Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Page 12
12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvasmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.Sl'MI 27022.
Simi ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr.
Klúörari afhjúpaður
Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra hefur misst
tökin á viðræðunum við forstjóra Svissneska álfélagsins
um fjármál íslenzka álfélagsins. Fulltrúi Framsóknar-
flokksins, Guömundur G. Þórarinsson, hefur sagt sig úr
álviðræðunefnd.
Hjörleifur gat látiö sér andóf í léttu rúmi liggja, meðan
þaö birtist á síðum Morgunblaðsins og í stefnu þingflokks
sjálfstæðismanna. Það andóf fól í sér í sumum myndum
óbeinan stuðning við hið erlenda fjölþjóðafyrirtæki.
Hitt er ekki bara verra, heldur allt annar handleggur,
þegar fulltrúi stærsta samstarfsflokksins í ríkisstjórn
lýsir fullkomnu frati á meðferð Hjörleifs á samningum
við Svisslendinga á öndverðum þessum vetri.
Guðmundur G. Þórarinsson er ekki að gagnrýna rétt-
mæta endurskoöun Coopers & Lybrand á bókhaldi við-
skipta Alusuisse við sjálft sig á kostnað ísals og þar með
íslenzkra skattgreiðenda. Hann deilir á síöustu málsmeð-
ferð.
Hann sagöi sig í gær úr álviðræðunefnd, af því að Hjör-
leifur tók ekki mark á vilja meirihluta nefndarinnar,sem
vildi brjóta ísinn í viðræðunum við forstjóra Svissneska
álfélagsins, — og kippti þar með forsendum undan nefnd-
inni.
Guðmundur hafði í stórum dráttum lagt til, að Sviss-
lendingum yrði gert skriflegt tilboð um 20% hækkun orku-
verðs til ísal 1. febrúar og um frekari samninga fyrir 1.
apríl um orkuverð í samræmi við verð í Evrópu og
Ameríku.
Ennfremur hafði Guðmundur gert ráö fyrir, að Islend-
ingar gætu fallizt á stækkun álversins, ef samningar
næöust. Jafnframt gætu þeir hugsað sér nýjan með-
eiganda Alusuisse að Straumsvíkurverinu, ef samningar
næöust.
Guðmundur og meirihluti álviðræðunefndar töldu sig
hafa ástæðu til að ætla, að slíkar tillögur væru ekki fjarri
hugmyndum Alusuisse um frekari málsmeðferð og væru
um leið prófsteinn á góðan vilja þess eða illan.
Síðasta bréf Svisslendinga fyrir nýjustu viðræðurnar
benti til, að þeir áttuðu sig á staðreyndum og vildu semja.
Samt hafa nokkrir fundir við þá farið í það eitt, hvort
ræða skuli, en ekki í neinar samningaviöræður.
Guðmundur telur, að Hjörleifur hafi staðiö rangt að
þessum síðustu viðræðum viö forstjóra Alusuisse. Hann
geti ekki samið við Svisslendinga eða vilji það ekki, nema
hvort tveggja sé. Er það hin alvarlegasta ásökun.
Hjörleifur hefur boðað mótleik í formi upplýsinga, sem
hingað til hafa ekki legið á lausu. Ef til vill getur hann
sýnt fram á, að hann hafi efnislega eitthvað til síns máls,
þótt teljast ver ii fremur ótrúlegt.
Ösigur Hjörleifs felst fyrst og fremst í að opinberast
landslýð sem einstrengingur, er getur ekki agað álvið-
ræöunefnd sem einhuga samningsaðila við Svissneska ál-
félagið. Hann virðist skorta lipurð stjórnmálamannsins.
Hjörleifur gat látið stjórnarandstöðuna liggja milli
hluta, meðal annars í því skyni aö koma á hana óþjóðleg-
um stimpli. En innan stjórnar varð hann að halda einingu
og taka eitthvert mark á rökstuddum tillögum um með-
ferð viðkvæms máls.
Hugsanlegt er, að Hjörleifur haldi Islendinga svo vit-
lausa, að Alþýöubandalagið geti brunað út í kosninga-
baráttu með þá kolröngu fullyrðingu, að allir aðrir stundi
landráð í álmálinu. En það væri hrapalleg villuspá.
Jónas Kristjánsson
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
RISINN ,
BYLTIR SER
Líklega er langt í land meö aö inn-
anflokksraunum sjálfstæöismanna
sé lokiö. Þessi stærsti flokkur þjóðar-
innar hefur aö ýmsu leyti veriö kjöl-
festan í íslenskum stjórnmálum síð-
ustu áratugina, en nú virðist hann
ekki lengur vita sitt rjúkandi ráö. Á
sama fundinum og formaðurinn til-
kynnir aö hann ætli í baráttusæti er
samþykkt stjórnmálaályktun sem aö
stórum hluta til beinist í raun gegn
efsta manni listans, þannig aö i raun
virðist formaðurinn vera aö leggja
sig á pólitískan höggstokk svo ein-
hverjir jábræður hans í flokknum
geti unnið tíma til að finna verðugan
eftirmann.
