Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1982, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982.
VELDU
ÞAÐ
RÉTTA —
FÁÐUÞÉR
CLOETTA
!arlsl
26
C<un fvlWaírKTÍB i rtm msftiSrtinkM
-umboðið^
Sími 20350.,
Svissnesk
quartz
Fást
flestum j
úrsmiÖum.
Lögbannið á
Kambsmenn
dæmt ógilt
Hæstaréttardómur féll í gær í máli
nokkurra vörubifreiöarstjóra í Kefla-
vík gegn Vörubílastöö Keflavíkur.
Lögbann á þá er þar fellt úr gildi.
Forsaga málsins er í stuttu máli sú
aö í september 1979 voru 3 menn reknir
af stööinni vegna þess aö þeir heföu
stofnað félag sem væri komið í sam-
keppni við hana. Einnig var
sett lögbann á leiguakstur þeirra.
Mennirnir hafa síðan starfaö hjá verk-
takafyrirtæki á Suðurnesjum.
I héraösdómi var lögbanniö staöfest
en máliö snerist viö hjá Hæstarétti. í
dómsorði þar segir meöal annars aö
lögbann sé fellt úr gildi og brottvikning
viökomandi bílstjóra úr Vörubílstjóra-
félagi Suöurnesja hinn 13. september
1979 ógild. Mál eins bílstjóranna var
látiö fara áfram fyrir Hæstarétt sem
prófmál.
Aö sögn Auöuns Guömundssonar,
stjórnarformanns Kambs h/f, félags
þremenninganna, eru þeir ekkert
farnir aö ræöa hvaö gera skuli nú.
Hann taldi þó allar líkur á aö þeir færu
fram á skaðabætur vegna þess tjóns
semþeirheföuorðiðfyrir. -JBH.
„Ekkert
gosstríð”
„Þaö er langt í frá aö þaö sé
eitthvert veröstríö á gosdrykkja-
markaönum í uppsiglingu eins og sum
blööin og útvarpiö hafa látiö í veöri
vaka,” sagði Pétur Björnsson, for-
stjóri Vífilfells, í viötali viö DV í
morgun.
„Þaö sem við hjá Vífilfelli erum að
gera er aö viö erum meö kynningar-
verð til neytenda á nýjum drykkjum á
lítraflöskum. Er þar um aö ræöa TAB,
Fresca, Sprite og Fanta. Það var löngu
ákveöiö að gera þetta í jólamánuðinum
og áöur en viö geröum þaö var haft
samband viö Verölagsstofnun og
ráögast um þetta einstaka tilfelli um
afslátt til neytenda á vörum í þessum
iðnaöi”.
Afslátturinn sem Vífilfell veitir á
þessum drykkjum er 15%. Sagt var að
Sanitas hefði svaraö þessu meö því aö
birgja upp allar verslanir og stór-
markaöi af gosdiykkjum á gamla
veröinu áöur en gosdrykkir hækkuðu í
verði í síöustu viku um 11%.
, JCaupmenn vissu um þessa hækkun
og pöntuöu gosdrykki frá okkur áöur
en hún kom til framkvæmda,” sagði
Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas.
„Þeir sem pöntuöu og fengu afgreitt
fyrir 2. desember fengu aö sjálfsögöu
vöruna á gamla veröinu en þeir sem
pöntuöu eftir þaö fengu hana á því
nýja. Þama er því síður en svo um
neitt gosstríö aö ræöa,” sagðihann.
-klp-
LOKI
Já, það er ekki ál-litlegt á-
standið.
Aðrar lausnir hefðu
getað orðið ódýrari
—segir hagsýslust jóri um álklæðningu Þjóðarbókhlöðunnar
„Aörar leiöir hefðu vissulega veriö
færar varöandi útlit þjóöarbókhlöö-
unnar,” sagöi Magnús Pétursson
hagsýslustjóri er hann var inntur
álits á hinum dýru álklæðningu sem
sett veröur á þjóðarbókhlööuna.
„Það hefði veriö möguleiki að út-
búa einhvers konar klæðningu úr
fíberplötum eöa jafnvel steyptum
einingum, skeyttum saman á hom-
um.
Málið var til meðferðar hjá Iön-
tæknistofnun og Rannsóknarstofnun
byggingariðnaöarins og sú síðar-
nefnda komst aö því aö álklæöningin
gæti oröiö mjög hentug lausn.”
Magnús var spuröur hvort aörar
leiöir heföu ekki orðið ódýrari. „Jú,
þaö er ljóst aö aðrar leiöir, t.d. fíber-
plötur, hefðu orðið mun ódýrari,
a.m.k. efnislega séð. Þetta er hins
vegar spurning um aö sameina styrk
og útlit og hvaö þaö snertir eru ál-
plöturnar heppilegastar. Þær ættu að'
mynda mjög samfellda umgjörö um
húsið og f alla vel aö gluggunum.”
