Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV.FIMMTUDAGUR 3. MARS1983. Verítfræðingar mótmæla skipaní stöðu flugmálastjóra: Tækni- menntun, sérþekk- ing og reynsla vanvirt „Framkvæmdastjóm Verk- fræöingafélags Islands telur að með þessari stöðuveitingu sé verið að vanviröa tæknimenntun, sér- fræðilega þekkingu og starfs- reynslu. Með því aö velja í embætt- iö reynslulítinn umsækjanda án flugtæknilegrar menntunar og fag- þekkingar er stofnaö til kringum- stæðna sem hæglega geta leitt til truflana og tafa á eðlilegri fram- þróun íslenskra flugmála.” Svo segir í bréfi sem Verk- fræðingafélagið sendi Steingrimi Hermannssyni samgönguráðherra í gær um skipan í embætti flug- málastjóra. I bréfinu er komiö á framfæri eindregnum mótmæium félagsins. Þar segir: „Við þessa stöðuveitingu er gróf- lega gengið fram hjá þeim umsækj- anda sem hlaut einróma og ein- dregin meömæli lögboöins umsagn- araðila, flugráðs. Hann er jafn- framt félagi í Verkfræðingafélagi Islands. Þótt ekki sé getið um sérstakar kröfur um menntun flugmálastjóra í núverandi lögum um stjóm flug- mála, fer ekki á milli mála, að verkfræðimenntun væri þar sjálf- sögö krafa, eöa aö minnsta kosti langæskilegasti kosturinn, líkt og gildir um stjórnendur hliðstæðra tæknistofnana, sem heyra undir samgönguráðuneytiö. Á þaö skal bent aö auk Leifs Magnússonar sóttu fjórir aðrir verkfræðingar um þessa stöðu, það er einn flugverk- fræðingur, tveir flugvélaverk- fræðingar og einn rafeindaverk- fræðingur, sem allir eru félags- menn í VFI,” segir í bréfinu til samgönguráðherra. -KMU. TANNLÆKNADEILDIN LÖMUÐ VEGNA „RAFMAGNSSTÓLANNA” Rektor sagöi að verið væri að athuga hugsanlegar bráðabirgðaráöstafanir, sérstaklega vegna þeirra nema sem útskrifast eiga í vor. Sagði hann að meðal annars hefði verið talað um að festa nýju tannlæknastólana í ákveðn- um stellingum. Þá þyrfti ekki að vera rafmagn á þeim. Til fróöleiks má geta þess að hver tannlæknastóll kostar í dag um 500 Raðir nýrra tannlæknastóla bíða nemenda. Grunur leikur á að allir stólarnir leiði út rafmagn. þúsund krónur meö fylgibúnaði. DV-mynd: Einar Olason. -KMU. — engin kennsla hjá elstu árgöngum — von á bandarískum sérfræðingi til landsins Kennsla fjórða, fimmta og sjötta Stafar þaö af töfum sem orðið hafa á um. árgangs tannlæknadeildar Háskólans frágangi hins nýja húsnæðis deildar- Vonast hafði verið til að unnt yrði að hefur enn ekki hafist eftir áramót. innar og tæknigöllum í tannlæknastól- hefja kennslu í síðustu viku en þá komu í ljós gallar í nýjum tannlæknastólum. Ríkir nú mikil óvissa um hvenær kennsla elstu árganganna getur hafist á ný. Kennsla þriðja árs nema hefur einnig raskast. Von er á sérfræöingi frá framleiðanda stólanna, Dental-Iz í Bandaríkjunum, til Islands á morgun, föstudag. Eftir að hann hefur skoðað stólana skýrist væntanlega hversu alvarlegir gallamir eru og hve lengi kennsla mun liggja niðri. Rafmagnseftirlit ríkisins fann við skoðun aö tveir stólar leiddu út rafmagn. Gallinn var í búnaði sem hreyfir stólana. Menn gmnar að allir stólarnir 23 hafi þennan galla. Tannlæknadeildin flutti úr gamla húsnæöinuí kjallara Landspítalans um áramót. Rætt hefur verið um að flytja aftur þangað inn. En flutningurinn þaðan út er kominn svo langt að ekki verður aftur snúiö, aö sögn Guðmund- ar Magnússonar háskólarektors. EKKI í TENGSLUM VIÐ PRÓFKJÖRIÐ — segir Sighvatur Björgvinsson um f lutning lögheimilis síns til ísaf jarðar „Þessi ákvörðun er ekki tekin í tengslum viö væntanlegt prófkjör. Ég ætla ekki að greiða atkvæði í próf- kjörinu þannig aö það verður á at- kvæöum annarra en sjálfs mín sem ég verð kjörinn í þessu prófkjöri. Ég á enda ekki von á því að úrslitin velti á einu atkvæði,” sagði Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur er hann hafði samband viö DV í gær í tilefni af frétt þess efnis að hann hefði flutt lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar frá Reykjavík í húsnæði Hjálpræðis- hersins á tsafirði. Sighvatur sagði ennfremur að hann væri ekki aö drýgja tekjur sín- ar með flutningi lögheimilisins enda breytti húsaleigustyrkur sá sem þingmenn utan af landi fengju litlu í þessu sambandi. „Þetta er ekki flutningur á eyðibýli eins og því miður á sér stundum stað,” sagði hann. Sig- hvatur sagði að ástæðan fyrir þessu væri sú að hann hefði áöur haft aðset- ur hjá foreldrum sínum þegar hann dvaldist á Isafirði en þeir væru nú fluttir til