Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Page 2
2
DV. MÁNUDAGUR 14.MARS1983.
landssöfnun SÁÁ:
Viðbrögð
með albesta
móti
Um tvö þúsund gjafabréf hafa nú
borist undirrituð til SÁÁ í hinni
víðtæku landssöfnun samtakanna.
Með tiliiti til þess að aöeins
nokkrir dagar eru liönir frá því
bréfin voru send inn á flest heimili
landsins eru það mjög góð við-
brögð.
Það hefur vakið athygli aöstand-
enda að nokkur hluti þeirra sem
sendir bréfin inn sendir ávísun
meö til fullnaðargreiðslu bréfanna.
Einnig hafa allmargir komið á
skrifstofu SAÁ að Síðumúla 3 til að
greiöa þau eða til að fá annað bréf.
Fyrir helgi kom t.d. 85 ára gamall
maöur og greiddi þrjú bréf, sem
hann fékk á staðnum, eða alls 5400
krónur.
Um allt land eru nú alls 600
manns aö hefja vinnu við að saftia
gjafabréfunum saman. Hefur
fólkinu yfirleitt verið mjög vel
tekið og eru langflestir jákvæðir
gagnvart söfnuninni.
Fjársöfnunarnefnd SÁÁ leggur
mikla áherslu á að þeir sem vilja
stuðla að því að sjúkrastöö SÁÁ rísi
sem fyrst sendi bréfin inn sem
fyrst. -PÁ
Háskóli íslands:
Kosningar til stúdenta-
og háskólaráðs á morgun
Kosningar til stúdenta- og háskóla-
ráðs Háskóla Islands fara fram á
morgun. I framboði eru þrír listar,
A-listi Vöku, B-Iisti Félags vinstri
manna og C-Iisti Félags umbótasinn-
aöra stúdenta. Kosnir verða 15 full-
trúar í stúdentaráð og þar af tveir
sérstakiega til háskólaráðs. I
stúdentaráði sitja 30 fulltrúar og er
helmingur ráðsins kosinn hverju
sinni til tveggja ára. Undanfarin tvö
ár hafa Vaka og Félag umbótasinn-
aðra stúdenta farið með meirihluta-
völd í ráðinu en Vaka á þar tíu
fulitrúa en Félag umbótasinnaðra
stúdenta sjö.
Um fjögur þúsund manns eru á
kjörskrá í kosningunumá morgun.
-SþS.
Vaka:
150 íbúðir byggðar á næstu þremur árum
„Undanfarin tvö ár hafa Vaka og
Félag umbótasinnaðra stúdenta
myndaö meirihluta í stúdentaráði og á
þeim tíma hefur veriö gert mikið átak í
hagsmunamálum stúdenta,” segir Öli
Björn Kárason efsti maður á lista
Vöku. ,d5r þar nærtækast að taka
Félagsstofnun sem dæmi og bættan
rekstur hennar og mega þeir sem
ganga aö kjörborðinu á morgun hafa
þessa staðreynd i huga. Vaka leggur
megináherslu á tvennt. Annars vegar
að farið verði út í byggingu stúdenta-
garöa þarsem byggðar verði 150íbúöir
á næstu þremur árum. Til þess viljum
við taka lán hjá Byggingarsjóði verka-
manna og einnig viljum við leita
aðstoöar hjá öðrum sjóðum. Við erum
á móti því að ríkið byggi þessa garða
og færi okkur þá á silfurfati. Þá viljum
viö benda á að sá framfærslugrund-
völiur sem námsián eru miðuð við er
löngu úr takt við tímann. Sem dæmi
má nefna að samkvæmt honum eru
1200 krónur ætlaðar á mánuði til
húsaleigu og er það eins og allir sjá úr
tengslum við allt verölag í landinu.
Hins vegar tökum viö það skýrt fram
að þessi námslán eru lán sem eiga að
greiöast til baka aö fullu er námi
lýkur. Við erum ekki aö þiggja neinar
ölmusur heldur tímabundna aðstoö. ”
-SþS.
Vinstri menn:
stórtskref
til lækkunar á
hitunarkostnaöi
FYRIR ÞÁ HÚSEIGENDUR SEM NOTA OLÍU TIL UPPHITUNAR
Hf. Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði hefur um árabil
framleitt rafhitara fyrir vatn til húsaupphitunar. Tæki þessi
eru framleidd í tveim aðal gerðum, með og án neysluvatns
spírals. Reynslan af þessum tækjum hefur sýnt að rekstur
þeirra kostar aðeins brot af því sem væri ef olía væri notuð
til kyndingar. Munurinn er 40% og eykst stöðugt. Sjálfvirkni
tækjanna tryggir lágmarks orkunotkun hverju sinni og
viðhaldskostnaður er hverfandi lítill. Tækin eru laus við
allan hávaða og ioft mengun. Stýribúnaður tækjanna
samanstendur af tveim rekstrarhitastiilum sem halda
hitastigi kerfisins stöðugu og yfirhitavara sem rýfur allan
straum að tækinu ef hitastig fer yfir leyfilegt mark.
