Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Qupperneq 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Fullklæddar fyrir Playboy? SÍS skoðar Playboy Sú merka frétt birtist í Degi á Akureyri, fyrir síðustu helgi, að Sambandið hygðist auglýsa í bandariska karl- rembutímaritinu Playboy. Á myndinni hér er auglýsingin sýnd, og fer eflaust ekki á milli mála að á mælikvarða Playboy telst kvenfólkið kappklætt. Hvort það ágæta tímarit er besti vettvangur fyrir fataauglýsingar, látum við liggja milli hluta. En besta auglýsingin væri ef- laust sú að klæða fyrirsætu á opnumyndinni í ullarnærbux- ur. Ásgeir á heima- velli í vikublaðinu Fréttir, sem gefið er út í Vestmannaeyj- um, birtist þessi frétt 10. febrúar síðastliðinn: í kvöld verður opið hús hjá knattspymuráði IBV, á hótel- inu, eins og síðasta fimmtu- dag. Nú verður sýnt þriggja tima prógramm með Ásgeiri Sigurvinssyni. Þetta er sam- tíningur frá Standard, Bay- era Munchen og eitthvað frá Stuttgart. Húsið verður opn- að kl. 20.00 og er vonast til að sem flestir knattspyrnu- áhugamenn mæti. „Með Ásgeiri Sigurvins- syni. ..” Má nú ætla að minni spámennirnir hafi fengið að komast á skerminn lika. Menn eins og Rummenigge, Breitner, Six, Förster og fleiri. Milli línanna í Þjóðviljanum Það vakti athygli að á föstudaginn var birtist í Þjóðviljanum álytkun frá Alþýðubandalagsfélaginu á Súgandafirði þar sem for- mannafrumvarpinu um breytingar á kosningalögum er harðlega mótmælt. Þessi mótmæli eru borin fram, að sagt er, vegna þess að með frumvarpinu sé vegið frek- Iega að hagsmunum lands- byggðarinnar. En kunnáttu- menn í Krcmlínólókíkk vilja halda því fram að ástæðan fyrir mótmælunum hafi verið allt önnur. Sem sagt sú að Kjartan Ólafsson, þekktur á Súgandafirði. s.amkvæmt formannafrum- varpinu eigi Alþýðubanda- lagið góða möguleika á að ná einum manni kjörnum á Vest- fjörðum og yrði það þá Kjart- an Ólafsson Þjóðviljarit- stjóri. Hann er ættaður frá Súgandafirði og Súgfirðingar þekki sitt heimafólk og vilji Kjartan ekki á þing. Frammaragrátur Það beygja margir Frammarar af um þessar mundir, og hafa ærna ástæðu til. Þeir féllu í aðra deild í fót- boltanum í sumar, þeir virð- ast ætla að falla í aðra deild í handbolta og körfubolta, og nú munu síðustu vonir brostn- ar um það, að blaklið þeirra komist upp í fyrstu deild að þessu sinni. Þetta er ekki að- eins álitshnekkir fyrir forat íþróttastórveldi, heldur al- varlegt f járhagslegt áfall, því aðsókn að leikjum í fyrstu deildum hinna aðskiijanlegu íþróttagreina, er mun meiri en aö neðri deildunum. Rokna rokkkvöld Það varð ekki tap á rokkhá- tíðinni sem haldin var í Broadway um síðustu helgi, þegar samau komu rokkarar að verða miðaldra og rifjuðu upp gömlu stemmninguna. Sagt er að salan á börunum hafi verið upp á 400 þúsund krónur, hvorki meira né minna, og auk þess var húsið troðfyllt í matarveislunni, og hvorki fleiri né færri en 560 kvöldverðir framreiddir. Fróðir menn um skemmt- anabransann halda því fram að aldrei hafi verið selt vín og matur fyrir meiri peninga en þetta kvöld, á íslandi. Ekki að furða að haldin verði önn- ur slík skemmtun um næstu helgi. Og það kvað langt komið að verða uppselt á hanalíka! Umsjón: ÓlafurB. Guðnason Umburðariyndi atvinnuflug- manna á þrotum — Flugleiðir skulda DC-8 f lugmönnum 429frídaga „Þaö má heita óskiljanlegt að ís- lenskt fyrirtæki neiti í sífellu að þjálfa starfsfólk sitt til starfa en kref jist þess í staö að fá að ráða ódýran erlendan vinnukraft.” Svo segir í athugasemdum sem Fé- lag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent f jölmiðlum „vegna fréttaflutnings Flugleiöahf. um Airlndia flugið.” Fluleiðir hættu flugi fyrir Air India í Asíu 1. mars síöastliðinn þar sem ekki náðist samkomulag við flugmenn Flugleiða um að erlendar áhafnir önn- uðust flugiö yfir háannatímann. Félag atvinnuflugmanna segir: „Að meðaltali hafa tólf DV-8 áhafnir flogið hiö svokallaða Air-India fiug. Flugleiðir óskuöu eftir að fá að ráða er- lenda flugmenn að hluta til í þetta verkefni sumarið 1983. FIA samþykkti þá ráðstöfun aö því tilskildu að þjálfaðar yrðu þrjár nýjar áhafnir á DC-8 flugvélar félagsins. Ástæða þessa skilyrðis var sú aö um- burðarlyndi félagsins er á þrotum. Á árunum 1980, 1981 og 1982 hafa of fáar áhafnir, samkvæmt kjarasamningi, verið á DC-8 flugvélum. Frídagaskuld Flugleiöa við flugmenn DC-8 flugvéla, var 28. febrúar síðastliðinn, 429 dag- ar.” -KMU. Þjóðhátíðargjöf Norðmanna: Sex samtök fá styrk Úthlutað hefur verið styrkjum úr sjóönum Þjóðhátíðargjöf Norð- manna á þessu ári. 24 umsóknir bár- ust um styrki en samþykkt var aö styrkja eftirtalda aðila: Undirbún- ingsfélag Rafiönaðar, Samtök um kvennaathvarf, Islenska ungtempl- ara, Félag ísl. línumanna, norsku- nema, Styrktarfélag vangefinna, Fé- lag jarð- og landfræðinema við Há- skóla Islands. