Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. Andlát Anna Skæringsdóttir lést 21. nóv. Hún var fædd 17. júní 1919 aö Rauðafelli undir Austur-Eyjafjöllum í Rangár- vallasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Skæringur Sigurðsson og Kristín Amundadóttir. Anna vann mestan hluta ævi sinnar við störf á sumastofu. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dagkl. 13.30. Guðbjörg Eiríksdóttir er laun. Hun fæddist á Eyrarbakka 20. desember 1903. Foreldrar hennar voru Eiríkur Pálsson og Guöbjörg Guömundsdóttir. Guöbjörg giftist Eiríki Snjólfssyni en hann lést árið 1972. Þau eignuðust 3 syni en misstu einn þeirra nýfæddan. Utför Guðbjargar veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Steingrimur Hreinn Aöalsteinsson hafnarvörður, Víðigrund 16 Sauðár- króki, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.30. Sigrún Pétursdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. desemberkl. 10.30. Marinó Arason, Lindargötu 21, verður jarösunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 13.30. Jarösett verður í Gufuneskirkjugarði. Kveðjuathöfn um Kristjönu Bjarna- dóttur frá Stakkhamri verður í Stykkishólmskirkju föstudaginn 3. desember kl. 14. Utförin verður frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 4. desember kl. 14. Ferð verður frá Umferöarmiöstööinni að morgni sama dagskl.8.30. Guðmundur Birgir Valdimarsson rennismiöur, Leifsgötu 11, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. des. kl. 13.30. Tilkynningar Karlakórinn Geysir í Akureyrarkirkju Karlakórinn Geysir, Akureyri, heldur upp á sextíu ára afmæli sitt meö samsöng í Akur- OPID PAGLEGA KL. 9 önnumst allar tegundir af innrömmun Fjölbreytt úrval af rammaefni. Fljót og góð afgreiðsla. Tilbúnir ólrammar Smellurammar Blindrammar eyrarkirkju dagana 2. og 3. desember nk. Samkvæmt gjöröarbókum kórsins var formlegur stofnfundur haldinn 20. október 1922. A fundi tveimur dögum síöar voru lög kórsins samþykkt og rita 25 menn nöfn sín þar undir. Fyrstu stjórn skipuöu Einar J. Reynis formaöur, Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni og Þorsteinn Thorlacius. Kórinn kom fyrst fram opinberlega 1. desember 1922 og hefur sá dagur alla tíö síöan veriö skoöaöur sem afmælisdagur kórsins. Sína fyrstu söngskemmtun hélt kórinn 16. desember 1922 og um voriö 1923 var fariö í fyrstu söngför kórsins en þá var fariö meö skipi til Húsavíkur. Þaö sama vor fóru kór- félagar ríöandi til Mööruvalla í Hörgárdal og héldu þar söngsskemmtun. Kórinn hefur einnig fariö í söngferöir til út- landa. Til Noregs var fariö 1952, til Englands 1971 og til ltalíu 1974. Auk þess sem hér hefur veriö getiö, hefur kórinn haldiö söng- skemmtanir víös vegar um landiö. Fyrsti söngstjóri Geysis og ein aöaldrif- fjöörin í starfi kórsins var Ingimundur Arna- son en hann stjórnaöi kórnum frá stofnun og allt til ársins 1955 aö einu ári, 1925, undan- skildu en þá stjórnaöi Benedikt Elfar. Síöustu tvö árin hefur Ragnar Björnsson verið stjórn- andi. Nú í vetur hefur Siguröur Sigurjónsson aðstoðaö viö stjórn kórsins. I tilefni 60 ára afmælisins veröa haldnir tón- leikar í Akureyrarkirkju dagana 2. og 3 desember nk. Auk þeirra, sem nú syngja í Geysi, munu gamlir Geysisfélagar syngja á þessum tónleikum undir stjórn Arna Ingi- mundarsonar og einnig mun Geysiskvartett- inn koma þar fram en hann vann nýlega til 3ju