Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Side 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
IMauðungaruppboð
veröur á bifreiöunum L-1784 á Volkswagen árg. 1971 eign Elliða G.
Nordal.L-395 Oldsmobile árg. 1978 eign Hilmars Jónassonar, L-324
Seania arg. 1973 eign Jóns Sigurjónssonar, aö kriifu Péturs A. Jóns-
sonar hdl. og bifreiðin L-1917 Blazer árg. 1972 eign Jóns Guönasonar aö
kröfu Sigríöar Thorlacius hdl. fimmtudaginn 16. desember mestkom-
audi og hefst kl. 14 viö lögreglustöðina Hvolsvelli.
Sýslumaðurimi í Rangárvallasýslu.
Reykvíkingar
Almennur borgarafundur um heimili til
skammtímavistunar fyrir þroskahefta veröur
haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í dag fimmtudaginn
9. desember og hefst kl. 20.30.
Fundarstjóri veröur Albert Guðmundsson, forseti
borgarstjórnar.
Ávörp flytja:
Heilbrigðismálaráðherra, Svavar Gestsson, og
borgarstjórinn í Reykjavík, Davíö Oddsson.
Frummælendur:
Ulfar Þórðarson læknir
Jóhanna Kristjónsdóttir skólastjóri
Skúli Johnsen borgarlæknir
Dóra Bjarnason félagsfræðingur
Siguröur Þorgrímsson læknir
Asta Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur
Arinbjörn Kolbeinsson læknir
Ragnheiður Jónsdóttir húsmóöir
AUGLÝSENDUR!
Vinsamlegast ATHUGIÐ
Vegna ofurálags á auglýsingadeild og
íprentsmiðju nú í desember
viljum við biðja ykkur um að panta auglýsingar
og skila handritum, myndum
og filmum fyrr en nú
L OKA SK/L fyrir stærri auglýsingar:
VEGNA MÁNUDAGA
fyrirkl. 17 fimmtudaga,
VEGNA ÞRIÐJUDAGA
fyrirki. 17 föstudaga,
VEGNA MIÐVIKUDAGA
fyrirkl. 17 mánudaga,
VEGNA FIMMTUDAGA
fyrir kl. 17. þrið/udaga,
VEGNA FÖSTUDAGA
fyrir kl. 17 miðvikudaga,
VEGNA HELGARBLAÐS I
yrirkl. 17 fimmtudaga,
VEGNA HELGARBLAÐSII
(sem er eina fjórlitablaðið)
fyrir kl. 17 föstudaga,
næstu viku á undan.
Auka/itir eru dagbundnir.
Með jólakveðju.
Auglýsingadeild
LSÍÐUMÚLA 33, REYKJAVÍK SÍMI91-27022. I
n *••••••••
Menning Menning Menning
„...að jörðin sé skítur
hafið hland
og himinninn keitufroða”
Þaö er liðlega mánuöur síöan DV
haföi samband viö mig og baö mig að
fjalla um þessa bók. Af ýmsum
ástæöum hefur þaö dregist á langinn
aö koma þessari umsögn frá mér en
þaö hefur oröið Guðmundi Sæmunds-
syni tilefni til að skjóta inn pistli í
blaöið þar sem þessi þögn er túlkuö
sem partur í alheimssamsærinu mikla
gegn Guömundi Sæmundssyni og sann-
leikanum. Alltaf hafa veriö uppi menn
sem hafa veriö öörum hagari aö búa til
úlfálda úr mýflugum og sýnir þetta
atvik, ekki síöur en bókin, aö í þessari
iöju verður Guömundur aö teljast í
fremstu röö.
Ekki verður annaö sagt en aö vel sé
vandað til útgáfu þessarar bókar. Hún
er í stóru broti, meö stóru letri og gleitt
á milli lína, textakaflar yfirleitt stutt-
ir, rammar og myndefni ríkulega
notaö. Uppsetning bókarinnar minnir
um margt á námsbækur þær sem um
þessar mundir eru gefnar út fyrir
nemendur grunnskólans, enda er
undirfyrirsögn bókarinnar „Kennslu-
bók fyrir verkalýösformenn — með
verkefnum — ”. Sennilega heföi þetta
þótt lipur blaðamennska heföi þaö
birst sem framhaldsgreinar í blaöi og
lævís áróður fyrir skoöunum höfundar,
en þjappað saman innan bókarspjalda
minnir þetta efni helst á köku í ofni,
sem lofar góöu í upphafi, en fellur
síöan og sígur saman. Og fátt er jafn-
hryggilegt í þessum heimi og leifar
slíkrarköku.