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðn- um 1976 og fór nú fram sjöunda út- hlutun. Ráðstöfunarfé sjóösins var að þessu sinni 250 þúsund krónur. Norska stórþingið samþykkti í til- efni ellefu alda afmælis Islands- byggðar 1974 aö færa Islendingum 1 milljón norskra króna aö gjöf í ferða- sjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal ráðstöfunarfénu, sem eru vaxtatekjur af höfuðstólnum en hann er varðveittur í Noregi, varið til að styrkja hópferðir Islendinga til Noregs. -MAM — starf skynning. Frá aðalfundi Framfaraf élags Breiðholts 3 sem haldinn var í hinni nýju menningarmiðstöð við Gerðuberg, Framfarafélag Breiðholts 3: Harmar niðurskurð til Borgarbókasafns — ekki virðist unnt að opna Breiðholtsútibúið á árinu Aðalfundur Framfarafélags Breið- holts 3 var haldinn 22. febrúar sl. í hinni nýju og glæsilegu menningarmið- stöð viö Gerðuberg. Á fundinum var kjörin ný st jórn, hana skipa 11 menn og 4 til vara. Formaður var kosinn Gísli Sváfnisson. Á aðalfundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Aðal- fundur Framfarafélags Breiðholts 3 harmar aö ekki hafi verið unnt að veita fé til innréttinga og bókakaupa til Borgarbókasafns Reykjavíkur við Geröuberg á yfirstandandi ári. Fundurinn skorar á borgaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína og leita allra leiða til f járöf lunar s vo unnt verði að opna safniö á þessu ári.” Tilgangur Framfarafélagsins er að vinna að framfara-, hagsmuna-, fé- lags-, æskulýðs- og menningarmálum hverfisins. Þá hefur félagið beitt sér fyrir því að fá íbúana til að vinna að fegrun og prýði hverf isins. Gestir fundarins, þau Markús Öm Antonsson borgarfulltrúi og Elva Björk Gunnarsdóttir borgarbókavörð- ur, kynntu fyrir gestum fundarins þá mjög fjölbreyttu starfsemi sem fyrir- huguð er í húsinu. Má þar nefna m.a. félaga- og klúbbstarf, starfsemi fyrir aldraða, listsýningar, tónleikahald og tónlistarkennslu auk námsflokka og þess má að lokum geta að þar verður til húsa eitt stærsta bókasafn landsins. Borgarbókasafni Reykjavíkur hefur verið úthlutað 1000 fermetrum í hús- inu. MAM/starfskynning. Iðnaðarráðherra á Alþingi: Gerði grein fyrir rekstrarafkomu nokkurra fyrirtækja Rekstrartap Jámblendifélags- ins 1981 var 64,4 milljónir króna. Áætlað tap 1982 er 170 milljónir, þar af vextir 120 milljónir og afskriftir 62,3 milljónir. Kemur þetta fram í svari iönaðarráðherra við fyrirspum Lárusar Jónssonar um rekstraraf- komu nokkurra fyrirtækja. Fram kemur einnig aö rekstrar- halli Kísiliðjunnar við Mývatn árið 1981 var 7 milljónir. Áætlaður rekstr- arhalli 1982 er 6 milljónir. Fjárvönt- un hefur verið mætt með töku er- lendra lána og yfirtöku ríkissjóðs og Manville á hluta af skuldum fyrir- tækisins, samtals um 1,6 milljón Bandarikjadala. Rekstrarhalli Áburðarverksmiðju ríkisins árið 1981 var 19 milljónir. Verulegur rekstrarhalli hefur einnig oröið á árinu 1982 en tölur liggja ekki fyrir. Rekstrarhallanum var að stærstum hluta mætt með erlendum lánum. Tap Alafoss 1981 var 2,9 milljónir króna en reiknað er með lítilsháttar hagnaöi árið 1982. Rekstrarhalli Sementsverksmiðj- unnar árið 1981 var 10,7 milljónir króna. Gert er ráð fyrir óverulegum rekstrarhalla áriö 1982. Þessum halla hefur verið mætt meö erlend- umlántökum. Siglósíld var rekið með 3,8 milljóna halla áriðl981. Aárinul982 varveru- legur rekstrarhalli hjá fyrirtækinu og er skýringin sögð sú að fram- leiðsludagar voru aðeins 93. Tap- reksturinn hefur verið fjármagnaður með óendurkræfum framlögum rikissjóðs, bráðabirgðalánum ríkis- sjóðs, langtímalánum Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og langtímalánum ríkisábyrgðarsjóös. -JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.