Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Side 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Flámælið getur borgað sig: Fegurðarskynið réð úrslitum Þaö er fleira en vinningsvonin sem teygir menn til aö spila í knattspyrnu- getraunum. Urslitin ráðast á knatt- spyrnuvöllunum í Bretlandi og sú viku- lega stórstyrjöld er út af fyrir sig heill- andi og skemmtileg, en mest fyrir þá sem bíöa í ofvæni eftir flautunni og örlagaþrungnum upplestri Bjama Felixsonar í sjónvarpinu á laugar- dögum. Það era margar leiöir til þess að vinna, og hver um sig býr yfir sérstök- um töfrum. Edda Ólafsdóttir varö sér úti um svonefnd imbaspjald fyrir nokkrum vikum og það aflaði henni 100.000 króna í fyrsta skipti. Sumir nota tcning, aðrir kasta upp krónu, einn veit ég um sem settist inn á Hressó og lét umferðina fyrir utan gluggann skipta sköpum: hann fór að þannig að hann setti heimasigur fyrir hvera karlmann sem framhjá honum gekk, útisigur fyrir konu og jafntefli fyrir yngissvein eða meyju. Þetta var hann að dunda við meðan hann sötraði kaffið og degi síðar varð hann 80.000 krónum ríkari. Nokkrar góðar konur austur á Fjörðum áttu hvorki imbaspjald né tening, en þær sættust á að fara eftir því hve fagurlega nöfn liðanna hljóm- uðu í eyrum. Þeim fannst til dæmis Aston Villa ólíkt fegurra en Wolver- hampton, Swansea laglegra en Stoke, og það er óþarfi að hafa um þetta fleiri orð: hin austfirska orðvísi lét ekki að sér hæða og þær hrepptu pottinn í heilu líki. Fegurðarskynið kom þeim í góðar þarfir og kannski hjálpaði flámælið eilítið upp á! En svo eru þeir sem ekki vilja láta auðnu ráða um hagi sína. Þaö eru mennimir sem fylgjast grannt með öllum úrslitum á Old Trafford, Anfield Road, Whitehart Lane og Stamford Bridge; þeir vita upp á hár hverjir eru miður sín í framlínunni og hverjir eru til alls liklegir. Þeir kunna skil á úrslit- um leikja mörg undanfarin ár og lesa úr þeim heilladrjúga tölvísi sem að haldi kemur þegar þeir fylla út hvítu seðlana. Þetta eru mennimir sem einlægt eru að reyna að snuða örlögin 3g stundum hafa þeir erindi sem erfiöi þótt hitt sé algengara aö eitthvaö fari úrskeiðis sem kollvarpar tvö þúsund raða spilaborginni; kannski bregst Keegan bogalistin, Steve Moran skrik- arfóturinniá vítateignum, PaulGodd- ard er ekki í essinu sínu og svo fram- vegis. Gyðja spilamennskunnar er duttlungafull og stríöin, en það er þó bót í máli að hún sér vinum sínum allt- af fyrir afsökunum. Edda Ólafsdóttir var orðin leið é að tiggja yfir stöðu iiðanna. Hún varð sór úti um svonefnt „imbaspjald", með litium málmkúlum sem hrökkva i holur og ákveða röðina fyrir eigandann. Spjaldið aflaði henni 101.000 króna i fyrsta skipti, enda vill Edda ekki með neinu móti kalla það „imbaspjald". Vann 101.000 krónur á imbaspjald „Eg fékk 12 rétta í fyrsta skipti sem ég notaði kúlurnar og vann 101.000 krónur. Eg hef notað þær síðan en ekki komist hærra en í 8 rétta. Mér finnst þetta afar þægileg aðferð, skriffinnskan er sú sama en ég er miklu fljótari að fylla út miðana, því að annars er ég svo gjörn að velta fyrir mér stöðu lið- anna og það tekur sinn tíma. En ég vil ekki kalla þetta „imbaspjöld” eins og þú eflaust skilur! ” — Notarðu kúlumar líka þegar þú útfyllir gula seðla meö tryggðum leikjum? „Nei, þá brýt ég heilann um stööuna. Ég tippa á 3 hvíta seðla, samtals 30 raðir, og 3 gula, samtals 48 raðir. Við hjónin höfum verið með í getraununum síöan þær byrjuðu, en þó ekki stööugt. Það er svo skrítið að ég fékk smávinning tveimur vikum áður en ég setti í þann stóra; það voru 231 króna og ég var alveg himinlifandi því að þaö er alltaf svo gaman að vinna. Nú, svo kom sá stóri, og strax helgina þar á eftir fékk ég aftur vinning, 425 krónur á 10 rétta. Þetta komsvona í lotu.” — Ertu búin að lyfta þér eitthvað upp fy rir vinninginn? „Já, við erum svo til nýkomin úr ferðalagi til London. Eg bauð manninum mínum og krökkunum tveimur í 6 daga ferð, og það kostaði 60.000 krónur. En ég á samt 40.000 eftir!” Það var uppgripastemmning hjá Fram síðastliðinn laugardag og eftirtekjan vœnni en nokkum hafði þorað að dreyma um. Fyrir miðju, undir Fram-fánanum hœgra megin, situr Sigurður Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Fram, og hægra megin við hann er Albert S. Guðmundsson. Á myndinni miðri situr Jóhannes Atlason landsliðseinvaldur. Það er handagangur i öskjunni hjá iþróttafólögunum á laugardögum þegar sölumennirnir skila af sér. Knattspyrnugetraunirnar færa þeim drjúgar tekjur og ekki er vanþörf á eftir hallarekstur sumarsins. Innst við gluggann situr Stefán Haraldsson og nær okkur Birgir Guðjónsson, sölustjórar KR, en yfir þeim stend- ur Ellert B. Schram, formaður KSÍ, og lyftist á honum brúnin eftir því sem liður á talninguna. „Elsku mamma, komdu og gefðu mér kaffi", göluðu gárungarnir en Hörður Felixson hló dátt og lét ekki ungviðið ögra sér. Það er glatt á hjalla meðan uppgjörið stendur yfir, enska knattspyrnan i imbakassan- um og Hörður Felixson og önnur stórstirni frá liðinni tið reiða fram rjúkandi kaffi og vinarbrauð með. „Láttu það koma fram að allir gamlir KR-ingar séu velkomnir í veisluna," sagði nafni hans Sófusson, til hægri á myndinni, og bætti á könnuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.