Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Side 33
DV. MÁNUDAGUR14. MARS1983. 41 Um hclgina Um helgina ALLT SAMKVÆMT VENJU Þaö var fátt sem kom á óvart um helgina í sjónvarpinu, allt sam- kvæmt venju og ekkert brugðið út frá fastri helgardagskrá. Á föstudags- kvöldið var Skonrokk á sínum staö og fylgdi Kastljós á eftir. Það var kvenfólkið í fréttadeild sjónvarpsins sem sá um Kastljós að þessu sinni og fórst þeim það vel úr hendi en heldur finnst mér Margrét Heinreksdóttir langorð og á ég ekki eingöngu við Kastljós, heldur einnig í fréttatímum sjónvarpsins. Föstudagsmyndin var nýleg, þýsk kvikmynd, örlagabraut, og var þar um ágæta mynd að ræða sem skildi að vísu lítið eftir. Það atiiyglis- verðasta við myndina var að mínu mati leikur Oly Kinski í hlutverki stúlkunnar, sem á í sífelldri baráttu við sjálfa sig út af manndrápi sem hún átti sök á í æsku. Það hefur heldur betur lifnaö yfir Sjónvarpinu á laugardagskvöldum síðan Þriggjamannavistin tók við af þreyttum Löðurþáttum. Lionel Jeffries er alveg stórkostlegur í hlut- verki gamla mannsins sem hefur mikinn áhuga á að byrja nýtt og gjör- breytt líf eftir lát eiginkonu sinnar sem hann saknar ekki mikið. South Pacific var laugardags- mynd sjónvarpsins. Er greinilegt að sú mynd hefur elst illa. Ef ekki væri tónlistin eftir Richard Rogers væri þama um að ræða einhverja ómerkilegustu kvikmynd sem undir- ritaður hefur séð. Og viss er ég um að margir hafa sofnað yfir henni, því sýningartíminn var hátt á þriðja klukkutíma. Glugginn var á sínum stað á sunnudagskvöldið. Það er dagskrár- liður sem hefur heppnast mjög vel hjá sjónvarpinu og finnst mér vel til fallið aö þátturinn hafi meira svig- rúm en að fjalla eingöngu um list- viðburði. 1 gærkvöldi var til dæmis fjallað um inniblómarækt, flestum sjálfsagt til gagns og ánægju. Einnig kom fram í Glugganum í gærkvöldi óperusöngvarinn Kristján Jóhanns- son og tók þrjár aríur. Sjálfsagt gerði hann þeim ágæt skil, ég er ekki dómbær á það, en það sem vakti meiri athygli hjá mér er hið mikla sjálfsálit sem hann virðist hafa, eins og kom fram í litlu viðtali viö hann. Gamla kempan Chico Hamilton, ásamt hljómsveit sinni sem skipuð var á nokkuö sérstakan hátt, endaöi helgardagskrána. Chico lék að sjálf- sögöu á trommur, síðan voru tveir gítarleikarar, bassaleikari og kvenrödd. En því miður var tónlistin sem þau fluttu frekar ómerkileg. Virðist vera fárið að slá í gamla manninn. Hilmar Karlsson. Andlát Sigurður Guðmundsson klæðskeri frá Hvammstanga, Háaleitisbraut 26 Reykjavík, lést á Landspítalanum 5. mars. Sigurður verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 15. mars kl. 15. Kristin Valdimarsdóttir, Birkiteig 16 Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 11. mars. Auður Gylfadóttir lést á Gentofte- sjúkrahúsinu í Danmörku þann 27. febrúar. Utförin hefur farið fram. Björn Helgason frá Læk, Skagaströnd, andaöist í sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. mars. Skjöldur Hlíðar lést í Kaupmannahöfn hinn9.marssl. Sigurrós Scheving Hallgrímsdóttir, Suðurgötu 79 Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjaröarkirkju þriðjudaginn 15. mars kl. 14. Snorri Pálsson múrarameistari, Tjarnarlundi 9 Akureyri, er lést 6. mars, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 15. mars kl. 13.30. Kristjana Guðjónsdóttir frá Patreks- firði, Hjallavegi 2 Reykjavík, verður jarðsungin mánudaginn 14. mars kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Pennavinir Kvenfélag Neskirkju heldur fund mánudaginn 14. mars kl. 20.30 í félagsheimili kirkjunnar. Gestur kemur á fundinn frá félaginu Vemd. Kvennadeild SVFÍ í Reykjavík heldur fund mánudagi}>;n 14. mars kl. 20 í húsi SVFl á Grandagarði. Spilað verður bingó, sagt frá sumarferðalagi, kaffiveitingar. Stjómin. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund mánudaginn 14. mars kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Skemmtiatriöi og kaffi. Allar konur velkomnar. Stjórnin. Kvenfélag Breiðholts Fundur verður í Breiðholtsskóla mánudaginn 14. mars kl. 20.30. SpUuð verður félagsvist. Stjórnin. Skemmtifundur Hafnarfjarðarkirkju veröur haldinn í veitingahúsinu Gafl-inn Reykjanesbraut þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30 stundvíslega. SpUuð verður félagsvist og Haukur Morthens og félagar skemmta. Kaffi- veitingar, bögglauppboð. Nefndin. Frímerkjasafnari í Þýskalandi óskar eftir bréfasamskiptum við Islending. Hann hefur áhuga á að eignast íslenska vini, skrifar á þýsku, ensku og f rönsku. Jurgcn Damm Georg-Arends-Weg 16 56 Wiippertal 21 Deutschland. Fundarboð Sjöundi félagsfundur J.C. Breiöholt veröur haldinn aÖ Seljabraut 54, mánudaginn 14. mars. Fundurinn hefst kl. 20.15. Kaffiveiting- ar veröa í fundarhléi. Gestur fundarins veröur Árni Þór Árnason landsforseti. Mætum öll og tökum meö okkur gesti. Hvítabandskonur Muniö aöalfundinn aö Hallveigarstööum þriöjudaginn 15. mars kl. 20. Stjórnin. Aðalfundur Ferðafélags Islands verður haldinn þriðjud.15. mars kl. 20.30, stundvíslega, á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar