Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Page 45
DV. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER1982.
45
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Kristin Jónsdóttir kennir við Breiðho/tsskó/a og leiðbeindi um iaufa-
brauðsgerðina á sunnudaginn var. Hún hefur átt heima 12 ár i Reykjavik
en i æðum hennar flýtur þingeyskt blóð og hún gerði okkur þann greiða
að rifja upp hugblæ jólanna fyrir norðan.
MyndirBH.
Laufabrauð í Köldu-
kinn og Breiðholti
— samtal við Kristínu Jónsdóttur
„Þaö var alltaf svo mikill spenn-
ingur og tilhlökkun í okkur krökkun-
um, bæði viövíkjandi laufabrauðs-
bakstrinum sjálfum og svo minnti
hann okkur líka á aö jólin voru í
nánd,” sagöi Kristín Jónsdóttir,
þegar ég baö hana aö rifja upp jóla-
minningar frá bernskudögunum
fyrir noröan. Kristín er Suður-Þing-
eyingur en þeir hafa einmitt veriö
natnir aö varöveita ýmsa þætti úr
menningu þjóöarinnar sem glatast
hafa annarsstaöar. Hún fæddist í Ár-
túni í Kinn en síðar reistu foreldrar
hennar nýbýliö Árteig út úr þeirri
jörö.
,,Eg man aö þaö var alltaf einn
dagur lagður undir baksturinn, þaö
var byrjað snemma á morgnana aö
hnoða áeigið, síöan voru kökumar
skornar og látnar þorna dálítiö áður
en munstrið var skoriö í þær. Allir
tóku þátt í skurðinum, karlmennirnir
líka. Ég man að pabbi breiddi oft út
og þaö gat veriö erfitt verk, því aö
deigiö var seigt, það var hnoöaö svo
miklu hveiti í þaö. Munstriö var svo
skoriö með vasahníf, því þá voru
ekki nein hjól til, og viö krakkarnir
fengum ekki að taka þátt í því en við
fengum aö bretta upp á sem kallað
var; þá er tekið annaö hvert lauf og
brotið. Stundum komu frænkur okk-
ar af næsta bæ til að hjálpa og ég
hugsa aö þaö hafi veriö algengt að
fólk hjálpaðist þannig aö. Svo fórum
viö krakkamir líka á aðra bæi til
þess aö hjálpa þar til.”
— Fannst bömum laufabrauðiö
stór þáttur í j ólahaldinu?
„Já, hvort þeim fannst. Þaö lögöu
sig allir fram um aö kökumar væm
vel geröar og yröu ekki fyrir neinu
hnjaski því þaö þótti skemma ef þær
vora eitthvaö brotnar. Svo voru þær
geymdar til aðfangakvölds eöa
reyndar aöfangadags því við fóram
nú aö narta í þær um hádegið. Þaö
var ekkert skammtað, þaö vora
búnar til uppundir 200 kökur og látn-
ar á diska og bornar fram, bæöi meö
kaffi, hangikjöti og ööra brauði.”
— Bakaröu laufabrauð á heimili
þínu hér í Reykjavík?
„Já, og þá era alltaf tvær fööur-
systur mínar meö mér. Viö eram til
skiptis heima hjá mér og annarri
þeirra. Maöurinn minn er Sunnlend-
ingur, viö eigum þrjú böm og ég held
aö þau vilji síður vera án laufa-
brauðsins. Mörgum finnst þaö bragö-
lítið í fyrstu en menn halda áfram aö
boröa þaö og svo fer þeim aö finnast
það gott. Ég held að ég hafi aldrei
lifaö jól án þess aö hafa laufabrauö.”
— Er mikill munur á jólahaldinu í
Breiöholtinu og Köldukinn?
„Þaö er eiginlega enginn munur
hvaö mig varöar því aö ég held alveg
mínum siðum. Aö vísu búa foreldrar
mín og systkini annars staöar en aö
ööru leyti held ég því sem ég er vön.
En ég er svo sérvitur aö ég hef aldrei
aðventukransa því ég er ekki vön
því. Þaö er ábyggilega sunnlenskur
siður eöa þá danskur,” sagöi þing-
eyska stúlkan, Kristín Jónsdóttir aö
lokum.
„Þetta er ekki
þingeyskt montbrauð”
— segir Hildur Hákonardóttur
Austur á Straumum rétt fyrir vest-
an Selfoss býr listakonan Hildur Há-
konardóttir ásamt bónda sínum Þór
Vigfússyni og þar sem mér var kunn-
ugt um aö hún er forkur í laufa-
brauðsgerð, enda af þingeyskum ætt-
um, þá geröi ég mér ferö austur til aö
spyrja hana spjörunum úr. En Hell-
isheiöin var á annarri skoöun. Eftir
langvarandi jaröbann hljóp á asa-
hláka síðastliðinn mánudag og veg-
urinn varö svo glerháll að gamla
Ladan mín dansaöi eins og drukkinn
kósakki milli vegarkantanna.
