Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUD AGUR 3. MARS1983. Andlát Jón Pálsson sundkennari lést 21. febrúar. Hann fæddist 6. júní 1904. Jón byrjaði ungur að kenna sund og var einn af stofnendum sundfélagsins Ægir. Lengst af starfaði hann hjá Sundhöli Reykjavíkur. Eftirlifandi eiginkona hans er Þórunn Sigurðar- dóttir. Þeim varð þriggja barna auðið en misstu einn son fyrir nokkrum árum. Otför Jóns verður gerð frá Laugarneskirkju í dag kl. 15. Guðbjörg Þ. Gunnlaugsdóttir, Heiðarvegi 26 Vestmannaeyjum, and- aðist þriðjudaginn 1. mars. Steinn Ingvarsson lést 1. mars í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Guðrún Pálsdóttir, Rauðholti 11 Selfossi, andaðist í Borgarspítalanum l.mars. Elín Sigriður Lárusdóttir frá HeUu, Steingrimsfirði, er lést í Borgarspít- alanum 26. febrúar sl., verður jarö- sungin laugardaginn 5. mars kl. 15 frá DrangsneskapeUu, Strandasýslu. Hús- kveðja verður frá HeUu sama dag kl. 13. Óskar Úlafsson, SóUiUð 5 Vestmanna- eyjum, verður jarðsunginn frá Landa- kirkju laugardaginn 5. mars kl. 14. Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir, sem lést 25. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. mars kl. 13.30. Guðný HaUdórsdóttir frá Homi, Ásgaröi 73 Reykjavík, verður jarð- sungin fimmtudaginn 3. mars kl. 13.30 frá Bústaðakirkju. Tilkynningar Frá fundi í Verkalýðsfélagi Reyðar- fjarðar 17. febr. 1983 Almennur fundur, haldinn í Verkalýösfélagi Reyöarfjaröar 17. febr. 1983, mótmælir hinum gegndarlausu hækkunum á opinberri þjón- ustu, einkum raforku, sem hækkað hefur um tugi prósenta á mjög skömmum tíma. Á sama tima eru verðbætur á laun ekki greiddar nema aö litlum hluta til aö mæta þessum hækkunum og hljóta allir að sjá að þaö stefnir í gjaldþrot heimilanna ef svo heldur áfram, enda er nú svo komið aö tvær fyrirvinnur duga vart til að meðalfjölskylda nái endum saman. Mótmælum við einnig framkomnu frum- BELLA Humarsalat er ekki sérlega fitandi — það sést alls ekki á vigtinni, að ég stend hér og borða það. varpi á lengingu á vísitölutímabilinu, úr 3 mán. í 4 mán., og einnig aö teknir séu út úr vísitölunni þeir liöir sem einna mest áhrif hafa á afkomu heimilanna á hverjum tíma, eftir því sem stjórnvöldum þykir henta. Frá Snæfellinga- félaginu í Reykjavík Munið spila- og skemmtikvöldið hjá félaginu i Domus Medica föstudaginn 4. mars kl. 20.30. Kirkjudagur Ásprestakalls veröur aö Noröurbrún 1 nk. sunnudag, 6. mars og hefst meö guösþjónustu kl. 14. Síöan veröur dagskrá meö upplestri, söng og veislu- kaffi. Þær konur sem geta gefiö kökur komi þeim í Noröurbrún 1 milli kl. 11 og 13.30 á sunnudag. LAUGARNESKIRKJA: Síödegisstund meö kaffiveitingum og dagskrá veröur í kjallara- sal kirkjunnar á morgun, föstudag, kl. 14.30, opiö hús. Safnaöarsystir. Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður föstudaginn 4. mars hér á landi. Veröur hann haldinn í Dómkirkjunni kl. 20.30 og þar aö auki víös vegar um landið. Bæna- efni: Ný sköpun í kristi og nýtt líf í þjónustu. Allir velkomnir. Kvennadeild Skaftfellinga í Reykjavik er með góukaffi í Drangey Síðu- múla 35, fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20.00. Góð skemmtiatriði. Breiðfirðingafélagið heldur sína árlegu árshátíð í félagsheimili Seltjamarness laugardaginn 12. mars kl. 19. Veislustjóri er Árni Bjömsson þjóðháttafræð- ingur. Heiðursgestir verða hjónin Sigurður; Markússon framkvæmdastjóri og Inga Árna- dóttir. Dagskrá hátíðarinnar: Ávarp for- manns, Eggerts Kristmundssonar, ræða, Sig- urður Markússon. Söngur Karlakórs Reykja- vikur. Gamanmál, Dóra Valdimarsdóttir. