Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Síða 4
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
Stjórnarskrárnefnd leggur fram valkostina:
Atkvæðamisvægi aldrei
minna en 50 af hundraði
Stjórnarskrárnefnd hefur skilaö af
sér endanlegri skýrslu um kjördæma-
máliö sem send hefur veriö til þing-
flokkanna.
Meginmarkmiö nefndarinnar var aö
benda á þá möguleika, viö breytingar
á kjördæmaskipan og kosningafyrir-
komulagi, sem draga myndu úr mis-
vægi atkvæöa eftir búsetu kjósenda og
eins tryggja sem mest jafnræöi milli
einstakra þingflokka.
í skýrslunni er bent á ýmsar leiðir til
aö ná þessum markmiöum. Gera sum-
ar tillagnanna ráö fyrir óbreyttum
fjölda þingmanna en aörar 3 til 9 þing-
manna fjölgun. Samhliöa starfi nefnd-
arinnar hafa formenn þingflokka Sjálf-
stæðisflokks, Alþýöubandalags og
Alþýðuflokks rætt um kostin; og
þykir sýnt aö valin verður su ieió sem
gerir ráö fyrir fjölgun um þrjá þing-
menn.
I skýrslunni kemur fram aö at-
kvæðamisvægi eftir búsetu er nú 4,11 á
móti 1 og er atkvæöið léttvægast í
Reykjaneskjördæmi. Jafngildir eitt at-
kvæöi Vestfiröinga 4,11 atkvæöum á
Reykjanesi. Kemst nefndin aö þeirri
niöurstööu aö meðan stuðst er viö mis-
stór kjördæmi, eins og nú er, geti at-
kvæðamisvægið aldrei oröiö minna en
Hvað verða þeir margir og úr hvaða kjördæmum koma þeir? — um það funda nú formenn þingflokkanna
á grundvelli skýrslu stjórnarskrárnefndar.
Hvað með þennan óskýra þingmann fremst á myndinni? Skyldi þetta vera nýr þingmaður að koma fram
eða einhver sem er að hverfa?
Atvinnuleysið hálft prósent
samt helmingi meira en verið hefur undanfarin ár
Fjöldi skráöra atvinnuieysisdaga
á Islandi i nóvembermánuöi nú er
um 50 prósent meiri en verið hefur aö
meöaltali í sama mánuöi síöustu sjö
ár eöa frá þvi skráning atvinnuleys-
Lsdaga hófst áriö 1975. Alls voru
skráöir 12.129 atvinnuleysisdagar í
mánuöinum sem jafngildir því aö 560
manns hafi verið atvinnulausir ailan
mánuöinn. Það svarar til 0,5 af
hundraöi áætlaös mannafla á vinnu-
markaöi.
I fréttatilkynningu frá vinnumála-
deild félagsmálaráöuneytLsins segir
að skráöum atvinnuleysisdögum
hafi fjölgaö verulega í nóvember,
hvort sem miðað sé viö næsta mánuö
á undan eða sama tíma í fyrra. Mest
sé aukningin á höfuðborgarsvæðinu
annars vegar og Noröurlandi eystra
hins vegar. Á þessum svæðum sé at-
vinnuleysi meðal karla verulega
meira en hjá konun og bendi það til
þess aö hér sé ööru fremur um að
ræöa samdrátt í útivinnu vegna
veðurfars.
Félagsmálaráðuneytiö segir aöat-
vinnuleysisdögum hafi í raun f jölgaö
um 30 þúsund fyrstu ellefu mánuði
ársins eöa um 33 prósent miöað viö
sömu mánuöi 1981. Þessa aukningu á
skráöu atvinnuleysi megi fyrst og
fremst rekja til ástandsins í sjávar-
útvegi og fiskvinnslu, en víöa um
land hafi átt sér staö tímabundnar
stöðvanir veiöa og vinnslu, aðallega
vegna rekstraröröugleika útgeröar-
innar.