Reykjavíkur. Hann heföi því þurft að taka sér íbúð á leigu á Isafirði og hefði einnig talið rétt aö flytja lögheimili sitt þangaö sem hann hefði aðsetur. Það var rang- hermt í blaðinu í gær að faðir Sig- hvats væri skráður leigutaki að íbúð Hjálpræðishersins, en DV fékk þær upplýsingar hjá Hjálpræðishernumá Isafirði. I þessu sambandi er rétt að geta þess aö þingmenn sem eiga lög- heimili utan Reykjavíkur fá húsa- leigustyrk frá Alþingi, auk þess sem þeim eru greiddir dagpeningar þann tíma sem þing situr. Þá segir í 2. grein laga um lögheimili, númer 35 frá árinu 1960, að lögheimili manns sé þar sem hann hefur bækistöð og dvelst aö jafnaöi í tómstundum sín- um og hefur þá hluti sem honum eru persónulega tengdir. Undantekning er gerö vegna kaupamennsku eða annarrar vetrardvalar vegna at- vinnu en tekið er fram að „enda hverfi maöurinn til lögheimilis síns að slíkri dvöl lokinni”. Sighvatur Björgvinsson hefur átt lögheimili í Reykjavík öll þau ár sem hann hefur gegnt þingmennsku fyrir Vest- firðinga. OEF Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði FRAMSÓKNARNÁTTRÖLLIN Á hverjum tíma er að finna sér- vitringa sem telja það skyldu sina aö verjast öllum framförum. Allt frá Sókratesi og Galileo hafa þeir framfarasinnar orðið fyrir ofsóknum og galdrabrennum sem færa sér hugsun og vísindi í nyt. Enn á vorum dögum rísa heilar stéttir manna til heilagra verkfalla þegar tæknivæð- ing leysir mannshöndina af hólmi, enda er hræðslan við nýjungamar þeim mönnum í blóð borin sem fæðast nokkrum öldum of seint. Þetta heita nálttröll á góðri íslensku og er þetta fyrirbæri löngu þekkt hér á landi sem annars staðar. Hins vegar vill svo einkennilega til að íslensk nátttröll hneigjast flest hver til þeirrar sérstæðu afstöðu að fylgja ákveðnum stjórnmálaflokkum að málum. Þannig hefur Alþýðu- bandalagið löngum verið borið uppi af menningarvitum og stofu- kommum sem telja hið nýja af hinu vonda og mega hvorki sjá né heyra frumkvæði í athafnalífi eöa framtak hjá einstaklingum. Allaballinn er samt hátíð hjá þeim flokki sem heitir Framsóknarflokkur. Þar ríður aftur- haldið húsum og er svo hreinræktað að slíkt og þvilíkt skírlífi verður ekki skilgreint öðruvísi en fæðingargalli þessa blessaða fólks, erfðasjúk- dómur á hæsta stigi. Nú væri þessi eiginleiki framsóknarmanna í sjálfu sér sak- laus og raunar ágætlega afmarkaður í básnum þeim ef þjóðin sæti ekki uppi með þá raun aö nátttröllin í Framsóknarflokknum hafa náð fót- festu í stjórnsýslunni fyrir pólitískan misskilning. Úr þeirri valdastööu halda þeir uppi merki afturhaldsins hvar og hvenær sem að því er vegið. Á síðasta áratug hafa myndbönd rutt sér til rúms, enn ein tækni- nýjung sem ekki þykir tiltökumál á öld framfara og vísinda. Islendingar vilja að sjálfsögðu njóta myndbanda eins og annað nútímafólk. Á allra síðustu árum hafa einstaklingar, félög á þeirra vegum og heil byggðarlög tekið sér fyrir hendur að leggja kapla fyrir sjónvarp, þannig að heimilin í landinu geti notið myndbandaefnis til afþreyingar. Yfirleitt hefur þessi þróun mælst vel fyrir og venjulega skynsamir menn gert sér grein fyrir að hér væri þaö sama að gerast og þegar síminn, þotan, vélsleðinn eða sjónvarpið uppgötvaöist. Tækni- þróun af þessu tagi er og verður í þágu almennings. Þetta skilja allir, þ.e.a.s. allir nema framsóknarmenn. Þeirra erfðasjúkdómur hefur eðlislæga og sjálfkrafa tilhneigingu til að andæfa og torvelda framfarir á þessu sviði sem öðru. Og nú hófust nátttröllin handa. Framsóknarmaðurinn Ingvar Gísla- son, sem er menntamálaráöherra, stakk undir stól tilbúnu frumvarpi sem gerði ráð fyrir notkun kapal- kerfis. Framsóknarmaðurinn Bjöm Hermannsson, sem er tollgæslu- stjóri, rukkaði kapalkerfin um sölu- skatt á meðan framsóknarmaðurinn Hörður Vilhjálmsson, sem er fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins, stóð dyggan vörð um einokun ríkisins á útvarpsrekstri. Framsóknar- maðurinn Helgi H. Jónsson, sem er fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, hélt hugsjónaræðu um ágæti einokunar- innar á framsóknarráðstefnu og svo fór að lokum að framsóknar- maðurinn Þórður Björasson, sem er ríkissaksóknari, gaf út ákæru á hendur kapalkcrfunum og tækni- væðingunni. Þar með var hringnum lokað. Nátttröllin höfðu sagt sitt og aftur- haldið hélt innreið sína á nýjan leik. Galdrabrennurnar eru enn við lýði. Svarthöföi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.