Verkalýðsaðallinn
býr í húsum
Strax í upphafi blasir þettá viö. I for-
mála varar höfundurinn lesandann við
aö túlka hana sem „grín eöa spé”, þótt
háöskur tónn gæti gefið þaö til kynna.
Aö mati höfundar er hún nefnilega
„sannleikur, gagnrýni og alltof rétt
lýsing á ríkjandi ástandi í verkalýðs-
hreyfingunni”. En strax á næstu síðu
birtast leiöréttingar á textum meö
myndum af húsakosti ýmissa atvinnu-
rekenda og verkalýðsforingja.
Meiningin meö birtingu þessara
mynda er auösæilega sú, aö gefa í skyn
sameiginlegan lífsstíl þessara tveggja
andstæöinga og gera meö því
verkalýðsforingjana tortryggilega. En
í „leiðréttingunni” kemurekkiaöeinsí
ljós aö ruglaö hefur veriö saman nöfn-
um um hver býr hvar heldur og að
„ekkert skal hér fullyrt um hvort við-
komandi menn eigi þessi hús eða hluta
þeirra eöa hvort þeir eigi ekki' sumir
þeirra miklu fleiri hús”!
Við athugun á myndum af húsakosti
verkalýösforingjanna kemur í ljós aö
ýmsir þeirra búa í þokkalegum, nýleg-
um raöhúsum sem ekki viröast skera
sig verulega úr því sem fjöldi manna
innan verkalýöshreyfingarinnar hefur
getaö veitt sér. Og hús Ásmundar
Stefánssonar, Einars Olafssonar og
Haralds Steinþórssonar virðast 30—
40 ára gömul, íbúöir í þeim gætu veriö
á bilinu milli 4 og 8 og engin vitneskja
er gefin um, hvort þessir bílífismenn
búa í kjallara eöa hanabjálka eöa
hæöunum þar á milli eöa hvort þeir eru
eigendur eða leigjendur. Hins vegar
gefur leiöréttingin rækilega í skyn aö
þeir eigi kannski miklu fleiri hús.
Þarna er tónn bókarinnar settur.
Öfund og
hleypidómar
Slegið er á alla strengi öfundar og
hleypidóma í garö forystumanna
verkalýðssamtakanna frá ysta hægri
til ysta vinstri. I baksýn er dregin upp
mynd af baráttumönnum fyrri tíma,
sem ódeigir fórnuöu eigin hag og fjöl-
skyldu sinnar fyrir trú á málefniö,
inntu ómæld störf af höndum án
umbunar, og uppskáru aö launum of-
sóknir og fyrirlitningu forréttinda-
stétta þjóöfélagsins. Nú "sé öldin
önnur: Verkalýösleiötogar geti haft
góö laun, búiö í húsnæöi, sem ekki er
heilsuspillandi, notiö viröingar sam-
borgaranna, haft völd og áhrif. Þetta
móti svo viðhorf þeirra á þann veg aö
þeir reki verkalýösfélögin á svipaðan
hátt og kapítalistinn fyrirtæki sitt, þ.e.
fyrst og fremst meö eigin hag fyrir
augum, séu verkalýðsrekendur. Tekiö
er undir gagnrýni frá vinstri um skort
á lýöræöi í hreyfingunni, um bolabrögð
forystunnar gagnvart hvers konar
gagnrýni, skort á upplýsingastreymi
innan hreyfingarinnar sem leiöi til
þátttökuleysis og óvirkni hinna al-
mennu félaga o.s.frv.
Laun foringjanna
Gagnrýni af þessu tagi er ekki ný.
Stundum og sums staðar á hún rétt á
sér„ eins og gengur. Annars staöar er
hún notuð af þeim sem sjálfir vilja
ryöja sér braut til valda og áhrifa, án
tillits til þess hvort hún komi heim viö
staöreyndir. Hafa ber í huga að
þjóðfélagiö hefur tekiö stakkaskiptum
og verkalýðshreyfingin meö. Fjárhag-
ur hennar hefur eflst. Hún getur því
borgað starfsmönnum sínum kaup. I
staö árviss atvinnuleysis ríkir nú sam-
keppni um vinnuafl meö tilheyrandi
boöum um nætur- og helgidagavinnu.
Bókmenntir
Ólafur Hannibalsson
Vilji samtökin því fá hæfa menn til
starfa veröa þau því að geta boðiö
mönnum svipað kaup og ef þeir væru í
sínu starfi úti á vinnumarkaönum.