Ef litiö er á einstaka staöi má
nefna aö á Olafsfirði voru 69 atvinnu-
lausir allan mánuöinn, aðallega kon-
ur, en þar lá fiskvinnsla aö mestu
niðri. 39 manns voru án vinnu á
Siglufirði, 17 á Sauðárkróki, 11 á
Hvammstanga, 70 á Akureyri og 33 á
Húsavík. Þá vekur athygli aö á
Stöðvarfirði voru 9 atvinnulausir og
15 á Breiðdalsvík. Á höfuöborgar-
svæöinu var atvinnuleysiö sem sam-
svarar því aö 198 manns hafi veriö án
vinnu allan mánuðinn. Er þaö nær
tvöföldun frá mánuðinum á undan.
-KMU.
sem svarar 1,5 á móti 1.
Misvægi milli flokka var viö síðustu
alþingiskosningar um 20% og haföi
Framsóknarflokkurinn fæst atkvæði
aö baki þingmönnum sínum en Alþýðu-
bandalagiö flest. Til að ná fullum jöfn-
uöi heföi þurft aö f jölga um 6 uppbótar-
þingsæti. Var það einróma álit nefnd-
arinnar aö breytt kjördæmaskipan
megi ekki vera lakari en nú er meö til-
liti til jöfnuöar milli flokka, en æskileg-
ast aö meiri jöfnuður næðist.
Hlutverk uppbótarþingsæta viö nú-
verandi skipulag er fyrst og fremst aö
jafna misvægi milli flokka. Sætunum
er skipt þannig að atkvæðatala og hlut-
fallstala ræöur á víxl. Fyrst er valinn
sá frambjóöandi sem ekki hefur náð
kjöri, en hefur mest atkvæðamagn að
baki sér, en síðan sá sem hefur hæst
hlutfall atkvæöa af gildum atkvæðum
síns kjördæmis. Hver flokkur getur þó
ekki fengiö fleiri en eitt þingsæti í
hverju kjördæmi. Væru ákvæöin um
hlutfallstöluna og hámark uppbótar-
þingsæta í kjördæmi á hvern flokk felld
niöur og uppbótarsætum úthlutaö inn-
an hvers flokks einvöröungu eftir at-
kvæöamagni frambjóöenda, þá nýttust
sætin nær óhindrað til jöfnunar at-
kvæðavægis eftir búsetu.
Ef ofangreind regla væri notuö og
þingmönnum hvers kjördæmis fækkaö
um einn, og þeim sætum síöan úthlutaö
sem uppbótarþingsætum, þá mætti viö ,
óbreyttan þingmannafjölda minnka
misvægi atkvæða eftir búsetu úr 4,11
niöur í 2,04 ef miðað er viö úrslit síö-
ustu kosninga. Uppbótarþingmenn
yröu þá 19 í staö 11 eins og nú er og
þeim sætum úthlutaö eingöngu eftir at-
kvæöatölu, nema þriöji uppbótar-
maöur hvers lista komi inn á hlutfalli.
Er þá gert ráö fyrir aö núverandi upp-
bótarmenn teljist til sinna kjördæma.
Ef þingmönnum veröur fjölgaö í 63
en úthlutun uppbótarþingsæta færi eft-
ir fyrrgreindri reglu væri hægt aö ná
misvægi milli flokka niður í 12% í staö
20% einsognúer.
Nefndin hefur ekki enn skilað
skýrslu um breytingar á öörum grein-
um stjórnarskrárinnar en búist er viö
aö því verki verði lokið innan skamms.
ÓEF
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Austurþýskur Hafnarfjarðarbrandari
Hinum ársfjórðungslegu við-
ræðum Munehausen við Svisslend-
inga er lokiö. í útvarpinu á þriðju-
dagskvöld vildi ráðherrann ekkert
segja um niðurstöður, en tönnlaðist á
því sama, að því miður vildi hiö er-
lenda félag ekkert hnika til í afstöðu
sinni. Ekkert fékkst hann þó til þess
að láta uppi um, hverjar heföu verið
kröfur íslendinga í málinu. Þaö er
hins vegar merkilegt, að Þjóöviljinn
er óvenjuþögull um viöræðumar,
það eru engar stríðsfréttir um það,
hvernig Hjörleifur ætli að taka þá
eins og Jón sterki í Skugga-Sveini.