PÁ
„Hún er ólíkindatól, ýsan." Þeir gætu hugsað sem svo þessir menn, þar sem þeir horfa yfir Reykjavikur-
höfn og velta fyrir sór fiskveiðistefnu, aflabrögðum og gæftum og öðrum óútreiknanlegum náttúrufyrir-
bærum. -óbg/DV-mynd EÓ.
Atakafundur
i ríkisstjom
Búist var við átakafundi í rikis-
stjóminni í dag. Á dagskrá yröu
meðal annars álmálið og vísitölu-
máliö.
Tómas Árnason viðskiptaráöherra
sagði í viðtali við DV í morgun aö
framsóknarmenn legöu mikla
áherslu á nýtt vísitölukerfi. Vísitölu-
nefnd hefur klofnað eins og fram
hefur komiö. Fulltrúar Gunnars-
manna og Framsóknar vilja aö
vísitölutímabilið veröi lengt nú
þegar, þannig aö næst komi til verö-
bótahækkunar 1. apríl. Fulltrúi
Alþýöubandalags vill aö lengingin
komi ekki strax til framkvæmda, svo
að næsta verðbótahækkun yröi 1.
mars eins og venjulega. Fulltrúi
Alþýðubandalags vill ennfremur
hafa fasta prósentu sem frádrátt í
vísitölugrunni en hinir nefndar-
mennirnir vilja halda þeim frádrætti
sem er, plús „orkufrádráttur”. Þeir
segja, aö meö því yrði frádráttur í
vísitölu svipaöur og nú er, búvöru-
frádrátturinn lækkaöi en í staðinn
kæmi nýr orkufrádráttur. Með til-
lögu fulltrúa Alþýðubandalags muni
hins vegar frádráttur sá minnka sem
í gildi er, áöur en kauphækkun er út-
reiknuö. Þetta deilumál verður
væntanlega rætt á fundi ríkis-
stjómarinnarídag.
Auk þess munu stjórnarliðar deila
um álmálið á fundi sínum í dag.
-HH
„Eins og á
hávertíð”
— gottfiskirí
á Faxaflóa
„Þaö hefur veriö gott fiskirí síöast-
liöinn hálfan mánuð og mikil ýsa veidd
í netinnarlega á Faxaflóa,” sagðiGuð-
mundur Símonarson á Hafnarvigtinni í
samtali viö DV. „Þetta hefur veriö
aðeins dræmara síðustu tvó daga en
um tíma var þetta eins og á hávertíð.”
10 til 20 bátar hafa landaö afla, svo till
eingöngu ýsu, í Reykjavíkurhöfn und-
anfarinn hálfan mánuð. Hefur aflinn
ýmist verið verkaöur í Reykjavík,
seldur beint í fiskbúðir eöa fluttur til
Eyrarbakka og annarra plássa. Tölu-
vert hef ur verið um aö siglt sé meö afla \
og sent út í kæligámum. Bátar frá
Reykjavík, Eyrarbakka og Þorláks-
höfn hafa stundaö veiðar síðustu tvær
vikur á þessum slóðum. ás
Fjárráð fólks
minni en áður
Greinilegt er að fólk virðist hafa
minni fjárráö fyrir jólin í ár en oftast
áður. Fólk veltir æ meir fyrir sér verði'
hlutanna og hagar innkaupum ööru-
vísi.
Þetta er algengt viökvæöi hjá kaup-|
mönnum þessa dagana en DV for-
vitnaðist um sölumál í nokkrum
verslunum í gær.
Hrafn Bachmann í KjötmiöstööinM
sagöi aö kaupmáttur fólks væri allur
annar en áöur. Nú neyddist fólk til aö
horfa í aurana og ætti t.d. erfiðara meö
aö standa í skilum viö mánaðamót..
Hrafn sagöi einnig aö neysluvenjur
fólks væru aö breytast og verökannan-
ir undanfariö vektu fólk til umhugsun-
ar. Hvað matvörukaupmenn snerti
færi samkeppni vaxandi.
Hjá Fálkanum og Heimilistækjum
fengust þær upplýsingar aö sala heföi
verið með daufara móti aö undan-
fömu. Fólk hefði minna fé milli handa,
en áður. Það er mikið spáö í verö á
heimilistækjum og mikiö skoöað, var
samdóma álit starfsfólks þessara
verslana. Þó var tekið fram að sala
ætti eftir að aukast síðustu tvær
vikumarfyrir jól.
Hjá bóksölum kvaö hins vegar við
annan tón og bjartsýnni. Haft var sam-
band viö Bókhlööuna og Bókaverslun
Snæbjarnar og voru verslunarstjórar
beggja sammála um þaö að ekki virtist
ætla aö véröa minni sala á bókum en
áöur, enda heföi meöalverð þeirra ekki
hækkað nema um 50% meðan aðrir
vömflokkar hefðu hækkað mun meira.
PÁ