Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Side 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
Spurningin
Er einhver ein smáköku-
tegund ómissandi fyrir
jóiahaldið?
Þórdís Guðjónsdóttir húsmóðir:
Piparkakan. Hún er mjög góð. Já, við
höfum alltaf haft smákökur í minni
fjölskyldu.
Ingfrid Kristinsson: Æ-i nei, þaö held
ég ekki. Jú, jú, ég baka smákökur og
allt. En heyriði... það mættu vera svo-
lítiö fleiri uppskriftir í blöðunum, m.a.
smákökuuppskriftir.
Sigurnýas Frímannsson, vinnur á
smurstöð: Nei, engin. Já, já, ég fæ
mikiö af kökum og það er allt bakaö
heima. Nei, ég baka aldrei sjálfur.
Þóra Bragadóttir afgreiðsiumaður:
Jú, það er náttúrlega kókosmjölskök-
ur, alla vega fyrir bóndann og kransa-
kökurnar.
Gerður Garðarsdóttir húsmóðir; Já,
þaö eru margar. Þaö ru piparkökur,
vanilluhringir og auð’ itað einhverjar
með miklu súkkulaöi cg hnetum. Þetta
eru svona fastir liðir.
Hrafnhildur Siguröardóttir, vinnur hjá
Landsbankanum: Já, hjá mér eru
uppáhaldssmákökurnar cstakex. Jú,
ég baka töluvert. Er þegar búin með 5
sortir, ég bæti alla vega 2 við.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Veðdeild Landsbanka islands er tilhúsa að Laugavegi 77.
Opið bréf til Veðdeildar Landsbankans:
Kennið ekki tölvunni
um handvömm ykkar
— greiðið þið fyrirhöf nina vegna ykkar mistaka?
Siguröur Eyjólfsson skrifar:
Á tímum tölvutækni og fráhvarfs
frá mannlegum tilfinningum barst
mér bréf frá bæjarfógetanum í
Hafnarfirði, dagsett 12. októbersl., þar
sem krafist er uppboðs á húseign minni
til þess að ljúka veðskuld að upphæð
43,34 kr. — segi og skrifa fjörutíu og
þrjár krónur, þrjátíu ogfjóriraurar.
Krafan send að beiöni ykkar,
Veðdeildar Landsbanka Islands.
Hótun um auglýsingu og kostnaðar-
auka fylgdi meðí áðumefndu bréfi.
Þegar slíkt bréf berst mér, gömlum
manninum, þá fer nú ýmislegt að ger-
ast, taugakerfið fær stuð, konan sefur
ekki og þar með allir heimilishagir úr
skorðun.
Eftir að hafa jafnað mig á fyrsta á-
fallinu að fá bréf frá bæjarfógeta, þá
gerði ég mér grein fyrir því að
upphæðin, sem krafin var, var nú ekki
óyfirstíganleg svo að þrátt fyrir að
mig minnti að ég skuldaði engum neitt,
þá myndi ég nú líklega geta komist yfir
það að standa í skilum með þetta. Mér
hafði nefnilega verið sagt að tölvur
væru ekki mannlegar og þær ættu það
til að senda mönnum reikninga þrátt
fyrir að þeir skulduðu ekki neitt.
I bréfinu haföi komið fram að það
væri Veðdeild Landsbankans sem
krefðist uppboðs. Og hvað hafði ég nú
fengið að láni frá henni? Jú, einu sinni
hafði ég fengið svokallað bygginga-
lán, en það var uppgert fyrir tveimur
árum, og ég var svo heppinn að eiga
bréfiö stimplað frá bæjarfógetanum í
Haf narfirði þegar því var aflýst.
Og nú byrjaði hafaríið. Fyrst að fara
til Hafnarfjarðar og fá það klárt hvaö
væri um að vera. Akstur 16 km. Frí úr
vinnu í tvær klukkustundir. (Eg er svo
heppinn aö vera ekki ennþá úr-
skurðaður óhæfur til vinnu.)
