Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 26
26 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. HERBERGI Aburöarverksmiöja ríkisins ætlar aö taka á leigu herbergi með húsgögnum og aðgangi að baði fyrir erlendan starfs-1 mann. Leigutuninn yrði um þrír mánuðir frá 15. janúar 1983. Tilboö sendist skrifstofu Aburðarverksmiöjunnar í Gufunesi fyrir 14. desember 1982. Áburðarverksmiðja ríkisins. ÚRVAL AF JÓLAFATNAÐI Á BÖRN OG UNGLINGA Matrósaföt og kjólar, Aðmírálsföt, Peysur, 1—16, síðar buxur Drengjaskyrtur, pils og blússur. Glæsibæ, Álflieimum 74. Sími 33830. FÓSTRUR Halnarfjöröur . Viljum ráða fóstru í hálfsdagsstarf eftir hádegi að leik- skólanum við Norðurvang í Hafnarfirði. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa, sbr. 16. grein laga nr. 27 1970. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður; Oddfríður Steindórsdóttir, í síma 53484. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Gönguskíðamenn NÝKOMIÐ GÖNGUSKÍÐASTAFIR POSTSENDUM * _____ ^ § ITII MC Glæsibæ- B m LmtB Sími82922. Sími 27022 Þverholti 11 Oska eftir skrifstofuhúsnæði í miöbæ Reykja- víkur, æskileg stærð ca 20—50 ferm. Uppl. ísíma 54731. Glæsilegt skrifstofuhúsnæði til leigu í miöbænum. Góö leiga. Uppl. í síma 36141. Versiunarhúsnæöi óskast. Rótgrtíin verslun óskar eftir verslunar- húsnæöi, ca 40—60 ferm frá og meö næstu áramótum, helst viö Laugaveg- inn eöa í stórri verslunarsamstæðu. Vinsamlega hringiö í síma 18200 eöa 43291 á kvöldin. Ca 100 ferm geymsluhúsnæði óskast strax til leigu. Þarf aö vera upphitaö og meö góöri aö- keyrsluaðstöðu. Uppl. sendist DV ásamt leiguskilmálum fyrir 5. des. nk. merkt „Lagerhúsnæöi 836”. Atvinna í boði Sölufólk óskast, ekki yngra en 14 ára, góðir tekjumögu- leikar. Uppl. í sima 79147 í kvöld og næstu kvöld. Eba, Þor. Kona vön leöurfatasaum óskast. Uppl. í símum 21754 og 21785 milli kl. 18 og 20. Hrafnista. Stúlkur óskast í borösal Hrafnistu, Reykjavík. Uppl. hjá brytanum í síma 35133 og 43008. Atvinna óskast 27 ára gamall maöur óskar eftir framtíðarvinnu strax, allt kemur til greina. Uppl. í síma 45580. Verslunareigendur ath. Tvær stúlkur yfir tvítugu, vanar afgreiöslustörfum, óska eftir atvinnu í jólamánuðinum, geta báöar hafið störf strax. Vinsamlega hringið í síma 18895. 30 ára maður óskar eftir vinnu, margt kemur til greina. Uppl. í síma 35368. Sá sem getur útvegað reglusömum, áreiöanlegum 51 árs manni gott og traust starf sem krefst ekki sérmenntunar (má vera utan venjulegs vinnutíma) getur fengiö lánaö 80 þús. kr. vaxtalaust en verö- tryggt í 1 ár gegn góöri tryggingu. Handbært í janúar. Tilboö merkt „M- 539” fyrir þriöjudagskvöld 7. des. 22 ára karlmaöur óskar eftir atvinnu, flest kemur til greina. Uppl. í síma 75414. 