þurfa að sýna ársskírteini 1982 við innganginn. Að fundi loknum sýnir Bjöm Rúriksson myndir frá Islandi. Tilkynningar Sástu hver skemmdi rauðan Datsun við Hagkaup? Starfsmaður í Hagkaup leitar að sjónarvott- um sem kynnu að hafa orðið varir við einhvem eða einhverja leika sér að því að skemma rauðan Datsun 120 fyrir utan Hag- kaup á miðvikudag. Bíllinn stóð í Skeifunni frá klukkan 9—18 þennan dag en aökoman var heldur óskemmtileg. Framrúðan var brotin og steinn hafði verið barinn niður í húddið á bílnum. Þeir sem hafa orðið einhvers varir vinsamlega hafi samband viö lögreglu. Gestafyrirlestur við Háskóla íslands Mánudaginn 14. mars kl. 17 heldur dr. Thor- björn Digernes frá Fiskeriteknologisk Forskningsinstitutt í Þrándheimi fyrirlestur við Háskóla Islands. Fyrirlesturinn nefnir hann „Fremtidig anvendelse af informationstekno- logi i fiskefláten” 1 fyrirlestrinum veröur m.a. fjallað um þá möguleika sem hin svonefnda nýja upplýs- ingatækni, þ.e. tölvutækni og fjarskiptatækni, muni gefa útgerðarfyrirtækjum og skipstjórnarmönnum í náinni framtíð við skipulagningu rekstrar og í daglegri stjórnun. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 157 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar (2. áfanga) ogeropinnöllum. Fundir Kvenfélag Bústaðasóknar 30 ára Afmælisfundur félagsins verður haldinn 14. mars í safnaðarheimilinu kl. 20. Kalt borð. Skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist í síma 36212 (Dagmar), 33439 (Björg) og 35575 (I.ára) í síðasta lagi miðvikudag 9. mars. Ath. breyttan fundartíma. Hitnar Heitt vatn er nú aftur fariö aö streyma úr borholu Hitaveitu Rang- æinga aö Laugalandi eftir aö ný dæla varsett í holuna á föstudag. Aö sögn Jóns Þorgilssonar, sveitar- stjóra á Hellu, er nú nóg heitt vatn á Hellu og verður hleypt á leiðsluna til á Hellu Hvolsvallar í dag. Taldi hann aö allir notendur yrðu búnir aö fá vatn á morgun. Jón sagöi aö ástandið í holunni virtist nú eölilegt og væri hitinn um 98 gráöur. -ÓEF. Stefnuskrárráðstefna sjálfstæðismanna: Niðurfelling tekju- skatts sett á oddinn Samkvæmt heimildum blaðsins mun hafa veriö samþykkt á ráö- stefnu Sjálfstæðisflokksins í Borgar- nesi nú um helgina að gera niðurfell- ingu tekjuskatts á almennar launa- tekjur aö aðal stefnumáli í komandi kosningum. Þessi ákvörðun verður síðan formlega samþykkt á miö- stjómarfundi á fimmtudag. Á ráöstefnunni var samþykkt aö gera það að stefnumáli númer tvö aö þeir sem væm aö byggja í fyrsta skipti eöa kaupa fengju lán sem svaraði 80% af byggingarkostnaði meðal- íbúðar. Almennt yröi svo fylgt þeirri stefnu að auka lán og lengja láns- tíma. Ráðstefnuna í Borgarnesi sátu um þaö bil 50 manns, miöstjóm Sjálfstæðisflokksins og frambjóð- endur í aöalsæti. -SGV. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lbl. á fasteigninni Birkiteigi 32 í Keflavík, þingl. eign Sigurbjörns Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Iðnlánasjóðs og innheimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hafnargötu 91 í Keflavík, þingl. eign Fiskiðjunnar hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hafnargötu 89 í Keflavík, þingl. eign Fiskiðjunnar hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vil- hjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 17. mars kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Sóltúni 3 í Keflavík, þingl. eign Sigurðar Guðjóns Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Borgarvegi 23, Njarðvík, þingl. eign Magnúsar Daníelssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 10.00. Bæjarfógetinn i Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl á fasteigninni Kópubraut 8 í Njarðvík, þingl. eign Guðmundar Bjarna Daníelssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Sigurðar I. Halldórssonar hdl. og Veðdeildar Lands- banka Islands miðvikudaginn 16. mars 1983 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Víkurbraut 50, miðhæð í Grindavík, þingl. eign Olafs Andréssonar en talin eign Jóns Samúels- sonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Landsbanka Islands, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl. og Veðdeildar Landsbanka Islands miðvikudaginn 16. mars 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Grindavík. Nauðungaruppboð annað og siöasta á fasteigninni Sólvangi í Hafnarhreppi, þingl. eign Leós M. Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Guðjóns Armanns Jónssonar hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðviku- daginn 16. mars 1983 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Aragerði 9 í Vogum, þingl. eign Antons H. Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Lyngmóum 11, 1. h. t. h., Garðakaupstað, þingl. eign Snæbjörns Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 111., 118. og 121. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Suðurgötu 52, efri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Guöbjarts Jónssonar, fer fram cftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í llafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.