Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983. Menning Menning Menning Menning Gránufjelagið: Fröken Júlía Sýning í þremur þáttum eftir sjónleik Ágústs Strindberg Þýöing: Geir Kristjánsson Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikmynd og búningar: Jenný Guðmunds- dóttir Leikstjórn og handrít: Kári Halldór Nútildags hafast hugsjónir viö undir „regnhlíf”. Eöa svo er aö skilja bæði á smákrötum og nýkommum. Gríp ég þaö ekki rétt að Alþýðuleikhúsið sem áður var leggi til í Hafnarbíói slíka hlíf yfir starf- semi annarra og óskyldra leikhópa, Revíuleikhússins sem svo nefnir sig og nú síðast Gránufélagsins, þótt sjálft sé þaö í bili horfið út í kalsann? Hitt skil ég ekki hvað þessi nýjasti leikflokkur kemur við sögulegu verslunarfyrirtæki Tryggva Gunn- arssonar. Né heldur hver hún eigin- legaer, hugsjónGránufélagsinsnýja á sýningu þess í Hafnarbíói. Þar er að sönnu farið með mest- allan textann úr sögufrægum sjón- leik Strindbergs — í heldur svo hrjóstrugri þýðingu Geirs Kristjáns- sonar. Framsögn leikenda var með ýmsu móti, heyrðist mér, stundum klaufsk og viðvaningsleg, stundum einföld og látlaus, stöku sinnum allt að því falleg, einkum texti Júlíu á vörum Ragnheiðar Amardóttur. Það skyldi þó ekki vera að hún gæti í rauninni leikið fröken Júlíu, ef á það UNDIR REGNHLÍF reyndi? Slikri spumingu er önugt að svara af þessari sýningu. Þar verður ekki fundið að reynt sé með einum eða neinum hætti að vinna úr, túlka að eigin hætti leiktextann eða frásagnarefnin í leiknum. Hitt er samt verra að hin „gestíska skáld- list”, sem er að sögn leikskrár mark- mið sýningarinnar, virðist svo sem aðgreind og óviðkomandi leiktexta og frásagnarefnum — þótt áhuga- samur áhorfandi geti með lagi ráðið í meginatriði efnisins af framsögn textans einni saman. Á stöku stað má ef tíl vill imynda sér að athæfi leikenda sé beint „á móti” textanum ef svo má segja. Og auðvitað væri slík „kontrapúnktísk” leiktúlkun hugsanleg, þótt bágt sé að sjá til hvers væri að vinna. En oftast var sem gjá eða djúp væri staðfest á miili sýningarinnar sjálfrar og leiks- ins sem hún var kennd við. Einkennilegt að horfa upp á, þegar efnið er Fröken Júlía, leikendur ungt og gerviiegt fólk, hvað litið var lagt upp úr hinum skynræna og Ragnheiður Amardóttir og Guðjón Pedersen i hlutveVkum Júlíu og Jean. Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld stjórnaði Háskólakórnum á tónleikunum i Fóiagsstofnun stúdenta 26. febrúar siöastiiðinn. ■ LÍKIÞEIM EKKI — kunna þeir ekki gott að meta Kvennaframboð —með augum„karis útií bæ" Tónleikar Hóskólakórsins í Félagsstofnun stúdenta 26. febrúar. Stjórnandi: Hjálmar H. Ragnarsson. Efnisskrá: íslenskir tvísöngvar; Fjögur íslensk þjóðlög, úts. Hj. H. Ragnarsson; Jón Ás- geirsson: Sonnetta og þrjú kvœði úr Heims- Ijósi, Jónas Tómasson: Waka; Karólína Eiríks- • dóttir: Tvö smálög; Atli Heimir Sveinsson: Death Be Not Proud, Þurrkað blóm; Jón Leifs: úts. Þjóðlags, Um dauðans óvissa tíma; Hjálm- ar H. Ragnarsson: Tveir söngvar um ástina og Canto. Innan veggja okkar virðulega Háskóla er list, í hvaða formi sem er, lítt hampaö opinberlega. Sumum veitist erfitt að fella listina undir vís- indahugtakið og trúa lítt á mátt hennar tU eflingar allrar dáðar. Tón- listin á sér samt tvo öfluga formæl- endur í Háskóla Islands — Tónleika- nefndina annars vegar og Háskóla- kórinn hins vegar, og má stofnunin vera stolt af. Mikill kraftur hefur verið í starfi Háskólakórsins undanfarin ár og ótrauöur