Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Side 40
40 DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982. PANTANIR Sími 13010 HÁRGREIÐSLU- STOFAIM KLAPPARSTÍG 29 Umboðsmaður Hveragerði DV óskar að ráða umboösmann í Hveragerði frá ogmeðl. jan. 1983. Uppl. gefur umboösmaður DV í Hveragerði: Úlfur Björnsson í síma 99—4235 og afgreiðsla DV í Reykjavík, sími 27022. Umboðsmaður Blönduós Umboðsmaöur óskast frá 1. jan. 1983 á Blönduós. Uppl. gefur umboðsmaður DV á Blönduósi, Olga Öla Bjarnadóttir, sími 95-4178 og afgr. DV Reykjavík sími 27022. Hi-Fi /grand prix^ AWARD AudioVideo Grand Prix sigurvegari í 3 ár Ertu að spá í gylliboð eða gæði? Kröfuhörðuslu gagnrýnendur um allan heim eru sammála um að NAD eru hágæða hljómflutningstæki á ótrúlega lágu verði. „NAD á engan keppinaut í nálægum veröflokkum. Þaö er því auövelt aö mæla meö „NAD“ hí-fí Answears „NAD hefur bestu mögulegu „sound“ eiginleika af öllum útvarpsmögnurum í skaplegum veröflokkum“ popuiar hi-r e XSMJSsÁ -t— • ■ ammmxam •• ■■■ ■ • + „Flataratíönissviö á Dolby stillingu hefur vart sést “ Audio Magazine Nýjar bækur Nýjar bækur Guðmundur BjSrgvituronj ^MIT mClfiHfiEGT Allt meinhægt eftir Guðmund Björgvinsson er komin á markaðinn. Otgefandi er Láfsmark og er þetta fyrsta bók bæði höfundar og útgefanda. Skáldsagan Allt meinhægt fjallar nokkuð ítarlega um f jóra daga úr lífi 35 ára bankastarfsmanns, Sigurðar Bjarnasonar. Við förum með honum í vinnuna, tökum þátt í æsilegum nætur- ævintýrum hans á diskótekum borg- arinnar og fylgjumst meö því sem hann er aö bauka þegar hann er einn heima hjá sér. Og við sjáum ýmislegt sem Sigurður yrði sjálfsagt ekkert of ánægður með aö aðrir vissu um. Enda er sagan skrifuð af fullkomnu hispurs- leysi þar sem ekkert er dregið undan ef þaö getur varpað einhverju ljósi á per- sónuleika Siguröar. Þannig tekst höfundi aö skapa mjög trúverðuga per- sónu sem á yfirborðinu er slétt og steinrunnin en undir niðri kraumar allt og bullar og brýst öðru hvoru fram í hinum furðulegustu myndum. Sigurður er ekki allur þar sem hann er séður. Höfundurinn, Guðmundur Björg- vinsson, hefur áður getið sér gott orð sem myndlistarmaður. Hann prýðir bók sína fjölda teikninga. „Þessi fyrsta bókGuðmundar,”segir á bókar- kápu, „sýnir aö hann ér ekki síður fær um aðstýra penna en pensli.” Við í vestur- bænum eftir Kristján P. Magnússon Bókaforlag Isafoldár hefur gefið út bókina „Við í vesturbænum” eftir Kristján P. Magnússon. I bókinni segir frá uppvexti atorkusamra stráka í vesturbænum i Reykjavik. Lesandinn, fylgist meö samskiptum þeirra og hugsunum, uppátækjum og fram- kvæmdasemi. Bókin er blessunariega laus við fjölskylduvandamál. Strákamir eiga þó viö sín eigin vanda- mál að stríða en leysa þau sjálfir. Þetta er létt skrifuð og skemmtileg þók og mun lesandinn hvort sem hann er sjö ára eða sjötugur þekkja hliðstæö atvik úr eigin Ufi. Viö i vesturbænum er 143 bls. aö stærð, prentuð og bundin í ísafoldar- prentsmiðju. Káputeikning og mynd- skreytingar eru eftir Evu Vilhelms- dóttur. Utsöluverð með söluskatti er kr. 352,-. Slyngur spæjari kemst á sporið Slyngur spæjari kemst á sporið heit- ir nýstárleg bók sem IÐUNN hefur gefiö út. Höfundur er Richard Fowler. Þetta er myndasaga um spæjara sem á frummáli kallast Smart og er til þess ætlast aö lesandinn taki þátt í því með Slyngum að leysa málið. Því er fest við bókina rannsóknargler sem lesendur eiga að taka og reyna „aö finna leyni- boðin með því að færa rannsóknargler- ið yfir hægri handar síðurnar.” Bókin er gefin út í samvinnu við Ventura í London, prentuö og bundin í Singa- pore. Sauðasalan til Bretlands eftir Sveinbjörn Blöndal Ut er komin áttunda bókin í ritsafni Sagnfræðistofnunar, Sauöasalan til Bretlands, eftir Sveinbjöm