Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Page 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBHUAR1983. 7 Neytendur Neytendur Orkunotkun: FREKARITÖLUR FRÁ SELFOSSI Mismunandi orkuverð hefur mikið verið til umræöu hér á síðunni aö undanfömu. Þegar við báöum fréttaritara okkar á nokkrum stöð- um á landinu aö athuga orku- reikninga sína og annarra og gefa okkur upp tölur um orkueyðslu í krónum taliö kom Selfoss mjög hag- stætt út úr því dæmi. Síðar kom í ljós að tvenns konar kerfi er á húshitun þar, annars vegar greiða menn eftir mæli og hins vegar eftir hemli. Til þess aö fá gleggri mynd tók Kristján Einarsson, fréttaritari okkar, saman eyðslu í fjórum ein- býlishúsum. Öll eru þau jafnstór, 125,2 fermetrar, og ÖU eru þau með rafmagnsmæli. I ljós kom aö íbúar húsanna eyddu að meðaltali 762 tonn- um af vatni sem kostaði þá 4.321 krónu og 3826 kílóvattstundum af rafmagni sem kostaði 6.288 krónur. Samtals fóru því íbúarnir með 10.549 krónur að meöaltali í hita og raf- magn. Þætti þetta hagstætt einhvers staöar á landinu þó aö okkur í Reykjavík þyki tölumar háar. -DS. Athugasemd frá veitunefnd Hafnarhrepps: Ódýrara að hita með hitaveitu en raf magni Þorsteinn Þorsteinsson skrifar fyrir hönd veitunefndar Hafnarhrepps: Athugasemdir vegna upplýsinga á neytendasíðu Dagblaðsins og Vísis um kostnaö vegna hitunar íbúöarhúsnæöis í Hafnarhreppi. 1 Dagblaöinu og Vísi 2. febr. sl. var gerö könnun á kostnaöi við hitun íbúðarhúsnæöis á nokkmm stöðum á landinu og ekkert nema gott um þaö að segja. En meiri vandvirkni heföi þurft að gæta við könnunina en raun varð á til aö afraksturinn hefði orðiö betri. Hvað varðar dæmin sem tekin vora frá Höfn, þar sem borinn er saman kyndingarkostnaður með rafhitun og hitaveitunnar á staðnum, kemur í ljós samkvæmt fréttum tíðindamanns blaðsins hér, að hitaveitan er mun óhagstæðari en rafhitun. Upplýsingar sem þessar em ákaflega villandi og em einskis virði til upplýsinga um hversu fólk býr við ólík kjör viö upphitun húsnæöis í landinu. Hér eru greinilega lagðar til grund- vallar ólíkar forsendur um orkunotk- un. Notkun einstakra húsa er afar mis- munandi í orkueiningum. Gildir þar einu hvort notuö er hitaveita eða raf- magn. Þar kemur margt til, s.s. frá- gangur á húsum, stærð húsnæðis, f jöldi heimilismanna og mismunandi hita- stig sem íbúarnir kjósa að hafa. Þetta kemur t.a.m. fram í dæmum, sem tekin voru héðan frá Höfn um heimilis- notkun á raforku. Þar er slík árs- notkun í einu tilviki kr. 4.356 en ööru kr. 6036 án þess að nokkur skýring sé gef in, önnur en stærð húsnæðisins, sem reynist þó vera í öfugu hlutfalli við notkun. Staðreyndin er sú að gjaldskrá Hita- veitu Hafnarhrepps er 8% lægri en kyndingarkostnaður með raforku. Líka er það staðreynd, að kyndingar- kostnaður frá hitaveitunni er 56% af kyndingarkostnaði með óniðurgreiddri olíu meðan kostnaður vegna raf- kyndingar er um 62% af óniðurgreiddri olíu. Þetta eru tölur sem hægt er að fá staöfestar hjá verðlagsyfirvöldum orkumála í landinu. Hins vegar er það líka staðreynd, að rafhitunar og hitaveitutaxtar frá fjar- varmaveitum hafa hækkaö verulega umfram almenna verðlagsþróun á árinu 1982. Þetta þykir forráða- mönnum hitaveitunnar á Höfn alvarleg þróun og vilja eindregið vara við því að kostnaðurhækkunum á raf- orku sé eingöngu velt yfir á herðar hinna almennu notenda í landinu. Hvar fást grjónin og blómkálssúpan? Fólk leitar til okkar og ber upp margvísleg erindi. Eftir föngum reynum við að greiða úr því sem hægt er og ge-um hér eina tilraun. Ragnheiður haföi samband við okkur vegna tveggja vörutegunda sem hún hefur