Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Page 18
18
DV. MIÐVKUDAGUR1. DESEMBER1982.
Dy-Vý
Erum búnar aö opna að Eddufelli
2 í Breiðholti
Hárgreidslu- og snyrtistofu.
Þjónustan er frá tám og upp úr.
Stofan ber nafnið Dy— Vý
en við heitum Dandý og Viktoría.
Leiðir 12 og 13 stoppa fyrir framan
Símar: 79262
og 79525.
Notaðir lyftarar
í mikiu úrvaii
2.1 raf/m. snúningi
2.5 t raf
1.5 t pakkhúslyftarar
2.5 t dísil
3.2 t dísil
4.3 t disil
4.3 t dísil
5.0 t disil m/húsi
6.0 t dísil m/húsi
vinnuskúr með dráttarbcizli,
m/rafbúnaði, ísskáp, hitaskáp fyr-
ir vinnuföt o.fl.
M K. JÓNSSON&CO.HF. g sS-Lss
Mánaðartöl
Dagatöl 1983
Viðskiptavinir eru vinsamlegast
beðnir að gera pantanir STRAX.
Jólaumbúðapappír, 40 og 57 cm
breidd
Hvítur umbúðapappír, 40 og 57 cm
breidd
Félagspren tsmiðjan hf.
Spítalastíg 10, Reykjavík, símj 11640.
Lesendur Lesendur Lesendur
Litla-Hraun:
Lúxus-hressingar-
stðð glæpamanna
—þar fer lífið f ram í afslöppun og vímugjafagleðskap, segir
fyrrverandifangi
Fyrrverandi fangi á Litla-Hrauni
ikrlfar:
Ég vil svara lesendabréfum ,4anga
á Litla-Hrauni” (DV, 4. þ.m.) og
HaUdórs F. EUertssonar (DV, 8. þ.m.).
Fanginn, er fyrra bréfið skrífar,
talar um aö Litla-Hraun sé ekkert
hressingarhæli. Þar fer hann vísvit-
andi með rangt móL Eg hef sjálfur
notið gestrisni þeirra á Hrauninu lengi
vel og tala þvi ekki af neinu þekking-
arleysL
Við skulum byrja á nafngiftinni:
VinnuhæUö Litla-Hraun. Hlægilegt.
Halda mætti að þarna værí um refsi-
vinnu aö ræöa dag og nótt, en þaö er nú
öörunær.
Eg skal lýsa fyrir þér, borgari góö-
ur, einum virkum degi í lífi hins svo-
kallaöa refsifanga á Litla-Hrauni.
Athuga ber aö um nokkurra minútna
tímaskekkju kann aö vera að ræöa i
prógramminu:
Klukkan 7 J0—8 eru klefar opnaðir
(þeir eru einungis læstir á nóttunni).
Þá tekur viö prýöismorgunveröur. Aö
honum loknum er unniö úti viö í eina
tvo tíma. Þá tekur viö tveggja tíma há-
degisveröarhlé og maturinn ekki af
verra taginu.Síöan er afturunnið, eöa
öllu heldur dútlaö viö spyröubanda-
hnýtingar eöa viö aö búa til
pappaöskjur fyrir opinberar stofnanir
— íumþaöbU tvotíma.
Aö samtals fjögurra stunda
„vinnudegi” loknum er afslöppun þaö
sem eftir er dags. Þá er hlustaö á
tónlist, föndraö viö trésmiöar (á mjög
góöu verkstæöi staöaríns), leirmuna-
geröo.fl.
Ekki má gleyma borötennis, fót-
bolta, heita pottinum — og siöast en
ekki sist líkamsræktinni; líkamsrækt
meö lóöum, svo betur gangi nú aö
berja hiöur farlama gamalmenni og
ræna ellilifeyrinum. Það er nú kostur
aö þurfa ekki áhöld viö fyrirhugaöar
Ukamsárásir.
Sunnudagar eru tilhleypingadagar,
þvi þá koma kvengestir (í miklum
meirihluta) og fá aö dvelja í
stereovæddum herbergjum fanganna
frákl. 10-18.
Þannig er nú í raun refsivistin — og
margt hef ur veriö ótaliö.
