Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983.
11
Sjónarsviptir
að Krónunni
„Nú er hún Snorrabúð stekkur,” datt úr úr gömlum vesturbæingi, er fréttir
bárust um að Krónan væri hætt rekstri. Ríkharður Kristjánsson kaupmaður
lokaði á laugardaginn fyrir páska eftir 27 ára kaupmennsku en verslunina
stofnaði faðir hans, Kristján Guðmundsson, (kallaður „Stjáni blái” i vestur-
bænum) um 1930. DV-mynd Einar Úlason.
Ein elsta verslun á landinu, Krón-
an í Vesturgötu 35, hefur hætt starf-
semi sinni. Ríkharður Kristjánsson
kaupmaöur lokaði versluninni
laugardaginn 2. apríl eftir að hafa
rekið verslunina í 27 ár.
Verslunin varstofnsett áriö 1930 af
föður Ríkharðs, Kristjáni
Guðmundssyni.
„Eg átti að vera með verslunina í 2
mánuði á meðan pabbi væri á spít-
ala,” sagði Ríkharður i samtali við
DV, „en núna 27 árum seinna er ég
fyrst að hætta.
Ástæðan fyrir því er ekki léleg af-
koma. Ég vaknaði upp einn góðan
veðurdag og gerði mér grein fyrir
því að það væri ekki ástæða til að
vinna 10—15 tíma á dag, nú þegar
börnin eru farin og við hjónin erum
orðin ein eftir. Það hlýtur að vera ró-
legri leið til að komast af. Eg er kom-
inn á sextugsaldur og ætla ekki að
detta dauður niöur bak við búðar-
borðið.”
Ríkharður viöurkenndi að hann
ætti eftir að sakna gömiu kúnnanna.
En engin hætta er á ööru en hann
muni hitta þá annað slagið enda býr
hann áfram á Vesturgötunni, þar
sem hann er borinn og barnfæddur.
Næst á dagskrá er aö gera upp
íbúðarhúsið en Ríkharður hefur ekki
tekið ákvörðun um hvað taka muni
við hjá honum. Sama máli gegnir um
verslunina: enn er ekki ljóst hvort
einhver annar tekur við verslunar-
rekstri í Krónunni þar sem feðgamir
Ríkharöur og Kristján Guðmundsson
hafa starfaö hvor á eftir öðrum í 53
ár.
ás.
REVIULEIKHUSIÐ
Hafnarbíó
Hinn sDrenghlægilegi gamanleikur
KARLINN í
KASSANUM
Vegna óstöðvandi aðsóknar verður enn ein aukasýning
á þriðjudagskvöldkl. 20.30.
Miðasalan opin frá kl. 16—19 alla daga. Simi 16444.
SÍÐAST SELDIST UPP
RÆKTUNARSAMBOMD
VERKTAKAR
Eigum til á lager takmarkað magn af beltakeðjum
oq keðjuhjólum á International TD 8-B, TD 9-B
og TD 15—C.
Mjög góður staðgreiðsluafsláttur
eða hagstæð greiðslukjör. s
Eigum einnig til beltarúllur og spirnur á nokkrar §
gerðir International jarðýtur. «
<
Flestar stærðir af spirnuboltum og róm.
VEIADEILD SAMBANDSINS
BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900
Starfsmannafélagið Sókn
auglýsir orlofshús
3 í Húsaf elli
líSvignaskarði
3 í Ölfusborgum.
Hafið samband við skrifstofuna fyrir 28. þ.m.
Stjórnin.
Utankj örstaðakosning
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í
Valhöll, Háaleitisbraut 1 — símar 30866, 30734 og
30962.
Sjálfstæðisfólk: Vinsamlega látið skrifstofuna
vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á
kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í
Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12,
14—18 og 20—22, sunnudaga kl. 14—18.
Frestur
til skila á skrám vegna sérstaks eignarskatts skv.
lögum nr. 20 frá 23. mars 1983 á fasteignir sem
nýttar voru við verslunarrekstur eða til skrif-
stofuhalds í árslok 1982:
Samkvæmt 5. grein laga nr. 20 frá 23. mars 1983 ber eigendum
þeirra fasteigna sem nýttar voru við verslunarrekstur eða til
skrifstofuhalds, að fylla út sérstaka skrá um þessar eignir.
Skrám þessum ber að skila til viðkomandi skattstjóra.
Eyðublöð til skrárgerðar er hægt að fá hjá skattstjórum.
Framtalsfrestur er sem hér segir:
a. fyrir framtalsskylda menn til og með hádegi 16. maí 1983
b. fyrir lögaðila til og með 31. maí 1983
Athygli er vakin á ákvæðum 4. gr. laga nr. 20/1983 sem eru
svohljóðandi:
„Við ákvörðun á því, hvaöa eignir myndi stofn sérstaks
eignarskatts, skal miða við raunverulega notkun fasteignanna
í árslok 1982.
Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur eöa til skrifstofu-
halds, en einnig til annarra nota, skal við ákvörðun á skatt-
stofni skipta verðmæti eignarinnar hlutfallslega.”
Reykjavík 14. aprU 1983.
RÍKISSKATTSTJÓRI.
SJÚKRAHÚSIÐ Á
SEYÐISFIRÐI
innhússfrAgangur
Tilboð óskast í innanhússfrágang á 1. hæð og í kjallara að
hluta í Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði.
Húsiö er nú tilbúið undir tréverk meö uppsettum loftræsilögn-
um að mestu.
Verkinu skal skila í 3 áföngum. Endanleg verklok eru 1. júní
1985.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 2.000,- kr.
skilatryggingu eftir miðvikudaginn 20. apríl 1983.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. maí 1983 kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
V.
s
Ð '83
er f rábær LAKKRÍS
sem verið er að dreifa i verslanir núna.