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. Breiðfirðing- ar f jölmennið. Ath. miðasala fer fram í Breið- firðingabúð sunnudagmn 6. mars kl. 14—17. Golfklúbbahátíð Sameiginleg árshátíð þriggja golfklúbba,' Nesklúbbsins, Golfklúbbsins Keilis og Golf- klúbbs Suðumesja verður haldin í Stapa laugardaginn 5. mars nk. kl. 19.00. Forsala aðgöngumiða er í versluninni Berg-- þóru Nýborg, Strandgötu 5 Hafnarfirði, og Georg V. Hannah, Hafnargötu 49, Keflavík. Langferðabílar munu fara frá sparisjóðnum viö Strandgötu í Hafnarfirði kl. 18.00 á laugar- daginn. Nefndin. Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar aö Gnoöarvogi 44, 2 hæÖ, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, sími 31575. Póstgirónúmer samtakanna er 4442—1. Fundir Samhygð Kynningarfundur verður hjá Samhygð alla fimmtudaga kl. 20.00 að Ármúla 36, 3. hæð (gengið inn f rá Selmúla). 1. Ráð Málfreyja á íslandi heldur fund laugardaginn 5. mars nk. að Síðu- múla 11 í Reykjavík. Á dagskrá fundarins veröur meðal annars kosning í embætti æðstu stjórnar Málfreyja á tslandi. Eitt stórt verkefni fundarins er ensk ræðukeppni, en hún fer fram árlega og taka nú 7 konur þátt í þessari keppni. Allar ræður eru teknar upp á snældur og verðlaunaræðan síðan send áfram í alþjóðlega ræðukeppni sem haldrn verður í Boston í júlí í sumar. Málf reyjur á Islandi hafa oftar en einu sinni orðið sigursælar í þeirri keppni. í gærkvöldi í gærkvöldi Fræðst um mannskepnuna Eg haföi helst augastaö á mannkynsflokknum, er ég leit yfir sjónvarpsdagskrána á þessu útvalda kvöldi. Fyrsti þáttur kvóldsins, Fötip skapa manninn, var þægileg og fræöandi stund, þó maður heföi aö vísu heyrt eöa lesiö margt af því sem þar kom fram. Desmond Morris er mikill mannaskoðari og hefur lengi veriö að. Bækur hans, Nakti apinn og Mannabúriö, hafa veriö þýddar á íslensku, en hann hefur skrifaö fleiri. Þar langar mig aö nefna sérstaklega hina bráðgóöu bók, Gestures, sem er^ mikil úttekt á bendingum og öörum handarhreyfingum. Þar geta menn meöal annars fræöst um það aö V- merkiö, sem jafnan táknar sigur, merkir þveröfugt ef handarbakinu er snúiðfram. ÍJ-nú, ég vék mér úr stofu meðan Dallas geisaði, og heyröi aöeins óminn af mali þeirra Texikana. Geta má nærri aö eitthvað drastískt hafi gerst eins og endranær. Þá brast á blágresismúsík. Þaö mætti mikið vatn renna til sjávar og margt bjargiö sökkva í sæ, áöur en ég hrifist af þess kyns glundri. Banjóleikarinn var eins og upptrekktur og hinir hjökkuðu þetta áfram, eins og af gömlum vana. Aftur vék ég frá skjánum og kveikti á útvarpinu. Þar var Leifur Þórarinsson að leika kammermúsík, sem er allt önnur Njála. Leifur hefur rödd sem flauel, en heldur var músíkintyrfiníþetta sinnið. Sem sé; gærkvöldiö varö mér ekki mikil fróðleiks- eöa fjörvalind, enda fátt um fína drætti. Sem ég sit og skrifa þetta er mér tjáö að fréttatími sjónvarpsins hafi veriö af- ar vel lukkaöur, og aö þeim beri hrós fyrir fréttina af skipstrandinu. Þó enda ég þetta meö smávísu, sem ég lærði fyrir nokkrum árum, og ætti aö vera hvatning til þeirra sem þurfa aö hafa sjón og heyrn í lagi, svo s em blaðamanna: Ei þér veröur ævin dimm eöa bregst þér lukkan, ef aö þú á fætur fimm f erð þegar er klukkan. Pétur Ástvaldsson. 70 ára er í dag, 3 mars, Herbert Sigur- jónsson bakari frá Isafirði, Hvanna- lundi 5 Garöabæ. Eiginkona hans er Björg Bergþórsdóttir frá Flatey á Breiöafiröi. Herbert veröur að heiman. Ferðafélag íslands Dagslerðir sunnudaginn 6. mars: 1. Kl. 10.30 Skálalell sunnan Hellisheiðar — göngu-ogskíðaferð. 2. Kl. 13 Héliisheiði — skíðaganga. Verð kr. 150.