hefur hann lagt tU atlögu við hin erfiðustu viðfangsefni. Einn merkasti þátturinn i starfi hans hefur verið að syngja islenskar efnis- skrár eingöngu og að drjúgum hluta frumflutt verk. Sérhæfingin hefur haldið innreið sína í íslenskt kórlif og við því verður aUs ekki amast. En h'tum nánar á söngskrá þessara tón- leika. Sum verkin hefur kórinn sung- ið áður. Um þau verður í einu lagi sagt að hafi þau hugnast vel við fyrstu áheym fannst mér þau yfir- leitt fara enn betur nú en áöur. Smiðir hins knappa forms Eins og jafnan á tónleikum sínum frumflutti Háskólakórinn nokkur stykki. — Jónas Tómasson hefur mikið yndi af japanskri braghst, sem opinberast í sumum verka hans. Tónlist Eyjólfur Melsted HeiUar þar væntanlega hið knappa bragform, sem hvetur tónhöfundinn tU að skera burt aUt sem aukreitis getur taUst, og á sú iðja vel við Jónas. A sömu linu er Karólína Eiríksdóttir, nema hvað manni dettur frekar í hug að aöferö hennar sé að pr jóna plaggið vel stórt og þæfa síðan uns það passi, og sé það þá orðið skothelt. En hvemig sem að er farið er Karóhna einn okkar snjöll- ustu smiða hins knappa forms. Ástarsöngvar Tveir söngvar um ástina era áframhald tónyrkinga Hjálmars Helga við ljóð Stefáns Harðar. I tón- klæðum lyftast þessi einföldu ljóð og hljóta nýjan hljóm án þess að þeim sé raskað. Og enn eitt ástarljóð í framflutningi, þótt brátt fylli tuginn að áram — Þurrkað blóm, lag Atla Heimis við ljóð Sigurðar A. Magnús- sonar um dauða Rúdólfs og Maríu í MayerUng. Það er fallegt í HeiUgen- kreuz og þar lék Schubert á orgel, — og úr því hann Rúdólf var aö sálast á annaö borð verður það að teljast smekkvísi af honum að velja svo fagran stað. Fegurð náttúrannar umhverf- is veiðihölUna litlu endurspegl- ast í ljóði Sigurðar og lagi Atla Heim- is, þótt hvoragur hafi víst haft fegurð skógarins heldur atburöinn fræga í huga við gerð lags og ljóðs. — Tvö af lögum Jóns Ásgeirssonar úr Húsi skáldsins voru aö lokum frumflutt í kórbúningi. Um þau má segja hið sama og þegar þriðja lagið, Maí- stjaman var fram-kórsungið seint á síðasta ári: Þeim hentar best að vera rauluð við dragspUsundirleik og gildireinuþó velsésungið. Þegar þetta birtist er Háskólakór- inn í óða önn að ylja tónelskum Rúss- um með söng sínum. Ætla ég að þeim gersku muni vel líka — eUa kunna þeir ekki góðan söng upp á nútímavísu aömeta. EM Guðmundur Sæmundsson: Stormsvelpur í stjómmálum. öm og örlygur 1982. Það er erfitt að segja tfl um hvers eðlis eigi að telja bók Guðmundar Sæ- mundssonar um kvennaframboðin sem fram komu á Akureyri og í Reykjavík í sveitarstjórnarkosning- unumá síðasta ári. Hér er ekki um eiginlega sögu kvennaframboöanna að ræða. Höfundur tekur enda fram í inngangi að bókin geri enga kröfu tU að vera það, þar sem sleppa hafi orðið of mörgu og vinna hana of hratt. Þar að auki hafa kvennaframboðin bæöi hafnað þessari bók. Kvennaframboðið í Reykjavík birti yfirlýsingu þess efnis að þarna væru „ómerkileg skrif”. Af hálfu Kvennaframboðsins á Akureyri var felldur sá dómur að í bókinni væri „ýmislegt rangtúlkað og rangt farið með” og að hún væri „byggð meira og minna á sögusögnum en ekki staðreyndum og traustum heimfldum”. IMorðlensk slagsíða Hér er heldur ekki um að ræða óhlut- dræga frásögn af þessum stjómmála- samtökum sem ollu timamótum í kvenréttindabaráttunni. Það verður lesendum ljóst þegar á fyrstu síðum bókarinnar hvaða skoðanir Guömundur hefur á þessum málum, auk þess sem síðar kemur í ljós að hann hefur starfað að