eftir drápið féll stúlkan alveg saman og lokaöi sig frá samfélaginu. Hún gengur fyrir tauga- róandi lyfjum og munsennilega aldrei násér. Hvaö hugsar læknirinn? Eg þori ekki aö trúa því aö honum þyki þessi voðaverknaöur, sem reyndar er á villimennskustigi, sjálf- sagöur hlutur. Nú eru að meðaltali 550 fóstureyðingar á ári, og ég trúi ekki að læknar þjáist af þeim fávitahætti að þeir láti ljúga í sig einhverri „þján- inga” ástæðu fyrir því að fóstureyðing. sé eina úrlausn vandamálsins. Ég hélt að læknar væru til þess að bjarga lífi en ekki drepa. Ef fólk getur litið á mannsfóstur með svona ísköldu blóði og gaddfreðnu hugarfari getur það alveg eins litið á fóstrið sem „skemmtanaskatt”. Þið gerið ykkur kannski ekki grein fyrir því að fóstureyðing er orðin í mjög mörgum tilfellum getnaöarvörn. Biö ég nú ykkur, ráðamenn góðir, aö beita ykkur fyrir því að setja blátt bann við þessari hryllilegu þjóðarskömm: . •' • - . j; Fóstureyðing. „Ef fólk getur litíð é mannsfóstur með svo isköldu blóði og gaddfreðnu hugarfari, þá getur það alveg eins litíð á fóstríð sem „skemmtanaskatt" — segir Garðar Vilhjálmsson menntaskólanemi. fóstureyöingum. Eg trúi ekki aö þessi svo fast í okkur Islendingum að ekki sé tólftualdar villimennska sitji enn þá hægt að ráða niðurlögum hennar. Vegna skrifa um fangamál: „Maður, líttu þér nær” Jónína Arnórsdóttir skrifar: Ég ætla að byrja á því að þakka strákunum í hljómsveitinni Fjötrum, og öðrum aöstandendum Rimlarokks, fyrir góða plötu sem alveg á rétt á sér. Alveg blöskra mér öll skrifin og lætin vegna þessara mála, ekki síst lesandabréf í DV miövikudaginn 17. þ.m. Þar er því slegið fram að fangar ættu ekki að hafa tjáningarrétt. Efast ég um að margir taki undir þau orð. Sem betur fer búum við í þjóðfélagi þar sem allir einstaklingar hafa tjáningarrétt hvört sém þeir eru fang- ar eöa frjálsir. Osköp,, hlýtur þaö fólk að vera óánægt með sjálft sig og sína :(og mjög hlýtur því að líða illa) sem endalaust er kvartandi, dæmandi og finnandi aö öðrum. „Maður, líttu þér nær.” Hvaðan sem við erum af landinu hlýtur það aö vera takmark okkar allra að byggja upp og bæta en ekki aö tæta niður og traðka á náunganum. Hljómsveitín Fjötrar og aðrir aðstandendur Rimlarokks hljóta þakkir fyrír góða plötu frá Jóninu Arnórsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.