Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 18
KOSNINGAFUNDUR DV LU DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRlL 1983. KOSNINGAFUNDUR DV KOSNINGAFUNDUR DV Kosningafundur DV í Háskólabíói: STORSKEMMTILEGUR BARÁTTUFUNDUR —f undargestir troöfylltu kvikmyndahúsið Goórún ILÞINGISKOSNINGAR 1983 Svavar Friórik Gestsson Sophusson c Vílmundur Gylfason B CNafw johannesson A jonBaldvin Harnb^sson Séð yfir sviðið í Háskólabíói. Fremst eru talsmenn þeirra lista sem í boði eru í kosningunum, Jón Baldvin Hannibalsson, Olafur Jóhannesson, Vilmundur Gylfa- son, Friðrik Sophusson í ræðustóli, Svavar Gestsson og Guðrún Agnarsdóttir. Reykvíkingar troöfylltu Háskólabíó á kosningafundi DV í gærkvöldi. Hvert sæti hússins var setið, staðið var á göngum meðfram veggjum, auk þess sem sjónvarpað var til fólks í anddyri bíósins. Og kjósendur fengu það sem þeir komu til að sjá. Fundurinn var stórskemmtilegur og greinilega þörf fyrir sameiginlegan fund frambjóð- enda í Reykjavík, ekki síður en í öðrum kjördæmum landsins. Á fundinn mættu talsmenn allra framboðslista í Reykjavík, Jón Baldvin Hannibalsson fyrir Alþýðuflokk, Ölaf- ur Jóhannesson fyrir Framsóknar- flokk, Vilmundur Gylfason fyrir Bandalag jafnaðarmanna, Friðrik Sophusson fyrir Sjálfstæðisflokk, Svavar Gestsson fyrir Alþýðubanda- lag og Guðrún Agnarsdóttir fyrir Kvennalista. Fundurinn fór fram með þeim hætti, að í upphafi hélt hver talsmaður list- anna tíu mínútna framsöguræðu. Á meðan var safnað saman skriflegum fyrirspumum fundargesta. I lok fundarins flutti hver framsögumaður lokaorð. Framsöguræðurnar voru hver ann- arri líflegri og voru skeytin hvergi spömð. Fyrirspurnir voru f jölmargar og fjölbreyttar og komust færri að en vildu. Þó var hægt að svara tugum fyrirspurna, enda vom áskilin stutt svör. Magnús Bjarnfreðsson var fundarstjóri og stjórnaði af röggsemi. Utdráttur úr framsöguræðum tals- manna listanna, fyrirspumir og loka- orð fara hér á eftir. Þeir blaöamenn DV sem unnu viö kosningafundinn voru: Olafur E. Friðriksson, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Þór Salvars- son, Jón G. Hauksson og Pétur Ást- valdsson, aukGunnars V. Andréssonar ljósmyndara. -JH Friðrik Sophusson: „Mikilvægt að mynda sterka ríkisstjórn” Ólafur Jóhannesson: Framsóknarflokkurínn á erindi til margra Þótt deilt sé um markmið og leiöir í þessari kosningabaráttu, er athyglis- vert aö ekki er deilt um þær efnahags- legu staðreyndir sem nú blasa við í íslensku þjóðfélagi, sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann taldi síðan upp þessar stað- reyndir sem ekki er deilt um: verð- bólgan hefur aldrei verið meiri og stefnir yfir 100% þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um að hún skyldi verða tífalt minni, erlendar skuldir hafa aldrei verið meiri og hver Islend- ingur skuldar nú 108 þúsund krónur erlendis og er verulegur hluti þessara skulda eyðsluskuldir vegna viöskipta- hallans síöastliðin tvö ár. Skattar hafa aldrei verið meiri, atvinnufyrirtækin berjast í bökkum og f jöldaatvinnuleysi er yfirvofandi. ,,Það em þessar staðreyndir sem ákvarða viðfangsefni næstu ríkis- stjómar. Og það eru þessar staðreynd- ir sem valda þvi að aldrei fyrr hefur verið jafnmikilvægt og nú að mynda sterka ríkisstjóm, sem hefur ekki aðeins vilja heldur einnig kjark og þor tilað ráöast á vandann og axla ábyrgð- ina. Hann sagði Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagiö hafa ráðið hvern- ig komið væri efnahagsmálunum. Alþýðubandalagið endurtæki ekki núna slagoröin úr síöustu kosningum um samningana í gildi og „kosningar eru kjarabarátta,” enda hefði það staðið 14 sinnum að kjaraskerðingu frá árinu 1978. Ekki minntist það heldur á > „kaupránsflokkana.” En það talaði um íslenska atvinnustefnu þegar það hefði stuðlað að erlendri atvinnustefnu í ríkisstjóm. Með rangri gengisskrán- ( ingu hefði það drepið iðnaöinn í dróma I og flutt atvinnutækifæri úr landi, viöskiptahalli hefði myndast, skuldum verið safnaö erlendis og inniendur( spamaöur hefði aldrei verið minni. Um Framsóknarflokkinn sagði Friðrik Sophusson að hann hefði unnið kosningasigur árið 1979 á svonefndri niðurtalningarstefnu. Kjósendur vissu nú af eigin raun hvað sú stefna þýddi. En samt kemur flokkurinn nú aftur og vill lögbinda þessa leið. „Framsóknar- flokkurinn hefur ekkert lært og engu | gleymt.” Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins, hefur margoft reynt að skýra þessa stefnu en samt segir samstarfsmaður hans, Olafur Ragnar Grímsson: „Blaðrið í Stein- grími er mesta efnahagsböl þjóðarinn- ar.” Og Friðrik Sophusson spurði: „Hver trúir Framsóknarflokknum þegar hann segist nú geta náð niður verðbólgunni með niðurtalningu eftir að hafa fengið til þess tækifæri á undanförnum f jórum árum? ” Síðan rakti hann þau mál sem Sjálf- stæðisflokkurinn leggur mesta áherslu. á: afar mikilvægt er að aliir sem vilja geti eignast eigin íbúð þannig að fjöl- skyldum sé skapað öryggi og efna- Friðrik Sophusson: „Sjálfstæðisflokkurinn vill með öðrum orðum byggja upp atvinnulífið og gera því kleift að auka þjóðarfram- leiðsluna.” DV-myndirGVA hagslegt sjálfstæði, afnám tekjuskatts af almennum launatekjum, gengi krónunnar verði skráð rétt til að eyða viöskiptahallanum, hlutafé og arður njóti sömu skattakjara og sparifé og vextir til að ýta undir spamað og fjár- festingu í fyrirtækjum. .JSjálfstæðis- flokkurinn vill með öðrum orðum byggja upp atvinnulífiö og gera því kleift að auka þjóðarframleiðsluna. Aðeins þannig getum við unnið okkur út úr vandanum án atvinnuleysis eða óðaveröbólgu.” Aö lokum sagði Friðrik að þeir sem vildu upplausn og ábyrgðarleysi kysu einhvern smá flokkanna en þeir sem vildu koma á festu og ábyrgð ættu samleið með S jálfstæðisf lokknum. -ÓEF .JFramsóknarflokkurinn er frjálslyndur umbótasinnaður mið- flokkur. Langflestir Islendingar til- heyra millistétt. Framsóknarflokkur- inn á því erindi til margra og þeir ættu að vera margir sem eiga erindi við Framsóknarflokkinn.” Þannig hóf Olafur Jóhannesson utanríkisráöherra ræðu sína. Hann rakti síðan helstu stefnumál Framsóknarflokksins. Flokkurinn vill standa vörö um óskorað efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Islands á grundvelli lýðræðis og þingræðis. Flokkurinn leggur megináherslu á að finna traustan grundvöll atvinnuveg- anna og treysta atvinnulífið, enda eru það homsteinar þjóðfélagsins sem aHt annað hvílir á. Flokkurinn vill að at- vinnulifið hvíli á framtaki efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa stærri verkefni á grundvelli samvinnu. Rekstrarform atvinnuveganna getur verið með ýmsum hætti, eftir aðstæö- um einkarekstur, félagsrekstur eða opinber rekstur, sagði Olafur. „Við framsóknarmenn teljum þó að ríkis- rekstri þurfi að setja þröngar skorður. Hið opinbera á að rétta einstaklingun- um og frumkvæði þeirra örvandi hönd og ýta undir það.” Framsóknarflokkurinn telur að heimiliðeigi að vera hornsteinn þjóð- félagsins. Hann vill efla kirkjuna og styðja heilbrigt trúarlíf og guðskristni í landinu. Hann telur að kristilegt sið- gæði sé sá grundvöllur sem samfélagið þarf að byggja á og sé slíkrar kjölfestu þörf þegar alls kyns upplausnaröfl reyna að rífa upp rætur þjóðfélagsins. Framsóknarflokkurinn viðurkennir þau fornu sannindi að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Því vill hann hlynna að íslenskri menningu, sem bæði þarf að nærast af íslenskri rót og njóta erlendra strauma. Olafur sagðist vita að menn myndu segja að einfalt væri að búa til fallega stefnuskrá. Þetta væri rétt, enda þyrfti menntilaðframkvæmaþær — „menn sem hafa vilja og þrek og Iifa í sam- ræmi við það góða og gamla boöorð: orðskulustanda.” Olafur sagði að því væri ekki að neita að við blöstu erfiðleikar í efnahags- málum, sem bæði stöfuöu af utanaö- komandi ástæðum og því aö ríkis- stjómin brást ekki nógu fljótt við vandanum. I rikisstjóminni hefðiskort samheldni og samstööu um leiðir og á síöasta þingi hefði hana skort meirihluta. En hinu mætti ekki gleyma að á ferli stjórnarinnar væm bjartar hliðar, vinnufriður heföi ríkt, atvinnu- leysi verið óþekkt og framfarir orðið á f jölmörgum sviðum. Við höfum eytt um efni fram, sagði Olafur. Því væri ekki hægt að neita að erlend skuldasöfnun væri mikil og við- skiptahallinn varhugaverður. En það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.