verölauna í kvartettasöngképpni sem haldin var í Danmörku. Núverandi formaöur kórsins er Reynir Valtýsson. í gærkvöldi í gærkvöldi Skák- og reynsluskóli? Friðrik Ölafsson lofaði hálft í hvoru aö stofna þjálfunarskóla í skák. Það var athyglisverðast við sjónvarpið í gærkvöld. Friörik sagði í þættinum Á hraöbergi að afskipti hans af alþjóðaskáksambandinu FIDE heföu verið „reynsluskóli á mannlega eiginleika”. Friörik sagði aö pólitík en ekki hagsmunir skák- listarmnar réðu ferðinni í FIDE. Friörik á eftir aö uppskera fyrir þann lærdóm sem hann hlaut sem forseti FIDE. Hann mun nýta þann „reynsluskóla”. Skólavist er ekki alltaf ljúf. Mér býður í grun að Friðriki bíði meiri áhrif hér á landi þegar fram líöur. Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar, sat einnig fyrir svörum í þættinum. Hann sagði aö sjálfsögðu að fiskifræðin væru ekki hárnákvæm vísindi. Jón tók fram aö áætlanir fiskifræðinga um hvaö veiða mætti af þorski í ár hefðu byggt á of mikilli „bjartsýni”. Jón líkti fræði sinni og sinna manna við veðurfræöi. En hvenær byggjast veðurspámar á of mikilli bjartsýni? Kannski mætti oröa það svo á tíðum, en bjartsýni sem slík getur veriö hættuleg í veður- og fiskifræði. Ekki geta veöurfræðingar litið fram hjá blikum sem gætu valdið iUviðri tU dæmis á miðum? SUkt gæti kostaö eigna- og manntjón. Þaö er því dálítið skrýtið að tala um „bjart- sýni” í sambandi við slík fræði. Annars gera fiskifræöingar vafa- laust sitt bezta og ekki rétt aö vega að þeim. Hættan er sú, ef fiski- fræðingar eru settir lægra, að hags- munaaðilar sem bara vilja veiöa sem mest muni vaða uppi þjóöinni tU böls. Sjónvarpið virðist byrjaö á röö dýraUfsmynda frá fjarlægum lönd- um. Þá getur maður að minnsta kosti lesið í bók á meðan. Haukur Helgason. Hjálpræðisherinn I kvöld kl. 20.30, fyrsta desember hátíö, kaffi- veitingar og happdrætti. Allir velkomnir. Tökum á móti vel meö förnum fatnaöi næstu daga. Hallgrímskirkja Náttsöngur verður í kvöld, miðvikudag, kl. 22. Michael Shelton og Helga Ingólfsdóttir leika sónötu eftir J.C. Bach á fiðlu og semball. Frá Listasafni íslands Listasafn fslands hefur undanfarin tuttugu ár gefiö út árlega eftirprentanir af verkum ís- Jenskra myndhstarmanna. Nú eru nýkomin út sex litprentuö kort á tvö- faldan kartonpappir, af eftirtöldum verkum: Hengillinn, 1932, eftir Brynjólf Þóröarson, Fiskibátur, 1958, eftir Gunnlaug Scheving, Gluggar, 1975, eftir Hörð Agústsson, Súlur, 1919, eftir Jón Þorleifsson, Morgunn i Stykkishómi, 1947, eftir Jón Þorleifsson, I vinnustofunni, 1950, eftir Valtý Pétursson. Einnig hafa veriö gefin út þrjú ný litprentuö póstkort. Og skorið og skor, 1976, eftir Sigurð Örlygs- son, Höfuö horfir í fiörildi II, 1977, eftir Mar- gréti Eliasdóttur, I þokunni III, 1977, eftir ÞórðHali. Kortin eru til sölu í Listasafni Islands ásamt u.þ.b. 40 eldri kortum. Súlur 1929, eftir Jón Þorleifsson. Passíukórinn á Akureyri Passíukórinn á Akureyri er nú aö æfa Petite Messe Solennelle eftir Rossini og mun flytja verkið tvisvar í byrjun desember. Fyrri tón- leikamir verða aö Ydölum í Aöaldal föstudag- inn 3/12 kl. 21.00 og hinir siðari í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 5/12 kl. 21.00. Stjórnandi Passíukórsins er nú sem fyrr Roar Kvam. Flytjendur meö kórnum aö þessu sinni eru allir utan einn búsettir hér fyrir norðan en þeir eru: Signý Sæmundsdóttir sópran, Þuriður Baldursdóttir alt, Viktor Guðlaugs- son tenór, Michael J. Clarke bassi, Paula Parker pianó, Ulrik Olason harmóníum. RAMMA Sjálfsbjargar hús \ MIÐSTOÐIN SIGTÚN 20, 105 REYKJAVÍK. SÍMI 25054. 