Hafðu samband við sölu- og tæknideild og fáðu
upplýsingar um stærð þess hitara sem hentar þéi
Við gerum verðtilboð án skuldbindinga.
Góðir greiðsluskilmálar.
Stuttur afgreiðslutími.
Stígðu skrefið til fulls,
og þú sparar 40%.
Mununm á kostnaði við rafhitun og oiiukyndingu ai 40H sé ekki miðað við breytilogar rúðurgreiðelui á oliu aftu
landiMutum.
Ríki og sveitarfélög
fjármagni byggingar
„Aðalbaráttumál okkar vinstri
manna í þessum kosningum eru
byggingarmál Háskólans,” segir Jóna
Hálfdánardóttir sem er efst á lista
vinstri manna.
„Okkar stefna er sú að fjármögnun
bygginga fyrir stúdenta lendi ekki á
herðum stúdenta heldur standi ríki og
sveitarfélög straum af kostnaði við þær.
Námslánamálin verða að sjálfsögðu á
oddinum og þar viljum við vekja
athygli á að sá grundvöllur, sem fram-
færsluvísitala stúdenta er reiknuð
eftir, er allt of lágur. Við viljum því að
hann verði hækkaöur og að tekið verði
fullt tillit til félagslegra aðstæðna
námsmanna, húsnæðis- og fjölskyldu-
stærðar. Endurgreiðslur námslána
skulu miðaðar við tekjur aö loknu
námi.
Þá viljum við benda á að Félags-
stofnun stúdenta á að vera þjónustu-
stofnun fyrir stúdenta sem veiti sína
þjónustu á eins lágu veröi og hægt er.
Hún hefur að undanfömu verið rekin
með hagnaðarsjónarmið í huga en þar
sem við erum við nám í stofnun, sem
rekin er af ríkinu án gróðasjónarmiöa,
teljum við að sama eigi að gilda um_
Félagsstofnunstúdenta.” -SþS.
13í fw "hmJw n
Umbótasinnaðir stúdentar:
Leggjum aðaláhersluna
á húsnæðis- og lánamál
Rafha Hafnarfirði, símar 50022, 50023, 50322
„Við leggjum aðaláhersluna á
húsnæöismál stúdenta annars vegar og
lánamálin hins vegar,” segir Elsa
Friðfinnsdóttir efsti maöur á lista
Féiags umbótasinnaðra stúdenta. „I
sambandi við húsnæðismálin höfum
við iagt fram ákveöna stefnu um bygg-
ingu garða. Við bendum þar á nokkur
önnur atriöi en hinar fylkingamar
gera en ég tel ekki ástæðu til aö rekja
þessar leiöir hérna heldur bendi á
stefnuskrá okkar þar sem nákvæm-
lega er farið í þessi mál. önnur mál
sem brýn em núna em lánamálin sem
em reyndar eilífðarmál. Það tókst í
fyrra að ná fram 100 prósent brúun
fjárþarfar þannig að brýnasta málið
nú er fyrst og fremst að vinna að
breyttum framfærslugrundvelli.
Stjórn lánasjóðsins hefur viðurkennt
að nauðsyn sé á að breyta þessum
framfærslugrundvelli svo aöalmáliö
hjá okkur er að fylgja þessu eftir. Það
verður að færa framfærslugmndvöll-
inn að því sem raunhæft er miðað við
húsaleigu og annað. Einnig veröur að
auka tekjuumreikning þannig aö
sumartekjur dragist ekki að fuilu frá
láni. Þá leggjum við áherslu á að
framhald verði á þeim hagstæða
rekstri Félagsstofnunar stúdenta sem
þar hefur verið undanfarin tvö ár. ”
Sérð þú <
það sem
ég sé?
Börn
skynja hraða
og fjarlægðir á annan
hátt en fullorðnir.
ALL0RKA
PARADIS
Á JÖRÐ
PÁSKAFERÐ
30. mars —15 dagar.
Ótrúlega ódýr f jölskylduferð.
Hjón meö 2 börn innan 12ára:
aöeins kr. 8.600, — fyrir manninn.
Laugavegi 66. Sími: 28633,