Þegar á skrifstofu bæjarfógetans
kom voru þar mikil umsvif og tók þaö
all langan tíma að fá afgreiðslu. Þegar
að því kom að hún fengist, þurfti aö
fletta upp pappírum og finna út hvað
væri að ske. Jú, Veðdeildin krafðist
uppboðs á eftirstöövum af bréfi sem
þegar hafði verið að fullu greitt og af-
lýst.
,,Þú verður aö fara í Veðdeild
Landsbankans og benda þeim á
þetta,” varsvarið.
Ekið til baka og heim 16 km, enda
Veðdeildin aðeins opin á þeim tíma
sem fólk verður að vera í vinnunni.
Daginn eftir í Veðdeildina (fá frí úr
vinnunni), biðröð og tafir sem tóku
mig eina og hálfa klukkustund. Svarið:
Mistök. Afsökun engin. Sjá mátti í
augum viðkomandi að hér voru ekki
fy rstu mistök þessarar stofnunar.
Nú spyr ég; get ég ætlast til þess af
Veðdeildinni að þið greiöið mér fyrir-
höfnina vegna ykkar mistaka ?
Reikningurinn hlyti þá að byggjast í
fyrsta lagi á kílómetragjaldi því sem
þið ríkisstarfsmenn fáið þegar þið
akið í þágu ríkisins, eða greiðsla fýrir
32 km, og er þá um nokkurn afslátt að
ræða, auk þess þrjá og hálfan tíma á
Dagsbrúnartaxta, þó svo að ég sé svo
lánsamur að hafa örlítið hærri laun
fyrir mitt starf.
Satt að segja veit ég ekki hvort
hægt er að krefja ykkur um gjald fyrir
andvökustundir, en ég sleppi því.
Þegar þið hafið svarað, þá útbý ég
reikninginn og sendi beint til ykkar. En
í guðanna bænum, kenniö ekki
aumingja tölvunni um handvömm
ykkar.
Skrifstofustjóri Veðdeildar
fer á fund Sigurðar
Vegna bréfs Sigurðar Eyjólfssonar
höfðum við samband við Jóhannes
Jensson, skrifstofustjóra Veðdeildar
Landsbankans. Svar hans fer hér á
eftir:
„Eg fór strax mjög gaumgæfilega í
saumana á þessu máli. Það kom í ljós
að þar var mannlegum mistökum um
að kenna þótt tölva eigi þar líka hluta
af sökinni.
Eg skil vel afstöðuSigurðarEyjólfs-
sonar. Mér þykir þetta mjög leitt og
biðst velvirðingar fyrir hönd Veðdeild-
ar Landsbankans.
I framhaldi af þessu máli hef ég
haldið fund með starfsfólki minu og
brýnt ítarlega fyrir því að þarna hefði
borið að biðjast umsvifalaust af-
sökunar, auk þess sem ég hefði viljað
vitaafþessu.
Ég mun fara á fund Sigurðar, biðja
hann afsökunar og ræöa þetta mál
nánar viðhann.” -FG.
Góðir útvarpsmenn
hljóta lof og hól
4474—4023 hringdi:
Ég vil lýsa ánæg ju minni með Stefán
Jón Hafstein útvarpsmann. Að mínu
áliti er hann, án efa, skemmtilegasti
og hæfasti útvarpsmaðurinn þessa
dagana. Eg hef verið þessarar
skoðunar síöan ég heyrði í Stefáni Jóni
fyrst, eða frá því að hann var meö
næturútvarpið. Sá kunni að velja lögin.
Einnig finnst mér þátturinn þeirra
Amþrúðar Karlsdóttur og Hróbjarts
Jónatanssonar, Helgarvaktin, vera
meö miklum ágætum. Mér finnst Am-
þrúður vera mjög góður útvarpsmaður
og vil óska henni til hamingju með
nýja starfið.
Raunar er ég yfirleitt mjög
ánægður með útvarpið.
Arnþrúður Karlsdóttir og Stefón Jón Hafstein fá hlýjar kveðjur frá aðdó-
anda sem kann velað meta útvarpið yfirleitt.