Kokhreysti og gort
af afbrotum
Allan þann tima sem ég dvakii á
Litla-Hrauni heyröi ég aöeins einn
fanga iörast gjöröa sinna. Þessir menn
gortuöu af afbrotum sínum hver viö
annan af mikilli kokhreysti — jafnvel
ánægju. Þeir sögöu frá af hverju þeir
voru nappaöir síöast og ætluöu ekki aö
láta þaö endurtaka sig; ekki endur-
taka óþörf mistök viö næsta fyrir-
hugaöa afbrot.
Jafnvel þeir sem gerst höföu sekir
um glæp glæpanna, ruddaleg morö,
lýstu þehn af mikilli nákvæmni og meö
óhugnanlegum ánægjusvip.
Og svo er nú ekki svo slæmt aö vera
nappaöur. Dómamir eru léttir og
reynslulausnarheimildum er beitt
f rjálslega. Þú sleppur oft eftir hebning
dómsins og getur tekiö upp fyrrí iöju.
Nei, borgari góöur, láttu ekki
lygaþvælu glæpamannsins blekkja þig.
Þú átt rétt á þvi aö eignarréttur þinn
sé virtur og þvi aö geta veríö óhultur
fyrir þessum ómennum, hvort sem þú
ert utan heimilis þins eöa innan.
Þú átt ekki aö þurfa aö vera logandi
hræddur um aö ættingjum þínum eöa
vinum veröi misþyrmt, eöa ibúö þín
rænd. um leið og þú bregöur þér bæjar-
leiö.
Nei, hingaö og ekki lengra. Breytiö
hressingarhælinu aftur í fangelsL
Sviptiö fangana lúxusnum og látiö
refsinguna vega þaö þungt aö þessir
menn hugsi til fangelsisins með skelf-
ingu — ekki glotti.
Sá sem margoft hefur reynst óhæfur
til þess aö búa i samfélagi manna,
vegna miskunnarleysis síns, hefur
fyrírgert rétti sínum til samúðar og
þeirrar virðingar sem heiöarlegum
mönnum ber.
Litla-Hraun er lú xus-hr essing arstöð
glæpamanna — á kostnað ykkar skatt-
borgaranna. Þar fer lífið fram í af-
slöppun og vímugjafagleöskap.
öska nafnleyndar af augljósum á-
stæöum. Eg þekki nefnilega þessa
menn og þeirra hugsunarhátt.
Lesandabréf fyrrverandi fanga birtistÍDVmánudaginn22. þ.m.
Vegna bréfs um fangamál:
„HVAÐ GERIR MG
SVO HELVÍTI
HEKMRLEGAN!”
— lúaleg niðumíðsla á hlut fanga
Jón Viðar, 5103—5631, skrifar frá
LitlaHrauni:
Ég vil svara fyrrverandi fanga,
sem skrifaði í lesendadálk DV 22.
nóv. sl., nokkrum vel völdum orðum.
Þú, fyrrverandi fangi, sem þaö
bréf skrifaðir, ég er einmitt sá sem
skrifaöi lesandabréfið 4. nóv. Og ég
get ekki á mér setið að svara þér.
Annaðhvort eru mörg ár liðin
síðan þú varst hér eða þú gefur
villandi upplýsingar viljandi. Þú
lýsir einum degi, i stórum dráttum,
hér á staðnum.
Húsaskipan héma er þannig að í
stærsta húsinu em um 45 klefar.
Síðan er hér nýbygging sem er ein-
angmð f rá aðalbyggingunni. Þar em
10 klefar. I þeirri byggingu er refsi-
álma sem notuö er ef fangar brjóta
af sér í aðalbyggingunni.
Hér á staðnum er síðan hellu-
steypa og holsteinagerð sem fangar
vinna við. Bara viö þetta vinna allt
að 15 menn. Þú minntist ekki á þetta
og fannst mér þú sleppa þar þýðing-
armiklu atriði úr lýsingu þinni.
Hér geta menn, sem hafa áhuga á
því að læra eitthvað, fariö í skóla. Sá
er hér á svæðinu og em 6 fangar við
nám í honum. 1 einangmnarálmunni
era 4—6 fangar af mismunandi
ástæðum, t.d. andlegir sjúklingar
semsamlagast ekki fjöldanum.
