Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Síða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
Athugasemd vegna skrifa í Sandkomum:
„Ég lýsti van-
trausti á Frið-
jón Þórðarson”
Ragnheiður Ölafsdóttir, Akranesi,
skrifar:
Mánudaginn 22. nóv. birtust lands-
mönnum furðuleg skrif í ,,Sandkorn”
af kjördæmisþingi sjálfstæöismanna á
Vesturlandi. Ég furða mig á þeim
upplýsingum sem umsjónarmaður
þessaþáttar, Kristján MárUnnarsson,
hefur fengið og ekki leitað eftir sann-
leiksgildiá.
Kjördæmisþing sjálfstæðismanna á
Vesturlandi var engin hallelújasam-
koma fyrir Friðjón Þórðarson, síðuren
svo. Sú fullyrðing að enginn hafi þorað
að mæla gegn Friöjóni eða ríkisstjóm-
inni er út í hött, það er hægt aö sanna
með því að fara í gegnum fundargerð
þessa fundar sem var sérstaklega
vandvirknislega gerð.
Það komu margar fyrirspumir til
ráðherrans um veru hans í ríkisstjóm-
inni, afstöðu hans til mála þar og
hvernig hans afstaða yrði að lokinni
setu þar. Eins og hans var von og vísa,
veitti hann fundarmönnum loðin svör
og að mínu mati lítil. Þegar Friðjón
var búinn að tjá fundarmönnum að lif-
dagar ríkisstjórnarinnar væru að
verða taldir og brýna nauðsyn bæri til
þess að viðhafa prófkjör sem fyrst,
helst fyrir jól, þá lýsti hann því yfir að
kosningar yrðu helst ekki fyrr en í maí
og að hann mundi ekki lengja lífdaga
þessarar ríkisstjómar. „Bragð er að
þá bamiö finnur,” segir gamalt mál-
tæki, sennilega er Friðjóni farið að
blöskra sjálfum þær aðgerðir sem
hann hefur stuðlað að meöþátttöku
sinni i ríkisstjórninni.
Þetta voru einu ským svörin sem
fundarmenn fengu, hitt var allt
orðagjálfur. Dalamenn báru fram
traustsyfirlýsingu við Friðjón og á
allar gerðir ríkisstjórnarinnar og báðu
hann að halda lífi sem lengst í þessum
ófögnuði (þ.e. ríkisstjóminni) þrátt
fyrir að hann hefði sagt að hann myndi
ekki lengja lifdaga hennar. Þetta
blöskraði mér, og ég lýsti vantrausti á
Friðjón Þórðarson ráðherra og taldi að
hann gæti lítið gert til góðs fyrir
Vesturland.
Þetta er mín skoðun. Við þurfum
sterka og dugmikla þingmenn á
Vesturlandi, sem em í nánum tengslum
við fólkið í kjördæminu og vinna fyrir
kjördæmið sem heild en hlaupa ekki í
fýlu ef aðrir hafa aðrar skoðanir en
þeir sjálfir. Það er mikið af duglegu og
heiðarlegu sjálfstæðisfólki um allt
Vesturland og ég vil hvetja þetta fólk
til að sýna það og sanna að við erum
hvorki Gunnars né Geirs-armar, við
erum sjálfstæðismenn og sameinumst
um stefnu okkar flokks. Einnig höfum
viðleyfi tilaðláta okkar skoöanir í ljós
á mönnum og málefnum.
Við höfund Sandkorns vil ég segja
þetta: Leitaðu eftir áreiðanlegum
heimildum áður en þú setur svona
fréttir á blaö.
K jordæmisþing Sjálfstæðis-
flokksins á Vesturlandi fór
I fratn um fyrri heigi. Akvað
þinglð að opið prófkjör skyldl,
I báð 1S. og 16. jauúar nsst-1
I komandi.
Lftið hefur verið sagt frá j
| kjördæmisþinginu i Morgun-1
I biaðinu enda fór ekki mikið ]
r fyrir stjórnarandstæðLngum
á þvL Enginn þorði að mæla >
gegn Friðjóni Þórðarsyni ogj
ekki varð vart við neina and-j
| stöðu gegn rikisstjóminni. i
Friðjón var enda mættur með
. mikið og vel skipulagt Uð til .
Þeir sjálfstæðismenn á
Vesturlandi sem ern I stjórn-
i arandstöðn eru sagðir ugg-l
I andi. Þeir óttast að á væntan- j
| legum framboðslista verði
stuðnlngsmenn stjómarinnar,
i miklum meirihluta.
Ur Sandkornum mánudaginn 22.
nóv.
Vegna bókmennta-
gagnrýni:
FLAUST-
URSLEG
VINNU-
BRÖGD
Jens Kr. Guðmundsson skrifar:
öll íslensku dagblöðin hafa innan
sinna vébanda glögga og pennafæra
bókmenntagagnrýnendur. Þeir skrifa
um bækur allan ársins hring. Og alltaf
er jafngaman að lesa gagnrýni þeirra,
Nema fyrir jól. Þá er eins og allt fari
úr böndum. Gagnrýnendahópurinn
stækkar og dómamir verða fleiri og
misjafnari en ella.
Dæmi um skiptar skoðanir gagn
rýnenda eru mörg. Oftar en ekki er þá
um flaustursleg vinnubrögð einhvers
þeirra að ræða. Þannig held ég að því
sé einmitt varið með ágreininginn sem
risinn er um nýjustu skáldsögu
Eövarðs Ingóifssonar, Birgir og Ásdís.
Jenna Jensdóttir skrifaði sérlega
lofsamlegan dóm um söguna í Morgun-
blaðið fyrir skömmu. I sama streng
tók gagnrýnandi Timans.