Djúpstæður
ágreiningur
Flestir munu hafa taliö aö innan-
flokksóróinn væri fyrst og fremst
deilur milli tveggja manna, Geirs og
Gunnars og svo fylgisveina þeirra.
Oneitanlega hefur svo veriö á ytra
boröi, en ýmislegt bendir til þess aö í
raun nái ágreiningurinn miklu
dýpra.
Raunar hefur oddvitana greint
nokkuð á um þetta. Dr. Gunnar
Thoroddsen og fyigismenn hans hafa
haldið því fram aö um raunveruleg-
an málefnalegan ágreining væri aö
ræöa, menn hefðu misjafnar skoðan-
ir á því hvemig stjórna skyldi þjóöfé-
laginu, íhaldssöm og frjálslynd öfl
tækjust á innan flokksins. Geir og
hans fylgismenn hafa hins vegar lagt
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús Bjamf reðsson
á þaö höfuðáherslu að ekki sé um
málefnalegan ágreining aö ræöa
heldur sé orsök átakanna einfaldlega
sú aö Gunnar Thoroddsen og ein-
hverjir meðreiðarsveinar hans hafi
ekki náð þeim metoröum sem þeir
gætu gert sig ánægöa meö.
Líklega hafa Geir og hans menn
haft yfirhöndina í áróöursstríöinu
hvaö þetta varðar, enda hafa þeir
tvímælalaust nokkuö til síns máls.
En kannski einmitt vegna þess hlaut
Gunnar þessar feikna vinsældir, þeg-
ar honum tókst aö snúa á formann
sinn og meirihluta þingflokks og
mynda ríkisstjórn sína fyrir tæpum
þremur árum. Landinn hefur gaman
af slíkri f jölbragöaglímu í stjórnmál-
um og fannst Gunnar leggja keppi-
nautinn svo skemmtilega aö þaö
stórjók vinsældir stjórnarinnar í
byrjun.
Síðan þaö gerðist hafa menn ein-
blínt á viöureign þeirra Gunnars og
Geirs og því veröur ekki neitaö aö
þegar hún hefur fariö fram fyrir opn-
um tjöldum hefur forsætisráðherr-
ann boriö hærri hlut frá boröi. Geir
og hans menn hafa notaö þetta
ástand til þess aö undirstrika enn aö
einungis sé um aö ræöa valdabaráttu
innan flokksins, sem háö sé af
óánægöum, er hafi ekki komist til
þeirra metorða er þeir töldu sig sjálf-
kjörna til. Hafa Geir og hans menn
gengið svo langt aö fullyröa hvaö eft-
ir annaö aö enginn klofningur hafi
verið til staðar í S jálfstæöisflokknum
fyrr en þessi ríkisstjórn hafi verið
mynduö og hann sé úr sögunni um
leið og hún leggur niður störf.
Þaö er einmitt þessi málflutningur
sem vekur grunsemdir um aö ekki sé
allt sem Geir og hans menn vilja láta
sýnast, vegna þess aö allir, sem hafa
fylgst meö íslenskum stjórnmálum
um nokkra hríð, vita aö þetta er
rangt. Þessi ágreiningur hefur geng-
ið ljósum logum innan flokksins all-
an tímann frá því Gunnar kom aftur
„Hjáleigu-
r rum ■rcii
folkið
og maga
Enda þótt bráöabirgöalög ríkis-
stjórnarinnar frá í sumar væru
kölluö hávaöalaus lífskjaraskeröing
á síöum Þjóöviljans þá fer enn fram
allmikil umræöa um þau lög meðal
fólks. I sama blaði var raunar einnig
sagt um sömu lagasmíö: „Núver-
andi ríkisstjórn hefur framkvæmt
skeröingu lífskjara sem bitnar á
heillikynslóð.”
Meðal annars sem forseti
Alþýðusambands Islands haföi um
bráðabirgðalögin aö segja var:
„Ekki er ljóst, að aðgerðirnar tryggi
atvinnuöryggi eöa hemji verö-
bólgu.”
Jafnvel þótt þessir menn heföu
rangt fyrir sér, sem ekki veröur séð,
þá er þó hitt miklu alvarlegra aö
meö þessu lagaboði rifti ríkisstjórnin
Kjallarinn
Hreinn Erlendsson
löglega geröum samningum. Eg fæ
ekki séö mun á því aö rifta kjara-
samningum meö lagasetningu og því
ef einhverjum öörum samningum
væri rift á sama hátt, t.d. samning-
um sem fólk gerir þegar þaö kaupir
hús eöa bíl.
Þaö var vissulega rétt sem sagt
var í Þjóðviljanum í sept. sl.:
„Kjaraskeröing bráöabirgöalag-
anna er ekkert náttúrulögmál. Því
þegar gegndarlaus ofneysla og eftir-
litslaus fjárfestingarstefna hástétta
og auövalds leiöa til viðskiptahalla
og óeölilegrar skuldasöfnunar hjá er-
lendum bönkum er gripið til
sparnaöarráöstafana og kjaraskerö-
ingar á borö viö bráöabirgöalög nú-
verandi ríkisstjórnar.”
Þegar á heildina er litið fæ ég ekki