Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 25
DV. FIMMTUDAGUR3. MARS1983. 25 Skýrsla sendiráðs íslands í Stokkhólmi: íslendingum í Svíþ jóð fækkaði á síðasta ári Um síöustu áramót voru 3394 Islendingar búsettir í Svíþjóö, samkvæmt upplýsingum er sendiráö íslands í Stokkhólmi gaf fréttamanni DV fyrir helgina. Á síöasta ári fækkaði Islendingum í Svíþjóö um 322 en þeir voru flestir áriö 1980 eöa 3916. I ítarlegri skýrslu er sendiráöiö hefur gert um íslendinga í Svíþjóö kemur fram aö flestir eru islending- arnir búsettir í Malmöhusléni eöa 925, í Gautaborgar- og Bohusléni eru 828 Islendingar og 672 í Stokkhólms- léni. Islenskir námsmenn eru sem fyrr f jölmennir í Svíþjóö og má nefna aö í háskólabæjunum Lundi og Uppsölum er samtals 641 Islendingur (265 í Uppsölum og 376 í Lundi). Þá má nefna aö milli 160 og 170 íslenskir læknar starfa nú í Svíþjóð eða eru viö framhaldsnám. Af þeim Islend- ingum er stunda atvinnu í Svíþjóö vinna flestir í opinberum rekstri, viö þjónustustörf og viö iönaöar- og iöju- störf. GAJ, Lundi/JBH. Snjóflóða- æfing á ísafirði Á sunnudag var æfing hjá Slysa- varnafélagi Isafjarðar í björgun úr snjóflóðum. Viö aðgerðir var notuö önnur af frönsku þyrlunum sem hér eru staddar til reynslu. Sett var á sviö snjóflóö og áttu sex manns að hafa oröið fyrir flóöinu. Björgun gekk nokkuð vel en úrskurðað var aö tveir heföu látist þar sem þeir f undust ekki í tæka tíö. Þyrlan lenti svo meö mennina viö sjúkrahúsiö á Isafiröi og gekk allt flug vel. Veöur var mjög gott þegar æfingin fór fram, sólskin og blíða. Helst mátti finna þaö aö æfingunni aö þyrlan truflaöi messu meö mótor- hljóðum sínum. Kristján Friðþjófsson, Bolungarvík. Vöruskipta- jöfnuður óhagstæður fjanúar Vöruskiptajöfnuður í janúar 1983 reyndist óhagstæöur um 340.868 krónur. Utflutningur nam í mán- uðinum 777.392 krónum, en innflutn- ingur 1.118.260. Til samanburöar skal þess getið, aö í janúar 1982 var vöruskiptajöfnuöur óhagstæöur um 176.487 krónur. Var þá flutt út fyrir 363.614, en verömæti innflutnings nam540.101 krónum. Við samanburö við utanríkisversl- unartölur frá i fyrra verður aö hafa í huga aö meðalgengi erlends gjald- eyris í janúar 1983 er talið vera 82% hærra en þaö var í sama mánuöi 1982. -PÁ. Leiðrétting I viðtali viö Salome Þorkelsdóttur í DV í fyrradag voru ummæli hennar ekki rétt orðuð. Rétt er upphafið svohljóöandi: „Mér finnst fyrst og fremst umhugsunarvert hve treg- lega hefur gengiö aö auka fylgi kvenna á vettvangi stjórnmálanna, þar á meðal á Alþingi. Þaö kom mér því skemmtilega á óvart, hve mikinn stuöning ég fékk í þriðja sæti. Það var nákvæmlega það, sem ég stefndi aö.” Beöist er velviröingar á mis- herminu. Þetta er BLAKOLD STAÐREYND Kæli- og frystiskapar Enn hefur okkur tekist aðbjóða besta verðið! 280 DL 280 litra, þar af 26 lítra frystir hæð 140 cm, breidd 57 cm og dýpt 60 cm VERÐ AÐEINS KR. 6.839.- 160 DL 160 lítra, þar af 26 litra frystir hæð 121 cm, breidd 57 cm og dýpt 60 cm VERÐ AÐEINS KR. 4.664. 150 DL 150 litra, þar af 14 iitra frystir hæð 85 cm, breidd 57 cm og dýpt 60 cm VERÐ AÐEINS KR. 4.889.- 160 FM 160 lítra frystir m/skúffum hæð 115 cm, breidd 57 cm og dýpt 60 cm VERÐ AÐEINS KR. 6.413.- \i ÞAÐ BYÐUR ENGINN BETUR H F HEIMILISTÆKJADEILD SKIPHOLTI 7 — SÍMAR 20080—26800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.