Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Page 34
tit í tusMð [i : J 'V ' 1 f J| | 11 • / *: Wf * — tann- læktm- bíllinn í Xeskaup- stað er stráheiU þótt gamaUsé Mælaborðið var ekki flókið i Ford Modei B. Bensínmælirinn er efstur. Baidur Óii Jónsson tannlœknir undir stýri. Nokkrir ungir Norðfirðingar sýndu bílnum mikinn áhuga. Þeir eru ekki margir sem eiga rúmlega fimmtíu ára gamlan bíl úti í skúr, bíl sem hægt væri að aka hvert á land sem er. Baldur Oli Jónsson, tannlæknir í Nes- kaupstað, geymir einn slíkan grip í skúmum og fengu blaðamenn tækifæri til að skoða hann nú fyrir skömmu. Þessi bíll er af gerðinni Ford Model B árgerð 1931. Að sögn Baldurs Öla var þaö Garðar Guðnason, rafstöðvarstjóri á Fáskrúðsfirði, sem keypti bílinn nýjan og flutti hann austur. Þegar Garðar fékk bílinn var hann tveggja dyra drossía, eins og það kallaðist í gamla daga. Bíllinn mun hafa verið Model B, svokallaður „Five window coupe” en þeir voru afar vinsælir í Banda- ríkjunum og seldust grimmt. Þegar Garðar Guðnason hafði átt bílinn um árabil seldi hann Gísla Bjömssyni, rafstöðvar- stjóra á Hornafirði, bílinn. Gísli átti hann lengi og það var hann sem byggði yfir hann tréhúsið. Það var síðan áriö 1954 að Baldur Oli Jónsson keypti bilinn af Gísla og ók Baldur bílnum allar götur til ársins 1966. Bíllinn er að mestu leyti í upphaflegri gerð nema yfir- byggingin, afturbrettin og felgurnar sem eru af jeppa. Hann er í fullkomnu lagi að ööru leyti en því að „dínamórinn” hleður ekki. Árin sem Baldur ók bílnum var númerhans N-23. Vélin er í fullkomnu lagi en það er 4 strokka hliðarventlavél. Baldur Oli sagði að bíllinn heföi verið einstaklega þægilegur og duglegur í akstri og hann hefði reynst sér mjög vel þann tima sem hann notaði hann. Svo vill til að Baldur óli á allar upphaflegu teinafelgurnar en vantar eitt dekk til að geta komið þeim undir. Það leynir sér ekki að vel hefur verið hugsað um þennan bíl alla tíð, hann er allur heill og ekki sést á honum ryö eða aörar skemmdir. Til þess að gera úr honum sannkallaðan glæsivagn þyrfti að sprauta hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.