Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983. Karvel Pálmason: Aukin at vinnutækifæri fyrirVestfirðinga „Ég mun leitast viö að jafna þau bú- setuskilyrði sem eru í landinu og gera ráöstafanir til þess að Vestfiröingar, eins og aðrir þegnar landsins, njóti sambærilegrar aöstöðu til búsetu og allrar afkomu,” sagði Karvel Pálma- son alþingismaöur. „Þar má auðvitað telja margt upp: aukin atvinnutækifæri fyrir unga sem aldna umfram það sem nú er í aöalat- vinnuvegi okkar, sjávarútveginum, aö Vestfirðingum gefist tækifæri til annars og meira en bara að afla gjald- eyris og tekna til handa öörum að eyða. Samgöngumál, heilbrigöismál og menntamál eru lika mál sem þarf að lagfæra, að ekki sé talaö um jöfnun á orkuverði en það er aö sliga alla íbúa þessa svæðis, er þegar fariö að valda fólksflótta. 011 þessi mál eru þess eðlis að þaö er fyllsta ástæöa fyrir hvem sem er í forsvari fyrir Vestfirðinga að leggja þunga áherslu á þau, númer eitt, tvö og þrjú,” sagöi Karvel. Karvel Pálmason er fæddur í Bolungarvík 13. júlí 1936. Hann starfaði lengi sem sjómaður, kennari og lögregluþjónn á Bolungarvík en var kjörinn á þing árið 1974, fyrst fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og síðar Alþýðuflokkinn. Hann skipaöi svo annaö sæti á lista Alþýðuflokksins í kosningunum 1979. Karvel er kvæntur Mörtu Svein- björnsdóttur og eiga þau f jögur börn. -PÁ Prófkjör Alþýðuf lokks f Vestfjarðakjördæmi Prófkjör Alþýðuflokksins í Vest- fjarðakjördæmi fer fram næstkom- andi sunnudag, hinn 6. mars. Þrír menn eru þátttakendur: Gunnar Pétursson, rafvirki, Patreksfirði, Karvel Pálmason alþingismaður, Bolungarvík, og Sighvatur Björgvinsson alþingismaður, Reykjavík. Kosið verður um fyrsta til þriðja sæti listans. Niðurstööur prófkjörsins era bindandi ef frambjóðandi sá sem kosinn er fær minnst 20% af k jörfylgi flokksins úr síðustu kosningum. Utankjörstaðaatkvæöagreiðsla í prófkjörinu er á skrifstofum Alþýðuflokksins í Reykjavík á skrif- stofutíma. Kosið verður einnig á Isa- firði, Bolungarvík, Súöavík, Flat- eyri, Núpi, Þingeyri, Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. -PÁ Breyta þarf ríkjandi fiskveiðistefnu ,,Ég held aö í stórum dráttum megi skipta baráttumálum alþýðuflokks- manna á Vestfjörðum í tvennt,” sagði Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður. „Annars vegar eru það héraðsmálin. Þar hafa verið að skjóta rótum erfið- leikar í atvinnumálum og þaö er fariö að bera á ugg hjá fólki gagnvart fram- tíöinni. Meginviöfangsefniö er að reyna aö takast á viö þessi nýju vanda- mál og leysa þau því ella gætu þau haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir byggðina hér. Þetta vandamál á raun- verulega rætur sínar í þeim mikla efnahagsvanda sem þjóðin á við að etja, hann kemur ekki síst fram í undirstööuatvinnugreinunum, fisk- veiðum og sjávarútvegi. Á þeim hvílir meirihluti byggöar á Vestfjörðum. Hins vegar þarf að breyta þeirri fisk- veiðistefnu sem fylgt hefur verið í þá átt að hagstæðustu útgerðaraöstæöur fái að njóta sín. Eins og nú standa sak- Sighvatur Björg- vinsson: ir má segja að Vestfjarðamið séu lokuð Vestfirðingum hálft árið og það er að mínu viti helsta undirrót þeirra erfið- leika sem nú eru ríkjandi. Atvinnumál Vestfirðinga myndu að mínum dómi leysast ef tekin yrði upp ný fiskveiði- stefna sem er hagkvæmari fyrir þjóðarbúið í heild en sú sem nú er fylgt,” sagði Sighvatur. Sighvatur Björgvinsson er fæddur á Isafirði 23. janúar 1942. Hann var rit- stjóri Alþýðublaðsins frá 1969 til 1974, er hann var kjörinn á