Það er einmitt í þeirri álmu sem
menn vinna við umslagagerð fyrir
röntgenmy ndir sjúkrahúsanna.
Lúaleg niðurníðsla
Eg skal viðurkenna aö vinna
mætti vera meiri héma en tæplega er
hægt að ásaka fanga fyrir það.
Staðurinn býður ekki upp á meira en
þessa heföbundnu vinnu.
Að skrifum þínum lesnum verð ég
að segja, vinur sæll, að ég geri mér
ekki grein fyrir hvað það er sem
fyrir þér vakir með þessari lúalegu
niðurníðslu á hlut fanga. Þú talar um
aö allan þann tíma, sem þú varst
hér, hafir þú aðeins heyrt einn mann
iörast gjörða sinna. 1 dag er ég hér
og heyri þaö hjá fleiri en einum og
fleiri en tveim.
Mennimir, sem þennan stað gista,
eiga við vímugjafavandamál að
stríða í miklum meirihluta. Nú á
síðustu ámm hefur verið mikil hreyf-
ing til bóta í þessum efnum . Ég
reikna ekki með að mér og fleirum,
sem eiga við svona vandamál að
stríða , verði til mikillar hjálpar að
þyngja refsinguna við þeim af-
brotum er við frömdum undir áhrif-
um þessara vímugjafa.
Lausnin er ekki fólgin í því að
herða refsinguna og láta okkur líða
verr. Ég held miklu fremur að það
eigi að örva menn til þess aö horfast í
augu við vandamál sín, reyna að fá
þá til þess að breyta stefnu sinni á
meðan þeir eru hér. Þeir sem ná því
að snúa við blaði á meðan þeir dvelja
hér eru gangandi dæmi um að það er
til leið út úr þessum ógöngum. Það er
til von.
Þeir sem bjargast
vekja aðra til
umhugsunar
Og hinir taka eftir þeim mönnum
sem b jargast og þaö vekur þá til um-
hugsunar: Þamasékannskileiðsem
alla vega mætti reyna.
Við þig, borgari, sem lést þetta
bréf, við þig vil ég segja: Ég fullyrði
að líkamsræktarsalurinn hér er ekki
notaður með það fyrir augum að efla
sig til þess aö berja niður ellilífeyris-
þega og ræna þá. Ég segi þér það líka
að hér heyrir maður fanga ekki
raupa af afbrotum sínum, nema þá
kannski með örfáum undantekning-
um. Þeir menn sem talaö er um sem
ruddalega morðingja talaaldreium
slíkt.
Höfundur fyrmefnds lesanda-
bréfs talar um það, sem ég og Hall-
dór Fannar höfum skrifað um mál-
stað fanga, „lygaþvælu glæpa-
mannsins”. Hver sem er getur
gengið úr skugga um aö það sem við
höfum sagt um þessi miál er engin
lygaþvæla. Við getum staðið við
hvertorðaf því.
Ógeðfelldar lýsingar
Áðumefndur fyrrverandi fangi
lýsir sunnudögum hér á mjög ógeð-
felldan hátt, semtilhleypingadögum.
Hann á þá við þegar unnustur og
eiginkonur fá að heimsækja ástvini
sína. Höfundur bréfsins þarf lika að
ata þetta auri með því að hafa þessi
orð um samband kyn janna.
Að lokum ætla ég að segja að ég,
þótt fangi sé, myndi aldrei voga mér
að skrifa slíkt lesandabréf alþjóö til
aflestrar — og hafa svo ekki kjark til
þess að standa við aurburðinn með
nafni.
Það lýsir ekki miklum dréngskap
að koma svona aftan að samföngum
sínum. I bréfinu segir að sá sem
margoft hafi reynst óhæfur til þess
að búa í samfélagi manna, vegna
miskunnarleysis síns, hafi fyrirgert
rétti sínum til samúðar og þeirrar
virðingar sem heiðarlegum mönnum
ber. Og nú beini ég enn orðum
mínum til höfundar bréfsins:
Samkvæmt þínum hugsunarhætti
spyr ég nú þig : Hvað gerir þig svo hel-
víti heiðarlegan, fyrrverandi tukt-
húsliminn, að þú hafir efni á að
standa í slíku skítkasti? Svo skajtu
skrifa meira, ég bíð.