undirbúningi Kvennaframboðsins á Akureyri og liklega meira en hann segir berum orðum. Þetta leiðir einnig til þess að slagsíða verður í bókinni að þvi leyti að Kvennaframboöið á Akureyri verður burðarás frásagnarinnar af þeirri einföldu ástæðu að höfundurinn hefur meiri þekkingu á því sem þar fór fram. Bókin virðist að mestu vera grand- völiuð á persónuiegri reynslu Guð- mundar Sæmundssonar af undir- búningi framboðsins á Akureyrl í frá- sögnum þaðan getur hann sist stHlt sig um óhlutdrægnina og þegar sagt er frá fóstrudeildinni á Akureyri og viðbrögð- um flokkanna við kvennaframboðinu fá andstæður þess oft háðuglegar at- hugasemdir. Þetta er í sjálfu sér gott og gilt, en eðlilegra hefði verið að bókarhöfundur hefði gert grein fyrir efnistökum sínum og afstöðu til viðfangsefnisins í inngangi bókarinn- ar. Stormsveipur í stjómmálum skipt- ist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn heitir Sagan og samfélagið og er þar að finna annálabrot úr kvennasögu, auk upptalningar á þátttöku kvenna í stjórnmálum og í stjómunarstörfum hjá ýmsum félagasamtökum. Annar hlutinn, Kvennaframboðin 1982, greinir frá aðdraganda, og fram- kvæmd kvennaframboðanna á Akur- eyri og í Reykjavik, auk þess sem sér- stakur kafli er um framboð M-listans á Selfossi, en hann hafði þá sérstööu að konur skipuöu fjögur fyrstu sætin. í þriðjahluta bókarinnar eru skýringar- myndir með samanburði á þátttöku kvenna á listum stjómmálaflokkanna i sveitarstjórnakosningum árin 1978 og 1982 og einnig greint frá úrslitum kosn- inganna 1982 á hverjum stað. Frá Auöi djúpúðgu til Röggu Gísla Fyrsti hluti bókarinnar ber þaö með sér að hann er unninn í kapphlaupi við timann. Þar er hróflað upp talna- runum og upptalningum sem heföu með frekari úrvinnslu getað sagt les- andanum mun meira. Ekki fæ ég heldur séð að annálabrot úr kvenna- sögu, þar sem tíundaðar eru athafnir kvenna frá því að Auður djúpúðga nam land við Breiðafjörð á 9. öld og þar til Ragnhildur Gísladóttir stofirar hljóm- sveitina Grýiumar, sé nauðsynlegur inngangur að því efni sem á eftir kemur. I upptalningunni virðist einnig vera gengið út frá þeirri forsendu aö ein- hver helmingaskiptaregla eigi að gilda mflii kynjanna viö val á lista flokkanna og í trúnaðarstörf á þeirra vegum, við val í nefndir á vegum ríkisins og í stjómir félagasamtaka. 1 bókinni má þó finna þær upplýsingar að konur eru mjög misstór hluti af grundvallar- einingum stjórnmálaflokkanna, flokksfélögunum. Konur eru 10% félagsmanna Framsóknarflokksins en 46% félagsbundinna í Sjálfstæðis- flokki. Ef þessar staðreyndir hefðu verið settar inn í skýringarmyndir heföu þær gefið nokkuð aðra mynd. Þá hefði sést betur að konur halda viða sínu hlutfalli í öruggum sætum á list- um flokkanna og viö skipun í nefndar- sæti, ef miöað er við fjölda þeirra af félagsbundnum flokksmönnum. Þegar það er haft í huga að konur teljast frekar til hinna óvirkari flokksmanna má af þessu ráða aö samsæris- kenningin um karlrembusvínin sem ails staöar sitja á fleti fyrir er ekki al- gild, en hennar gætir nokkuð í öðrum hiuta bókarinnar. Tökir vefengdar Guðmundur greinir frá hlutfalli kvenna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkisins og dregur af þeim upplýsingum þá ályktun að tilhneiging ríkisvaldsins til að skipa konur í opin- berar nefndir sé ekki meiri en annarra. Konur reyndust vera 8,7% nefndarmanna árið 1980. I þeim 22 nefiidum sem störfuðu á vegum i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.