Er enda sannast sagna, að hrakfarir
Hjörleifs í málinu eru með eindæm-
um. Hafa fáir menn verið íslenskum
málstað óþarfari en hann.
Með þessu er vitanlega ekki verið
aö taka undir svissneskan málstaö.
Þvert á móti. Það er aðeins verið að
benda á, að aðgerðir Hjörleifs hafa
engu skilaö. Má í því sambandi
benda á, að dr. Gunnar þurfti ekki að
senda trúnaðarmann sinn til Ástralíu
að kaupa þarlend Hagtíðindi út úr
búð. Hann beittí aðeins þeim mikla
sjarma, sem hann hefur meira af en
aðrir stjómmálamenn á Vesturlönd-
um, og persónuleiki hans hækkaöi
rafmagnsverö til íslcndinga meira
en Hjörleifi hefur tekist að ná fram.
Hjörleifur þurfti að sækja þessar
viðræður með öðrum hætti en vana-
lega. Þær fengust fram, eftir að
Svisslendingar voru búnir að fá þýð-
ingar af umræðum á Alþingi, þar
sem bæði forsætisráðherra og sjáv-
arútvegsráðherra lýstu því yfir, að
þeir teldu Svisslendinga ekki hafa
brotið lög. Og Hjörleifur varð sjálfur
að draga í land með stóru orðin og
lýsa því yfir, að ágreiningurinn við
Svisslendinga snerist ekki um mis-
ferli álfélagsins.
Að þessum yfirlýsingum fengnum
komu sem sagt Svisslendingar til
landsins.
Vitanlega vona allir íslendingar að
senn fari að ljúka þessu einkastríði
Hjörleifs Guttormssonar, svo til-
gangslaust og f járfrekt sem það er.
Og vitanlega ætti dr. Gunnar að
koma því til leiðar, að samið verði
framhjá Hjörleifi — sjálfur yrði
hann ekki nema eftirmiðdagsstund
að ná góðu samkomulagi við dr.
Möller um hæfilegt rafmagnsverð.
Fyrir það myndi hann hljóta þakkir
landsmanna, enda munar nú um
hverja krónu í útflutningi eins og
ástandið er oröið.
Af blaðafréttum og útvarpsviötöl-
um virðist hins vegar ljóst, að Hjör-
leifur hefur enn stundað viðræður í
austurþýskum anda, sem hann lærði
svo vel á námsárum sinum þar. En
jafnframt hefur hann nýverið komið
fram við Hafnfirðinga á einstaklega
austurþýskan máta. Hann hefur sem
sé sent þeim reikning og sagt þeim
að gjöra svo vel að borga sinn part af
illdeilunum við Alusuisse. Og til
skýringar bætir hann svo viö, að
þetta sé eðlilegt, því að Hafnfirðing-
ar njóti góðs af þessum útlagða
kostnaði ekki síður en ríkissjóður.
Hafnfirðingar eru friðsamir menn,
sem þola vel að gert sé grín að þeim
og hafa gaman af. Forseti bæjar-
stjórnar er hins vegar gætinn maður
í fjármálum og íhaldssamur í þeim
efnum. Árni Grétar er jafnframt í
stjórn Landsvirkjunar og veit því
manna best, að greindur útlagður
kostnaður hefur engu skilað og hefur
hann fylgi allra bæjarfulltrúa í því,
að svona brandarar þyki ekki fyndn-
ir í Hafnarfirði og skuli ráðherrann
sjálfur greiða sitt einkastríð.
Og þegar þar við bætist, að Hafn-
firðingar hafa ekkert verið hafðir
með í ráðum um viðræður við Sviss-
lendinga og álfélagið, er eðlilegt, að
jafnvel Geir Gunnarsson geri at-
hugasemdir við embættisfærslu ráð-
herrans og telji mál til komið að
ljúka þessum leik.
En það er þýskur siður að viður-
kenna ekki augljósan ósigur. Þess
vegna höldum við áfram að selja ál-
félaginu rafmagn á of lágu verði.
Svarthöfði