„Afturhjóladrifið er betra í snjó en
verra í hálku,” sagði ég afsakandi
viö Selfyssing á fjórhjóladrifi fyrir
utan söluskálann á heiöinni. „Biddu
fyrir þér,” sagöi Selfyssingurinn,
,þetta er ekki neitt, þú ættir aö sjá
hvemig hann er á háheiöinni.” Þaö
var komið svartamyrkur og ég sneri
við og ók í bæinn. En Hildur var svo
vinsamleg aö hún hripaði niöur
nokkra punkta um laufabrauð og
sendi með bónda sínum í bítið næsta
dag því hann átti erindi til borgarinn-
ar. „Þú getur haft þessa punkta-þér
til handargagns,” sagöi Hildur en
mér finnst þeir góöir eins og þeir eru
og langar til aö birta þá óbreytta. Og
svonaeruþeir:
„Ég heldaö flestalangi mikið til
þess aö halda í menningarverðmæti,
siöi og hluti, fróðleik, vísur, dansa og
leiki sem einhverntíma hafa verið lif-
andi þáttur í tilverunni. Þaö er bara
svo langt í frá aö það sé auövelt. En
til þess aö koma því fram beitum við
ýmsum brögöum. Ef viö sjáum enga
skynsemi í að nota eitthvað eöa
komum okkur ekki almennilega til
aö nota þaö áfram, eins og peysuföt-
in til dæmis, þá grípum viö til þrjósk-
unnar og stofnum jafnvel opinbera
nefnd til þess að viðhalda peysuföt-
um og úrskuröa hvernig þau skuli
rétt vera.
En sumir hlutir fá aö lifa sínu lífi
áfram, þótt þeir hafi glataö notagildi
sínu. Þaö á til dæmis viö um hluti
sem eru svo skrautlegir aö þeir vora
jafnvel notaðir til gjafa á þeim tím-
um er þeir voru ennþá nytjahlutir.
Ágæt dæmi era tréskurðarhlutirnir
okkar, ýmiskonar vefnaöur og út-
saumur.
Við eigum líka gamlar erföir sem
liföu af vegna þess aö þær gátu aö
einhverju eöa öllu leyti aðlagað sig
verslunar- og fjölmiðlaþjóðfélagi nú-
tímans. Augljósasta dæmiö er
handprjónið okkar. Ég held aö laufa-
brauöiö sé líka dæmi um þetta.
Þaö er gert laufabrauö í
Þingeyjarsýslunum, Eyjafiröi og
Skagafirði og eflaust víöar og konur
úr þessum landshlutum fluttu meö
sér siðinn hvar sem þær fóru og voru
nokkuð seigar aö halda honum lif-
andi. En þaö þurfti dagblöö, tímarit,
útvarp og sjónvarp til þess aö út-
breiða laufabrauðsbaksturinn, þann-
ig aö þetta væri ekki álitið einhvers-
konar þingeyskt montbrauð, eöa þá
Það er vissara að hafa slökkviliðið nærri þegar mörg þúsund laufakökur hljóta sina eldskirn i kraumandi
feiti. Nokkrir slökkviliðsmenn lögðu fram vinnu sina ókeypis enda má segja að sumir hafi átt nokkurra
hagsmuna að gæta. Frá vinstri: Bjarni Ingimundarson, Höskuldur Einarsson og Arni Arnason. Telpurnar
heita Rósa Árnadóttir sem kúrir i volgum föðurfaðmi og Sjöfn vinkona hennar Þórðardóttir. Mynd BH.
HHdur Hákonardóttir, listakona og fyrrum skólastjóri Myndlista- og
handiðaskóla íslands, var svo væn að senda Dægradvölinni bréfkorn
um laufabrauðsgerð og varðveislu gamalla siða.
að menn yröu aö hafa norðlenskt
blóð í æðum til þess að geta skorið
réttu laufin. Eg held það hafi líka
hjálpað til aö gera laufabrauðið vin-
sælt aö farið var aö selja hálfgeröar
kökur,.því aö margar sem vora aö
byrja á þessu vissu kannski hreint
ekki eftir hverju átti aö keppa eöa
hvemig brauðið átti aö líta út.
Laufabrauðsgerðin er svo yndisleg
vegna þess aö allir fá hlutdeild í
verkinu, jafnvel minnstu bömin, og
drengir hafa hreint ekki minni
skemmtun af henni en stelpumar.
Viö erum sjaldan sælli en þegar viö
erum aö búa eitthvað til og þó aö eitt-
hvaö fari úrskeiðis þá gerir þaö ekk-
ert til — þá er bara kakan steikt og
étin í hvellinum með utanafskoming-
unum. Og þaö er enginn sem stjórn-
ar. Bömin læra þetta smám saman.
Þau yngstu leika sér hjá, því næst fá
þau að fletta upp því sem aðrir hafa
skorið og svo fara þau aö skera sjálf.
Þaö situr hver meö sína köku og svo
er bara aö spreyta sig aftur og aftur
og aftur á þessu og hvert munstur er
í raun og veru gleymt þegar því er
lokið.
Þetta var nú þaö sem mér datt í
hug en ég ræö ekki við aö slípa þaö
neitt því nóttin er orðin áleitin. Hild-
ur.”
Við í Dægradvölinni þökkum Hildi
Hákonardóttur kærlega fyrir
skemmtilegt bréf og vonum að laufa-
brauösgeröin gangi vel hjá henni og
öðrum konum þar i ölf usinu.