Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1983, Qupperneq 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR1983.
15
„Það er Ijóst, að þingkjörnir fulltrúar hafa ekki siðferðisþroska til að láta af pólitískri ósvífni, sem nú
viðgengst," segir greinarhöfundur.
ósvífnin er fólgin í þeim mannréttinda-
brotum, sem leiöa til mismunandi
skattbyrði hjóna eftir því, hvort annað
hjóna eða bæði vinna úti.
Þingmaður fær traust kjósenda í
prófkjöri til setu á þingi fyrir ákveðinn
flokk. Hann segir sig úr flokknum, —
en situr áfram á þingi og stofnar nýj-
an flokk! Fyrir hvaða flokk situr þing-
maðurinn, fyrir þann, er hann sagði
sig úr, — eða þann, sem ekki hefur enn
verið kosinn? — Pólitísk ósvífni og
siðlaus þar aö auki þótt löglegsé, sam-
kvæmt samtryggingakerfi flokkanna.
Nýjar og skyndilegar álögur á bif-
reiðaeigendur með því að skylda þá til
að greiða eina krónu af hverju
kílógrammi sem bifreið þeirra vegur
er dæmi um fáheyrða pólitíska ósvífni.
Sú staðreynd, aö virkjuö vatnsorka
að verömæti 40 milljónir dollara
rennur til sjávar á næstu f jórum árum,
eins og fram kom á viðskiptaþingi
Verslunarráðs Islands fyrir skömmu,
— það er líka pólitísk ósvífni, — og sök
stjórnmálaflokkanna allra f jögurra.
Því miður er Sjálfstæöisflokkurinn
þar ekki undanskilinn, því að hann
hefur viðurkennt kommúnista sem eitt
hinna íslensku stjórnmálaafla, —
hefur ekki einu sinni útilokað aö
mynda með þeim ríkisstjórn, ef svo
bæriundir!
Og með því að viðurkenna
kommúnista sem eitt stjómmálaaflið
hér á landi er þeim veittur aögangur
að lífæðum þjóðfélagsins, efnahags-,
orku- og atvinnusviðum. Er þetta ekki
samtrygging ósvífninnar?
Og nú hafa fulltrúar allra sam-
tryggingarflokkanna samþykkt að
leggja fram frumvarp aö nýjum
stjómskipunarlögum og breyttum
kosningalögum, sem leiða til fjölgunar
þingmanna í 63!
Þar með hafa stjórnmálaflokkamir
endanlega brotiö allar brýr að baki sér
til samkomulags og sátta viö um-
b jóðendur sína, k jósendur.
Það er ljóst, að þingkjörnir fulltrúar
hafa ekki siöferðisþroska til aö láta af
pólitískri ósvífni, sem nú viðgengst. —
Viö þessu á almenningur svör. Eitt
þeirra er fólgið í því að láta kosningar
sem vind um eyru þjóta á kjördegi, og
allt þar til kynslóðaskipti tryggja, aö
ósvífni í pólitík þykir ekki lengur
sniðug.
Geir R. Andersen.
Menning Menning Menning
Tvær sómakonur
Guðný Guðmundsdóttir.
ur. Og hvernig hefði list hans orðið
hefði hann lifað að enduróma í tónum
þær hræringar sem urðu þegar
korpórállinn frá Korsíku fór aö hafa
endaskipti á hlutunum? G-moll-
sinfónían númer tuttugu og fimm er
gott dæmi um ótal tilraunir snillings-
ins til að brjótast úr viöjum tiskunn-
ar — ítölsk að gerð, en í moll. En
kannski voru þaö líka í og með hinar
ströngu viðjar tískunnar sem gera
manni svo augljóst hversu miklu
framar hann stóð samtímatónskáld-
um sínum velflestum.
Hljómsveitinni okkar tekst yfir-
leitt vel upp við Mozart undir stjóm
Jacquillat og hér var ekki um neina
undantekningu frá þeirri reglu að
ræöa.
Þá var komið að einleikurum
kvöldsins, þeim Guðnýju Guðmunds-
dóttur og Ninu Flyer. Hvoruga þarf
að kynna fyrir islenskum tónleika-
gestum. Oft hafa þær leikiö vel sam-
an, en sjaldan — ef nokkum tíma
sem nú. Gyðjan og skáldið er einn
allsherjar samtalsþáttur einleiks-
hljóöfæranna, sem hljómsveitin fær
Tónleikar Sinfónluhljómsveitar islands í
Háskólabíói 17.febrúar.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikarar: Guöný Guömundsdóttir og Nina
Flyer.
Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart:
Sinfónía í g-moll nr. 25 KV 183; Camille Saint
Saéns: La Muse et le Poéte f. fiðlu, celló og
hljómsveit, op. 132; Johannes Brahms:
Konsert f a-moll f. fiðlu, celló og hljómsveit op.
102.
Fá tónskáld hefur tískan njörfað
jafnrækilega niður og Wolfgang
Amadeus Mozart. Ekki var fjöturinn
Tónlist
Eyjólfur Melsted
lagður á Mozart einan, en sárast
finnur maður til með honum — öðr-
um fer fjöturinn einhvern veginn bet-
að mynda fallegan flúrramma utan
um. I leik einleikaranna í þessum
fína glitvefnaði Saint-Saens fólust
fy rirheit um það sem á eftir kæmi.
Áheyrendur biðu því spenntir eftir
þeim volduga tvíleikskonsert
Brahms, og ekki voru þeir sviknir.
Þær Guðný og Nina magna upp allt
hið besta hvor hjá hinni, og hljóm-
sveitin stóð einhuga að baki þessum
tveimur sómakonum.
EM
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjanes-
kjördæmi26.-27. febr. 1983.
STUÐNINGSMENN
ÓLAFS G.
E/NA RSSONA R
hafa opnað skrifstofu að Skeiðarási 3,
Garðabæ Ihús Rafboða hf.h Skrifstofan
verður opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13—
19 um helgar.
SÍMI 54555.
er viö hæfi að gefa því létta og laglega skó aö
trítla á.
^JfvannBergsbrfcbur
Þess vegna höfum viö tekið upp ítalska
kvenskó í miklu úrvali, - fallega og netta eins
og vorskór eiga að vera.
Sjáumst í nýrri og vandaðri versiun.
SÍÍmmiíenn.braiiur
LAUGAVEGI 71
AKUREYRINGAR!
ALMENNUR BORGARAFUNDUR
Hvað er til ráða í atvinnu- og iðnaðarmálum?
Hvaða nýiðnaður kemur til greina?
Hvernig má skapa ný atvinnutækifæri og auka at-
vinnuöryggi?
Reynt verður að svara þessum spurningum á al-
mennum borgarafundi í Hótel KEA fimmtudag-
inn 24. febrúar klukkan 8.30.
FRAMSÚGUERINDI FLYTJA:
Árni Gunnarsson alþingismaður.
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastj. Iðnþróunar-
félags Eyjaf jarðar.
Hörður Jónsson, framkvstj. þróunardeildar
Iðntæknistofnunar.
Jón Helgason, formaður Einingar.
Ingólfur Arnason rafveitustjóri.
Fundarstjóri verður Ingólfur Jónsson, formaður
Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi.
Frummælendur svara fyrirspurnum.
Fjölmenniö á fundinn og takið þátt í umræðum
um mesta hagsmunamálið: ATVINNUÖRYGG-
IÐ.
ALÞÝÐUFLOKKURiNN