Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 19. APRlL 1983.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Þessir dúkur var hengdur á aöaldyr fyrirtækisins Hoifmann-La Roche í Basel í
Sviss, en efnaverksmiöjan í Seveso var dótturfyrirtæki þess. Áletrunin segir:
„Seveso eitur. Roche ber ábyrgðina”. — Málið hefur aö nýju komist í fréttirnar
vegna réttarhaldanna og vegna orðróms um aö 41 tunnu með eitruðum úrgangs-
efnum hafi veriö smyglað úr landi í ítalíu til einhvers annars lands.
Eiturmálinu í
Seveso frestað
Réttarhöldunum yfir fimm stjórn-
endum efnaverksmiðjunnar í Seveso
var frestað í gær um leið og þau loks
hófust sjö árum eftir eitursprenging-
una.
Þegar fram kom við réttarhöldin í
gær aö um 200 einstaklingar leggja
fram kröfur um skaöabætur á hendur
mönnunum óskuöu verjendur f rests. —
Rannsóknin beinist að því hvort
ábyrgðarleysi í öryggisbúnaöi verk-
smiöjunnar hafi verið orsök sprenging-
arinnar.
Fyrirtækið hefur þegar greitt
Lombardy-héraöi og ítalska ríkinu um
145 milljónir króna í skaöabætur auk
annarra bóta til alls um 25 þúsund
einstaklinga og þriggja sveitarfélaga.
Pulitzer afhent
Pulitzer-verölaununum fyrir blaöa-
mennsku var úthlutaö í dag í Banda-
ríkjunum og fengu tveir blaöamenn
þau sameiginlega fyrir fréttaflutning
af fjöldamoröunum í búðum Palestínu-
araba í Líbanon. Þá fékk ljósmyndari
einnig verölaun fyrir ljósmyndir af
aðkomunni eftir aö morðingjarnir voru
famir.
Það voru Loren Jenkins frá
Washington Post og Thomas Friedman
frá New York Times sem fengu blaða-
mannaverðlaunin. Dómurum bar
saman um það aö bæöi heföu unnið
verk sitt svo vel að í þetta sinn mæltu
þeir með því aö verðlaununum yröi
skipt, sem gerist ekki oft. Og Bill
Foley, ljósmyndari frá AP, fékk
verðlaunin en hann var meöal fyrstu
ljósmyndara á staðinn.
Pulitzer-verölauhin fyrir skáld-
sagnagerö fékk Alice Walker blökku-
kona, fyrir skáldsögu sína The colour
purple.
WALESA YFIRHEYRÐUR
DAGLEGA OG JANUSZ
í VARDHALDI
Lech Walesa var haldið í yfirheyrslu
í níu klukkustundir í gær og hefur verið
boöaöur aftur á fund lögreglunnar í
Gdansk til frekari yfirheyrslu í dag.
Hann segist ætla aömæta.
Yfirvöldin í Póllandi hafa vakaö yfir
Walesafjölskyldunni síðan hann átti
leynifund með neöanjarðarforingjum
óháöu verkalýðshreyfingarinnar
„Einingar”, sem er bönnuö.
Walesa og heimilispresturinn,
Henryk Jankowski, auk tveggja félaga
þeirra voru teknir á leið þeirra frá
Varsjá til Gdansk í gær og yfirheyrðir
um erindið sem þeir heföu átt til höfuö-
borgarinnar. — Walesa kvaöst hafa
fariö til þess aö votta hinum föllnu
hetjum úr gyðingauppreisninni í Var-
sjávirðingusína.
Á rr.eðan hefur Janusz Onyszki-
ewics, fyrrum talsmaöur „Einingar”,
veriö haföur í haldi lögreglunnar í V ar-
sjá. Hann var handtekinn eftir aö hafa athöfn um gyðingauppreisnina. Hús-
ávarpað mannsafnaö í minningar- leithefurveriögeröheimahjáhonum.
r"-------T-----—----------------------------1
Ohugnanleg framtíðarsýn:
l Þjófnaðir á líffærum !
! og jafnvel morð til |
| að selja líkamshluta j
■ Glæpamenn 21. aldar gætu tekið upp á því aö drepa til þess aö komast yfir :
I mannslíkama til þess aö selja í líffæraflutninga, eftir því sem einn af saka-1
I málasérfræðingum Kanada telur sig sjá í framtíöinni.
Segir hann að geymsla á líkum og ígræðslur líffæra og líkamsparta eigi eftir
aö veröa glæpamönnum einhvern tíma freisting, því aö líffæri nýlátinna eigi
eftir aö veröa mikil verömæti.
t TILEFNISUMARKOMU
■sláttur
^Vormíáttun
^ cVor@fs(áttur
HJÁ GULLSMIÐUM
ÞEKKING — ÞJÓNUSTA —
VERSLIÐ HJÁ GULLSMIÐ
Merkíð tryggir gæðin.
ÁBYRGÐ