saknað úr verslunum. Erindið sem hún bar upp var á þá lund hvort viö gætum kannað hvort það sem hún saknar sé ófáanlegt á neytendamark- aði eöur ei. Hún hafði keypt fyrir tveimur árum eða svo ákveðna tegund af blómkálssúpu — Hiigli — sem seld er í 1200 gramma umbúðum. Þetta kvaö Ragnhildur alveg sérlega góða blómkálssúputegund og hún og hennar heimilisfólk saknaði að fá ekki í dag. Hin varan sem ekki hef ur fundist í verslunum, þrátt fyrir mikla leit, eru hrísgrjón í pökkum, vörumerki Golden grain (Rice-Roni) í hverjum hrís- grjónapakka voru kryddjurtir í umslagi sem soðnar voru með grjónun- um. Mismunandi krydd sem soðið var með grjónunum eftir því hvort bera átti hrísgrjónin fram með fisk- eða kjötréttum. Þá er komið að því að spyrja hvort einhverjir kannist við þessar vöru- tegundir og geti látið okkur í té upplýsingar, viö höfum ekki fundið þær í verslunum frekar en Ragnheið- ur. Ef þið lumið á vitneskju, hafið þá samband við umsjónarmenn neytendasíðunnar. _____________' ____-ÞG Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar ^ ||U^|FEROAR Þvottavélin ALDA sem þvær og þurrkar UMBOÐSMENN REYKJAVÍK: KÓPASKER: Vörumarkaðurinn hf., Kf. N-Þingeyinga, AKRANES: ÞÓRSHÖFN: Þóröur Hjálmsson, Kf. Langnesinga, BORGARNES: VOPNAFJÖRÐUR: Kf. Borgfiröinga, GRUNDARFJORÐUR: Kf. Vopnfirðinga, EGILSSTAÐIR: Guóni Hallgrlmsson, STYKKISHÖLMUR: Kf. Hérðasbúa, SEYOISFJÖRÐUR: Stálbúóin, PATREKSFJÖRÐUR: REYÐARFJÖRDUR: Rafbúó Jónasar Þórs, Kf. Héraðsbúa, FLATEYRI: ESKiFJÖRÐUR: Greipur Guöbjartsson, Pöntunarfélag Eskfiróinga. ÍSAFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖROUR: Straumur hf., Verzl. Merkúr, BOLUNGARViK: HÖFN: Jón Fr. Einarsson, K.A.S.K., BLÖNDUÖS: ViK: Kf. Húnvetninga, Kf. Skaftfellinga, SAUÐÁRKRÓKUR: ÞYKKVIBÆR: Radlo og sjónvarpsþjónustan Fr. Friðriksson, SIGLUFJÖRÐUR: HELLA: Gestur Fanndal, Mosfeli sf., ÓLAFSFJÖRÐUR: SELFOSS: Raftækjavinnustofan, G.Á. Böðvarsson, AKUREYRI: VESTMANNAEYJAR: Akurvlk hf., Kjarni sf., HÚSAVlK: GRINDAVÍK Grlmur og Árni, Verzl. Báran, KEFLAVÍK: Stapafell hf., Btillworker X5 Líkamsþjálfunartækið Bullworker hefur náð-almennings í öllum aldurs- flokkum. Það telst til aðalkosta tækis- ins að það hentar fólki sem hefur lít- inn tíma til íþrótta- og leikfimisiðkana og það hefur jafnframt vakið mikla hrifningu þeirra, sem gefist höfðu upp á öllu öðru en að láta reka á reið- anum og héldu sig óhæfa til að ná nokkrum árangri í líkamsrækt. Það sem Bullworker æfingar hafa til leið- ar komið hjá öðrum geta þær líka á- orkað hjá þér. í hverri æfingu njóta slakir vöðvar góðs af auknu blóð- streymi, sem flytur með sér súrefni og sópar burt eiturefnum. Líkaminn allur hlýtur ábata af að aukakílóin brenna upp og líðanin stórbatnar. Litprentað veggspjald og æfingakerfi á íslensku, ásamt 96 blaðsíðna æfingabók fylgja með hverju Bullworker tæki. Skjót og örugg leið til að byggja upp vöðvastæltan líkama. - Aðeins 5 mínútna markviss þjálfun á dag og árangurinn er tryggður með BULLWORKER-þjálfun! Auglýsingar & hönnun Þið getið sjálf fylgst gaumgæfilega með árangri ykkar frá degi til dags þvi innbyggð- ur afmælir sýnir svo ekki verður um villst að ykkur vex afl og þróttur með hverjum deginum sem líður við Bullworker þjálfun. 1 223332 rs — Póstverzlunin Heimaval, box 39, Kópavogi. Bullworker tækið getur þú fengið | með skilatryggingu. Ef þú vilt ekki | halda tækinu einhverra hluta vegna I getur þú skilað því ásamt veggspjald-jHEiMiu stk. Bullworker á kr. 1.090.- + póstkostn. NAFN:_ inu og bókinni innan 14 daga frá móttöku þess. I I STAÐUR:_ POSTNR:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.