Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Síða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Gervihjarta-
þegarfá að
hafna lífinu
Að sögn dr. Willems Kolff við
háskólasjúkrahúsið í Utah munu þeir
sem fá gervihjarta jafnframt fá í
hendur lykil til að loka fyrir vélina sem
knýr það.
Eins og komið hefur fram í fréttum
varð tannlæknirinn Bamey Clark
fyrstur manna til að fá gervihjarta úr
áli við háskólasjúkrahúsið í Utah.
— Ef maðurinn þjáist og telur að
það hafi enga þýðingu fyrir sig að lifa
lengur getur hann notað lykilinn, segir
dr. Kolff. — Eg álít aö sá sem hefur
fengið framlengingu á lífi sínu á þenn-
an hátt eigi líka að fá að hafna því ef
hann nýtur þess á engan hátt lengur.
Minnisvarðinn um George Washington, þar sem hann gnæfir yfir umhverfi sitt í höfuðborg Bandaríkjanna. Myndin
var tekin í jólaundirbúningi fyrír nokkrum árum.
Herforingjamir
voru lítt hrifnir
af MX-áætluninni
Nýjar deilur hafa nú sprottið upp um
áætlanir Reagans Bandaríkjaforseta
varðandi MX-kjarnorkuflugskeytin,
eftir að komið hefúr fram að þrír hátt-
settir bandarískir herforingjar hafi í
upphafi iagst gegn þeim.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
afgreiddi í gær frumvarp um f járveit-
ingar til varnarmála ('tir að hafa áður
fellt úr því nær milljarðar fjárveitingu
sem ætluð var til smíði skotstöðva
fyrir MX-flugskeytin.
Vamarmálanefnd öldungadeild-
arinnar kom saman í gær og upplýstist
þar að þrír af fimm hershöfðingjum í
sameiginlegu herráðinu hefði strax í
upphafi verið andvígir MX-áætluninni.
Einn þeirra hafði þó tekið fram að
hann gæti stutt hana ef hún þætti
greiða fyrir samningaviðræðum við
Sovétmenn um afvopnanir.
Reaganstjórnin setur sitt traust nú á
öldungadeildina til þess að koma MX-
áætluninni inn á fjárlög. Heyrst hefur
þó að meðal öldungadeildarþing-
manna ríki nokkur andstaða við áætl-
Hótaði að
sprengja
minnis-
merkið um
George
Washington
Kjarnorkuandstæöingur, sem í tólf um George Washington, lét lífið í
stundir hélt lögreglu höfuöborgar kúlnahríð þegar hann reyndi að aka
Bandarikjanna í skefjum með því að
hóta að sprengja upp minnismerkið
10 vandar-
höggog
fangelsi
Sextugur maður var hýddur
opinberlega á torgi í Sukkur (375
km norðaustur af Karachi) í
Pakistan í gær til fullnustu dóms,
sem hann hlaut fyrir að nema unga
stúlku á brott fyrir tveim árum.
Hundruð manna þyrptust að til
þess að horfa á þegar böðullinn
veitti Mohannad Hussain tíu
vandarhögg. Tók það um hálfa
klukkustund, en læknar fylgdust
með og skoöuðu fangann tvívegis
meðan hann tók út refsinguna.
Hussain var einnig dæmdur í
þriggja ára fangelsL
Kaþólskum pólitíkusum bann-
að að koma til Bretlands
Breska stjómin hefur aflýst heim-
sókn þriggja leiðtoga írskra lýðveldis-
sinna til London þar sem þeir áttu að
vera gestir forseta æöra borgarráðs
London. Ástæðan er sprengjutilræðið í
ölkránni í Ballykelly á mánudaginn,
þar sem sextán biðu bana og sextíu og
sex særðust.
William Whitelaw innanríkisráð-
herra setti í gær bann við því að
þrímenningamir fengju að koma til
Bretlands. Var það að beiðni Lundúna-
lögreglunnar grundvöiluð á upplýs-
ingum um að mennirnir hefðu allir
einhvem tíma verið tengdir hryðju-
verkastarfi IRA, írska lýðveldishers-
Þessir þrír menn eru Gerry Adams,
varaformaður Sinn Fein, Daniel
Morrison, almannatengslamaður
flokksins, og Martin McGuinness,
fyrrum foringi í IRA. McGuinness var
í eina tíð efstur á lista írsku lögregl-
unnar yfir eftirlýsta hryðjuverka-
menn.
Þrímenningarnir eru allir kjörnir
fulltrúar á hið nýja heimaþing N-
írlands en hafa ekki tekið sæti sín þar
frekar en flestir aðrir þingmenn
kaþólikka.
Mjög hefur verið lagt að borgarráði
Lundúna síöustu daga aö afturkalla
boð þessara þriggja manna sem ætl-
uöu að kynna málstað lýðveidissinna
og tala máli sameiningar Norður- og
Suður-Irlands. Ken Livingstone, for-
seti borgarráðs, haföi neitað aö aftur-
kalla boðið.
Breska öryggisliðinu á N-Irlandi
hefur nú verið bannað að yfirgefa
herskála sína og bækistöðvar í
frítímum.
burt af staðnum í gærkvöldi. Hvítur
sendibill sem hann ók á ofsahraöa valt
með hann en áður hafði hann sagt bíl-
inn hlaöinn af sprengiefni.
Lögreglan sá bílinn renna af stað
skömmu eftir að myrkur skall á í gær-
kvöldi og hóf þegar skothríð á hann.
Ekki lá ljóst fyrir í morgun hvort mað-
urinn hefði orðið fyrir byssukúlum eða
látist af bílveltunni.
Algert umferðaröngþveiti var síðari
hluta dags í þessum hluta höfuðborg-
arinnar eftir að spurðist að maður meö
hálft tonn af dinamíti ætlaði að
sprengja í loft upp Washington-minnis-
merkið. Nærliggjandi opinberar skrif-
stofur voru rýmdar og íbúum Hvíta
hússins var haldið frá þeirri hliðinni
sem sneri að minnismerkinu.
Þegar lögreglan kom að hvíta sendi-
biinum á hvolfi fann hún ekilinn hand-
jámaöan við stýrið og var hann látinn.
Er haldið að hann sé maöur að nafni
Norman Mayer, 66 ára gamall kjarn-
orkuandstæöingur frá Miami, sem
margsinnis hefur haldið uppi mót-
mælaaögeröum við hliðið að Hvíta
húsinu.
Lögreglan hafði séð annan mann
smjúga inn í minnismerkið sem frægt
er um heim allan af póstkortum. Þaö
var eftir að umsátrinu létti. Skaut hún
táragasi inn í bygginguna og leitaði í
stigagöngum.
Ekki kom fram í fréttum í nótt hvort
nokkurt sprengiefni hefði fundist í
sendibíl Mayers.
Hann hafði lagt bílnum við minnis-
merkið snemma í gærmorgun, stokkið
út og skipað fólki að verða á brott. Stóð
fólki stuggur af manninum eins og
hann lét og auk þess með bifhjólahjálm
á höfði og niðurfellt dökklitað öryggis-
gler fyrir andlitinu. Níu ferðamenn
voru inni í minnismerkinu og eftir
fimm klukkustundir leyfði maðurinn
þeim að fara frjálsum ferða sinna.
Hann veitti einum blaðamanni viðtal
og sagðist viija vekja upp umræður um
algert bann við kjarnorkuvopnum.