Blöndal. I bókinni er fjallað um sölu á lifandi fé til Bretlands á áranum 1876 til 1896 og metin áhrif hennar á efnahagslíf Is- lands, íslenskan landbúnað og kaupfé- lögin. I viðauka eru endurgerðar skýrslur um útflutning fjár á fæti á þessu árabili. I niöurlagsorðum segir höfundur m.a.: „Að ritgerðarlokum mætti spyrja hvaöa áhrif sauðasalan hafi haft á landsbúskapinn í heild sinni síö- asta aldarf jórðung 19. aldar. Ohætt er að fullyrða að sauðasalan hafi lagt grundvöllinn að flestum þeim kaupfé- lögum sem stofnuö voru á 19. öld. En varast ber aö gera of mikiö úr áhrifum sauöasölunnar. T.a.m. er harla óliklegt að hún hafi staðið undir miklum spamaði sem síðar hafi veriö veitt til s jávarútvegs.” I bókinni er mikill fjöldi línurita og taflna. Hún er rúmar 80 blaðsíöur. Rit- stjóri Ritsafns Sagnfræöistofnunar er Jón Guönason. Sögufélag hefur söluumboð fyrir rit- safniö. jfcfttr&V Mimar <r htrra títikaf 1« Mver urðu endáJok forswa ísbnds, og unUir hvaAa krihgum.«*ðurn mxiii hun þeím? otbvrtur varð þe»s vaMsncti ! Uvt'mifj slayíKýisi íiömsiftálaráðhfrra ! irramsök ttarflokicytns alvarlfg* ? Daviðsdðtth ttv«aði*t« . Bræður munu berjast eftir Rónald Símonarson Bókaútgáfan Öm og Örlygur hf. hefur gefið út skáldsöguna „Bræður munu berjast” eftir Rónald Símonar- son. Er þetta fyrsta skáldsaga Rónalds sem er 37 ára Reykvíkingur og kunnur listmálari. Sagan „Bræður munu berjast” gerist á Islandi á síðasta áratugi tuttugustu aldarinnar og hafa þá orðið mikil stjórnarfarslegs umskipti í landinu. Alþýðuþandalagið hefur náð alræöisvöldum og í kjölfar þess fylgir stjómarfar eins og nú tíökast í Austur- Evrópu. Forsaga valdatöku Alþýðu- bandalagsins er kosningabandalag þeirra við krata og framsóknarmenn og mikill kosningasigur í kjölfar óvæntra atvika hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Alþýðubandalagið nær smátt og smátt yfirtökunum og ýtir samstarfs- flokkum sínum útí hom. I sögunni fylgir Rónald síðan nokkrum sögupersónum og ferli þeirra. Gerist sagan aðallega í Reykja- vík, en leikurinn berst þó víðar, — vestur á Isafjörð, norður í Grímsey og að bænum Rauöshaug á Héraði þar sem bóndinn stundar sérkennilega aukabúgrein. Mikil átök fylgja í kjölfar stjórnarfarsbreytingarinnar því að ekki sætta allir sig jafnvel við einræði og reyna aö klóra í bakkann eftir ýmsum Jeiðum. En öiium slíkum tilraunum er mætt af mikilli hörku og við þaö farnar þær leiðir sem þekktar eru af afspum frá einræðisríkjum. Bókin „Bræður munu berjast” er sett, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Hólum hf. Kápu- hönnun annaðist Sigmundur Ó. Steinarsson. Hinrik og Hagbarður eftir Peyo Iðunn hefur byrjað útgáfu á nýjum flokki teiknimyndasagna um kumpánana Hinrik og Hagbarð. Höfundur þeirra er belgiski teiknarinn Peyo sem kunnur er fyrir ýmsar teiknimyndahetjur sem hann hefur skapaö. Fyrstu tvær bækumar heita Svarta örin og Goöalindin. Sögur þess- ar gerast á miðöldum og þeir Hinrik og Hagbarður em hirðmenn konungs. I Svörtu örkinni segir frá því að ræningjar vaða uppi í ríkinu og kóngur sendir menn sína út af örkinni til að þeirra. En Hinrik og Hagbarður komast nú að því að ræningjarnir eiga bandamann á ólíklegum stað. Það leynist sem sé svikari innan hirðarinnar Goöalindin segir frá því aö þeir Hinrik og Hagbarður verða skipreika og ber- ast á land hjá Slapplendingum. Það . góða fólk reynist þeim vel en er öldungis þróttlaust og því mergsogið miskunnarlaust af höfðingjanum Svínhöfðá. Það eina sem getur gefið Slapplendingum máttinn er vatn úr goðalindinni.. . Bækurnar em gefnar út í samvinnu við Carlsen í Kaup- mannahöfn. Bjarni Fr. Karlsson þýddi þá fyrrtöldu en Halldór Bjöm Runólfs- son hina. Þær em prentaðar í Belgíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.