Samt er hin alþjóðlega verkalýös-
hreyfing þekkt sem lélegur vinnuveit-
andi: Oft er ætlast til aö starfsfólk inni
af höndum ómælda yfir-, nætur- og
helgidagavinnu án annarrar umbunar
en fastakaups og þannig oft þverbrotn-
ar þær reglur sem aörir vinnuveit-
endur hafa oröiö að gangast undir, ein-
mitt meö skírskotun til hugsjóna
starfsfólksins. Hætt er viö aö Guð-
mundi Sæmundssyni og fleirum
blöskraöi ef samviskusamlega væri
krafist greiöslu á öllum þeim stundum
sem sannanlega eru fram lagðar við
gerö samninga, undirbúning þinga og
ráöstefna o.s.frv., eins og hjá hverjum
öörum vinnuveitanda, auk þess sem
Vinnueftirlitiö heföi sennilega sitthvaö
aö athuga viö brot á ákvæðum um há-
marksvinnutíma og lágmarkshvíld.
En Guömundur velur þær „staö-
reyndir” einar, sem honum henta viö
samningu þessarar bókar og leiöa til
þeirrar niöurstööu sem er fyrirfram
ákveöin. Hann hefur hlotiö menntun í
fræöimannlegum vinnubrögöum. Þá
menntun notar hann býsna ísmeygi-
lega til að gera heillegt kerfi úr eigin
hleypidómum, bábiljum, þekkingu og
hindurvitnum.
Ófara hefnt
Bókin er þannig byggö upp að í
fyrstu sjö köflunum er dregin upp
mynd af vegferö framagjams ungs
manns til æöstu starfa í verkalýðs-
hreyfingunni og komiö víöa viö. Undir
hvaöa aöila veröi dyggilega aö þjóna á
leiðinni og hverja veröi aö berja niður.
Slegiö er föstu að stjómmálaflokkarnir
ráöi öllu og því ráölegast aö þjóna
dyggilega undir einhvern þeirra á
öllum sviöum. Jafnframt er í þessum
köflum rækilega undirbúiö þaö sem
öömm þræöi er annar aöaltilgangur
bókarinnar: Aö sverta Jón Helgason
formann Einingar á Akureyri, en fyrir
honum tapaði Guömundur í stjórnar-
kosningu í Einingu á sl. ári. Mynd aí
Jóni á bls. 12 milli þeirra Bjöms Þór-
hallssonar og Ásmundar Stefánssonar,
(gefur í skyn „samtryggingu stjórn-
málaflokkanna”) kynning á Jóni með
mynd á bls. 13 og er þaö mjög
ónákvæm lýsing á upphafi ferils Jóns
í verkalýöshreyfingunni. Á bls. 44 eru
myndir frá samningafundi þar sem
Jón óskar Baröa Friðrikssyni til ham-
ingju meö nýafstaöiö afmæli hans.
Texti undir myndunum segir hins
vegar: „Einn af fulltrúum verkalýös-
ins á samningafundi sýnir einum af
fulltrúum atvinnurekenda auömýkt
sína og lotningu”.
Einn gegn öllum
Á þennan hátt eru eölileg mannleg
samskipti manna á öndveröum meiöi
um ákveðinn þátt þjóömála gerö aö
undirstööu kenningar um eitt alls-
herjarsamsæri gegn alþýðu manna
þar sem samsærismenn taka að vísu á
sig ýmis gervi en er öllum stjórnaö
utan og ofan aö, af einu skuggalegu
afli. I kafla 8 er svo barátta alþýö-
unnar gegn mykraöflunum útfærö í
raunveruleikann meö dæmi um
kosningabaráttu í vlf. Einingu viö
Eyjafjörö. Reynt er aö varpa yfirskini
hlutleysis á f rásögnina meö því að nota
nöfnin „Jón formaður” og „ungi
maðurinn” um Jón Helgason og
Guðmund Sæmundsson og í mynd-
birtingum af þeim aö setja svarta
leppa yfir augun til aö gefa til kynna aö
ekki sé endilega um viðkomandi per-
sónur að ræða heldur dæmigeröa full-
trúa afla ljóss og myrkurs sem tekist
geti á í hvaöa verkálýösfélagi sem er.
Dæmi um illt innræti Jóns er, aö hann
býöur unga manninum sæti á lista meö
sér og þar með setu í stjóm, sem hann
þiggur. En „ungi maðurinn” veit, að
Bjamfríður Leós-
dóttir varaform.
Vlf. Akraness
Jón Ó. Kjartans-
son form. W.
Vestmannaevia
NOKKRIR ÓRÓLEGIR ALLABALLAR
Kolbeinn Frið-
bjamarson form.
Vlf. Vöku Siglu-
firði.
Dagbjört Sigurð-
ardóttir form.
VI.- og sjóm.fél.
Bjarma Eyrar-
bakka
„Órólega deildin" i Alþýðubandalaginu er lika með i alheimssamsærinu, "alveg til i að makka og gera
baksamninga." Ibls. 87!