1. des. ávarp Samtaka herstöðvaandstæðinga Fyrir 64 árum, þann 1. des. 1918, lýstu Islend- ingar yfir fullveldi lands og þjóöar. Hlut- leysisstefna á alþjóöavettvangi var þá stór þáttur fullveldishugsjónarinnar. Oháöir, her- lausir og frjálsir mótuöu Islendingar afstööu sína til heimsmálanna hvarvetna virtir sem friöarins menn í höröum heimi. Meö fráhvarfi frá hlutleysisstefnunni viö inngönguna í NATO og með herverndarsamningnum viö Bandarikin var snúiö baki viö hinum gömlu friðarviöhorfum hlutleysisins og því fullveldi sem þaö tryggði. Samtök herstöövaandstæöinga heita á alla stuöningsmenn sína og alla íslenska friöar- sinna aö herða róöurinn gegn vígbúnaöar- öflunum. Það veröur aö knýja íslensk stjórn- völd til endurmats á hermálastefnu landsins og til stefnubreytingar í friðar- og af- vopnunarmálum. Hverfum frá helstefnu — snúum til lífs- stefnu. Samtök herstöðvaandstæöinga Kvikmyndir Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise Nú, þegar 7du Frönsku kvikmyndavikunni er lokiö, tekur kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise aftur til starfa. Næsta mynd okkar er hin fræga mynd Francois Truffaut: Skjótiö píanóleikarann („Tirez sur le pianiste”). Mynd þessi var gerö áriö 1960 og er önnur langa mynd höfundar, 400 coups. Skjótið píanóleikarann er glæsileg skop- stæling á lögreglumynd, verk sem hefur verið flokkað sem „kímilegur harmleikur” („húrmoristísk tragedía”) og er talið frum- legasta verk „nouvelle vague” tímabilsins. Hlutverk pianóleikarans er i höndum Charles Aznavour, hins fræga söngvara og leikara, sem i þessari mynd sýnir besta leiktúlkun kvikmyndaferils síns. Skjótiö píanóleikarann verður sýnd miðvikudaginn 1. desember og fimmtudaginn 2. desember kl. 20.30 í Regnboganum (sal E, annarri hæö). Hægt er aö kaupa félagaskir- teini Alliance Francaise við innganginn frá kl. 20.00. Viö minnum á aö allar myndir okkar eru meö enskum skýringartexta. Nánari upplýsingar í síma 23870 eöa 17621/22. Tónleikar í Bústaðakirkju I kvöld, miövikudagskvöldiö 1. des., heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar tón- leika í Bústaðakirkju. Á þessum tónleikum koma fram Hljómsveit Tónskólans og Tón- skólakórinn ásamt einleikurunum Gunnari Gunnarssyni flautuleikara og Sigrúnu V. Gestsdóttur söngkonu sem bæði eru kennarar við Tónskólann. Hljómsveit Tónskólans og Tónskólakórinn hafa starfaö í núverandi mynd frá árinu 1976 og staðið fyrir f jölda tón- leika bæöi í Reykjavik og út um land. A tónleikunum í kvöld eru tvö aðalverk, Hljómsveitarsvíta nr. 2 í h-moll eftir J.S. Bach þar sem Gunnar Gunnarsson leikur einleik og Mótettan „Exsultate Jubiiate” eftir W.A. Mozart þar sem Sigrún V. GéStsdóttir fer meö einsöngshlutverkið. Auk þess syngur Tónskólakórinn nokkur lög innlend og erlend þar á meðal tvö gömul islensk þjóðlög sem ekki hafa heyrst áöur á tónleikum. Stjórnandi á tónleikunum er Sigursveinn Magnússon. Tónleikarnir verða eins og áöur sagði i Bústaðakirkju í kvöld og hefjast kl. 20.30. Allir eru velkomnir á tónleikana. 