Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR3. MARS1983. 17 Lesendur Lesendur 6727—2749 vill meðal annars að alþingismenn verðiþrjátiu „og starfi allt ár- ið að frádregnu sumarfríi svo sem aðrir starfsmenn rikisins." Eitt kjördæmi, tvo flokka, þrjátfu þingmenn — hugleiðingar um íslenska pólitík 6727-2749 skrifar nokkur atriöi til um- hugsunar: 1. Islandveröiallteittkjördæmi. Ef landið er eitt kjördæmi hefur hver kjósandi eitt hreint atkvæði. Allt tal um eitt og hálft eða minna en eitt at- kvæði eftir búsetu er bull sem enginn heilvita maður á aö koma á f ramfæri. 2. Alþingiveröieinmálstofa. Þarfnast ekki skýringa. 3. Alþingismennséuþrjátíu. Þeir séu fastir starfsmenn og starfi allt árið að frádregnu sumarfríi svo sem aðrir starfsmenn ríkisins. 4. Aðeinsveröitveirpólitískirflokkar, hægri og vinstri flokkur. Einungis séu tveir pólitískir flokkar, engir milliflokkar eða útúrtotur. Það býður einungis upp á að einn eða fáir menn geta ráðið málum án þess að hafa umboð kjósenda á bak viö sig. Stefnuskrá þessara tveggja flokka, hægri og vinstri, verður að vera svo vel afmörkuö og ákveöin aö fólk átti sig á hvaða málefni það aðhyllist eftir því hvaða flokk það kýs. Um leið hverfa hin hlægilegu nöfn núverandi stjómmálaflokka: Alþýðu- flokkur. Hvað er alþýða? Nafnið merk- ir alþjóð en ekki lágstéttarfólk. Er ein- hver stéttaskipting á Islandi? Alþýðu- bandalag. Er það eitthvað annað en alþýðuflokkur þar sem hin svokallaða alþýöa er komin í bandalag? Fram- sóknarflokkur: Viljum við Islendingar ekki allir sækja fram á öllum sviðum eða tilheyrir það bara þeim sem kenna sig við framsókn? Sjálfstæðisflokkur: Innst inni viljum við víst öll reyna að vera sjálfum okkur nóg og sjálfstæð ef hægt er. Ekki ætti aö þurfa að draga neinn i sérstakan flokk til þess. En að marka stefnuna skýrt á milli hægrí og vinstri er nauðsynlegt því aldrei verða menn sammála um aöferðir og leiðir og visst aöhald nauðsynlegt til aö fá jafnvægi í stjórnarfarið. 5. Landinu sé skipt í fjórðunga er heiti: Vestlendingafjóröungur, Norð- lendingafjórðungur, Austlendinga- fjóröungur og Sunnlendingafjórðung- ur. Að skipta landinu i fjórðunga er hugsað þannig: I hverjum fjóröungi sé nokkurs konar þingnefnd, t.d. sjö manna nefnd. Hún starfar allt árið og hefur með höndum öll þau mál sins fjórðungs sem nauösynlegust eru hverju sinni og lúta að velferð lands og fólks í fjórðungunum. Þessar nefndir skulu svo sitja tvo mánuði á ári á Alþingi til dæmis einn mánuð fyrripart vetrar og annan seinni partinn og koma þá með undirbúin mál síns f jórð- ungs og fylg ja þeim f ram á Alþingi. Þá tvo mánuði sem þessar fjórðungs- nefndir sitja á þingi skulu meðlimir þeirra teljast fullgildir alþingismenn, jafnir þeim sem fyrir eru og á sömu launum, þessa tvo mánuði, hjá ríkinu. Heima i héraöi séu þeir ekki á launum semþingmenn. 6. Ráðherrar komi ekki úr röðum þingmanna. Ráðherrar komi ekki flokkum eða þingmennsku við. Aðalatvinnuvegimir velji sjálfir sina ráðherra. Landbúnað- aratvinnuvegurinn velji sér sinn land- búnaðarráðherra. Þeir sem starfa að sjávar- og fiskimálum velji sér fiski- málaráðherra, iðnaður og iðnaðar- menn velji iðnaðarráðherra. Dóms- og kirkjumálaráðherra sé valinn úr röðum þeirra manna, lögfræðinga, presta o.fl. Samgöngumálum sé skipt milli landbúnaöar- og fiskimálaráðu- neyta. Utanríkisráðherra sé tilnefndur af Alþingi og forsætisráðherra kosinn þjóöarkosningu. Forseti óþarfur en til áð koma fram fyrir Islands hönd gagn- vart erlendum þjóðum skal valinn full- trúi úr röðum hæfustu manna. Forsæt- isráðherra, eða utanríkisráðherra, tekur á móti sendiherrum erlendra ríkja. 7. Kosningarétturfæristniðuríl9ár. Hvers vegna á að taka tveggja ára stökk niður með kosningaaldur? Það er mikið þroskaskeið á milli 18 og 19 ára aldurs. Þess vegna ætti 19 ára að vera hæfilegra. i t?önnun sf "AogWs.nga> posmo« 5523 . l25 Revklav'K Honnon sirr» 82208___ Aæuanagetð—-----' Styrkið og fegríð Hkamann DÖMUR OG HERRARI Nýtt 4ra vikna námskeið hefst 7. mars. Hinir vinsœlu harratimar i hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. 'VB®, Júdódeild Armanns Ármiiha Innritun og upplýsingar alla virka daga /fr/ffUfd k|. 13_22 í síma 83295. ^ TRAUST og VÖIMDUÐ TIMBURHÚS Sýningarhús Blikastíg 13 Álftanesi. Göm/u timburhúsin, þau sem eru falleg og einhvers virði í dag, voru tilhöggvin eða tilsniðin og merkt saman og síðan byggð á Við bjóðum ykkur timburhús eft- ir þessari gömlu og margreyndu aðferð með aðstoð nýjustu tækni. staðnum. VIRKI VOGUM - SlMI 92-6670 OG 53125. SÖLUAÐILI í RVÍK: FASTEIGNASALAN NORÐURVERI, HÁTÚNI 4a, SÍMI 21870 OG 20998. - FERÐATÆKIN / gerð hljómflutningstækja hefur veikleikinn hjá mörgum framleiðendum verið i gerð segul- banda. EnAIWA er ekkiiþeim hópi. Segulböndin frá AIWA hafa alls staðar fengið frábæra dóma. Þessistaðreynd er eittafmörgu sem gerirAIWA ferðatækin svo eftirsóknarverð. Fermmgargjöfm í ár AIWA ferðatæki D i\aaio ARMULA 38 iSelmúla megin) - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.