Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983. Skorti vilja til að vinna — sagði varaflugmálastjóri um hinn brottrekna tæknifræðing Umdeild uppsögn hjá Flugmála- stjórn fyrir tveimur árum hefur í undirrétti veriö dæmd ólögleg. Hrafni Jóhannssyni tæknifræöingi, sem sagt var upp, hafa veriö dæmdar skaðabætur. Dagblaöiö Vísir fjallaði á sínum tíma mikiö um mál þetta. I viötölum viðmálsaöila féllu þung orö. „Hafi Hrafni Jóhannssyni ekki veriö sagt upp störfum fyrir hádegi föstudaginn 27. febrúar næstkom- andi meö skipun um aö hverfa af vinnustaö fyrir 1. mars 1981, þá mun ég leggja fram uppsagnarbréf mitt síödegis þann sama dag.” Þetta skrifaöi Pétur Einarsson varaflugmálastjóri til flugmála- stjóra og samgönguráöherra þann 25. febrúar áriö 1981. Hrafni var sagt upp í framhaldi af bréfi Péturs. I viðtali viö Vísi hefur Pétur Einarsson sagt að Hrafn Jóhannsson hafi veriö „algjörlega fullreyndur”, útilokað hafi veriö aö þeir gætu starfað áfram saman. Pétur skrifaði þann 6. maí árið 1981 í Vísi: „Hrafn skortir átakanlega kosti sem hver starfsmaöur verður aö vera gæddur, jafnt undirmenn sem yfirmenn, og einnig opinberir starfs- menn, þ.e. viljann til þess aö vinna, viljann til þess aö mæta til vinnu og viljann til þess . aö vinna meö jákvæöu hugarfari meö ööru fólki. Ef ég þyrfti aö búa við þvílíkan dragbít í starfi þá taldi ég aö tíma mínum væri betur variö annars staðar.” Hrafn sagöi í blaöaviötali í apríl áriö 1981: „Pétur er starfandi framsóknar- maöur og Steingrímur skipar hann í embætti sem var ekki auglýst. Eg tel aö Steingrímur og Framsóknar- flokkurinn séu aö koma sér upp nýjum flugmálastjóra. ” Hrafn lagði á sínum tíma skipan Péturs í embætti fyrir Bandalag há- skólamanna. „Eg hef undir höndum afrit af bréfi þar sem BHM átelur samgönguráðherra harölega fyrir aö brjóta lög og reglur í sambandi viö ráðningu Péturs,” sagði Hrafn í blaðaviðtali. Pétur Einarsson var þann 1. september 1980 skipaður varaflug- málastjóri og framkvæmdastjóri flugvalla utan ReykjavíkurogKefla- víkur. „Þarna átti aö læöa Pétri inn og var raunar gert,” sagöi Hrafn. Pótur Einarsson varaflugmálastjóri. „Hann stefndi markvisst að því aö bola mér úr starfi,” sagöi hann einnig í viötali viö Vísi. Hrafn Jóhannsson haföi frá árinu 1973 gegnt starfi deildarstjóra flug- valiadeildar. Eftir aö Pétur var skipaður í embætti sín tók aö bera á ósamlyndi þeirra tveggja. 28. febrúar 1981 var Hrafni afhent uppsagnarbréf, undirritað af flug- málastjóra. Tekiö var fram aö samgönguráðuneytiö væri samþykkt uppsögninni. Hrafni Jóhannssyni voru í raun dæmdar 90 þúsund krónur í skaða- bætur vegna uppsagnarinnar. Hann fékk hins vegar greidd laun í sjö Hrafn Jóhannsson tæknifræðingur. mánuöi eftir aö uppsögnin tók gildi. Dragast þau laun frá skaöabótunum. Mismunurinn er krónur 26.759, auk vaxta í tvö ár. Ríkissjóður var auk þess dæmdur til greiðslu málskostn- aðar. Dóminn kvaö upp Friögeir Björns- son borgardómari. Tveirkandidatar fluttu máliö sem prófmál. Tryggvi Gunnarsson flutti þaö fyrir hönd ríkissjóös en Guöríöur Þorsteins- dóttir fyrir hönd Hrafns. DV haföi í gær samband viö Pétur Einarsson varaflugmálasjóra. Pétur sagöist ekki hafa frétt neitt um dóm- inn. Hann gæti því lítiö sagt um hann. -KMU. Uppsögnin ólögmæt