70 ára er í dag, 1. desember, Bjami Jörandsson, skipstjóri frá Bíldudal, Gnoöarvogi 60 hér í Rvík. Hann er aö Kvenfélag Lágafellssóknar heldur fund í Hlégarði mánudaginn 6. des. nk. Fundurinn hefst með boröhaldi kl. 19.30. Séra Birgir Ásgeirsson flytur hugvekju og síðan verður tískusýning. Tilkynniö þátttöku í síma 66486 og 66602._ Samtökin '78, félag lesbía og homma á íslandi Efni: Mótmælastööur vegna misréttis i garö lesbia og homma á íslandi. I dag, fullveldisdaginn 1. desember, veröur efnt til mótmælaaögerða í Reykjavík, Osló og Stokkhólmi vegna misréttis í garö lesbía og homma á Islandi. Mótmælastaða hefst á Áusturvelli viö Álþingishúsiö klukkan 13.45 og aö Skúlagötu 4 klukkan 14.45. Forseta Alþingis og útvarps- stjóra veröur afhent ályktun, annars vegar að Alþingi og ríkisstjórn taki til greina ályktun þingmannafundar Evrópuráösins um afnám misréttis í garð lesbía og homma, og hins vegar aö Ríkisútvarpið falli frá ákvöröun sinni um aö ekki skuli leyft aö miöla upplýs- ingum til lesbia og homma meö útvarps- auglýsingum. I Osló og Stokkhómi verður mótmælastaöa við sendiráö tslands og ályktanir verða afhentar. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundurinn sem átti aö vera fimmtudaginn 2. desember fellur niöur en jólafundurinn veröur haldinn í félagsheimilinu fimmtudag- inn 9. desember kl. 20.30. Málfreyjudeildin Björkin heldur fund aö Hótel Heklu miðvikudaginn 1. desember kl. 20.30. Gestir velkomnir. Dýrahald Köttur tapaðist 4 mánaöa gamall kettlingur, bröndóttur með hvítt trýni upp undir augu og hvíta bringu, bogna rófu tapaðist frá Heiöargerði 24. Hann er ómerktur. Finnandi vinsamlegast hringi I síma 37992. Kötturinn Lýrikur er týndur! Hann er svartur á baki, hvítur á bringu og snoppu. Auökenni: hárlítill um miðja rófu vegna aðgerðar. Lýríkur tapaðist úr Hliða- hverfi í fyrri mánuði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 22692. .........!" Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur kökubasar aö Noröurbrún 1 laugar- daginn 4. desember kl. 13.30. Vonast er til að velunnarar kirkjunnar gefi og komi þeim frá- kl. 11 á laugardagsmorgun. Á sunnudaginn 5. des. veröur aðventustund eftir messu kl. 14 með upplestri og hljóðfæraleik, kaffiveiting- ar. Basar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni Basarinn verður í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 1. hæö helgina 4. og 5. desember kl. 14.00 báða dagana. Velunnarar félagsins er ætla að gefa muni eöa kökur á basarinn geta komiö þeim á skrifstofu félagsins Hátúni 12 eöa i félagsheimilið föstudagskvöld eöa fyrir hádegi laugardag. Kvenfélag Óháða safnaðarins Basarinn veröur nk. laugardag kl. 14.00 í Kirkjubæ. Félagskonur og velunnarar safnaðarins eru góðfúslega beöin að koma gjöfum á föstudag frá kl. 16—19 og á laugar- dag frákl. 10—12. Spilakvöld Félagsvist FR félagar athugiö. Muniö eftir félagsvistinni aö Seljabraut 54, 2. des. kl. 20.30. Mætum öU. Skemmtinefnd D: 4. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík minnir á spila- og skemmtifund félagsins laugardaginn 4. desember kl. 20.30 í Domus Medica. TÖ Bridge Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Þegar spilaðar hafa veriö 10 umferöir af 13 sveitakeppni félagsins er staða efstu sveit eftirfarandi: 1. Áðalsteinn Jörgensen 2. Sævar Magnússon 3. KristóferMagnússon 4. JónGislason 167 stig. 163 stig. 143 stig. 140 stig. Næstu tvær umferðir verða spilaöar nk. mánudagskvöld stundvíslega kl. 19.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.