En það kveður aldeilis við annan tón
hjá gagnrýnanda DV, Hildi Hermóðs-
dóttur, 9. nóv. sl. Hún finnur bókinni
margt til foráttu. Verst af öllu þykir
henni þó sú íhaldssama hugmynda-
fræði bókarinnar að konan beri ábyrgð
á heimilishaldinu: sjái um innkaup ,
matseldogannað.
Þarna mglar HH tveimur hlutum
saman: Hlutverkaskiptingunni, sem
er ríkjandi á íslenskum heimilum, og
raunsannri sögu sem gerist á
íslenskum heimilum.
HH ruglar fleiri hlutum sam-'
an. Hún fullyröir t.d. að höfund-'
Eðvarð ingólfsson, höfundur bókarinnar Birgir og Ásdis.
ur bókarinnar aðhyllist umrædda
verkaskiptingu af því að verkaskipt-
ingin er í bókinni. Þetta þarf bara ekki
að fylgjast að. Síður en svo. Eg fæ
heldur ekki betur greint en að höfund-
ur taki oft upp hanskann fyrir
stelpumar og kvenþjóðina yfirleitt.
Vinsæft mátfar
HH segir það lika vera ihaldssama
hugmyndafræði er höfundur lýsir. því
hvernig Viðar bregst við þegar hann
kemur að konu sinni hjá Birgi. Þama
ætlast IIH enn á ný til þess að sögu-
persónur bregðist á annan hátt við at-
burðum en lifandi persónur. Þetta er
óraunhæf krafa.
HH finnur einnig að málfari. Hún
segir það óeðlilegt og samtöl ósann-
færandi. Þetta kallar hún blöndu af
stirðlegu bókamáli og slangi.
Ljótt er ef satt er. Höfundurinn rétt
tvitugur og notar annað málfar en kyn-
slóð hans talar! Osköp eru að vita. Og
ósköp er þá skritið að útvarpsþættir
Eðvarös skuli hafa orðið vinsælli en
aðrir unglingaþættir. Ætli stirðlega
málfarið hafi átt einhvem þátt í vin-
sældunum?
HH ef ast um aö Birgir og Ásdis höfði
til unglinga vegna áöurnefndra
„galla” . Þetta era stór orð um ungl-
ingabók.
Fyrir rúmri viku heyrði ég rit-
höfundinn unga lesa upp úr verkum
sínum í einum grannskólanna á Snæ-
fellsnesi. Þar voru samankomnir á
annað hundrað unglingar úr efstu
bekkjardeildunum. Ekki var hægt að
merkja annað en almenna ánægju
meðal krakkana. Eftir lesturinn
skeggræddu þeir við höfund um
söguna. Þeir höfðu fundið sjálfan sig í
sögunni þótt söguhetjurnar séu örlítið
eldri.
NÝJUNG - NÝJUNG
Heimanámskeið á tölvur
Leigjum út Atari og Commodore tölvur meö
kennsluforritum.
Nú getiö þér lært á tölvur heima í stofu í frístund-
um yöar.
Grunnnámskeið í BASIC fyrir fulloröna.
Grunnnámskeið í BASIC fyrir börn.
Kennsla í forritun
Námskeið í Visicalc.
Leikforrit fyrir börnin.
Heimanám erhagkvæm lausn.
TDLVUSKÚLINN
SkiphoM1.Simi 25400
STJÓRNUNARFRÆÐSLA
Leiöbeinendur:
Grunnnámskeið
um tölvur
Tilgangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum innsyn i
hvernig tölvur vinna, hvaða möguleika þær hafa og hvernig
þær eru notaðar.
— Grundvallarhugtök i tölvufræðum.
— Stutt ágrip af sögu tólvuþróun-
arinnar.
— Lýsing helstu tækja sem notuð eru i
dag.
— Hugbúnaður og vélbúnaður.
— BASIC og önnur forritunarmál.
— lúotendaforrit: Kostir og gallar.
— Æfingar á tölvuútstöðvar og sma-
tölvur.
— Kynning á notendaforritum fyrir rit-
vinnslu og áætlanagerð.
Bragi Leifur
Hauksson
Staður: Tölvufræðsla SFI,
Ármúla 36.
Tími: 6.-9. desember kl.
13.30-17.30.
Ivar Magnússon.
Bókhald með
smátölvum
Tilgangur námskeiðsins er að gefa eiðbeinandi:
þátttakendum innsýn i og þjálfun við
tölvuvætt fjárhags-, viðskiptamanna-
og birgðabókhald ásamt hvaöa
möguleikar skapast meö samtengingu
þessara kerfa.
EFNI:
— Tölvuvæðing bókhalds og
skraningarkerfa.
— Sambyggö tölvukerf i og
möguleikar þeirra.
— Æfingar og kennsla
á tölvur.
Námskeiðið er ætlað þeim aðilum er hafa tölvuvætt eða
ætla að tölvuvæöa fjárhags-, viðskiptamanna- og birgöa-
bókhald sitt og einnig þeim sem vinna við kerfiö i
tölvurnar.
Gert er ráð fyrir þekkingu í bókfærslu.
Hilmir Hilmisson,
viðskiptafræðingur
Staður: Armúli 36, 3. hæö (gengið inn fra
Selmúla).
Tími: 6.-8. desember kl. 09.00—13.00.
Ath.:
Fræðslusjóður v’ersh.narmannafelags Heykja-
víkur greiðir paittökugjald félagsmanna sinna a
þessum námskeiðum og skal sækja um það a
skrifstofu VR.
A
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS
SIÐUMULA 23
SÍMI 82930.