í öllum lagagreinum — segir í niðurstöðum dómsins I forsendum og niöurstööum dómsinssegir: „Aö sögn Péturs Einarssonar og stefnanda sjálfs var sú breyting gerö á starfssviöi stefnanda á fundi þeirra í nóvember 1980 aö það var einskorð- aö viö hönnunarvinnu sem stefnandi átti sjálfur að vinna. Viröast því önnur störf stefnanda, svo sem mannaforráð þau sem hann hafði og umsjón meö framkvæmd- um, hafa þar meö verið tekin úr hans höndum frá þessum tíma. Þegar stefnanda var sagt upp störf um haföi því starfssviö hans veriö annaö síöustu þrjá mánuðina en áöur var. Osannaö er, gegn mótmælum stefnanda, aö hann hafi fengiö áminningu eöa viövörun frá yfir- mönnum sínum. Bréf Péturs Einars- sonar hefur að geyma upptalningu á ýmsum áviröingum sem hann telur stefnanda hafa gerst sekan um. Hins vegar er ekki hægt að líta svo á aö þaö hafi aö geyma áminningu af því tagi sem um getur í 7. grein laga númer 38/1954 og telja veröur nauösynlegan undanfara lausnar úr stööu, samanber 3. kafla sömu laga, auk þess sem bréfiö á viö þau störf sem stefnandi gegndi áöur en breyt- ing var gerð á starfssviði hans í nóvember 1980. Bréf flugmálastjóra frá 8. og 13. febrúar 1980 er heidur ekki hægt aö skoöa sem áminningarbréf í skiln- ingi laganna. Gegn mótmælum og skýringum stefnanda verður aö telja ósannaðar þær áviröingar, sem á hann eru bomar í bréfi Péturs Einarssonar frá 18. nóvember 1980, svo og aðrar ávirðingar sem á hann hafa verið bornar, og verður því ekki talið í ljós leitt að stefnandi hafi vanrækt skyldur sínar samkvæmt 6. kafla laga númer 38/1954, samanber og 7. grein sömu laga, þó meö þeirri undantekningu aö stefnandi þykir ekki hafa gefið viðhlítandi skýringu á því hversvegna hann sat ekki betur fund þann sem Pétur Einarsson boðaöi 3. og 4. nóvember. Þykir stefnandi hafa brotiö hlýðniskyldu sína, samkvæmt 29. grein laga númer 38/1954. Þetta brot þykir þó ekki nægja til þess aö skoöa megi fyrirvaralausa uppsögn stefnanda lögmæta. Rétt þykir aö taka sérstaklega fram aö ekki þyki, miðaö viö tilefniö, ámælisvert af hálfu stefnanda þótt hann leitaði staðfestingar meö þeim hætti, sem hann geröi á því, hvort rétt væri sú fullyröing Péturs Einarssonar að meginþorri flug- vallarstarfsmanna heföi kvartaö undan störfum hans. I uppsagnarbréfi stefnanda frá 27. febr. 1981 voru ekki greindar orsakir uppsagnarinnar, svo sem rétt heföi verið samkvæmt 1. máls- grein 9. greinar laga númer 38/1954. Stefnanda var eigi gefinn kostur á aö tala máli sínu, eins og telja verður aö hann hafi átt rétt á, samkvæmt 1. málsgrein 11. greinar laga númer 38/1954. Samkvæmt framansögðu veröur aö líta svo á aö uppsögn stefnanda hafi verið ólögmæt í öllum greinum, samkvæmt 7., 8., 10., 11. og 12. grein laga númer 38/1954 og þykir því stefnandi eiga rétt á bótum úr hendi stefnda.” -KMU. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Tala þeir um sænskan eða finnskan frið? Nú sitja þeir Noröurlandaþing í Osló og láta mikinn yfir tillögum og samstarfi. Einn heimtar friðun Noröur-Atlantshafs fyrir kjamorku- vopnum en annar vill samræmdar ákvaröanir um gengisskráningu fyrir löndin fimm. Merkilegust er sú tilraun aö vilja koma Norðurlönd- unum ■ heilu lagi inn í friðarsamtök órólegu deildarinnar í Vestur- Evrópu en eins og kunnugt er fara þar saman Iönd eins og Finnland, sem er í einskonar ógnarsambandi viö Sovétríkin, Svíþjóö, sem vill halda uppi friði á eigin spýtur þótt þaö kosti heimsóknir kafbáta, og svo þrjú iöndin hin sem eru í Nato. Þrátt fyrir þessa erfiðleika i samstöðu um frið skal enn reynt til þrautar aö fá öll löndin fimm til aö standa að sam- eiginlegri stefnu í friðarmálum. Gjaldeyrissamvinnan hefur verið ágætlega skýrð af Halldóri Ásgríms- syni. Norðmenn greiða niður fisk- verð um ein 40% og undirbjóða okkur á öllum mörkuðum þar sem þeir geta komið því við. Hér gildir lögbundin fiskverðshækkun á þriggja mánaða fresti og gengisfell- ingar í kjölfariö, fyrir utan stöðugt gengissig þar á milli. Það er því eðli- legt að Halldór Ásgrimsson hafi látið þá vita þarna á þinginu að varla geti orðið um samræmda gengisskrán- ingu að ræða meðan gengisskráning okkar markast af vöru sem er niður- greidd um 40% í einu landinu. Gengisskráning hlýtur að ráðast af verði á helstu útflutningsvöru hverrar þjóðar og fara að einhverju leyti eftir verðlagsþróun í milliríkja- viðskiptum. Það hefur því áreiðan- lega komið íslensku fulltrúunum einkennilega fyrir sjónir hvaða tillögur voru uppi um samræmda gengisskráningu Norðurlanda. Friðurinn og gengið munu að lík- indum ekki verða helstu og einu mál Norðurlandaþings. En varla verða þau gáfulegri. Það er nú svo þegar þessar þjóðir koma saman að lítið á sérhannað hugarfar íslendinga sam- eiginlegt með efnahagshyggju skandinavískra sósíalista. í menningarefnum hefur þráfaidlega verið neitað að tslendingar stæðu þessum þjóðum jafnfætis enda er fluttur hingað inn, á vegum Norræna hússins, fjöldi fiðluspilara og vísna- söngvara ár hvert til að sýna okkur hvernig menn haga menningarstarf- seminni á hinum Norðurlöndunum. Friðarmálin verða varla mikið rædd að þessu sinni, enda er ljóst að stefnan í þeim efnum er runnin úij sérdeildum KGB. Nýlega kom kirkjuþing saman í Bretlandi þar sem freistað var að róða ensku kirkjunni inn í friðar- málin. Vist voru nokkrir fylgjandi því á þessu kirkjuþingi en hinir snöggtum fleiri sem héldu því fram að Nato væri friðarhr eyfing þeim aö skapi og kjarnorkuvopnabúnaður í varnarskyni væri ill nauðsyn. Öðru vísi er þeim farið en kirkjunnar feðrum hér heima sem héldu þing í sumar leið og létu kúga sig til að gefa loðna yfirlýsingu. Bretar þekkja til styrjalda og þeim virðist vera ljóst að lítiö færi fyrir Vestur-Evrópu í dag hefði hún frá stríðslokum léð máls á stefnumiðum áróðursmið- stöðvar KGB í friðarmálum. En á þinginu í Osló virðast þeir hávaða- samastir sem vilja ótilgreindan frið á stóru hafsvæöi sem enginn getur vaktað. Ætli sé ekki verið að ná fram yfirlýsingum sem fyrst og fremst verða til nota í áróðri manna á meðal. Á Norðurlandaráðsþingi má búast við nokkrum veislum. Áf því að þingið er í Osló koma fulltrúar heim þaðan fullir af gömlu geitarosti ef að líkum lætur. Norömenn hika ekki við aö gefa gestum sínum söl í veislum og annan hrámat úr fjörum. Sæki menn þing til að lenda í turnbautum þá verður sú ekki sagan núna. Söl munu þeir fá og annað það til matar sem ríkar þjóðir gefa gestum til að minna þá á að í einn tima sultu allir, líka þeir sem ausa olíu upp af botni Norðursjávar. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.