þing, og fjár- málaráðherra í minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins 1979. Kona Sighvats er B jörk Melax og eiga þau f jögur börn. -pa Gunnar Pétursson: Jöfnun lífsafkomu helsta hugöarefniö „Jöfnun lífsafkomu er mitt helsta hugðarefni,” sagði Gunnar Pétursson, rafvirki á Patreksfirði. „Þar má nefna mismuninn milli Vestfjarða og Suöur- og Suðvestur- lands hvaö varðar upphitunarkostnað, símakostnað, hærra vöruverð, hærra raforkuverð og meiri feröakostnað. Dreifbýlið er svo langt á eftir í félags- legri þjónustu aö menn þurfa aö fara langt vegna menntunar, læknisþjón- ustu og ýmissa annarra erinda. Ég legg líka mikla áherslu á að fiskveiðar og fiskvinnsla verði stóriðja okkar Vestfirðinga. Við eigum ekki um margt annaö að velja í þeim efnum. Ég vil því að tillit verði tekið til þess þegar og ef einhver kvótaskipting kemur til. Góðar hafnir eru okkur Vestfirðingum einnig lífsspursmál og reyndar lands- mönnum öllum,” sagði Gunnar. Gunnar Pétursson er fæddur 4. september 1938 í Reykjavík en hann hefur verið búsettur á Patreksfirði í 22 ár. Hann er rafvirki að mennt, sat í hreppsnefnd á árunum 1970—’74, var í þriðja sæti lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum í síðustu kosningum og hefur setið á þingi sem varaþingmað- ur. Eiginkona Gunnars er Ragnheiður Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú böm. -PÁ Sjö þúsund titlar Hinn árlegi bókamarkaöur Félags íslenskra bókaútgefenda hefst i dag. Bókatitlar hafa aldrei verið fleiri, eða ekki færri en 7 þúsund. Að vanda eru á markaðinum bækur um flest áhugamál manna og ber mest á íslenskum og þýdd- um erlendum skáldsögum, ævi- minningum, þjóðlegum fróðleik af ýmsu tagi, landafræði og ferðasögum, ritum um trúmál og dulræn efni og barna- og unglingabókum. Sem dæmi um fágætar bækur má nefna Þjóðhá- tíðina 1874 eftir Brynleif Tobías- son, Keldur Vigfúsar frá Engey, Nýala Helga Pjeturss og Ferða- bók hans, Feröabækur Olavíus- ar, Stokkseyringasögu Guöna Jónssonar, Þjóösögur og munn- mæli Jóns Þorkelssonar og Fomólfskver hans, svo eitthvaö sé nefnt. Þetta er í 24. sinn sem bókaút- gefendur gangast fyrir bóka- markaði. Að þessu sinni er hann, til húsa í sýningarsal Húsgagna- hallarinnar að Bíldshöfða 20 á Ártúnshöföa. Hann stendur til föstudagsins 12. mars og for- stöðumenn bókamarkaöarins eru sem fyrr Lárus Blöndal og Jónas Eggertsson bóksalar. -KÞ Snjóflóðanefnd verði skipuð Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa nefnd til að hafa forystu um að efla snjóflóöavarnir. Hlut- verk hennar á að vera að sam- ræma störf opinberra aðila til þess aö koma eins og hægt er í veg fyrir slys og hörmungar af völdum snjóflóða. Á nefndin að hafa samvinnu við sveitarfélög og aöra aöila sem hagsmuna hafa aö gæta. Nefndin á að skila fyrstu tillögum fyrir september- lok. DS ENN FREKARI VERÐLÆKKUN Versiunin hættir í núverandi mynd, þess vegna bjóðum við enn frekari verðlækkanir út marsmánuð. Aiit á að seijast. iMotið þetta einstaka tækifæri til að gera góð kaup. Herraúlpur: Verðáður: 1.395,- Verð nú: 699,- Stærðir: 48—54 Margir iitir. Bernaúlpur: Verðáður: 749,- Verð nú: 399,- Stærðir: 4—14 Margir litir. Sendum ípóstkröfu um landallt. A uk þessa bjóðum við: Háskóiaboii : Verðáður 99,- nú49,- Barnaskyrtur: Verðáður 170,-nú 149, og margt floira. Aukning sf., /a a a a a a—5" Aukning sf., / Jl! □ CDE 3J I.I< J'IOT, , ^ □ CDuUtl UIJLLLl i—i i— .3 i-j ej lj uunlj,;i i ■IU ■ pj ■ H ■« HIIII)! I ■ II11 Hringbraut 121, R. sími 22500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.