24 ára gamall maður óskar eftir vinnu, helst viö útkeyrslu, en annaö kemur til greina. Uppl. í sima 84849 og 51480. Skemmtanir Diskótekið Dolly: Fjögurra ára reynsla (5 starfsár) í dansleikjastjórn um allt land fyrir alla aldurshópa segir ekki svo lítiö. Sláiö á þráöinn og viö munum veita allar upplýsingar um hvernig einkasam- kvæmiö, árshátíöin, skólaballið og allir aðrir dansleikir geta oröiö eins og dans á rósum frá byrjun til enda. Diskótekiö Dolly, sími 46666. Lúdó og Stefán í fullu fjöri. Músík í einkasamkvæmi. Vanir menn meö allt á hreinu. Stefán s. 71189, Elfar s. 53607, Arthur s. 37636 og Márs. 76186. Diskótekið Devó. Tökum aö okkur hljómflutning fyrir alla aldurshópa, góö reynsla og þekk- ing. Veitum allar frekari upplýsingar í síma 42056 milli kl. 18 og 20. Plötutekið Devó. Diskótekið Donna. Hvemig væri að hefja árshátíöina, skólaböllin, unglingadansleikina og allar aörar skemmtanir meö hressu diskóteki, sem heldur uppi stuöi frá upphafi til enda? Höfum fullkomn- ansta ljósashow ef þess er óskaö. Sam- kvæmisleikjastjórn, fullkomin hljóm- tæki, plötusnúðar sem svíkja engan. Hvernig væri að slá á þráðinn? Uppl. og pantanir í síma 43295 og 40338 á kvöldin en á daginn 74100. Góöa skemmtun. Diskótekið Disa. Jólatrésskemmtanir og áramótadans- leikir. Jólasveinarnir á okkar snær- um kæta alla krakka. Viö stjórnum söng og dansi kringum jólatréö og frjálsum dansi dálitla stund á eftir. Margra ára jákvæö reynsla. Aramóta- gleöin bregst ekki í okkar höndum. Muniö aö leita tilboöa tímanlega. Dansstjórn á árshátíðum og þorrablót- um er ein af okkar sérgreinum. Þaö vita allir. Dísa, sími 50513. Fáks- og Harðarunglingar ath. Haldið veröur sameiginlegt diskótek Fáks og Haröar fyrir unglinga 13—16 ára föstudaginn 3. des. kl. 20 í Brúar- landi Mosfellssveit. Hverjum félaga er heimilt aö taka meö sér einn gest. Verö kr. 50 diskótekiö Donna. Rútuferöir frá Fáksheimiíinu kl. 19.30 og kostar 40 kr. báöar leiðir. Unglinganefnd. Samkvæmisdiskótekið Taktur hefur upp á aö bjóöa vandaöa danstón- list fyrir alla aldurshópa og öll tilefni, einnig mjög svo rómaöa dinnermúsík sem bragöbætir hverja góöa máltíö. Stjórnun og kynningar í höndum Krist- ins Richardssonar. Taktúr fyrir alla. Bókanir í síma 43542. Hreingerningar Teppa- og húsgagnahreinsun Reykjavíkur. Gerum hreint í hólf og gólf, svo sem íbúðir, stigaganga, fyrir- tæki og brunastaði. Veitum einnig viðtöku teppum og mottum til hreinsunar. Móttaka á Lindargötu 15. Margra ára þjónusta og reynsla trygg- ir vandaða vinnu. Uppl. í síma 23540 og 54452. Jón. Hólmbræður. Hreingemingastööin á 30 ára starfs- afmæli um þessar mundir. Nú sem fyrr kappkostum viö aö nýta alla þá tækni sem völ er á hverju sinni viö starfiö. Höfum nýjustu og fullkomn- ustu vélar til teppa- og húsgagna- hreinsunar. Öflugar vatnssugur á teppi sem hafa blotnaö. Símar okkar eru 19017, 77992, 73143 og 53846. Olafur Hólm. Þrif, hreingerningar, teppahreinsun. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnunum, einnig teppahreinsun meö nýrri djúp- hreinsivél sem hreinsar meö góðum árangri, sérstaklega góö fyrir ullar- teppi. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í síma 33049 og 85086. Haukur og Guðmundur Vignir. Gólfteppahreinsun. Tek aö mér gólfteppahreinsun á íbúö- um, stigagöngum og skrifstofum. Er meö nýja og mjög fullkomna djúp- hreinsivél sem hreinsar meö mjög góöum árangri. Einnig öfluga vatns- sugu á teppi sem hafa blotnað. Góö og vönduð vinna. Sími 39784. Góifteppahreinsun—hreingerningar. •Hreinsum teppi og húsgögn í íbúöum og stofnunum meö háþrýstitæki og sogafli. Erum einnig meö sérstakar vélar á ullarteppi. Gefum 2 kr. afslátt á ferm í tómu húsnæöi. Erna og Þorsteinn sími 20888. Teppahreinsun. Djúphreinsisuga. Hreinsum teppi í íbúðum, fyrirtækjum og á stigagöng- um. Símar 46120 og 75024. Teppahreinsun og hreingerningar Tökum aö okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsum meö nýrri djúp- hreinsivél. Vönduð og góö þjónusta. Hreingerningar. Sími 37847. Hreingerningaþjónusta Stefáns og Þorsteins tekur aö sér hreingerningar, teppahreinsun og gólfhreinsun á einkahúsnæöi, fyrir- tækjum og stofnunum. Haldgóö þekking á meðferð efna ásamt margra ára starfsreynslu tryggir vandaða vinnu. Símar 11595 og 28997. Þrif, hreingemingaþjónusta. Tek aö mér hreingerningar og gólfteppahreinsun á íbúöum, stigagöngum og fleiru. Er meö nýja djúphreinsivél fyrir teppin og þurrhreinsun fyrir ullarteppi ef meö þarf, einnig húsgagnahreinsun. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. hjá Bjarna í síma 77035. Hreingerningarfélagið Hólmbræöur. Unniö á öllu Stór- Reykjavikursvæðinu fyrir sama verð. Margra ára örugg þjónusta, einnig teppa- og húsgagnahreinsun með nýjum vélum. Sími 50774, 51372 og 30499. Teppahreinsun. Hreinsa allar geröir af gólfteppum. Sanngjarnt verö, vönduö vinna. Sími 71574, Birgir. Teppahreinsunin Lóin auglýsir hreinsun á gólfteppum fyrir jólin meö fullkomnum tækjum og efnum. Tekiö á móti pöntunum í símum 39719 og 26943. Tapað -fundið Gullúrmcðmjórri spöng (Luzerm) tapaðist 13. nóv. viö Klúbbinn. Skilvís finnandi hringi í sima 81024. Einkamál Hár og myndarlegur, en frekar hlédrægur, 22 ára maður, óskar eftir kynnum við myndarlega konu, 35—45 ára. Svar sendist DV merkt „Des. 1001” fyrir föstudag, mynd æskileg. Fullum trúnaöi heitiö. Konan sem svaraöi augl. merkt „Gagnkvæmt traust 578” er beðin aö skrifa aftur eöa leiörétta undirskriftina. Svar sendist fyrir 7. des. ’82 merkt þaö sama. Er 19 ára stúlka og óska eftir aö kynnast stúlku á aldrinum 17—21 meö náin kynni í huga. Ath. mynd verður aö fylgja. Algjörum trúnaöi heitiö. Tilboö sendist DV merkt „Trúnaður 556”. Halló stúlkur. 36 ára karlmaður (giftur) óskar eftir að kynnast stúlku helst giftri meö til- breytingu í huga. Einhver fjárhagsaö- stoö kemur til greina. 100% þag- mælska. Svar merkt „Gagnkvæmt traust 540” sendist DV fyrir 7. des. ’82. Oska að kynnast stúlku gegn fjárhagsaöstoö, 19—30 ára. Tilboð sendist til DV merkt „6X6”. 100% þagmælsku heitið. Spámenn Spái í spil og bolla. Timapantanir í síma 34557. Tilkynningar Samhygö. Kynningarfundur hjá félaginu Sam- hygö veröur í Ármúla 36 miövikudag- innl.des. kl. 20.30. Barnagæsla Eg er 15 ára. Oska eftir aö passa börn á kvöldin og um helgar (helst föst kvöld). Uppl. í síma 76177.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.