- Farið frá Umferðarmiðstöð- inni austanmegin. Farmiðar við bílinn. Frítt fyrir börn í fyigd fullorðinna. MS félag íslands heldur fund fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00 í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundarefni: félagsráð- gjafamir Áslaug Ólafsdóttir og Gunnar Sand- holt munu fræöa okkur um félagsráðgjöf og svara spurningum. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn i félagsheimili kirkj- unnar fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30. Dag- skrá fundarins verður fjölbreytt, kaffiveiting- ar verða og að lokum verður hugvekja sem séra Ragnar Fjaiar Lárusson flytur. Félags- konur, f jölmennið og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík heldur fund á Hallveigarstöðum fimmtudag- inn 3. mars kl. 20.30, gestur fundarins veröur prestur safnaðarins, Gunnar Bjömsson. 90 ára afmæli á í dag, 3. mars, Nils ísaksson, fyrrv. skrifstofustjóri Sildarútvegsnefndar á Siglufirði, Leifsgötu 13 Rvík. Hann er fæddur á Eyrarbakka og voru foreldrar hans Olöf Olafsdóttir frá Árgilsstöðum í Rang. og Isak Jónsson, verslunarmaö- ur í Garöbæ á Eyrarbakka. Eiginkona Nils er frú Steinunn Stefánsdóttir úr Fljótum. Afmælisbarnið tekur á móti gestum síödegis í dag á heimili sonar síns og tengdadóttur aö Hagaflöt 16, Garöabæ. Samtökin '78 Félag lesbía og homma á Islandi heldur aðalfund sinn í kvöld, fimmtudaginn 3. mars, kl. 20.30 í Leifsbúð Hótel Loftleiðum. Munið félagsskírteinin. Stjórnin. Áttræöur er í dag Jón tsleifsson kenn- ari og söngstjóri. Kona hans er Gunn- þórunn Pálsdóttir. Jón kenndi söng í mörgum skólum og stjómaöi einnig mörgum kórum. Sextugur er í dag Sr. Arngranur jons- son, sóknarprestur í Háteigspresta- kalli. Hann dvelst nú erlendis ásamt eiginkonu sinni, Guörúnu Hafliðadótt- ur. DÝRARA BENSÍN Bensinlitrinn hækkar í dag i verði um 2,6% Er þessi hækkun komin til vegna þeirrar ákvörðunar Ragnars Arnalds f jármálaráðherra aö hækka vegasjóðsgjald sem tekið er af bensinverði. Hver lítri bensíns fer í dag úr 15,50 i 15,90 kr. Verðlagsráö heimilaði þessa hækkun á fundi sínum i gær. DS Afmæli Ferðalög Úfvarpslagafrumvarpið: Strandar á ríkisstjóm og Framsóknarfíokki — segir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra Ingvar Gislason menntamálaráö- herra sagöi í svari við spumingu Friöriks Sophussonar í gær á Alþingi um hvernig útvarpslagafrumvarp- inu liöi aö hann hefði ekki fengið umboö til aö leggja það fram. Friðrik kom einnig inn á Video-son máliö og lýsti furöu sinni á því að það fyrir- tæki skyldi tekið út úr. Ráöherrann sagöi aö útvarpslaga- máliö heföi veriö kynnt í öllum þing- flokkum og hann boriö sig saman viö flokksbræður og samráöherra. Niöurstööurnar hefðu ekki verið uppörvandi fyrir sig. Ástæðan fyrir töf frumvarpsins væri því annars vegar aö hann teldi sig ekki hafa fengiö þann stuöning meöal flokks- manna sinna aö hann teldi sér fært að flytja frumvarpið. Hann heföi ekki heldur fengiö heimild til að flytja þaö sem stjórnarfmmvarp. I ræöu ráöherrans kom einnig fram aö tillögur útvarpslaganefndar heföu verið gott verk og sem fmmvarp vel frambærilegt. Kæmi til greina að hann flytti þaö undir nafni mennta- málaráöherra. Friörik Sophusson haföi þetta aö segja í morgun um afstöðu sjálf- stæðismanna út útvarpslaga- frumvarpsins: „Við teljum aö eftir að frumvarpiö sem ráöherra lét útbúa liggur klárt sé mjög eðlilegt að þaö veröi lagt fram á Alþingi og gerðar þar viðeigandi breytingar á því.” — , J5g held aö sé ekki hægt aö segja að strandi á framsóknarmönn- um,” sagði Alexander Stefánsson í morgun um frumvarpiö. Hann sagöi einnig aö á flokksþinginu í haust heföi engin samþykkt veriö gerö um aö leggja frumvarpiö ekki fram og þingflokkurinn hefði heldur ekkert ályktaö í þá veru. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.