Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Qupperneq 2
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982. JÓLAGETRAUN DV - V. HLUTI Framlengd jól - Fáum okkur te og reynum að halda áttum. Hafið þið aldrei hugleitt hversu skammarlega stutt jólin standa yfir. Alvara lífsins tekur við meðan maður liggur enn á meltunni. Þeir yngri horfa sorgmæddir á öll nýju leik- föngin sem svo gjarna hafa brotnað. Og þeir eldri horfa fram á vinnu og aftur vinnu strax og hátiðunum líkur. Með þvi að taka þátt i jólagetraun D V geta allir framlengt jóHn. Hugsið ykkur að eiga möguleika á jólagjöf, aukalega, milli jóla og nýárs. Takið þátt i jólagetrauninni og vonið hið besta. Bjartsýni er dyggð. Jólasveinninn er í stökustu vandræðum. Hann þekkir frúna en man ekki hvar hún býr. Þið skuluð muna eftir að geyma úr- klippuna. Hvert hefur jólasveinninn á/past nú? Hann er í........................................ Armúla 20 Sími 84630 ARFELL ARFELLSSKILRUM FYRIR JÓL V J ó L A T I L B O Ð á jólatilbodsverdi til 18. deseniber. fíenta á milli veggja eda í op, 190 cm, til 250 a Mismunandi möguleikar J / uppstillingu, hafið samband straxT Sérstaklega gert ráð fyrir innbyggðri raflögn. MALVERKASYNING SÖLUSÝNING TIL JÓLA Gjafavöru markaður Kristalvörur — keramik og fleira. Húsgögn í úrvali — sófasett, bordstofusett og fleira. OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 6. Ármúla 20, Sími 84630. Hið ódýra en umdeilda skip, Einar Benediktsson, hefur verið bundið við bryggju meirihluta ársins vegna ýmissa bilana. DV-mynd. GVA Einar Ben. enn bundinn við bryggju á Tálknafirði: FER VARLA ÚT AFTURFYRREN UM ÁRAMÓT Skuttogarinn Einar Benediktsson, sem miklar deilur uröu út af þegar hann var keyptur til landsins fyrir um fimm og hálfa milljón króna fyrr á þessu ári, liggur enn bundinn við bryggju á Tálknafirði. Otgerðin hefur gengiö hálf brösuglega frá því að skipið fór fyrst út um miðjan maí sl. Hefur það margoft stöðvast vegna bilana, aðallega í spil- um sem keypt voru og sett í skipiö hér á landi. Má búast viö einhverjum málaferlum og skaðabótakröfum út af því. Einar Ben. hefur ekki náð að komast nema í 5 eða 6 heila róðra á árinu, Sá síöasti endaði 20. október sl. en þá var skipiö dregið inn til hafnar á Tálkna- firði meö bilaöa vél. Haföi olíurör gefið sig en þegar inn var komið kom í ljós að krúntappi var ónýtur. Viðgerð hefur tekið mun lengri tíma en áætlaö var, og er ekki reiknað með að skipið komist aftur á veiðar fyrr en um áramót. Verður það þá heldur ekki lengur á undanþágu því tíminn hefur veriö notaðar til aö steypa í botn skips- ins og setja upp öryggishurö sem vantaðiírennuna. -klp- „...enda leggi skattgreiðendur fram silfrið” —segir íséráliti Bjðms Friðfinnssonar um launasjóð myndlistarmanna Nefnd skipuð af menntamálaráð- sjóði rithöfunda hafi verið góð, auk herra, til þess að kanná hvernig hið þess sem hann bendir á að hugmynd- opinbera geti best örvað sjálfstæða in að þessu sé mun eldri en Launa- listsköpun, hefurlagttilaðstofnaður sjóðurinn. Síöan segir hann: ,,I verði Launasjóöur myndlistar- Egilssögu er þess m.a. getiö hvemig manna og telur að sambærilegur skáldiö Egill Skallagrímsson hugðist sjóður, Launasjóður rithöfunda, hafi dreifa silfri sínu meöal þingheims og reynst vel. Samkvæmt frumvarpi, af hverju.Skáldumokkartímahefur sem meirihlutinn leggur fram, skal nú tekist að koma þeirri hugmynd í sjóðurinn fá árlega fjárveitingusem framkvæmd, enda leggi skatt- nemurekki minna en 200 mánaðar- greiðendurframsilfrið.” launum menntaskólakennara á Björnsegiraðlokumísérálitisínu, fyrsta starfsári. að ekki sé opinberra aðgeröa þörf til Einn nefndarmanna, Björn Frið- að örva listsköpun. Myndlistin muni finnsson, skilaöi þó séráliti. Hann best blómgast meðáhuga og beinum segist ekki vera sammála meirihlut- stuöningi ahnennings sem mynd- anum um það að reynslan af Launa- listarmenneinir geti vakið. óbg Stal 70 þúsundum og fór til Chicago Lausráðinn starfsmaöur hjá fyrir- tæki í Hafnarfirði falsaði nýlega ávís- un frá fyrirtækinu að upphæð um s jötíu þúsund krónur. Leysti hann ávísunina út hjá banka á Akureyri og keypti síöan farseðil til Chicago í Bandaríkj- unum. Forsaga þessa máls er sú að starfs- maðurinn, sem var ráðinn til að vinna að sérstöku skammtímaverkefni hjá fyrirtækinu, fór til Akureyrar meö framkvæmdastjóranum vegna sölu- mála. Er þangað var komið fór hann fljótlega í ávísanahefti framkvæmda- stjórans sem geymt var í skjalatösku. Skrifaði hann ávísun aö upphæð um sjötíu þúsund krónur og setti heftið aft- urásinnstaö. Eftir þetta fór hann og leysti ávísun- ina út í Otvegsbankanum á Akureyri, fékk gjaldeyri og varð sér úti um far- seðil tÚ Bandaríkjanna. Áður en hann hélt utan fór hann í fataverslun á Akureyri og klæddi sig upp. Auk þess mun hann hafa farið á vínveitingahús og slegiö um sig með því aö borga veit- ingar fyrir nokkra gesti. Maöurinn kom sér síðan til Keflavík- ur og flaug til Chicago í Bandaríkjun- um. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.